Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1974 Þióðhátíðarmyntin er mikið keypt GEYSILEG sala er I mynl þeirri og minnispeningum, sem gefin hafa verið út af opinberri hálfu ( tilefni þjóðhátfðar. Samkvæmt upplýsingum, scm Morgunblaðið fékk hjá einni frfmerkjasöiunni hér f borg, er annast sölu á slfk- um pcningum og mynt, renna minnispeningar þjóðhátfðar- nefndar 1974 út eins og heitar lummur og er búizt við, að þeir seljist upp á örfáum dögum. Hér er um að ræða 2 þúsund sett með silfur- og koparpeningum og um 11 þúsund staka koparpeninga. Bátur tekinn VARÐSKIP stóð f gær vb. Bervfk frá Ólafsvfk að ólöglegum veiðum við Malarrifið. Var báturinn inni á svæði, þar sem dragnótarveiðar hafa verið bannaðar. Varðskipið var f gærkvöldi á leið með bátinn inn til Stykkishólms, cn mál skip- stjórans verður tekið fyrir hjá sýslumanninum þar. Gullpeningur sá, er Seðlabanki Islands lét slá, er nú löngu upp- seldur. Hann kostaði upphaflega tíu þúsund krónur, en hefur nú á örfáum mánuðum hækkað í 18 þúsund krónur. Sömu sögu er að segja um hina sérslegnu mynt Seðlabankans, sem selst f settum — gullpeningur og tveir silfur- peningar. Settið kostaði upphaf- lega 23 þúsund krónur, en hefur á örskömmum tíma hækkað í 30 þúsund krónur hjá myntsölunum. Heimildarmaður Mbl. sagði, að af öllum þeim minnispeningum og mynt, er nú væru til sölu vegna þjóðhátiðarinnar, væri bezta fjár- festingin fólgin í þessum opin- beru sláttum, þ.e. sláttu Seðla- bankans og þjóðhátíðarnefndar, og fyrirsjáanlegt væri, að þar ætti verðmæti gullpenings Seðlabank- ans eftir að aukast mest f framtíð- inni. Hins vegar kvað hann öllu minni eftirspurn vera eftir minnispeningum hinna ýmsu þjóðhátíðarnefnda í héruðum og bæjum. Skálholtshátíð Skálholtshátfð var haldin á sunnudag. Hófst hún með klukknahringingu og messu. Herra Sigurbjörn Einarsson biskup og séra Sigurður Óli Óla- son þjónuðu fyrir altari, en séra Valdimar Eylands prédikkaði. Skálholtskórinn söng undir stjórn Hauks Guðlaugssonar, organleikari var Árni Arin- bjarnarson, en Jón Sigurðsson og Sæbjörn Jónsson léku á trompet. Allmargt manna fylgdist með messugjörðinni. Sfðar um daginn var samkoma f kirkjunni, þar sem leikin var tónlist og Þórarinn Þórarinsson flutti ræði. Þá var ritningarlestur, sem séra Sigurð- ur Sigurðarson annaðist. Myndin var tekin við setningu ráðstefnunnar í gær. Alþjóða bókmenntaráð- stefnan sett í gær ALÞJÖÐLEG ráðstefna fræði- manna á sviði Norðurlandabók- mennta — hin tfunda f röðinni — var sett í gær að viðstöddum Forseta Islands, mcnnta- málaráðherra og borgarstjóran- um f Reykjavfk. Háskóla- rektor, Guðlaugur Þorvaldsson, Hringvegurinn eykur umferð UMFERÐ á suðausturhorni landsins hefur stóraukizt eftir að vegurinn yfir Skeiðarársand var opnaður. A Núpsstað fékk Morg- unblaðið þær upplýsingar f gær, að þar færi daglega hjá mikill fjöldi bifreiða, aðallega á leið austur um. Ragnar Stefánsson bóndi f Skaftafelli sagði, að geysi- legur straumur fólks væri um þjóðgarðinn og þar væri jafnan mikill fjöldi tjalda. Ragnar sagði þó, að fólkið stæði yfirleitt stutt við og héldi fljótlega ferðinni áfram. Kvað hann umgengni f þjóðgarðinum undantekninga- laust góða. Áhrif hringvegarins ná þó vfðar. Mikil umferð hefur þannig verið um Austurland undanfarið og frá Neskaupstað bárust þær fréttir, að þar h'efði aldrei verið eins mikil utanaðkomandi umferð og undanfarið — daglega væru milli 20 og 30 utanbæjarbílar í bænum. Benedikt á Grímsstöðum á Fjöllum tjáði okkur einnig f gær, að aldrei hefði verið meiri umferð þar en núna í sumar og greinileg aukning hefði orðið eftir að hringvegurinn var opn- aður. „Vona að hann nái í hádegismat á sunnudag” Rætt við eiginkonu Dick Taylor „MER þykir leiðinlegt, að þetta skyldi koma fyrir og veit, að það kemur ekki fyrir aftur,“ sagði frú Taylor eiginkona Dick Taylor skipstjóra á C.S. Forester, þegar Mbl. hafði sam- hand við hana f Hull í gær. „Ég veit, að Dick ætlaði sér aldrei að veiða innan 12 mfln- anna, enda er hann mjög leiður yfir þessu,“ sagði frú Taylor. „Þegar ég hafði samband við hann sagðist hann hafa miklar áhyggjur af, að þetta gæti eyði- lagt hið góða samband, sem væri á milli brezkra og fs- lenzkra sjómanna. Eg held, að hann hafi tekið þetta mjög nærri sér.“ — Hvernig varð þér við, þegar þú heyrðir fyrst um elt- ingaleikinn? „Það fékk mikið á mig, ég varð ákaflega hrædd.“ — Hringdi Dick f þig eða heyrðirðu það f útvarpinu? „Eg heyrði það f útvarpinu og varð algjörlega niðurbrotin." — Hvað finnst þér um dóm- inn, sem Dick hlaut? „Eg er ákaflega leið yfir honum, sérstaklega 30 daga fangelsisdómnum. En ég er samt fegin, að hann skuli vera laus og lagður af stað heim. Eg vona að hann nái f hádegismat á sunnudag.** — Hvernig tekur fólk f Hull þessu? „Þetta hefur vakið mikla at- hygli hér f bænum og fólk hefur verið okkur hjónunum mjög vinsamlegt. Sfminn hefur verið rauðglóandi f allan dag þvf að margir hafa viljað hug- hreysta mig og sýna okkur stuðning." — Heldurðu að Dick missi vinnuna? „Nei, hann hefur verið alltof farsæll til að það geti komið fyrir. Hann er einn af fremstu togaraskipstjórunum hér f Hull, svo að engin hætta er á þvf, að við lendum á sveitinni." — Er ekki óöryggi í því að hafa eiginmanninn á Islands- miðum? „Stundum er það erfitt, en það er meðal þess, sem maður verður að sætta sig við og venj- 2ist.“ Framhald á bls. 16 setti ráðstefnuna. Þátttakendur á ráðstefnunni eru 226, margir þeirra komnir erlendis frá. Ráð- stefnan stendur fram á laugar- ar ráðstefnu er: hugmyndafræði í Norðurlandabókmenntum sfðan við lok fyrstu heimsstyrjaldarinn- ar. Frummælendur um þetta efni voru í gær: Sven Möller Kristen- sen frá Danmörku, Johan Wrede frá Helsinki, Sveinn Skorri Höskuldsson, en hann er for- maður undirbúningsnefndar þessa ráðstefnuhalds, Asmund Lien frá Þrándheimi, Lars Gust- afsson frá Uppsölum. Síðari hluta dags var síðan mót- taka hjá forseta Islands á Bessa- stöðum, þar sem dr. Kristján Eld- járn lýsti sögu Bessastaða fyrir hinum erlendu þátttakendum. Ráðstefnunni verður svo fram- haldið í dag, árdegis verða flutt þrjú erindi, en seinnihluta dags- ins verða efnin brotin til mergjar í ýmsum umræðuhópum. Skellinöðru stolið Þriðjudaginn 16. júlí sl. um kl. 6.00 var stolið skellinöðru, R-494, fyrir utan fyrirtækið Runtalofnar í Síðumúla. Hún er af gerðinni Suzuky, árgerð 1974, appelsfnu- gul að lit. Þeir, sem hafa orðið varir við skellinöðruna, eða geta gefið upplýsingar um þjófnaðinn, eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna. Veizlugestirnir fá heldur ekkert vín EKKERT vín verður veitt f hádegisverði þeim, er Alþingi heldur erlendum og innlendum gestum f Valhöll á Þingvalla- hátfðinni á sunnudaginn kemur. Rækjuveiðileyfin við Eldey afturkölluð MORGUNBLAÐINU hefur borizt fréttatilkynning frá sjávarútvegs- ráðuneytinu um afturköllun leyfa til rækjuveiða umhverfis Eldey. Astæðan er, að mikið magn af smáýsu og ýsuseiðum er nú á þessum rækjumiðum, og hefur því ráðuneytið í samráði við Haf- rannsóknastofnunina ákveðið að afturkalla leyfin frá og með 22. júlf nk. Eitt fyrsta embættisverk ný- kjörins forseta sameinaðs þings var að kalla á fund í gærmorgun formenn allra þingflokkanna í þvf skyni að ræða ýmis atriði varð- andi hátíðarfund Alþingis á Þing- völlum. Meðal atriða þessara er fyrirhugaður hádegisverður Al- þingis í Valhöll, þangað sem boðið er erlendum gestum og inn- lendum og var ákveðið, að vín skyldi ekki framreitt í þeirri veizlu. „Það hefur verið mikið metnaðarmál, að vín yrði ekki haft um hönd á þjóðhátíðunum, sem haldnar hafa verið um allt land að undanförnu, og þess vegna fannst mér ekki koma til greina, að vínveitingar yrðu á aðalhátíðinni á Þingvöllum,“ sagði Gylfi Þ. Gfslason í samtali við Morgunblaðið i gær. Málningu skvett á belg- íska skútu í Eyjum Vestmannaeyjum 22. júlí frá Árna Johnsen Á laugardagskvöldið um kl. 22 var lögreglunni f Vestmannaeyj- um tilkynnt, að rauðri málningu hefði verið hellt yfir hluta af stjórnborðshlið belgfsku skút- unnar Atlante, en um borð eru vfsindamenn, sem hafa verið að kanna fuglalff, sjávarlff og strauma f Norður-Atlantshafi. Atlante lagði upp frá Belgfu f vor, en hefur sfðan komið til hafnar f Færeyjum, Seyðisfirði, Grfmsey, Akureyri, tsafirði, Grænlandi, Reykjavfk og f Eyjum, en þangað kom skútan aðfararnótt laugar- dags. Atlante er mjög glæsileg þrfmöstruð skúta, sem hefur siglt um öll heimsins höf. Rauða málningin, sem hellt var yfir skipið. náðist af með miklum sápuþvotti, þar sem um plast- klæðningu var að ræða. Skipverj- ar á Atlante gáfu lýsingu á manni, sem komið hafði um borð til þeirra, en þeir höfðu vfsað frá. Laust eftir miðnætti sama kvöld barst lögreglunni aftur tilkynn- ing um, að nú hefði grárri olíu- málningu verið hellt yfir skipið. Síðar um nóttina handtók lögregl- an mann á sextugsaldri, sem hafði framið þennan verknað og hefur hann setið f gæzluvarðhaldi síðan, en skv. upplýsingum yfirlögreglu- þjónsins í Vestmannaeyjum er málið enn f rannsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.