Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 32
JMttcguttÞfaftifr miciýsinGRR H*-»22480 FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 DHCIEGn Uppboöið í London; Minkaskinnin seldust öll — sem Loðdýr hf. sendi þangað 250 íslenzk minkaskinn frá Loðdýri h.f. voru boðin upp hjá Hudson-Bay-fyrirtaekinu í Lond- on á mánudaginn og hafa þá alls verið boðin upp 500 islenzk sldnn hjá fyrirtaekinu. Meðal- verð á íslenzku skinnunum á fyrra uppboðinu, sem haldið var í febrúar, var um 1060 kr., en verð á nýafstöðnu uppboði var heldur betra. Meðalverð á ölium skinnunum að þessu sinni var 890 krónur, en hærra verð mun hafa fengizt fyrir íslenzku skinn tn. 1 einkaskeyti til Morgunblaðs- ins frá AP-fréttastofunni í gær segir um uppboðið: „Hudson Bay félagið skýrði frá því í dag, að síðasta sala fé- lagsins á minkaskinnum hefði borið betri árangur en vænzt hefði verið. Það kom okkur á óvart að markaðurinn skyldi vera svo mikJu móttækiSegri nú, en er síðustu sölur fóru fram í desember og janúar," sagði tals- maður félagsins i dag. Hudson Bay Co. stóð að sölu um 94% þeirra 800.000 minka- skinna, sem boðin voru upp, Framhald á bls. 21 Bílverð lækkar til öryrkja og leigubílstjóra RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt til við Alþingi, að tolleftir- gjöf á bílum til öryrkja ann- ars vegar og leigubifreiða- stjóra hins vegar, verði hækk uð. Nær þetta til 300 bíla ár- lega fyrir öryrkja en 250 bíla árlega fyrir leigubifreiða- stjóra, samtals 550 bifreiða. ÖRVRK.TAB Lækkun gjaida á hverri ein- stakri bifreið fil öryrkja, ailt , að 300 bifreiðar á ári, má ekki nema meiru en 80 þúsund krón- um. Er þetta um 10 þúsund króna hækkun á tolleftirgjöí og verður þá um óverulegt tollgjaid að ræða af minni bifreiðum. Þó er heimilt að lækka gjöld á 25 Tekinn við á ný DR. MED. Sigurður Sigurðsson hefur aftur tekið við starfi landlæknis, en hann hlefur verið frá störfum um skeið vegna veikinda. Benedikt Tóm- asson skólayfirlæknir gegndi embætti landlæknis í fjarveru Sigurðar. bifreiðum áriega um allt að 120 þúsund krónur fyrir þá, sem mest eru fatiaðir eða lamaðir, en geta ekið sjálfir sérstaklega útbúinni bifreið. Slíkar bifreiðir eru yfirieitt i hærri verðflokki en aðrar bifreiðir. Þessi iækkun eða niðurfelling á gjöddum til öryrkja nær til fólks, með útvortis bæklanir eða lamanir, ennfremur fyrir fólk með lungnasjúkdóma og loks Framhald á bls. 12 Kennsla 6 ára barna vlða í undirbúningi Skortur á húsnæði og kennur um háir víða úti á landi f öllum kaupstöðum landsins er 6 ára barnakennsla til um- ræðu og athugunar hjá fræðslu- yfirvöldum. Einnig er 6 ára kennslan til umræðu í einstök- um sýslum. Utan Reykjavíkur Geirfuglinn boðinn upp í dag: Rúmar 2 millj. höfðu safnazt í gærkvöldi RÖSKAR 2 milljónir króna höfðu safnazt í Reykjavík og ná grenni þegar geirfuglasöfnuninni lauk í gærkvöldi kl. 10, en þá lágu ekki fyrir tölur um hvað mikið hefði safnazt úti á landi. Má vænta endanlegrar tölu um söfnunina í dag. Þess má geta að stærstu gjafirnar frá Geir- fugli og KEA eru innifaldar í tveimur milljónunum. f dag Id. 11 hefst uppboðið hjá Sotheby’s í London þar sem geirfugliiMi verður boðinn upp og er búizt við að hann verði boðkrn upp um kl. 1. Viðstaddir uppboðið verða þeir dr. Fininur Guðmundsson og Valdimar Jóhannesson framkvæmdastjóri söfnunarinnar, en þeir fóru til London í gærmorgun. Enskur sérfræðingur mun bjóða í fuglinn fyrir íslands hönd. hefur opinber 6 ára kennsla að- eins verið tekin npp á Siglu- firði, í Garðahreppi og á Sel- tjarnarnesi, en á nokkrum stöð- nm er 6 ára kennsla á vegum einkaaðila og þá aðallega lestrar kennsla. Hvarvetna út um land er búizt við að 6 ára kennslan komi, en ekki vitað með vissu hvenær hægt verðnr að taka hana upp, bæði vegna húsnæðis- skorts víða og kennaraskorts úti á iandi. Á Akranesi er einn barnaskóli með um 650 börn. Þar hefur 6 ára kennslan komið til umræðu í fræðsluráði, en skólinn er tvi- settur og hefur ekki húsnæði fyr ir fleiri deildir. Ástralíuförunum sendir farmiðar Söfnunin heldur áfram UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hef- ur sent konsúlnum í Melbom skeyti þess efnis að flugmiðar fyrir Ástaralíufarana séu til reiðu og geti því móðirin með börnin þrjú komið heim hve- nær sem henni hentar. Söfn- uninni fyrir heimferð fjölskyld- unnar verður þó haldið áfram enn um sinn. Að sögn Guðmundar Bene- diktssonar ráðuneytisstjóra, var skeytið sent á mánudaginn og er gert ráð fyrir að fjölskyldan fljúgi alla leið heim. Eru íar- miðarnir opnir, þannig að fjöl- skyldan getur sjálf ákveðið hvernig hún hagar ferðinni heim. Á Isafirði hefur ekkert verið ákveðið í þessu efni og sagði skólastjóri barnaskólans þar að málið strandaði á ýmsu að því er virtist. Á Sauðárkróki stóð til að hefja smábarnakennslu í haust, en það var ekki hægt vegna skorts á kennurum. í ráði er að hefja smábarnakennslu á kom- andi hausti ef kennaravandamál ið leysist. Á Siglufirði var 6 ára kennsl an tekin upp í haust, en vegna forfalia kennara féll hún niður að hluta I vetur, en er nú sam- kvæmt stundaskrá. Hlöðver Sig- urðsson skólastjóri sagði að kenn araskortur hefði nokkuð háð í þessu efni, en hann sagði að kenmslan hefði mælzt vel fyrir hjá foreldrum. Á Ólafsfirði var smábarna- kennslan tekin upp í september- skóla, en ekkert hefur verið af- ráðið með framhald næsta Framhald á bls. 21 Skipaður lektor í yiðskiptadeild MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur skipað Þóri Einarsson við- skiptafræðing lektor í rekstrar- hagfræði, sérstaklega í rekstrar bókhaldi og gneinum innan framleiðslufræði og almennrar stjórnunar í viðskiptadeild Háskóla ísiands frá 1. janúar sl. að telja. | VERIÐ er að reisa stórhýsi ’ á lóðinni Aðalstræti 9, þar I sem áður var Gildaskálinn, \en það hús brann fyrir k nokkrum árum. Fremst í . lóðinni er Prentsmiðjupóst- f urinn, einn aðalbrunnur ’ Reykjavikur. Er getið um |hann í skjölum frá tímum , Skúla fógeta. Ekki er þó vit- [að um raunverulegan aldur I brunnsins. Nú er hið nýja hús rís, verður kappkostað að vernda þennan gamla brunn. Á neðstu hæð hússins verður veitingasalur og í tengslum við hann verður brunnurinn. Myndin var tekin í gær, er verið var að lagfæra hleðslu brunnsins, sem er um 2ja metra djúpur, (Jerhyrndur neðst, en sporöskjulagaður efst og víkkar er ofar dreg- ur. — Ljósm. Ól. K. M. Tundur- dufl I GÆR kom vélbáturinn Vingþór frá Seyðisfirði að tundurdufli á floti inni á Seyðisfirði. Var land- helgisgæzlunni tilkynnt um diifl ið og var varðskip væntanlegt á staðinn í gærkvöldi til þess að eyðiieggja duflið. 1 viðtali við Gunnar Gíslason, skipherra sagði hann að senni- lega hefði tundurdufl þetta losn- að úr gamalli kafbátagirðingu frá stríðsárunum og flotið upp. Sagði Gunnar að töluvert langt væri siðan siðast hefði fundizt tundurdufl, en þau skytu alltaf upp kollinum af og til á þeim stöðum, þar sem þessari kaf- bátagirðingu hefði verið komið fyrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.