Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 13
MOKGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. .MARZ 1971 13 — Úr Horna- f jarðarreisu Framhald af bls. 10. ast við að verð lækkaði á heimsmarkaðnum, en við telj- um að menn myndu reyna að nýta síldina betur í stað þess að stunda gegndarlausa gú- anóveiði. — Hvernig hefur fiskazt á linu hér, það sem af er? — í>að hefur gengið svona sæmilega, en þó var snöggt- um meiri fiskur í fyrra. Bát- amir hafa nú landað um 1000 iestum af fiski. Aflinn hefur verið nokkuð blandaður, en um helmingur góð ýsa. Jafn- aðarverðið hjá Gissuri Hvita hefur verið um 9,26 krónur á kilóið. — Hvað tekur við hjá stóra bátnum þegar loðnuver tíð lýkur? — Ætli við reynum ekki fyr- ir okkur með þorskanót, þar til að byrja má að veiða síld aftur í Norðursjó í júní. Það yrði ailtof dýrt að setja hann á net, þvi að það kostar svo mikið að skipta yfir á nýtt veiðarfæri. Við gerum ráð fyrir að hinn báturinn skipti yfir á netin um miðjan marz. — Það er sem sagt góður hugur i ykkur? NÝ TEKJUÖFLUNARLEIÐ LANDHELGISGÆZLUNN- AR? — Já, það er ekki ástæða til annars. Annars er eitt mál, sem við erum bálvondir ú.t af og væri ekki úr vegi að koma þvi á framfæri við þá háu herra, er fara með land- helgismál fyrir sunnan, því að við erum að velta þvi fyr- ir okkur hvort Gæzlan sé bú in að finna upp nýja tekju- öflunarleið. Sl. vor, er Gissur Hvíti SF 55 var á trolli héma, var hann tekinn að meintum ólöglegum veiðum innan landhelgi og erum við ekki að draga í efa að flug- vélin, sem stóð hann að þess- um veíðum hafi gert rétta staðarákvörðun. Það sem okkur gremst og teljum lög- leysu, er sú staðreynd, að stjórnendur flugvélarinnar höfðu ekkert samband við skipstjórann og það var ekki fyrr en rúmum 16 tímum sið- ar að yfirvaldið hér í landi hafði samband við okkur og tilkynnti okkur kæruna og bað okkur að kalla bátinn inn. Auðvitað neituðum við þvi og sögðum það ekki okk ar verk og þegar svo sam- band var haft við bátinn, munaði nokkrum mínútum að skipstjórinn heyrði það fvrst í útvarpi, að hann hefði ver- ið staðinn að meintum ólög- legum veiðum. Þetta eru furðuleg vinnubrögð. Þegar flugvélin tók bátinn var hann með fyrsta halið, en þeg ar báturinn er kallaður til hafnar, er hann búinn að vera að veiðum i næstum sól- arhring og búinn að fá góð- an afla. 1 dómnum er svo ali ur afli og veiðarfæri gerð upptæk, en nær allur aflinn fæst, eftir að skipið er tek- ið. Þetta fer allt í landhelg- issjóð, auk þess sem við þurf um að greiða skipsmönnum þeirra hlut og greiða allan annan kostnað. Við fellum okkur ekki við svona vinnu- brögð, þvi að við teljum að lögin um órofna eftirfor, hljóti að gilda um íslenzka báta, eins og erlenda togara. Við erum ekki að véfengja það, að báturinn hafi verið innan landhelgislínunnar og að taka hans hafi verið rétt- mæt, en við véfengjum lög- mæti þess að bátnum er ekki umsvifalaust skipað til hafn ar. Við báðum Landhelgisgæzl una um skýringu á þessu og fengum þau svör ein, að mennirnir um borð í flugvél- inni hefðu ekki viljað láta vita af sér, svo að aðrir bát- ar að veiðum innan linu fengju ekki tima til að forða sér út fyrir. 22 ÁRA GAMALL SKIPSTJÓRI Eins og Óskar sagði hér á Sölnstori í sérverzlun Viljum ráða stúlku (ekki yngri en 25 ára) til afgreiðslu- og sölustarfa í sérverzlun. Eiginhandarumsóknir sendist Mbl. fyrir 9. þ.m. merkt: „Sérverzlun — 6941". Vnntnr pökkunnrstúlknr og vana menn í fiskaðgerð. EYJABERG. Vestmannaeyjum Sími 2291. Árshátíð Rangæingafélagsins verður haldin að Hótel Borg föstudaginn 5. marz og hefst kl. 19.30 með borðhaldi. Ræða: Einar Ágústsson alþingismaður. Einsöngur og tvísöngur: Árni Jónsson og (var Helgason. Heiðursgestir samkomunnar verða: Séra Sigurður Haukdal prófastur á Bergþórshvoli og frú hans Benedikta Eggerts- dóttir. Aðgöngumiðar seldir á Hótel Borg. STJÓRNIN. undan, telur hann rétt að skipstjóri, sem kominn er á miðjan aldur fari í land og láti yngri menn taka við. Þetta hefur hann sannað í verki, því að skipstjórinn, sem er með Gissur Hvíta SF 55 er kornungur maður, Óiafur Björn Þorbjörnsson, 22 ára að aidri. Ég hitti Ólaf um borð, er þeir komu úr róðri, með um 6 tonn af fiski. Heldur var hann tregur til að tala við blaðamann en samtal okkar fer hér á eftir. — Voruð þið að fá ’ann? — Eitthvað um 6 tonn. — Hvernig hefur íiskiriið gengið? — Ágætlega, nema það er enginn fiskur. — Lítill fiskur? — Já. — Minni en í fyrra? — Veit það ekki. — Hvenær byrjaðirðu til sjós? — Ég held ég hafi verið 11 ára. -— Hvenær kláraðirðu skól ann? — 1969. — Hvernig er að vera skip stjóri? — Það er ekkert. — Óx þér ekkert ábyrgð- in í augum? — Nei. Að svo mæltu var hann rokinn upp á bryggju í lönd unina, enda öllu uppbyggi- legra að koma fiskinum sem fyrst til vinnslu en að láta blaðamann rekja úr sér garn irnar. — ihj. Góöar bækur Gamalt verö Afborgunarskilmálar BÓKA MARKAÐURINN SILLA OG VALDA- HÚSINU ÁLFHEIMUM Clœsilegt raðhús Til sölu glæsilegt raðhús á bezta stað í Kópavogi. Fallegar innréttingar. Gott útsýni. iHAMRArBÖRG Laugavegi 3, sími 21682. Vörubílstiórar Tryggið yður traust, en ódýr dekk, fyrir vertíðaraksturinn. Fyrirliggjandi: framdekk — afturdekk — sjóndekk. uHTSU 900 x 20-12 Framdekk 10.530,- 900 x 20-14 Afturdekk 11.580.- 1000 x 20-12 Framdekk 12.765,- 1000 x 20-14 Aftur-fram 14.040,- 1100 x 20-14 Aftur-fram 15.175- I imlkgiAiai?a P Sími 20-000. Húnvetningafélagið í Reykjavík Árshát.ð Húnvetningafélagsins verður haldin að Hótel Borg laugardaginn 13. marz n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19 stundvíslega. Forsala aðgöngumiða og borðapantanir verða í fé- lagsheimili félagsins að Laufásvegi 25. fimmtudag- inn 11. marz kl. 20—22. Sími 12259. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. D A G S K R A : Samkoman sett af formanni félagsins Friðriki Karlssyni. Ræða Þór Magnússon þjóðminjavörður. Söngur: Karlakór Húnvetningafélagsins. Söngstjóri Þorvaldur Björnsson. Gamanþáttur Ámi Tryggvason. Veizlustjóri Jón Snæbjörnsson. Dansað til kl. 02.00. Með félagskveðju STJÓRNIIM. Opið á öllum hæðum til kl. 10 í kvöld ■V1 M Yörumarkaðurinn hf. ÁRMÚLA 1 A - REYKJAVÍK - SÍMI 81680 WRESLING — FJÖLBRACDAGLÍMA 5ÝNINC OC KEPPNI í LAUCARDALSHÖ LLINNI SUNNUDAG 8. MARZ KLUKKAN 20,30 OC MÁNUDAGINN 9. MARZ Forsala aðgöngumiða daglega í Laugardalshöllinni kl. 16,30 — 20,30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.