Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.03.1971, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1971 . . 28 . . um orðið vísari um. Nú skulum við fara út i bæ og tala við þessa menn, sem hafa leyfí til að selja skot. Svo skulum við tala við Newsham og vita, hvort hann hefur orðið nokkurs vísari af þessum skothylkjum. Þeir höfðu lítið upp úr þess- um fyrirspurnum sínum. Fyrsti járnvörusalinn, sem þeir hittu, hafði aldrei haft Nimrodskot til sölu og aldrei selt Chudley eða Caleb skot af neinu tagi. Sá annar hafði aldrei heyrt Nimrod nefndar. Hins vegar hafði hann oft selt Chudley Popinjay, sem keypti þær allt- af sjálfur, þegar hann var i borginni á markaðsdögum. Og hann keypti alltaf nr. 16 en aldrei nr. 12. Þessi kaupmaður hafði aldrei selt Caleb neins konar skothylki. Sá þriðji hafði aldrei haft Nimrod til sölu, af ástæðunni, sem Newsham hafði nefnt — að þau voru of dýr til þess að seljast neitt þarna í nágrenn- inu. Mest seldi hann af Popin- jay, sem voru tiltölulega ódýr, en aldrei hafði hann selt þær Caleb eða Chudley. Samt mundi hann, að fyrir tveim eða þrem árum hafði Benjamín komið í búðina til hans og keypt fimm- tiu stykkja kassa af Popin- jay, nr. 12. Loks heimsóttu þeir Newsham, sem hristi höfuðið við spurn- ingu þeirra. — Ég er búinn að tæma hvert einasta eitt af þess- um fjörutíu og þremur hylkj- um, sem þið fenguð mér, sagði hann. — Hér eru þau öll núm- eruð og flokkuð. Fyrsti flokk- ur, nr. 168 eru þau, sem voru í töskunni. Annar flokkur er nr. 9, það sem var í vinstra hlaup- inu. Þriðji flokkur, nr. 10643, er úr kassanum, sem þið kom- uð með til mín. Og í öllum þess um hylkjum var hleðslan ná- kvæmlega eftir réttri uppskrift. — Og svo hef ég gert fleira. Ég hef skafið óhreinindin úr sprengda hlaupinu og sett þau í öskju til rannsóknar. Og ég hef gert líkskoðun á kanínunni og akurhænunum. Ég fann svo sem tólf högl, sem eru sams- konar og i hylkjunum. Ef þið viljið vera alveg vissir, getið þið látið efnagreina höglin og sýnishorn úr skothylkjúnum til samanburðar. Ef það kemur heim og saman, getið þið verið vissir um, að akurhænurnar og kanínan voru skotin með Nim- rod. — Ég er feginn, að þér skyld uð vera hérna staddur þegar þetta gerðist, sagði Appleyard. Við höfum getað athugað allar aðstæður og þér hafið séð öll vegsummerki meðan þau voru enn ný. En nú langar mig að heyra álit yðar á hinum ýmsu spurningum, sem þetta vekur. í fyrsta lagi: Hvað olli dauða Calebs Glapthorne? — Vafalaust þessi sprenging i byssunni þegar hann hleypti af henni, sagði Jimmy. En þar sem enginn sjónarvottur var við staddur, getum við auðvitað ekki fullyrt það. En læknis- skoðunin og sprungna byssan benda eindregið i þá átt. — Nokkur annar möguleiki hugsanlegur? — Það er aðeins hugsanlegt, að hinn látni hafi verið drep- inn af haglalausu skoti úr byssu, sem haldið var fast upp að höfðinu á honum. En ýmis- legt mælir samt gegn þeirri kenningu. Enda þótt læknisskoð unin vilji ekki fortaka það, bendir hún ekki mikið í þá átt. Og þá er líka erfiðleikinn á að vita, úr hvaða byssu var skot- ið, því að sýnilega var það ekki Calebs byssa. Hafi annar maður Op/ð til kl. 10 í kvöld HACKAUP SKEIFUNNI 15. SÍMI: 30975. Blesugróí Blað- í eftir- Flókagötu, frá 51—69 hnrfiar talin Laufásveg, frá 2—57 UUk Udi ~ hverfi Talið við afgreiðsluna fólk • • • • • í síma 10100 óskast |Íi0irj0ítwMa^i^ TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDURHF KLAPPARSTÍG 1 - SKEIFAN 19 haft hana með höndum, hvers vegna varði Caleb sig þá ekki sjálfur vopnaður? Og hvernig á þá að gera grein fyrir sprungnu byssunni? —- En ef við göngum út frá að sprenging hafi verið dauða- orsökin, — af hverju sprakk þá byssan ? — Nú komum við að erfið- ari spurningu, sagði Jimmy. — Með yðar leyfi sting ég upp á, að við förum með byssuna til Scotland Yard til frekari rann sóknar. Og ef það gefur sama svar og Newsham, þá er svar- ið við spurningu yðar þetta: Byssan sprakk af skoti, sem var hlaðið sterku sprengiefni í púð urs stað. — Gat skökk hleðsla ekki staf að af handvömm? — Þar getum við að minnsta kosti verið sammáia um, að slíkt er óhugsandi. — Þetta hlýtur þá að hafa ver ið af ásettu ráði gert. En hvern ig var það framkvæmt? — Einhver maður, sem við skulum í bili kalla X, keypti — en þó ekki í Lydenbridge — kassa með fimmtíu Nimrodskot- um. Hann tók eitt skot í kass- anum tæmdi það og setti i stað inn fyrir hleðsluna sterkt sprengiefni. Siðan gekk hann frá skothylkinu og setti það i kassann aftur. — Var þessu tiltæki X beint gegn Caleb Glapthorne eða gegn einhverjum öðrum? — Gegn Caleb. Það var geng ið út írá því, að fyrr eða seinna — takið eftir þvi — mundi hann skjóta skotinu. Einu menn aðrir þarna nærri, sem mundu hleypa úr byssu, voru Chudley og Benjamín. Chudley getur ekki hafa gert það, því hann gat ekki stungið skoti nr. 12 í byssu nr. 16. Að því er Horn- ing segir, fékk Ben stundum næstbeztu byssu Calebs að láni. En örlæti bróðurins náði ekki svo langt að láta hann líka hafa skot. Eftir þvi sem þriðji járnvörusalinn sagði, varð hann sjálfur að kaupa skotin, ef hann ætlaði á veiðar. — Hvers vegna lögðuð þér svona áherzlu á ,,fyrr eða seinna" áðan? — Af þeirri ástæðu, að ekki hafði verið fiktað við nema eitt skot í kassanum. Við höfum gert grein fyrir hinum fjörutíu og níu. Sex þeirra hefur verið skotið með eðlilegum árangri. Fjörutiu og þrjú hefur News ham rannsakað og fundið þau rétt hlaðin. Nú gat X alls ekki vitað, hvenær Caleb mundi setja þetta sérstaka skot í byss una. Hann gat vel hafa viljað prófa þessi Nimrodskot strax og hann fékk þau og þá lent á þessu sérstaka skoti. En svo gat hann líka lent síðast á því kannski mörgum vikum seinna. Þar af getum við ráðið, að X var nokkum veginn sama hve- nær Caleb dræpisit — innan vissra tímatakmarka þó. Og það getur verið athugunar vert, þeg L: Hrúturiiin, 21. marz — 19. apríl. Fátt kemur þér á óvart lengur. En í einu máli mtettirðu gera bragarbót. Nautið, 20. apríl — 20. mai. Það getur brugðið til beggja vona í dag með ýmsar ráðagerðir þínar. Tviburarnir, 21. *naí — 20. júní. Einbykkni stoðar lítið, þegar við erfiða er að skipta. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. Bczt er að nota daginn til bvíldar og hressingar. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Ekki cr trúlegt að þú fáir framgengt öllu í dag, sem þú hcfðir ætlað, Meyjan, 23. ágúst — 22. september. Óbilgirni er ekki rétta meðalið til að ná samkomulagi. Vogin, 23. september — 22. október. Reyndu að taka lífinu mcð ró fram eftir degi og kippa þér ekki upp við ncinar erjur heima fyrir. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Ekki eru allir viðhlæendur vinir. Það mætti hafa hugfast. Bogmaðtirinn, 22. nóvember — 21. desember. Nú þarf að taka vel á, svo að allt gangi snuðrulaust fyrir sig. Steingeitin, 22. desentber — 19. janúar. Það er óréttmætt að þú gcrir endalausar kröfur tii annarra og mættirðu sýna meiri tillitssemi. Vatnsberlnn, 20. janúar — 18. febrúar. Þú licfur vcrið hafður fyrir rangri sök. Reyndu að taka það ekki of hátíðlega. iskarnir, 19. febrúar — 20. marz. Gættu hófst i hvcrjum hiut í dag, sérstaklcga mat t og drykk. |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.