Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1974 — Hæstu gjaldendur Framáald af bls. 3. Jens Olsen Sæmundsson, Hvammur 328.296 Félög: Islenskir Aðalverktakar s.f. 1.484.031 Hafblik h.f. 1.419.830 Félag Vatnsvirkja h.f. 1.335.499 Sandnám Suðurnesja 412.967 Miðneshreppur: Einstaklingar: Heildargjöld: Ólafur B. Erlingsson, Hlíðargata 22 1.357.950 Pétur Hafst. Björnsson, Suðurgata 26 652.758 Karl Einarsson, Vallargata 21 619.435 Friðrik Björnsson, Tjarnargata 8 , 594.486 Sólmundur Jóhannsson, Vallargata 25 490.285 Félög: Miðnes h.f. 2.672.454 Jón Erlingsson h.f. 2.295.354 Hörður h.f. 1.107.244 ísl. Aðalverktakar s.f. 1.093.561 Atli h.f. 892.419 Gerðahreppur: Einstaklingar: Heildargjöld: Guðbergur Ingólfsson, Gerðavegur 16 1.801.408 Guðmundur Jónsson, Rafkelsstaðir 1.501.391 Karl Sig. Njálsson, Garðbraut 88 839.947 Guðm. Þórarinsson, Gerðavegur 2 498.270 Njáll Benediktsson, Garðbraut 84 480.782 Félög: Dverghamrar h.f. 3.925.582 Isstöðin h.f. 1.557.779 Hólmsteinn h.f. 1.384.922 Sveinbjörn Árnason h.f. 1.237.087 Asgeir h.f. 1.055.006 Njarðvfkurhreppur: Einstaklingar: Ingvi Þorgeirsson, Grænás 3 1.384.777 Guðmundur Gestsson, Brekkustígur 31 1.302.952 Skarphéðinn Jóhannsson, Hæðargata 5 1.017.574 Einar Guðmundsson, Reykjanesvegur 10 954.080 Sigurður G. Eiríksson, Hjallavegur 1 876.097 Félög: Islenzkir Aðalverktakar 3.809.599 Ellert Skúlason h.f. 2.762.239 Steypustöð Suðurnesja 2.116.409 Svavar Skúlason h.f. 1.698.214 Islenzkur Markaður 1.176.800 Vatnsleysustrandarhreppur: Einstaklingar: Guðlaugur Aðalsteinsson, Nýibær 442.126 Kristján R. Guðmundsson, Hafnargata 20 342.135 Magnús Sigurðsson, Aragerði 13 332.059 Félög: Vogar h.f. 1.563.812 Valdimar h.f. 1.063.998 Garðahreppur: Einstaklingar: Sverrir Magnússon, Stekkjarflöt 25 2.119.945 Jóhann Þorbergsson, Bakkaflöt 4 1.856.253 Kristin Olsen, Haukanes14 1.718.716 Alfreð Elíasson, Haukanes 28 1.689.103 Hörður Sævaldsson, Smáraflöt 17 1.631.499 Félög: Stálvík h.f. 4.071.138 Nökkvi h.f. 1.035.056 Bessastaðahreppur: Einstaklingar: Reynir Guðbjörnsson, Björk 694.330 Björgvin Björgvinsson, Bjarnastaðir 459.488 Hannes Kristinn Davíðsson, Þórukot 449.492 Gunnlaugur Halldórsson, Hof 424.868 Arnar Guðbjörnsson, Hákot- 419.753 Seltjarnarnes: Einstaklingar: Guðrún F. Magnúsdóttir, Skólabraut 53 1.340.773 Páll G. Jónsson, Barðaströnd 9 1.325.616 Björn Jónsson, Barðaströnd 11 1.232.548 Jóhann Ólafsson, Melabraut 30 1.129.493 Stefán örn Stefánsson, Melabraut 32 1.069.104 Ingvar Vilhjálmsson, Unnurbraut 2 1.008.747 Félög: Hólar h.f. prentsm. Bygggarður 1.662.265 Iðunn hf. prjónast. Skerjabraut 1 1.529.235 Skarð h.f. Bygggarður 732.027 Arnarkaffi h.f. Bygggarður 559.706 Þórir h.f. Ráðagerði 445.620 Mosfellshreppur: Einstaklingar: Guðjón Haraldsson, Markholt 14 1.054.732 Guðmundur Magnússon, Leirvogstunga 2 1.043.213 Haukur Þórðarson, Reykjalundur 1.034.730 Jón M. Guðmundsson, Suðurreykir 1 820.254 Thor O. Thors, Lágafell 1.281.543 Þorlákur Ásgeris 866.358 Félög: Hengill s.f. 779.435 Kaupfélag Kjalarnesþ. 1.156.118 EN-Lmapar h.f. 686.799 Alafoss h.f. 7.844.381 Kjalarneshreppur: Einstakiingar: Sigurbjörn Eiríksson, Alfsnes 1.550.324 Olafur Friðriksson, Fólkvangur 1.092.853 Jón Sverrir Jónsson, Varmidalur 495.383 Hilmar Helgason, Fitjar 493.255 Björn Kjartansson, Fitjakot 446.430 Félög: B.M. Vallá h.f. 3.445.281 Vinnuvélar h.f. 1.278.015 Björn og Gylfi s.f. 344.992 Kjósarhreppur: Einstaklingar: Jóhann Ellertsson, Meðalfell 519.800 Þorsteinn Ingimarsson, Flekkudalur 332.137 — Taylor Framhald af bls. 2 — Er maðurinn þinn beizkur út í Islendinga? „Nei, alls ekki. Ég talaði við hann rétt áðan; hann sagðist að vfsu vera leiður yfir þessu, en hann kvartaði ekki yfir ls- lendingum. Þvert á móti hældi hann ykkur öllum, sérstaklega áhöfninni og skipherranum á Þór, sem hann sagði að hefði sýnt mikinn drengskap og góða sjómennsku. Ilann hefði aðeins verið að vinna sitt starf og gert það vel.“ — Alþingi Framhald af bls. 28 stæðisflokkurinn hefði samþykkt hana. Alþýðubandalagið hefði hins vegar hafnað þessari tillögu, en þá hefðu Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fallið frá henni. Gunnar Thoroddsen sagði síðan, að Alþýðuflokkurinn, Al- þýðubandalagið, Framsóknar- flokkurinn og Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna hefðu ákveðið að standa sameiginlega að kjöri varaforseta í sameinuðu Alþingi og forseta efri og neðri deildar. Sjálfstæðismönnum hefðu hins vegar verið boðin störf varaforseta í sameinuðu Alþingi og í deildum. Þeir myndu á hinn bóginn ekki óska eftir kjöri til þeirra starfa. Gunnar Thoroddsen sagði að lokum, að Sjálfstæðis- flokkurinn harmaði, að tilraunir til samkomulags skyldu hafa farið út um þúfur. Þórarinn Þórarinsson tók þvf næst til máls um þingsköp. Sagðist hann taka undir með Gunnari Thoroddsen, að æskilegt hefði verið, að samkomulag hefði tekizt. Það hefði verið mat Fram- sóknarflokksins, að Alþýðu- flokkurinn hefði þá sérstöðu á Alþingi nú eins og oft áður, að vænlegast hefði verið að ná sam- komulagi um formann hans sem forseta sameinaðs Alþingis. Þá sagði Þórarinn Þórarinsson, að formenn þingflokka Alþýðu- flokksins, Alþýðubandalagsins, Samtaka frjálslyndra og vinstri manna og Framsóknarflokksins hefðu f sfðasta tilboði sfnu gefið Sjálfstæðisflokknum kost á fyrsta varaforseta sameinaðs Alþingis og fyrsta varaforseta í báðum deildum. Þetta væri nokkru meira en hann hefði haft á sfðasta kjörtímabili. Því miður hefði ekki náðst samkomulag um þessa til- lögu. Kosning þingforseta færi því fram án allsherjarsamkomu- lags. Því næst fór fram kjör fyrsta varaforseta sameinaðs Alþingis. (Jrslit urðu þau, að fyrsti varafor- seti var kjörinn Eðvarð Sigurðs- son með 34 atkvæðum vinstri flokkanna fjögurra. Einn seðill var ógildur. Á honum var nafn Eysteins Jónssonar. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins 25 að tölu skiluðu einnig auðum seðlum. Annar varaforseti sameinaðs Alþingis var kjörinn Vilhjálmur Hjálmarsson með 33 atkvæðum þingmanna vinstri flokkanna, en tveir þeirra skiluðu þó auðum seðlum. Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins skiluðu einnig auðum seðlum. Skrifarar f sameinuðu þingi voru kjörnir Lárus Jónsson og Jón Helgason. I kjörbréfanefnd voru kjörnir: Matthías Á. Mathiesen, Pálmi Jónsson, Eyjólf ur Konráð Jónsson, Jón Skafta- son, Tómas Árnason, Jónas Árna- son og Karvel Pálmason. Eftirtaldir 20 þingmenn voru kjörnir til setu í efri deild: Geir Hallgrímsson, Þorvaldur G. Krist- jánsson, Jón Arnason, Oddur Ólafsson, Steinþór Gestsson, Jón G. Sólnes, Axel Jónsson, Albert Guðmundsson, Ásgeir Bjarnason, Einar Ágústsson, Halldór Ás- grímsson, Ingi Tryggvason, Jón Helgason, Steingrímur Her- mannsson, Eggert G. Þorsteins- son, Jón Ármann Héðinsson, Ragnar Arnalds, Geir Gunnars- son, Helgi Seljan, Stefán Jónsson. Þingsetningarfundinum var síðan slitið og boðað til funda í deildum. Forseti neðri deildar var kjörinn Gils Guðmundsson með 22 atkvæðum þingmanna vinstri flokkanna, en einn þeirra skilaði auðu. Ragnhildur Helgadóttir fékk 17 atkvæði þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Gils Guðmunds- son mun ekki sitja þetta auka- þing. Matthías Bjarnason kvaddi sér hljóðs og gerði athugasemd við það, að nýkjörinn forseti neðri deildar væri nú staddur í Caracas f Venesuela og yrði þar alllengi. Beindi hann fyrirspurn til sjávar- útvegsráðherra um það, hvort for- seti deildarinnar væri væntan- legur áður en aukaþinginu yrði slitið. Lúðvík Jósepsson sagðist ekki vita, hversu lengi aukaþingið myndi standa né heldur hvenær þingforseti kæmi til landsins. Fyrsti varaforseti neðri deildar var kjörinn Ingvar Gfslason með 22 atkvæðum þingmanna vinstri flokkanna, en einn þeirra skilaði þó auðum seðli. Sautján þing- menn Sjálfstæðisflokksins skil- uðu auðum seðlum. Annar varaforseti var kjörinn Benedikt Gröndal með 22 at- kvæðum vinstri flokkanna, en þeir hafa 23 þingmenn í deild- inni. Þórarinn Þórarinsson fékk eitt atkvæði. Sextán af 17 þing- mönnum Sjálfstæðisflokksins skiluðu auðum seðlum. Einn seð- ill var ógildur; á honum var nafn Bjarna Guðnasonar. Skrifarar neðri deildar voru kjörnir: Páll Pétursson og Ellert B. Schram. Forseti efri deildar var kjörinn Ásgeir Bjarnason með 12 at- kvæðum þingmanna vinstrí flokk- anna. Jón Árnason fékk 8 atkvæði þingmanna Sjálfstæðisflokksins f deildinni. Fyrsti varaforseti efri deildar var kjörinn Eggert G. Þorsteins- son með 12 atkvæðum. Auðir seðl- ar voru átta. Annar varaforseti efri deildar var kjörinn Helgi Seljan með 12 atkvæðum. Auðir seðlar voru átta. Skrifarar efri deildar voru kjörnir Ingi Tryggvason og Steinþór Gestsson. — ísborg Framhald af bls. 28 búnu á Isborgin að flytja sement á ýmsar Norðurlandshafnir. Samkvæmt upplýsingum Slysa- varnafélags Islands tilkynnti Is- borgin Siglufjarðarradíói um kl. 4 í nótt, að skipið hefði fengið á sig brotsjó um 18 sjómílur norðvest- ur af Tjörnesi. Virtist skipverjum sem eitthvað hefði brotnað að framanverðu, en allt virtist þó í bezta gengi. Klukkan rúmlega sjö tilkynnti síðan Siglufjarðarradíó Slysavarnafélaginu, að það væri nýbúið að hafa samband við Is- borgina, sem segði að leki væri kominn að skipinu og á því nokk- ur slagsfða. Var þá ákveðið að breyta stefnu skipsins og sigla þvf undir Flatey á Skjálfanda. Haft var samband við strandferðaskip- ið Heklu, sem var á lfkum slóðum og Isborgin, og það beðið að fara til aðstoðar. Einnig gerði Slysa- varnafélagið slökkviliðinu á Húsavík aðvart og bað um, að það léði dælur og gerðar voru ráðstaf- anir til að útvega þaðan bát, er flytti dælurnar út að Isborginni. Einnig var haft samband við slökkviliðið á Siglufirði, það beð- ið um að lána dælur og reynt að fá bát til að flytja þær til móts við Isborgina. Hekla fylgdist með Isborginni inn undir Flatey, en þegar þangað kom var komin um 35 gráða slag- síða á skipið. Tók skipstjórinn þá það ráð að sigla skipinu á land rétt fyrir innan Víkurhöfða, sem er yzt í Skjálfanda norðvestan- verðum — skammt innan við Flat- eyjarsundið. Veður var svo vont á þessum slóðum, að ekki þótti þorandi að senda bát frá Húsavfk með dælurnar heldur var Seláin, sem lá í Húsavfkurhöfn, fengin til að fara að hinu nauðstadda skipi, Með Selá fór einnig flokkur björgunarsveitarmanna, er höfðu meðferðis slöngubát til að flytja dælurnar milli skipanna, svo og froskmaður. Selá kom að ísborg laust fyrir hádegið og hélt þá Heklan áfram ferð sinni. Var sfðan eins og áður segir unnið að því að lagfæra skemmdirnar til bráðabirgða fram eftir degi. Að sögn Harrys Steinssonar skipstjóra á tsborg- inni kom mikill hnykkur á skipið, er brotsjórinn reið á það, en engin meiðsli urðu þó á mannskapnum um borð. — Grikkland Framhald af bls. 1 reynslulaus f utanrfkismálum. Hann hefur verið viðskiptamála- ráðherra, er menntaður „teknokrati", en tók við utanríkis- ráðherraembættinu af Spyridon Tetenes, sem var andvfgur stefnu hinna herforingjanna f Kýpur- málinu. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum í Aþenu, að herfor- ingjarnir hafi ekki átt annarra kosta völ en Ieita til reyndra stjórnmálamanna vegna Genfar- viðræðnanna, því að enginn þeirra hafi treyst sér til að halda nógu vel á málum Grikklands þar. Er sagt, að Gizkis forseti hafi lagt á það áherzlu við stjórnmála- mennina, sem sátu ofangreindan fund f dag, að herforingjarnir mundu nú snúa sér aftur að her- málum, en láta þá um að greiða úr innan- og utanrfkispólitfskum vandamálum þjóðarinnar. Fundinn í dag sátu m.a. fjórir fyrrverandi forsætisráðherrar, þeirra á meðal Panayotis Kanelluopoulos, sem var forsætis- ráðherra, þegar herforingjarnir tóku völdin, og Stepharos Stephanopoulos. Einn formaðjr Miðsambandsins, Georg Mavros, Petros Garoufalias fyrrum land- varnaráðherra og Evangeios Averoff Toosita, sem var utan- ríkisráðherra í stjórn Karamanlis 1958—1963. AUir þessir menn að Stephanopoulos undanteknum hafa setið í stofufangelsi í lengri eða skemmri tfma — og sumir oftar en einu sinni — á stjórnar- tfð herforingjanna vegna gagn- rýni á stefnu þeirra og aðfarir. Mavros var sfðast f marz sl. send- ur til fangabúða á Jaroseyju, en látinn laus tveimur mánuðum síðar vegna harðra mótmæla er- lendis frá. Ekkert hefur heyrzt frá Konstantin fyrrverandi konungi Grikklands um atburðarásina f heimalandi hans, en talsmaður hans sagði f London í kvöld, að hann fylgdist gjörla með því, sem fram færi. Auglýsing um reglur vegna niðurgreiðslu á verði brennsluolíu til islenzkra fiskiskipa, er landa afla sínum og taka olíu hérlendis. Sjávarútvegsráðuneytið hefur falið Seðlabanka Islands að auglýsa eftirfarandi reglur um niður- greiðslu á verði brennsluolíu til íslenzkra fiski- skipa, er landa afla sínum og taka olíu hér- lendis, sbr. 4. gr. laga nr. 28/1974 um tímabundnar ráðstafanir til viðnáms gegn verð- bólgu: 1 Ríkisstjórnin hefur ákveðið að greiða niður verð á brennsluolíu til íslenzkra fiskiskipa, er landa afla sínum hér- lendis frá 1. júní 1974, sbr. ákvæði 4. gr. laga nr. 28/ 1 974. 2. Sömu reglur gilda um ofangreindar niðurgreiðslur og giltu fyrir tímabilið frá 1 janúar til 31. maí s.l. með þeirri undantekningu, að aðeins verður greitt niður verð á brennsluolíu til íslenzkra fiskiskipa, er landa afla sínum og taka olíu hérlendis. Gerist það, að skip sigli með aflann og selji erlendis og hafi fengið brennsluolíu hérlendis á niðurgreiddu verði, skal það ekki fá brennsluolíu á niður- greiddu verði hérlendis næstu 30 daga frá því að olían var tekin. 3. Seðlabanki íslands annast áfram greiðslur til olíufélaganna vegna sölu þeirra á brennsluolíu til fiskiskipa. Reykjavík, 22. júlí 1974. SEÐLABANK! ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.