Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 28
Fékkst þú þér TRDPICANA í morgun ? sólargeislinn frá Florida MIÐVIKUDAGUR, 24. JULÍ 1974 Taylor fékk 30 daga fangelsi og 1^2 núDj. kr. sekt Áfrýjaði til Hæstaréttar og sigldi áleiðis til Englands DOMUR var kveðinn upp í máli Richard Taylors skipstjóra á C.S. Forester á Seyðisfirði um há- degisbil f gær. Hann hlaut 30 daga fangelsi og 1,2 millj. kr. sekt auk þess. sem veiðarfæri og afli voru gerð upptæk. Þá greiði hann allan sakarkostnað. Verj- andi Taylors tilkynnti skömmu Fundin jarð- göng á Hólum Bæ, Höfðaströnd, 24. júlí. UM ÞESSAR mundir er verið að grafa fyrir undirstöðum að nýjum kirkjugjarðsvegg á Hól- um. Þá bar það við, að komið var niður á manngeng göng, sem liggja frá kirkjunni að þeim stað, er gamli biskups- bærinn var á sfnum tfma. Nýja kirkjugarðsvegginn á að hlaða úr stuðlabergi, sem sótt verður út á Skagatá. Þjóðminjasafn- inu hefur verið tilkynnt um fund ganganna. — Björn. Morgunblaðið hafði sam- band við þjóðminjasafnið til að forvitnast um þessi göng, en fékk þau svör, að þjóðminja- vörður væri ekki f bænum þessa stundina. Safnvörður- inn, er Mbl. átti tal við, sagði hins vegar, að þjóðminja- vörður yrði látinn vita strax og til hans næðist og hann myndi vafalaust gera sér ferð á hið forna biskupssetur þeirra Norðanmanna við fyrsta tæki- færi. eftir uppkvaðningu dómsins, að ákærði óskaði eftir að áfrýja dómi þessum til Hæstaréttar og skömmu eftir hádegið sigldi Tayl- or togara sfnum áleiðis til Hull eftir að útgerð togarans hafði greitt um 7,6 milljónir króna f tryggingu fyrir sektargreiðslum og nærveru skipstjórans, þegar dómur gengur f Hæstarétti. Hér á eftir fer frásögn Sveins Guðmundssonar fréttaritara Morgunblaðsins á Seyðisfirði af réttarhöldunum f gær: Það var klukkan 9.30 í morgun að réttarhöldin yfir Richard Tayl- or hófust að nýju. Nú var komið að lokaþætti réttarhaldanna, ræð- um sækjandans Braga Steinars- sonar fulltrúa saksóknaraemb- ættisins og verjanda Taylors, Benedikts Blöndal. í sóknarræðu sinni dró Bragi einkum fram tvo meginþætti málsins: Sjálft fiskveiðibrotið og síðan þá ákvörðun skipstjórans að hafa að engu fyrirmæli skipherr- ans á Þór og sigla til hafs. Taldi Framhald á bls. 13. I gær var unnið af fullum krafti að undirbúningi sýningarinnar „Þróun 874—1974“. A myndinni sést yfir aðal sýningarsalinn, fremst á myndinni er torfbær með baðstofu. Ljósm. Mbl. Br. H. Sýningin formlega A MORGUN, fimmtudag, verður sýningin „Þróun 874—1974“ opnuð formlega f Laugardalshöll- inni. Hefst opnunarathöfnin klukkan 14 og mun forseti Is- lands, dr. Kristján Eldjárn, opna sýninguna, en einnig fiytja for- sætisráðherra, Olafur Jóhannes- son, og borgarstjórinn f Reykja- „Þróun 874-1974” opnuð á morgun vfk, Birgir tsleifur Gunnarsson, ávörp. Sýningin verður opnuð almenningi klukkan 19 annað kvöld. Hún stendur fram til 11. ágúst, eða f 18 daga samfleytt. Aðgangseyrir verður 250 krónur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn, 7—12 ára. Eins og fram hefur komið í Kjör forseta á Albingi: Heildarsamkomulag náðist ekki HEILDARSAMKOMULAG náðist ekki milli stjórnmálaflokkanna á Alþingi f gær um kjör forseta í deildum og varaforseta. Sjálf- stæðisflokkurinn hafnaði tilboði, W Isborgin á flot gærkvöldi? W 1 Engin meiðsí á mönnum, er skip- ið fékk á sig mikinn brotsjó nyrðra „ÞAÐ er svona hálftfmi f háflóðið og þegar flætt hefur nægilega vel undir skipið eígum við von á að okkur takist að ná þvf á flot með eigin vélarafli þess,“ sagði Harry Steinsson skipstjóri á fsborginni, er Mbl. ræddi við hann um kl. 9.30 f gærkvöldi. Það var snemma ( gærmorgun að fsborg fékk á sig brotsjó og við það kom leki að skipinu. Var þá ákveðið að reyna að sigla þvf undir Flatey á Skjálf- anda, en þegar þangað kom var komin svo mikil slagsfða á skipið, að skipstjórinn tók það ráð að sigla þvf f land. „Nei, það er ekki hægt að segja, að mikill leiki hafi komið að skip- inu,“ sagði Harry ennfremur, „en nóg til þess, að komin var tölu- verð slagsíða á það. Okkur tókst að koma í veg fyrir meiri leka svo að segja má, að þetta hafi gengið vonum framar. Við höfum unnið að því i dag að þétta skipið og er því alveg lokið, þannig að hægt á að vera að sigla þvf til Akureyrar þangað sem ferðinni er heitið." ísborgin er með um 2500 tonn af sekkjuðu sementi frá Dan- mörku, er Sementsverksmiðja ríkisins keypti til landsins og greint var frá í blaðinu í gær. Kvaðst Harry ekki geta merkt, að neinar skemmdir hefðu orðið á farminum. Þegar til Akureyrar kemur fer fram nánari athugun á skemmdunum á skipinu, en að því Framhald á bls. 16 sem gerði ráð fyrir, að hann fengi fyrsta varaforseta f sameinuðu Alþingi og báðum þingdeildum. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn höfðu áður lagt til, að forseti neðri deildar yrði kjörinn úr hópi þingmanna Sjálf- stæðisflokksins. Alþýðubanda- lagið neitaði að taka þátt f sam- komulagi á þeim grundvelli. Að þvf búnu gengu Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn að skilyrðum Alþýðubandalagsins. Forsetakjör fór á þann veg, að Gils Guðmundsson var kjörinn forseti neðri deildar. Hann situr ekki á þessu þingi, þar sem hann situr fundi hafréttarráðstefn- unnar f Caracas í Venesúela. For- seti efri deildar var kjörinn As- geir Bjarnason. Þingsetningarfundi, sem hófst sl. fimmtudag, átti að framhalda kl. 14 í gær. Fundinum var fyrst frestað til kl. 14.30 og aftur til kl. 15.30. Fyrir fundinum iá sam- kvæmt þingsköpum að kjósa fyrsta varaforseta I sameinuðu Alþingi. Gunnar Thoroddsen kvaddi sér hijóðs til þess að gera athugasemd um þingsköp. Sagði hann, að þetta Alþingi væri aukaþing og mótaðist af þjóðhátíðinni og n.k. sunnudag yrði haldinn þing- fundur á Lögbergi. Með tilliti til þessa hefði Sjálfstæðisflokkurinn talið æskilegt, að samkomulag næðist um kjör forseta í samein- uðu þingi og í deildum. Þessi hugmynd hafði verið rædd. Fram hefði komið, að Al- þýðuflokkurinn, Framsóknar- flokkurinn, Alþýðubandalagið og Samtök frjálslyndra og vinstri manna hefðu sameinazt um að kjósa formann Alþýðuflokksins forseta sameinaðs Alþingis. Þar með hefði verið hafnað tillögum um samkomulag þar að lútandi. Hefði þá aftur verið reynt að ná samkomulagi um varaforseta og forseta deilda. Fram hefði komið tillaga um, að forseti efri deildar yrði kjörinn úr hópi þingmanna Framsóknar- flokksins, en forseti neðri deildar úr hópi þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Þessi tillaga hefði verið borin fram af Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum og Sjálf- Framhald á bls. 16 fréttum er að finna á þessari sýn- ingu mikinn fróðleik úr flestum þáttum þjóðlífsins i gegnum aldirnar. En fleira verður einnig á boðstólum, t.d. kvöldvökur nær öll kvöldin og verða þær á sér- stökum palli gegnt áhorfenda- stæðum. Uppistaðan í þessum kvöldvökum eru atriði frá þjóð- hátíðum þeim, sem haldnar hafa verið víðs vegar um landið f sumar. Snæfellingar verða fyrstir á dagskrá, n.k. föstudagskvöld, síðan koma Húnvetningar og þannig koll af kolli. Auk þess munu innlendir skemmtikraftar koma fram á kvöldvökunum og sýndar verða tízkuvörur. Af öðrum atriðum, sem boðið verður upp á í sambandi við sýn- inguna, má nefna mikla hluta- veltu. Fólk getur keypt sér miða og fengið vinning strax á staðn- um. Er margt eigulegra vinninga í boði. Verði heppnin ekki með í fyrsta skipti er ekki öll von úti, því að miðinn gildir sem happ- drættismiði og verður í lok sýn- ingarinnar dregið um tvo eigu- lega muni, hljómflutningstæki og rafmagnsorgel með innbyggðum trommuheila, hvort tveggja af Yamahagerð. Þá má nefna minja- gripasölu, en þar verða seldir Framhald á bls. 13. Alþýðuflokkurinn hafnar viðrœðum FLOKKSSTJÓRN Alþýðuflokks- ins samþykkti f gær að hafna við- ræðum við Sjálfstæðisflokkinn um stjórnarmyndun þessara tveggja flokka og Framsóknar- flokksins. Geir Hallgrfmsson for- maður Sjálfstæðisflokksins sagði f samtali við Morgunblaðið f gær- kvöldi: „Af þessu svari leiðir, að ljóst er að á þessu stigi er ekki grundvöllur fyrir frekari viðræð- um um stjórnarmyndun af minni hálfu. Hins vegar tel ég, að þetta segi ekki afdráttarlaust fyrir um framvindu mála.“ Bréf flokksstjórnar Alþýðu- flokksins tii Geirs Hallgrimssonar er á þessa leið: „Sem svar við bréfi yðar dags. 19. júlf tilkynnist yður hér með, að flokksstjórn Alþýðuflokksins hefur í dag ályktað eftirfarandi: Flokksstjórnin er eindregið fylgjandi því, að freistað verði víðtækrar samvinnu stjórnmála- flokkanna um Iausn þeirra vanda- mála, sem nú er við að etja, á þann hátt, að haft verði fyllsta samráð við verkalýðshreyfinguna og hagsmuna láglaunafólks gætt í hvívetna. Flokksstjórnin telur hins vegar, að viðræður milli Sjálfstæðis- flokksins, Framsóknarflokksins og Alþýðuflokksins um myndun ríkisstjórnar mundu nú ekki vera lfklegar til þess að fullnægja þess- um markmiðum Alþýðuflokksins og telur tilraunir til slíkrar stjórnarmyndunar verða árangurslausar. “

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.