Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 27
Dregið í Evrópumótunum: Framarar mæta Netzer og Real Madrid Valsmenn eiga möguleika gegn írsku liði, Portadown ÍBK mætir kjarnanum í júgóslavneska landsliðinu SJÁLFSAGT hafa Englands- meistarar Leeds verið ofarlega á óskalistanum hjá Keflvíkingun- um, þegar dregið var í Evrópu- keppninni í knattspyrnu i gær. Að þessu sinni varð Keflvíkingum þó ekki að ósk sinni, en í staðinn mæta þeir júgóslavnesku meistur- unum, Hadjuk Split. Er þar um mjög sterkt lið að ræða og úr þvi liði er uppistaðan i júgóslavneska landsliðinu, sem stóð sig svo vel í nýafstaðinni heimsmeistara- keppni. Framarar voru hins vegar mun heppnari, en beir mæta spænsku bikarmeisturunum Real Madrid. Þar er i fararbroddi býzki lands- liðsmaðurinn Gunther Netzer. Lið Real Madrid lék hér á landi gegn Keflvíkingum fyrir tveimur ár- um. Valsmenn mæta í 1. umferð liði frá Norður-trlandi, lítt þekktu hér á landi. Félagið heitir Porta- down og er frá lítilli borg rétt fyrir utan Belfast. Leikmenn þess eru að hálfu atvinnumenn og stóðu sig mjög vel síðastliðið keppnistímabil. Mjög líklegt er, að markvörðurinn Millington, sem lengi varði mark Swansea og stóð 22 sinnum f marki welska landsliðsins, skrifi undir samning við Portadown, mótherja Vals, á næstu dögum. Um möguleika íslenzku liðanna á þvi að komast í aðra umferð þarf ekki að ræða. Keflavík og Fram eru í rauninni dæmd til að tapa leikjum sínum, en að vísu ættu Valsmenn að hafa nokkra möguleika á að komast í aðra um- ferð. Valur og IBK leika heimaleiki sína á undan og ef ekki verða gerðar breytingar á fyrirfram ákveðnum leikdögum verður leik- Loksins fengum við það, sem við vildum Hilmar Svavarsson varafor- maður knattspyrnudeildar Fram var hinn ánægðasti, er Morgunblaðið ræddi við hann f gær. — Við höfðum sett tvö lið efst á óskalistann, Liverpool og Real Madrid, og fengum ósk okkar uppfyllta, þegar við dróg- umst gegn Spánverjum. Við leikum örugglega heimaleik- inn hér heima og ég gæti trúað að efnt yrði til hópferðar á fyrri leik Fram og Real Madrid, sagði Hilmar, en stjórnarfundur ákveður náttúr- lega hvað gert verður. Framarar taka nú f þriðja skipti þátt f Evrópukeppni, fyrst mættu þeir Hiberians Valetta frá Möltu og sfðan Basel frá Sviss, f bæði skiptin léku Framarar báða leiki sfna ytra. — Loksins kom að því, að við fengum það, sem við vild- um, þetta eru ævintýralegir mótherjar, sagði Hilmar Svavarsson. Þeir Valsmenn, sem við ræddum við í gær, voru ekkert yfir sig ánægðir með að mæta Portadown frá N-lrlandi f 1. umferðinni. Hermann Gunnarsson markakóngur þeirra Valsmanna undanfarin ár sagði, að þetta hefði verið Ijóta óheppnin. Þó væri bót f máli, að möguleikar væru á að komast áfram f keppninni. Hafsteinn Guðmundsson for- maður Iþróttabandalags Kefla- vfkur lét svo ummælt, er við höfðum samband við hann á gær, að Hadjuk Split væri án efa eitt sterkasta liðið, sem tæki þátt f keppninni, þó svo að leikmenn þess væru ekki mjög kunnir hér á landi. Sagði Haf- steinn. að f hönd færu samning- ar við Júgóslavana, Valsmenn og þá, sem yfirráð hefðu með Laugardalsvellinum, um það, hvar og á hvaða tfma fyrri leik- ur IBK og Hadjuk Split færi fram. Sagði Hafsteinn, að f fljótu bragði sæi hann ekki nema tvo möguleika, annað- hvort tækjust samningar við Júgóslavana um breyttan leik- dag eða báðir leikirnir yrðu leiknir ytra. — Annars er erfitt að segja á þessu stigi málsins, hvað gert verður, en þetta skýrist væntanlega á næstu dögum, sagði Hafsteinn og er við spurð- um hann, hver hefðu verið óskaliðin að þessu sinni sagði hann: — Við vorum búnir að panta Leeds eða Barcelona, en pöntunin hefur ekki verið tek- in til greina f þetta skiptið. • • Oruggur Blikasigur en kæra Þróttarar? Breiðabliksmenn voru mun sterka'ri aðilinn í leiknum við Þrótt í 2. deild í fyrrakvöld og liðið sigraði með þremur mörkum gegn engu. Markvörður Blikana hafði sáralftið að gera í leiknum og kann svo að fara, að Blikarnir tapi leiknum á markverði sínum. Ölafur Hákonarson, sem verið hefur aðalmarkvörður Blikanna undanfarin ár. skipti um félag Tveir frábærir þjálfarar með námskeið hjá KKÍ TVEIR beztu körfuknattleiks- þjálfarar, sem hingað hafa komið, hefja f dag námskeið á vegum Körfuknattleikssambandsins í Alftamýrarskólanum. Þjálfarar þessir eru bandarískir og heita Ranken og Harsman. Námskeið þeirra stendur í þrjá daga, mið- vikudag, fimmtudag og föstudag frá klukkan 17—21 hvern dag. Körfuknattleikslandsliðið, sem er að hefja undirbúning fyrir lands- leik næsta keppnistímabils, mun verða Bandaríkjamönnum til að- stoðar. síðastliðið haust og gekk yfir í Val. Ekki tókst Ölafi að komast í lið hjá Valsmönnum, en 18. maf sfðastliðinn var hann skráður sem varamaður í leik lA og Vals á Akranesi. I reglugerð KSI segir, að leikmaður megi aðeins leika með einu félagi sama almanaksár- ið og nú er það spurningin, hvort Ólafur telst hafa leikið með Val á keppnistfmabilinu. Svo vikið sé að leik Breiðabliks og Þróttar þá var um mikinn bar- áttuleik að ræða og sýndu Blikarnir nú mun meiri vilja og kraft en í leiknum gegn FH á dögunum. Fljótlega máttu Þróttarar sækja knöttinn í netið eftir að varnarmaður hafði gert sjálfsmark. Þróttarar áttu nokkur tækifæri til að jafna í fyrri hálfleik, en tókst ekki. I síðari hálfleik skoraði Ólafur Friðriksson tvíveg- is fyrir Breiðablik og tryggði liði sfnu verðskuldaðan sigur. Fyrra mark ólafs kom eftir sendingu yfir vörn Þróttara og Ólafur skallaði yfir úthlaupandi mark- vörðinn, hið sfðara kom eftir fyrirgjöf utan af kanti og stakk Ólafur sér á milli varnarmanna og skoraði. Einar Þórhallsson var sterkast- ur i jöfnu liði Blikanna, en af Þrótturum átti hinn efnilegi Jón Þorbjörnsson góðan leik í mark- inu. Með þessum sigri Breiðabliks færast FH-ingar enn nær 1. deild- inni, þeir hafa þriggja stiga for- skot á Breiðablik og Hauka og fjögur stig á Þrótt. Enn eiga FH- ingar þó eftir að leika fjóra leiki og ekki er útséð, hvernig leikur Þróttar og Breiðabliks fer, verði kærumál út af honum. FH-ingar kærðu reyndar Hauka fyrir svip- að mál fyrir nokkru, en dómur er ekki fallinn i því máíi. Leiðrétting I IÞRÓTTAFRÉTTUM Morgun- blaðsins síðastliðinn laugardag var sagt frá Iþróttaskóla Sigurðar R. Guðmundssonar að Leirárskóla í Borgarfirði. Vegna misskilnings var skólinn kallaður að Léirá en ekki að Leirárskóla. Er þessi mis- skilningur hér með leiðréttur. ið í Reykjavík og Keflavfk 18. október. Þá leika Framarar á Spáni, en seinni leikur fyrstu um- ferðarinnar fara fram 2. október. Bayern Munchen og FC Madde- burg sitja yfir í fyrstu umferð, en hér á eftir eru talin upp þau lið, sem leika saman í 1. umferðinni: EVRÓPUMEISTARAKEPPNIN Levski Spartak — Ujpcst Doza KEFLAVlK — Hadjuk Split Feyenoord — Coleraine Ararat — Viking Hvidovre — Kuch Chorzow Celtic — Olympiakos St. Etienne — Sporting Lisbon Leeds — FC Zurich Slovan Bratislava — Anderlecht Valetta — HIK, Finnlandi Omonia — Cork Celtlc Universitatea — Atvidaberg Jeunese Esch — Fenerbache FC Barcelona — Voest Linz FC Magdeburg og Bayern Munchen sitja yflr f 1. umferð. EVRÓPUKEPPNI BIKARIIAFA PSV Eindhoven — Ards Dynamow Kiew — CSKA Sofia eða Jirntov Cornik — Bologna Liverpool — Strömgodset PAO(' Saloniki — Rauða Stjarnan Benfica — Vanlöse Ferencvaros — Cardiff Real Madrid — FRAM Warrcgam — Austria Wien Hamburger SV eða Eintracht — Asde Mon- aco Bursaspor — Finn Harps Luxemborg — Paralimi Sliama Wanderes — Lahden Reipas Savia — Carl Seiss Jena Helztu lið, sem leika saman f 1. umferð UEFA-keppninnar: EC Köln — finnskt lið Derby — Servette Ipswich — Twente Entschede Stoke — Ajax Aacker — Borussia Mönchengladbach VALUR — Portadown Juventus — Vorwaerts Torino — Fortuna Dusseldorf Rosenborg — Hibernian FC Porto — Wolverhampton.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.