Morgunblaðið - 05.08.1971, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.08.1971, Blaðsíða 15
MORGUNÐLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. ÁGÚST 1971 15 i !■■■■■■■■■■! Skandinavía; BARÁTTAN í LOFTINU EFTIR FINN BORBERG immmmmmmmmmm ÞAÐ má heyra gnýinn af baráttunni milli skandinav- ískra leiguflugfélaga. Hvað eftir annað hefur SAS gert ráðstafanir til þess að skipa dótturfélagi sínu, Scanair, í röð með dugmeiri og arð- vænlegri leiguflugfélögum. Fyrst nú, tíu árum eftir stofnun Scanair, hefur gæf- an tekið að snúast á sveif með því og framundan eru kannski miklar breytingar á fyrirkomulagi fjöldafarþega flutninga á Norðurlöndum. Tímamót eiga sér nú stað í dönsku leiguflugi. Eftir tíu ára reynslu hefur Scanair, dóttur- félag SAS, loks talið sig hafa fundið lausn á vandamáli sínu. Þessa lausn hafa dönsku leigu- flugfélögin tvö, Sterling Air- ways og Conair, sem keppt hafa við Scanair, þekkt lengi. Hún er fólgin í því, að viðkom- andi leiguflugfélag ráði yfir það mörgum ferðaskrifstofum, að unnt sé að tryggja mjög mikla og jafna aðsókn far- þega á leið til þeirra sumar- leyfisstaða, sem vinsælastir eru. Leyndarmál leiguflugsins er það, að allar flugvélar verða að vera fullar. Með þeim hætti er unnt að færa fargjöldin niður i lágmark. Ef þess er gætt, að laga flugkostinn eftir þeirri „framleiðslu sumarleyfisferða", sem viðkomandi flugfélag ræð- ur yfir, fæst trygging fyrir há- marksnotkun á flugfélogunum og með lægstu verði. Ef við- komandi flugfélag hefur ekki sjálft yfirstjórn yfir þeim ferðaskrifstofum, er' útvega þá viðskiptavini, sem óskað er eft- ir, þá verður flugfélagið að bjóða lægra verð heldur en keppinautarnir og fái flugfélag- ið þrátt fyrir það ekki samn- inginn, stendur það uppi með tómar vélarnar. í Danmörku hefur sambandið milli ferðaskrifstofa og leigu- flugfélaga verið að skapast á sl. tíu árum. Það var ekki Scan- air, sem fann lausnina, heldur keppinautar þess tveir, Tjære- borg og Spies. Þessa hefur Scanair goldið, en nú skal allt slíkt úr sögunni að áliti Scan- air-SAS. Bardagi upp á líf og dauða getur orðið afleiðingin. 1 Scandinavíu berjast aðeins fáein leiguflugfélög um sumar- leyfisferðalögin. Þau eru fyrst og fremst: Sterling Airways (danskt með sænskri deild). Ræður yfir 32 flugvélum með sætum fyrir 3.500 farþega. Scanair (danskt-sænskt- norskt), 6 flugvélar með sæti fyrir 900 farþega. Conair (danskt), 6 flugvélar með sæti fyrir 900 farþega. Þar fyrir utan eru ennfrem- ur starfrækt danska flugfélagið Maerskair og norska flugfélag- ið Braathen SAFE í leiguflugi, en þó í minna mæli miðað við hin. Það eiga sér stöðugt stað breytingar á flugvéiakosti leiguflugfélaganna. Sterling Airways er nýbúið að selja nokkrar Caravelle-vélar, en hef- ur pantað fleiri i staðinn. Con- air er í þann veginn að fá ný- tízku þotur i stað eldri skrúfu- véla. Af skandinavísku þjóðunum eiga Danir langstærsta flotann af leiguflugvélum. Stafar það að nokkru af meiri framsýni hjá dönsku flugfélögunum, en að nokkru af legu landsins, því að Kastrup-flugvöllur er út- gönguhliðið frá Skandinavíu. UNGT FYRIRBRIGÐI Laiguflug er sem stórfyrir- brigði aðeins um tiu ára gam- alt. Þegar þessi tegund flug- ferðalaga var rétt orðin til, átti SAS einstæðan möguleika á því að tryggja sér meginhluta þess markaðar, sem átti eftir að vaxa svo feiknarlega á fáein- um árum. Hjá SAS störfuðu í lok ára- tugarins tveir Danir, sem hvor um sig hafði augun opin fyrir þvi nýja. Það voru þeir Hans Linde, yfirmaður vöruflutning- anna, og Erik Östbirk, sölu- stjóri, sem reyndu að fá stjórn SAS til þess að leggja út í áhættuna. Rétta augnablikið virtist komið, er SAS þurfti að taka úr notkun og losna við þær vélar, sem það átti af gerð- inni DC-6. Þær voru orðnar of gamlar og of hæggengar fyrir samkeppnina í áætlunarflug- inu. En þær yrðu áfram heppi- legar fyrir leiguflugið, þar sem viðskiptavinirnir gerðu ekki eins miklar kröfur sökum þess, að þeir greiddu þar langtum lægra verð. En það var ekki unnt að telja um fyrir SAS-stjórninni. Hún seldi flugvélarnar til Mexíkó. Þar með var teningunum kast- að. Linde hætti hjá SA£» og kom á fót leiguflugfélaginu Flying Enterprise. Rekstur þess gekk strax mjög vel. Bráðlega fór Östbirk að dæmi hans og stofn- aði Nordair. Áður en stuttur tími var liðinn hafði hugmynd- in sannað gildi sitt og enn fleiri leiguflugfélög sáu dagsins ljós. SCANAIR En mitt í öllum straumnum skaut SAS upp með sitt eigið félag, Scanair, og við það hófst slagurinn fyrir alvöru. Hann fékk á sig harðneskjulegan blæ. Mörg nýju flugfélaganna rötuðu i erfiðleika, m.a. sökum þess, að skipulagning þeirra var ekki góð og fjármagn þeirra of lítið. Þau skorti einn- ig nauðsynlegar aðstæður á jörðu niðri og sum þeirra urðu beinlínis háð SAS, að nokkru vegna viðhalds véla sinna á verkstæðum SAS og að nokkru vegna þess, að SAS, sem að hluta var eign ríkisins, hafði nánari tengsl við danska sam- göngumálaráðuneytið og flug- málastjórnina. Menn höfðu það hugboð, að þessu stóra flug- félagi væri gert hærra undir höfði. Margs konar dylgjur hafa síðan verið bornar fram aí hálfu leiguflugfélaga, sem far- ið hafa á hausinn, um litla fyr- irgreiðslu af hálfu danska ríkis- ins. Helzti ásteytingarsteinninn hefur verið sá, að leiguflug- félögin geta ekki gert áætlanir tii langs tima, sökum þess, að flugleyfin til þeirra eru aðeins veitt til skamms tíma í einu, en það eru örðugleikar, sem ekki geti bitnað á Scanair í sama mæli. Á fyrstu árum leiguflugsins var samkeppnin frjáls á mark- aðinum um viðskiptavini ferða- skrifstofanna. En fljótt þótti gæta nýrrar tilhneigingar. Ferðaskrifstofur, sem efndu til fjöldaferða, komu á fót eigin flugfélögum. Með þeim hætti voru „frjálsu" flugfélögin úti- lokuð frá stöðugt stærri hluta af markaðinum. Þetta kom til með að bitna á Flying Enter- prise, Nordair og Scanair. Fly- ing Enterprise lenti í örðugleik- um og var síðan keypt upp af Spies, sem lét það renna sam- an við nýja flugfélagið sitt, Conair. Þá var Nordair keypt upp af SAS-Scanair og flest hinna leiguflugfélaganna hurfu einnig úr sögunni. Þau tvö, sem stóðu sig bezt, voru Sterling-Airways, sem séra Eilif Kroager rak og flutti ferðafólk á vegum Tjæreborgar ferðaskrifstofunnar, og Conair, sem flaug einnig fyrir eiganda sinn, ferðaskrifstofu Simon Spies. En Scanair lifði líka erfiðu timana af. En það er naumast röng tilgáta að álíta, að Scan- air hefði verið í mikilli hættu, ef það hefði staðið aleitt og án hinnar voldúgu móður, SAS. Það er langt síðan SAS-Scan- air kom auga á ráðið til þess að ná árangri í leigufluginu, það er að tengja saman flugið og starfsemi ferðaskrifstof- anna. En það hefur reynzt erfitt að koma þessari hug- mynd í framkvæmd. FERÐASKRIFSTOFA 1 október 1968 var gerð fyrsta alvarlega tilraunin í sambandi við kreppu þá, sem þá kom upp i sænskum ferða- málum. Ferðaskrifstofan Ny- man og Schultz lenti í erfið- leikum. SAS keypti verulegan hluta fyrirtækisins, en þó ekki meirihluta hlutabréfanna. En önnur fyrirtæki stóðu i tengsl- um við Nyman og Schultz, framar öðrum Vingresor og Club 33. Kaupin náðu samt ekki til þeirra. Chr. Hunderup, aðstoðarfram- kvæmdastjóri SAS, skýrði mál- ið með eftirfarandi orðum: — Við verðum að reyna að koma jafnvægi á í afstöðunni til markaðar, sem við höfum ekki staðið í réttum tengslum við. 1 rauninni hafði SAS-Scan- air þá þegar haft góð sam- skipti við ferðaskrifstofustarf- semina. Þannig átti SAS 12% í aðalfyrirtæki Bennetts í Osló og hafði samstarf við „Globe- trotter“-hreyfinguna, sem selur langar, ágætar ferðir til fjar- lægra staða, eins og Austur- landa fjær. En það kom á dag- inn, að þetta var ekki kjarni leiguflugsins. Leyndarmálið er miklu fremur fólgið í fjölda- ferðum en dýrum úrvalsferð- um. Scanair varð ekki heldur að neinu risafyrirtæki eftir að hafa keypt sig inn í Nyman og Schultz og árið 1969 varð það að viðurkennast, að Scanair gekk ilia. SAS kom til skjal- anna réttandi hjálparhendi. En samtímis þessu jókst leiguflug jafnt og þétt. Á fyrra árshelmingi 1970 jókst það um Kaupmannahafnarflugvöll ein- an um 28.7% miðað við sama tímabil árið áður. Áætlunar- flugið — þar sem SAS er stærsti þátttakandinn — jókst aðeins um 15%. Farþegafjöld- inn í þessum tveimur hópum skiptist að miklum meiri hluta l á leiguflugið. En ekki tii Scan- air. Sumarið 1969 steig SAS næsta skrefið fram á við. Meiri hluti hlutabréfanna i Nyman og Schultz voru keypt, en við- skiptavelta þess hafði verið um 300 millj. d. kr. En Scanair náði eftir sem áður ekki yfirráðum yfir Vingresor og Club 33. Scanair varð ekki enn að stór- fyrirtæki. SAMKEPPNIN í nóvember í fyrra bar SAS- framkvæmdastjórinn Knut Hagdrup fram eftirfarandi við fréttamenn: — Á mörgum flugvöllum Evrópu fljúga leigu flugfélögin jafnhliða okkur. Þau hafa þá umframaðstöðu, að þau geta hætt við flugferð, ef þau hafa ekki fulla vél. Það getum við ekki. Við verðum að fljúga, enda þótt við höfum ekki nema einn farþega. Frá 1963 hafa 25 leiguflugfélög orð- ið gjaldþrota, þar af 11 í Scandinavíu. Við látum nú fara fram athuganir i því skyni að auka leiguflugstarfsemi SAS. Við erum sveigjanlegir gagn- vart þróuninni . . . Þessar athuganir leiddu tii niðurstöðu, sem lengi hafði mátt búast við. SAS ákvað loks að koma á beinu sambandi við „fjöldaframleiðsluna" á sumar- leyfisgestum. Fyrir fáeinum vikum var lokið umfangsmiklum kaupum. SAS keypti loks stóru ferða- skrifstofuna, sem félaginu hafði ekki tekizt að festa hend- ur á við fyrri kaup: Vingresor, sem réð yfir 300 manna starfs- liði. Hún er þriðja stærsta ferðaskrifstofan á Norðurlönd- um. Það er endurskipulögð og öfl- ug ferðaskrifstofa, sem SAS hefur þar með eignazt. Það er ljóst, að það á að nota hana í beinni samkeppni við Tjære- borg og Spies, sem eiga mjög marga viðskiptavini í Svíþjóð. 1 Danmörku er Vingresor einnig til undir danska nafninu Vingrejser og einnig þar verð- ur hafizt handa með mikilli af- kastagetu innan skamms í beinni samkeppni við Tjære- borg og Spies. Danskt sumarleyfisfólk sér framundan tíma, þar sem sam- keppnin er svo mikil, að síðastl dropinn verður kreistur út úr viðskiptunum. Ef unnt er að lækka verðið á sumarleyfis- ferðum enn meira, verður það gert. Baráttan milli Scanair og tveggja stóru ferðaskrifstof- anna i Danmörku hefur ekkí farið fram hljóðlaust í þau ár, er SAS hefur keppzt við að ná takmarkinu. Þessl barátta hefur átt sér stað frammi fyrir augum og eyrum almennings i sífelldu orðaskaki milli Tjæreborg og SAS. Það hefur ekki aðeins verið deilt um leiguflug, heldur einnig um áætlunarflug. Því að samtímis því sem SAS keppti að því að fá fastari grundvöll innan leiguflugsins, hefur Sterling Airways leitazt við að komast inn i áætlunarflugið á dönsk- um innanlandsleiðum. En þar hefur séra Kroager Framhald á bls. 16 KNUT HAGDRUP, framkvaemdastjóri SAS, — við verðum að fljúga, enda þótt það sé ekki nema einn farþegi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.