Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JULl 1974 Afmætísdagur Valtýs Eftir Zacharias Topelíus Jónas gamli var ekki kvikur á fæti að öllum jafnaði, en nú hafði hann hraðann á. Hann stökk niður að ströndinni, ýtti bátnum á flot og reri lífróður til Valtýs, svo brakaði í árunum. Valtýr sá hann nálgast, svo honum óx kjarkur á ný. „Þú skalt ekki halda, að ég sé hræddur“, kallaði hann til Jónasar og reis upp í troginu. En það var of mikið á trogið lagt. Því hvolfdi um leið og Valtýr steyptist á höfuðið í vatnið. „Nei, sjáið nú til drengstaulans", hrópaði Jónas og tók svo fast í aðra árina, að hún brotnaði. Um leið var HOGNI HREKKVÍSI Ég held ég hafi fundið ráð við því að Högni hrekkjalómur láti gömlu klukkuna í friði. hann kominn að Valtý og gat gripið í hnakkadrambið á honum og dregið hann upp í bátinn. „Náðu í Víking... náðu í Víking“ æpti Valtýr með munninn fullan af vatni. Og sá var nú heldur betur holdvotur. „Þvúpp“, heyrðist í stígvélunum hans, þegar hann hreyfði tærnar. „Ætli okkur megi ekki standa á sama um Víking“, sagði Jónas og hló við. Hann var bæði glaður og reiður í senn og svo reri hann aftur upp að strönd- inni. Þar var heldur betur uppi fótur og fit. Pabbi skammaðist, mamma grét, Lotta snökti, Friðrik grenjaði. Lena var Skelfingu lostin og Jónas var heldur niðurlútur. En Valtýr var hinn stoltasti um leið og hann fann fast land undir fótum á ný. Honum fannst þá engin hætta hafa verið á ferðum. Auk þess kynni hann vel að synda. „Já, þar sem þú botnar“, sagði Jónas. „Ekki fann ég neinn botn með fótunum“, sagði Valtýr og lét ekki segjast. „Þú hefðir bara átt að láta mig vera. Ég hefði þá synt í land“. „En hvar getum við fengið þurr föt á drenginn?“ spurði mamma. „Lotta hlauptu til fiskimannsins og spurðu hvort við getum ekki fengið lánuð föt af börnunum hans“. Lotta hljóp af stað og kom skömmu seinna aftur. „Þau eiga bara lítinn dreng og stóra stúlku“, sagði hún. „Hér er kjóll af henni og sokkar og skór“. „Á ég að fara í stelpuföt?" spurði Valtýr. „Það verður þú að gera, drengur minn“, sagði mamma ákveðin svo ekki þýddi að mæla á móti. „Það verður mátuleg refsins og þú mátt þakka þínum sæla fyrir að sleppa svo vel“. Sögulok. ANNA FRÁ STÓRUBORG - saga fra sextándu öld eftirJón Trausta. hefirðu orðið manni að bana. — Það var við öðru eins að búast. Hjalti fleygði frá sér stönginni, gekk rakleitt heim í bæ- inn og sagði húsmóður sinni grátandi frá þvi, hvernig komið væri. Hún strauk blítt um vanga hans, eins og góð móðir, og mælti: „Þetta er bending til þín frá guði um að fara gætilega. Taktu þér hana til íhugunar. Hamingjan er svo fallvölt.“ Þessi hógværu orð fengu meira á Hjalta en þó að hún hefði rekið honum utan undir. „Þú hefir gott hjarta, vinur minn,“ bætti hún við. „Mundu eftir að gera ætíð öllum mönnum gott, hvenær sem þér veitist tækifæri til þess. Þá vegnar þér vel, hvað sem kann að mæta. Og þá eignastu fleiri vini en þú veizt af sjálfur — og betri vini.“ Aldrei hafði hann heyrt hana tala jafnblíðlega. Anna lét bera Eyvind inn í baðstofu og sendi heim til hans til að segja tíðindin og það með, að hún skyldi hjúkra honum og sjá um hann, meðan hann þyrfti að liggja. Faðir önnu hafði verið talinn afbragðslæknir, og fólk trúði því fastlega, að hún væri það líka. Eyvindur hrésstist furðu fljótt, en þurfti þó að liggja lengi. Hann kenndi verkjar fyrir brjóstinu, og við og við hóstaði hann upp blóðdrefjum. En allan þann tíma, sem hann lá, vék Hjalti varla frá hvílu hans. Hann stundaði hann með einstakri alúð og nákvæmni og vildi aldrei af honum lita. Og hann bað hann margsinnis og hjartanlega að fyrir- gefa sér. Gamli maðurinn gerði það með tárin í augunum og bað guð þess að láta ekki óbænir sínar hrína á honum. En hann var hræddur um, að þær bænir yrðu ekki heyrðar nema að nokkru leyti. Forlög Hjalta væru þegar skráð á hærri stöðum. Þó sagði honum svo hugur um, að ekki mundi Hjalti verða öllum heillum horfinn. Margir blíðviðrisdagar komu meðan Eyvindur lá, en Hjalti sinnti þeim ekkert. Hann kaus heldur að vera inni honum til skemmtunar. Það var sem hann efaðist enn þá um það, að hann væri búinn að fá fyrirgefningu hans að fullu. Hann skrafaði við hann um alla heima og geima. En á meðan skar hann út traföskjulok handa húsmóður sinni. Á því var rósahringur með hvössum þyrnum. En innan í hringnum var kringlóttur reitur. Þar var mynd af riddara, sem hleypti fram a harðastökki. En slanga reis UPP jörðunni og vafði sig um fæturna á hestinum, svo að hann hlaut að steypast. HteÖímofgunkQfriAu — Velkomin frá Mallorca, — var mikil sól??? Jæja, þá er ég vfst búin að gefa öllum að borða...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.