Morgunblaðið - 05.08.1971, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 05.08.1971, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR'5. ÁGÚST I97T 5 Kvenleg tizka Minnir á árin 1939-45 “ bl1 c~c. Frá NINIJ RICCI — 7) Síður kvöldkjóll úr svörtu tjulli. 8) Síðdegiskjóll úr svörtu ullirkenndu efni. SlÐASTLIÐNA viku stóðu yíir tízkusýningar hjá helztu tizku- húsum Parisar. Helga Björns- son, dóttir Henriks Sv. Björns- sonar sendiherra og frú Gígju, sem er tízkuteiknari í París, sótti helztu sýningarnar fyrir Morgunblaðið og sendi okkur nokkrar teikningar af flikum, sem vöktu athygli hennar. En sem kunnugt er, er ekki fyrstu vikurnar leyft að mynda á stóru tízkusýningunum eða teikna á staðnum og hafa tízku teiknararnir þvi jafnan þann hátt á að teikna sjálfir, eftir að þeir koma út af sýningunum. Helga skrifar: — íburðarmesta sýningin var hjá Cardin. Hún var haldin í sérstakri sýningarhöll hans, sem köUuð er „Espace Cardin“ (Cardin geimur) og er „ultra moderne". Sýningarstúlkurnar eru flestar háar, um 1,80 m eða enn hærri. Meðan þær ganga um, er leikin alls konar tónUst. Um önnur tízkuhús en Card- ins, svo sem hjá Yves Saint Laurent, Dior, Ricci o. fl. gildir einu máli, að sýningar þeirra eru á allan hátt látlausari og yfirbragð óneitanlega allt dauf- legra. Það er flestum tízkuhúsun- um sameiginlegt, að tizkan þar er mjög kvenleg, ólik því sem undanfarið hefur verið. Síddin fyrir neðan hné og mikið af plíseringum, bæði á pilsum og síðum kvöldkjólum. Litir eru sterkir og fjölskrúðugir en þó er mikið um svart. Kápur eru yfirleitt þröngar og stuttar í milli, en vikka svo mikið út að Helga Björnsson skrifar og teiknar frá nýju tízkusýning- unum í París neðan. Þær hafa stóra kraga, sem umlykja andlitið. Mikið er um dragtir, bæði dag- og kvölddragtir og eru þær axlabreiðar, stundum með axlapúðum (einkum hjá Yves Saint Laurent) og að- skornar í miittið. Flest tizkuhús im sýna döktka eða svarta sokka. Höfuðföt eru mikið not- uð, sérstaklega litlar húfur sem hylja allt hárið. Minna ber á buxum, en flest húsin sýna þær þó — aðallega í sportklæðnaði. Eru þær þá yfirleitt víðar og beinar. Stutt- buxur sjást litið. Yves Saint Laurent og Ungaro eru með nokkrar prjónaðar eða heklað- ar með sokkum, peysum, vest- um og húfum í stíl, í öllum regnbogans litum og mynztr- um. Ungaro og Paton eru meðal örfárra, sem halda tryggð við minipilsin. Ungaro leggur mikla áhérzlu á sterku litina og mynztrin, þar sem hann blandar saman röndum, dopp- um, köflum og fleiru. Tizkuhús Chanel, sem nú er undir stjórn Gaston Berthelot (er áður var teiknari fyrir Dior í New York) er ennþá með sömu Chanel tweed dragtirnar. Áberandi voru hjá mörgum tízkuhúsunum vetrarkápur úr venjulegum þykkum ullarefn- um með stórar og miklar skinn ermat. Kvöldkjólar hafa alls konar pífur og slaufur. En i þvi sambandi má benda á, að mikið er notað af drögtum í sparikvöldklæðnað. Mikið sést af köflóttum ull- ar- og tweed-efnum. Einnig flanel, taft, tjull og chiffon. Mikið er af satín kvöldkjólum í alls konar sterkum litum. Þrátt fyrir sterku litina, er mjög mikið af svörtu og þó nokkuð af gráu. Eins og lýsingin ber með sér, er áberandi hvað tízkan er kvenleg og minnir mikið á tizk- una frá árunum 1939—45. Tízkuhúsin virðast flest hafa verið sammála um að fara nokkra tugi ára aftur í tím- ann. Við þvi er út af fyrir sig ekkert að segja, en óneitanlega hefði samt verið skemmtilegra ef eitthvað frumlegt og nýstár- legt hefði um leið siglt í kjöl- íarið. I ) k- < n cj c\ i - o _ Frá UNGAKO — 9) ITjóimðiir og heklaður stuttbuxnabúning- ur nieð mynztri. sem er mjög einkennandi fyrir Ungaro. 2. Frá DIOR — 1) Víð kápa nieðstóriiiu kraga úr ranðu og græn- köflóttu ullarefni. 2) Hvöldkjóll úr lileiku krepefni. Nálin á erminni er á flest- um flíkum hjá Dior (oft með bókstafnum D). - Frá CARDIN — 3) Kápa og pils úr Ijósgráu ullarefni. 4) Brúðarkjóll með hvitum m inkaskinscrinuni. y 57 Lc í,- - . — Frá YVES SAINT LAURENT — 5) Vatteraður jakki úr sterk- grænu satini, lagður glitrandi steinum. Svartar „sinoking“-biixiir sat.inrönd. Flestar buxurnar lijá Yves Saint Laurent hafa svona rönd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.