Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 23
 MORGUNBL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 23 eiginleika ættfeðra sinna erfði Jón sálugi í rikum mæli. Þau hjón, Jóhannes í Görðum og siðari kona hans, eignuðust fjögur börn, sem öll urðu dugn- aðarfólk, og prýði sinnar stétt- ar. Jón var næstelztur systkin- anna. Faðir hans andaðist þegar Jón var 9 ára, frá ungri konu sinni og öllum börnunum í ómegð, enda var hann þá kom- inn á efri ár. Ekkjan unga og hrausta var bláfátæk og við lát eiginmanns- ins varð hún að leysa upp heim- ilið, þó gat hún haft tvö yngstu börnin hjá sér. En eldri systir- in og Jón urðu að fara frá móð- ur sinni. Ég þarf ekki að geta þess hér, hvar Jón dvaldi næstu árin. Leið hans lá nú í Breiða- fjarðareyjar. Þar fór hann að vinna að landbúnaðarstörfum og sjósókn eins fljótt og orka leyfði. Hann var eftirsóttur til allra starfa. Hann var allt í senn duglegur, ósérhlífinn, lagvirkur og lagtækur. 1 Höskuldsey á Breiðafirði var heimasæta, ung og efnileg, Kristin Pétursdóttir. Þau felldu hugi saman, og bundust tryggða- böndum. Árið 1911 fluttust þau til Hellissands og stofnuðu þar eigið heimili. Þan giftust hinn 16. des. 1911. Voru þau þannig bú- in að búa saman í góðu og ást- ríku hjónabandi i nærri 60 ár. Öll þau ár voru þeim og börn um þeirra blessunar timi. 1 10 ár stundaði Jón sjóvinnu frá Hellissandi. En sveitin átti þó lengst af hug hans allan. Þess vegna fékk hann ábúðar- rétt á þjóðjörðinni Kjalveg í Neshreppi utan Ennis og flutt- ist þangað með fjölskyldu sína árið 1921. Hann tók strax til óspilltra málanna, að bæta og prýða jörð ina, þótt hann væri leiguliði. Jörðina sat hann mjög vel. Um- gengnin var til fyrirmyndar bæði úti og inni. Hann varð brátt einn með fremstu bænd- um í sinni sveit. Þó varð hann að leggja á sig hið mikla erfiði, sem mörgum mundi blöskra nú, að ganga til vinnu niður á Hellis sand, og fara stundum fleiri en eina ferð á dag. Stundum er talað um ná- gnannaikrytur. En nágrannar Jóns dáðu hann og virtu. Einn af nágrönnum hans sagði einu sinni við mig: „Betri nágranna en Kjalvegshjónin er ekki unnt að fá.“ 1 þrjátíu ár var Jón meðhjálp ari og umsjónamaður kirkjunnar á Ingjaldshóli. Það starf rækti hann eins og öll önnur störf af stakri alúð og samvizku- semi. Ég, sem var sóknarprestur hans öll þessi ár, þakka hjart- anlega samstarfið allt. Margt var það, sem prýddi Kjalvegsheimilið. Þar átti heima hin sanna íslenzka gestrisni. Þótt gamli bærinn á Kjalveg væri ekki stór, var samt stórt hjartarými húsbændanna. 1 þeim bæ áttu heimilisvinir yndis- stundir með fjölskyldunni. Og er nýja húsið var reist breytt- ist ekki heimilisbragur. Hlýjan og elskulega viðmótið var hið sama. Bærinn, húsið og hjarta- rýmið stóð öðrum opið. Þegar aldur og þreyta færð- ust yfir, flubtust þaju hjón til Ólafsvíkur, og sonurinn sem allt af dvaldi hjá þeim, með þeim. Þau fengu sína íbúð í sama húsi og dóttir þeirra og tengdasonur áttu sitt heimili. Og þar hélt Jón áfram að vinna. Sterkustu hliðar hans voru ósérhlífni, ósér Mínar hjartans þaikkir til aflllra, setm sýndu mér hlýhug og vinátrtJu með heimsótonium, stoeytum og blómum á 85 ára afmæili mimu. Guð blessi yktour öil. Jónína Helga Sigurðardóttir Holtagerði 26. plægni og iðjusemi. Af alúð vann hann allt til þess er hann lagðist banaleguna. Það er gott fyrir hvert hérað að eiga slíka menn eins og Jón, og blessunarríkt fyrir hverja kirkjusókn. Þau hjón, Jón Þorleifur og kona hans Kristín Pétursdóttir eignuðust fjögur börn. Næst yngsta barnið, Pétur Kristófer misstu þau eins og hálfs árs gamlan. Hann var fæddur 10. des. 1925, en dó 18. júní 1927. Þau voru sterk I sorginni, því trúar traustið var þeim huggun og styrkur. Hin börnin eru: Guðrún, fædd 4. des. 1921, húsfrú í Reykjavík, gift Sigurði Sn. Júli- ussyni verzlunarmanni. Jóhann- es, verkamaður í Ólafsvík, fæddur 9. nóv. 1915, hánn dvaldi alltaf á heimili foreldranna, og er nú styrkur og stoð aldraðrar móður. Pétrún Kristín, húsfrú í Ólafsvík, fædd 26. júlí 1929, gift Guðjóni Bjarnasyni, bifvéla- virkja. Ég, kona mín ■ og börn þökk- um margra ára trausta vináttu, þessarar fjölskyldu og vottum ekkjunni og f jölskyldunni allri okkar dýpstu samúð og hlut- tekningu. Algóður Guð haldi sinni al- máttugu verndarhendi yfir þeim. Hann blessi þeim og okkur öll um vinum hans og fjölskyldunn ar minningu hins mæta sæmdar- manns. Magnús Guðmundsson. Hjartans þatokir tifl aMra þeirra, sem glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 28. de». síðajsitiliðiinn rnieð gjöfum, heiflfliajskieytuim og heimsókn- um. ósfca yktour öiflium bless- unar Guðs. Bebekka Þórðardóttir Hofsstöðum. Gunnar Gunnarsson stýrimaður-Minning Fæddur 10. október 1942. Dáinn 24. febrúar 1971. í dag verður lagður til hinztu hvíldar Gunnar Gunnarsson stýrimaður, sem lézt af slysför- um þann 24. febrúar s.l. Gunnar var dæddur i Reykja- vík þ. 10. október 1942 sonur hjónanna Jóhönnu Þorgilsdóttur og Gunnars Gunnarssonar. Fáa menn hef ég þekkt sem voru jafn heilsteyptir i orði og verki og Gunnar. Ég tel það mikið lán á lífsleið minni að hafa kynnzt honum, en leiðir okkar lágu fyrst saman er við stunduðum nám við Stýrimanna skólann í Reykjavík. Gunnar fór ungur til sjós, fyrst á tog- urum og bátum en síðar á flutn- ingaskipum og nú síðast var hann stýrimaður á m.s. Helga- felli. Gunnar var frábær náms- maður og var ávallt i fremstu röð, einnig var hann mikill áhugamaður um félags- mál og lét sér mjög annt um hag sjómannastéttarinnar, átti hann Hjartainfliega þaktoa ég syst- kinum mínum, frændfólki og vinum fyrir gjajfir, blóm og góðair kveðjur og eiranig þakka ég margvíslega hjálp á 70 ára afmæli mírau 23. febrúar. Bið ykfcur öllium blessunar. Þórdís Kristjánsdóttir frá Hermimdarfeili. m.a. sæti í trúnaðarmannaráði Stýrimannafélags Islands. Fyrir u.þ.b. þrem árum kvænt ist Gunnar Hansinu Þórarins- dóttur og áttu þau eitt barn. Enda þótt kynni okkar Gunnars hafi ekki verið löng eru þær ótaldar ánægjustund- irnar er við áttum saman bæði á heimilum okkar sem annars staðar. Þessi fátæklegu orð mín eiga ekki að vera ævisaga Gunnars, heldur aðeins örlítili þakklætis- vottur um minningu góðs drengs. Minningin lifir björt og hrein um velgerðan drengskap- armann og hjartfólginn vin. Eiginkonu og barni, móður hans og systur og öðrum aðstandendum flyt ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Guðniundur Konráðsson. BANKI LAUNAFOLKS ALÞYÐUBANKINN OPNAR Á MORGUN FÖSTUDAG KL. 9,30 f NÝJU HÚSNÆÐI LAUGAVEGI 31. OPNUNARTÍMI 9,3o-12,3o 13,oo-16,oo 17,3o-18,3o INNLÁN - ÚTLÁN - INNHEIMTA ÖLL STARFSEMI SPARISJÓÐS ALÞÝÐU VERÐUR SAMA DAG YFIRTEKIN AF ALÞÝÐUBANKANUM ALÞÝÐUBANKINN HF.LAUGAVEGI 31 SÍMI 24622

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.