Morgunblaðið - 05.08.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.08.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1971 Otgafandi hf. Án/akur, Rsykjavik. Framkvsamdaatjóri Haraidur Sveinsaon. Rilatjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráó Jónsson. AðatoOarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritatjómarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm og afgreiðsla Aðalstraeti 6. simi 10-100 Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80. Aakriftargjald 195,00 kr. i mánuði innanlands. f lausasölu 12,00 kr. sintakiðL ÚT í BLÁINN ITandahóf og fyrirhyggju- leysi virðast öðru frem- ur einkenna eyðslustefnu ríkisstjórnarinnar. Á hinum skamma valdatíma hefur stjórnin ákveðið ýmis konar aðgerðir, sem kosta munu ríkissjóð um það bil 600 milljónir króna á þessu ári, án þess að hugað hafi verið að því, hvort ríkissjóður stendur undir þessum út- gjöldum. Eyðslustefnan kem- ur einnig mjög glöggt fram í þeirri skerðingu á varasjóð- um, sem stjómin hefur beitt sér fyrir til þess að standa straum af þeim skyndiráð- stöfunum, sem nú hafa verið ákveðnar. Auðvitað fer ekki hjá því, að ýmislegt gangi úrskeiðis, þegar flaustursleg vinnu- brögð af þessu tagi setja mark sitt á öll störf stjórn- arinnar. Þannig hefur stjórn- in þegar hafizt handa um að hagræða vísitölunni. í því sambandi var ákveðið að af- nema söluskatt á ýmsum nauðsynjavörum, en þar er lækkun á húskyndingarolíu látin vega lang þyngst á metaskálunum. Þessi ráð- stöfun kemur þeim að bezt- um notum, sem búa í stóru húsnæði og kaupa mest af olíu; þannig eru það fyrst og fremst hátekjumenn, sem hagnast á þessari ráðstöfun. Afnám söluskatts á flestum öðrum nauðsynjavörum hefði komið láglaunafólki að haldi. Þannig hefði verið eðlilegra að afnema söluskatt á einhverri þeirri vöru, sem allir nota nokkurn veginn jafnt. Ef þessar ráðstafanir eru gerðar til þess að bæta kjör þeirra lægstlaunuðu í þjóðfélaginu eins og tals- menn stjómarinnar hafa raunar lýst yfir, þá er hér um að ræða flausturslegar aðgerðir, er ekki ná„ því marki, sem að er stefnt, held- ur þveröfugt; þær auka á aðstöðumun manna, eru veruleg kjarabót fyrir hina betur settu, en sáralítil fyrir aðra. Hins vegar var ódýr- ara að „falsa vísitöluna" með þessum hætti en aðgerð- um, sem komu tekjulitlu fólki að notum, og á það eitt var litið. Það er til marks um fyrir- hyggjuleysi ríkisstjórnarinn- ar, þegar þessar ráðstafanir hafa verið ákveðnar, að hún virðist ekki hafa gert sér grein fyrir því, að verðlækk- un á olíu til ákveðinnar notk- unar myndi fljótlega leiða til misnotkunar. Þannig lá í aug um uppi, að auðvelt var að kaupa olíu í því skyni að hana ætti að nota til hús- kyndingar, en nýta hana síð- an í öðmm tilgangi. Ríkis- stjórnin kom auga á þetta atriði daginn eftir að ráð- stafanimar vora ákveðnar. Þá var í skyndi gripið til þess ráðs, að lækka verð á olíu til fiskiskipa; ekki með af- námi söluskatts, heldur með því að láta sérstakan sjóð olíufélaganna sjálfra standa undir lækkuninni. Hér er um að ræða innkaupajöfnunar- sjóð, sem hefur það hlut- verk að halda útsöluverði á olíu stöðugu, þrátt fyrir mis- munandi verð á einstökum sendingum. Það hefur verið upplýst, að með þessum nýju ráðstöfunum stjórnarinnar verði þessi sjóður genginn til þurrðar eftir tvo og hálfan mánuð. Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins, hefur sagt um þessi vinnubrögð: „Hvað þá verður tekið ' til bragðs veit ég ekki.“ Þessir starfshættir bera glöggan vott um, að aðgerðir stjómarinnar era gerðar út í bláinn, og ummæli forstjóra Olíufélagsins era dæmigerð fyrir þau viðbrögð, sem þess- ar handahófskenndu aðgerðir hafa fengið. Ríkisstjóm Ólafs Jóhann- essonar tekur við stjórnar- taumunum í miklu góðæri; atvinnulífið er í blóma og örum vexti, og staða ríkis- sjóðs er mjög sterk. Á liðnu vori lá þegar fyrir, að ríkis- sjóður gat staðið undir aukn- um útgjöldum, og fráfarandi ríkisstjórn hafði einmitt boð- að, að með því móti væri unnt að framlengja verð- stöðvunina og létta henni af smám saman. Þó að staða ríkissjóðs hafi þannig verið mjög góð, þegar núverandi stjórn tók við, er Ijóst, að útgjaldaaukningunni eru ákveðin takmörk sett. Það er því ekki vitað, hvort ríkissjóður getur stað- ið undir þeim óhemju miklu útgjöldum, sem nú hafa ver- ið ákveðin í einni svipan, enda hefur fjármálaráðherra upplýst, að ekki hafi verið frá því gengið, hvemig fjár- magnsins verði aflað. Þær ráðstafanir, sem stjómin hef- ur gert til þess að ná seítum markmiðum, era því aug- ljóslega gerðar út í bláinn og Mlíi ITAN |íD HFIMI \íiiV 1 J1 nli Uli ílLIIVII Ástandid i Póllandi: Umbætur í spennitreyju Eftir Simon Lawrence, Varsjá EFTIR óeirðir verkamanina i pólsku borginind Gdansk í desember sl. hefur nú ýmis- legt breytzt. Aðalstöðvar Kommúnistaflokksina sem brenndar voru til grunna af reiðum verkamönnum hafa nú verið endurbyggðar af hernum. Lögregluþjónarnir sem þar standa vörð hafa þó ekki gleymt því að sumir fé- laga þeirra voru hengdir á ljsastaurum fyrir sjö mánuð um, og að morðingjar þeirra leika lausum hala. Óeirðirnar upphófust í skipasmíðastöðvunum og þar hafa verkamenn náð að gera nokkrar takmarkaðar umbæt ur, svo sem bættan félags- anda og nýja verkalýðsfor- ingja. Stjóm Edward Giereks veit vel af styrkleika sinum. Verkamenn í Poznan hjálp- uðu Gomulka til að ná völd- um 1956 og það voru verka memn á Eystrasaltsiströndinini sem urðu til þess að honum var komið frá völdum 1970 og hafin róttæk uppstokkun á framkvæmdastjórn flokks- ins ásamt breyttri stefnu í félags- og efnahagsmálum. En það væri of mikil bjart sýni að ætla að verkamönn- unum í Gdansk hefði tekizt að koma á grundvallarbreyt ingum á stjórnarkerfi Pól- lands. Það sem stöðugt ógn- ar Pólverjum er að Rússar munu aka skriðdrekum sín- um yfir landamærin ef um- bótasinnar fara of geyst eða pólskur Dubcek kemur fram á sjónarsviðið. Öruggar sann anir eru taldar vera fyrir því að Gomulka bauð Rúss- um að gera innrás i Pólland í desember til að styðja við riðandi stjórn sina, og einnig að Tékkóslóvakar og Austur- Þjóðverjar létu sér mjög annt um að brjóta pólska mót- mælendur á bak aftur. Ef til vill hefði Tékkum þótt gott að geta hefn.t harma sinna á Pólverjum, þar eð hinir síðarnefndu áttu þátt í innrásinni í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968. Eitt hið ömurleg- asta við Austur-Evrópu er gagnkvæm afbrýðissemi og gamlar blóðhefndir milli land anna sjálfra, en ofan á bæt- ist Rauði herinn, sem heldur þeim þéttingsfast í kló Sovét ríkjanna. Pólskur orðskviður segir að eini vinur Pólverja sé Eystrasalt. En Gierek er enginn Dub- cek og hann hefur enga löng un til að breyta kerfinu. Hann hefur styrk eigin völd t.d. með þvi að setja línu- dansarann Zenon Novak yfir hina ungu tækni krata, sem hann skipaði í skipulagsnefnd ir, og með því að stjaka frá þeim embættismönnum sem áttu havð námast ■ sam- starf við Gomulka, m.a. svipti hann í júnílok Moczar hers- höfðingja öllum pólitískum völdum, en sá hafði áður stjórn yfir öryggisþjónust- unni. Þá hefur Gierek veitt öflum utan flokksina nokkur áhrif, þ.ám. hreyfimgiu ka- þólskra leikmanma undir for- ustu Boleslaw Piasecki, fyrr- um fasista. ALMENNUR DRUNGI Við desemberóeirðirnar höfðu myndazt nefndir verk- fallsmanna sem tókst að hafa nokkur áhrif á stefnuna í fé- lagsmálum i hinum einstöku héruðum næstu mánuði á eftir. Frjálslyndari verka- lýðsleiðtogar tala enin um „þátttöku verkamainna“, en sú hugmynd er eitur í bein- um þeirra sem fara með heildarskipulagningu mála og annarra skrúfna flokksvélar- inmiair. Verkalýðssamtökin sjálf eiga þó örlítið aukinn þátt í stefnumynduninni og þrír verkalýðsleiðtogar hafa verið skipaðir í nefnd sem gera á nýja fimm ára áætl- un. Atburðirnir í desember sýndu Gierek og félögum miauðsyn þess að veita neyt- endum aukið frelsi. Aðalhöf uðverkur allra kommúnista- stjórna er hvemig unnt er að fá fóik til að vinna. Lítil framleiðni í iðnaði og óhugn- anlega mikill drykkjuskapur (opinberar aðilaa- viður- kenna að 300.000 mainns eru frá vinnu daglega vegna ölvunar) eru sjúkdómsein- kennl djúpstæðs sinnuleysis meðal vinnandi stétta. Sérfræðingar Gomulka- stjórnarinnar komu á gífur- lega flóknu uppbótakerfi; aðeins 40—60% af heildar- kaupi manns var sjálft gruninkaupið, en afgangurinn var svo hrúga af eimistökum uppbótum, sem voru í litlum tengslum við raunveruleg af- köst hvers verkamanns Þetta kerfi var eitt af þvi sem verkamenn gerðu upp- reisn gegn í desember. Nú eiga sér stað ákafar deilur í Varsjá um hvemig því verði bezt breytt. Nokkrir verka- lýðsforingjar vilja að hlutur fastakaups í heildarlaunum verði aukimn í 90%. Líkleg- ast er að meiri áherzla verði lögð á að hvetja hvern ein- stakling til að auka fram- leiðni sína. Ef menn labba um ríkis- verzianirnar í Varsjá kemur tilviljanir einar sýnast ráða því, hvar gripið er niðtxr einis og dæmið urn olíuverðið sýnir bezt. Ekki er við því að búast, að þetta óðagot tryggi þann árangur, sem til er ætlazt, enda er það t.a.m. komið á daginn, að afnám Edward Gierek í ljós að núverandi fyrir- komulag gerir lítið fyrir neyt andanm, og áköf löngun i fjöl breytni og valfrelsi hefur valdið því að verksmiðjur að húsabaki og einkaverzlanir hafa sprottíð upp eins og gor kúlur. Vélritunarstúlka getur skrapað sarnan tveggja mán- aða kaupi og keypt sér þarna óvandaða eftirlíkingu af stíg vélum í Lundúnatizku. Margir af auðugustu mönin um Póllands eru eigendur þessara sölustaða, sem eru á mörkunum að vera löglegir. Gierek hefur ekki sama ákafa áhugan á þungaiðnaði og fyrirrennari hanis; stjóm- in leggur aukna áherzlu á framleiðslu nieyzluvara og aukion innflutning þeirra frá nágrannalöndunum. Mikil- vægasta ákvörðunin var að blása lífi í bifreiðaframleiðsl una til að fylla auð strætin í borgum og bæjum Póllands. Enn er þó langt í að út- lendimga hætti að hrylla við drunganum og vonleysinu i daglegu lífi í landinu. Fæð- ingartalan hefur lækkað um 0.7% (og hugsanlegt er að fólki fari almenmt fækkandi í landinu) af því að ung hjón sem kúldrast í örsmáum íbúð um treysta sér ekki til að eignost böm. Þó að það eigi að vena auðvelt að fá leyfi til að ferðast til útlanda, þá leggja fáir í það vegna þess að þeir fá aðeins að kaupa erlendan gjaldeyri fyrir um 450 ísl. kr. Þá hafa stúdentar og há- skólakennarar verið kúgaðir síðan stúdentaóeirðimar 1968 voru barðar niður, og nú er verið að þjairma að óánægð- um stúdentum við háskólanm í Lodz. Augljóst er að Gierek ætl- ar ekki að vera umburðar- lyndari við óánægjuraddir en fyrirrennari hanis, þó að hann hafi lofað að hreinsa komm- únistaflokkinn af „óverðug- um“ meðlimum og auka völd hinna „verðugu". Pólskir skipuleggj endur og menmta- menn verða enn að gegna störfum sínum í hugmynda- fræðilegri spennitreyju, sem gerir þeim erfiðara um vik að greiða úr vaxandi óánægju í samfélaginu og ieysa þau stórkostlegu vandamál, sem við er að glíma í pólsku efna hagslífi. (Forum World Features — öll réttindi áskilin). söluskattsinis kemur fyrst og fremist tekjuháum einstakl- ingum að notum; gagnstætt yfirlýstu markmiði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.