Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JULl 1974 11 Gestir á þjóðhátíð: Fulltrui frlands á þjóðhátlðinni á Þingvöllum næstkomandi sunnudag verður póst- og slmamálaráðherra landsins. Conor Cruise O'Brien, mik- ilhæfur maður og um margt sérstæð ur, enda oft verið umdeildur bæði heima fyrir og erlendis. Hann hefur á starfsferli slnum sameinað með eink- ar forvintilegum hætti störf hins virka stjómmálamanns, mennta- mannsins og rithöfundarins og I þessum greinum öllum farið ótroðn- arslóðir. Flestum mun O'Brien kunnastur af störfum hans á vegum Sameinuðu þjóðanna I Kongó og þátttöku hans I átökunum þar eftir að landið fékk sjálf- stæði. svo og af ritum hans um starf- semi Sameinuðu þjóðanna. Hitt munu færri vita, að hann hefur á slðustu árum haft veruleg áhrif á afstöðu Irskra stjórnvalda til átakanna á N-írlandi og verið fyrir það engu minna umdeildur á heimavelli en hann var á vettvangi alþjóðamála á slnum tlma. Sú skoðun hefur verið rikjandi á írlandi og meðal kaþólskra á N-írlandi sem nokkurs konar trúarsetning. að með sameiningu Irsku landshlutanna væri hægt að binda enda á deilur og sundurþykki kaþólskra manna og mót- veldisherinn oftar en einu sinni haft I hótunum við hann og kallað hann opinbert málgagn brezku stjórnarinnar, heima og erlendis, og annað eftir þvi En afstaða O'Briens hefur markazt af raunsæju mati á ástandinu. Hann gerir sér grein fyrir þvl, að þýðingarlaust er að ætla að þrengja milljón manna mótmælendasveit inn I írska lýðveldið, þar sem hálf þriðja milljón manna er kaþólskrar trúar og yrðu þrjár með kaþólskum á N-frlandi. Þar að auki telur hann baráttu öfgasveita frska lýðveldishersins bera ýmis verstu ein- kenni nýlendustefnu og fasisma, sem alla tlð hafa verið eitur I hans beinum. Það hefur slzt orðið til að milda hug andstæðinga O'Briens, að hann hefur starfað erlendis um langt árabil og sér þvl vandamálin heima fyrir frá stærra sjónarhorni en þeir, sem heima hafa setið og haldið uppi sameiningarbar- áttunni. Þá hefur O Brien kallað yfir sig fjandskap ýmissa kirkjunnar manna með þvi að beita sér fyrir að draga dálítið úr veldi kaþólsku kirkjunnar á frlandi, sem hann telur hafa verið þjóð- inni fjötur um fót, að þvi er framförum viðkemur, bæði efnalegum og félags- legum. Þar sem O’Brien er þar fyrir utan Conor Cruise O’Brien póst- og símamálaráðherra írlands mælenda á N-írlandi — enda ákvæði um það I irsku stjórnarskránni, að N-lrland sé hluti irska lýðveldisins. Það var þvl ekkert smámál, þegar stjórn Liams Cosgraves viðurkenndi sl. vetur stöðu N-írlands innan brezka rikisins og að sameiningu landshlutanna yrði ekki komið á með valdi. Þessi afstaða var tekin m.a. til þess að greiða fyrir stofnun írlandsráðsins svonefnda Annað mál er og hryggilegra, að það dugði ekki til. að irska stjórnin greiddi aðild sina að ráðinu þessu verði, þvi að öfgamönnum á N-frlandi tókst með verkfalli sinu i vor að kæfa það i fæðingu. Conor Cruise O'Brien átti talsverðan hlut i þessari stefnubreytingu svo og i þvi, að stjórnin f Dublin fór að taka forystu- og hryðjuverkamenn irska lýð- veldishersins fastari tökum. Fyrir þetta hlaut hann ómælda gagnrýni þeirra, sem töldu sameiningarmálið heilagt baráttumál fra, m.a. hefur frski lýð- maður rit- og málsnjall með afbrigð- um, fljótur að sjá kjarna hvers máls, glöggskyggn á hræsni og lygar og hefur hugrekki til að segja skoðanir sinar umbúðalaust, oft svo undan svið- ur, má nærri geta, að hann hefur oft kallað yfir sig heilaga reiði þeirra. sem eru á öndverðum meiði. Sjálfur er O'Brien maður trúlaus. Svo var og faðir hans, sem var blaða- maður að atvinnu og lézt, þegar Conor Cruise var tíu ára að aldri Móðir hans, sem lézt átta árum síðar, var hins vegar kaþólskrar trúar og stóðu að henni sterkir þjóðernissinnar og baráttumenn sjálfstæðis á frlandi. Engu að siður var sonurinn, sem fæddur var árið 1917, menntaður í skólum mótmælenda. Háskólanám stundaði hann I Trinity College — komst ! gegnum það með styrkjum, kennslu og greinaskrifum fyrir „The Irish Times". Fyrri kona O Briens var mótmælandi og önnur dætra hans af fyrra hjónabandi er gift erkibiskupi mótmæienda i Armagh. En seinni kona hans, sem einnig rekur ættir slnar til merkra þjóðernissinna, er kaþólskrar trúar. O'Brien þekkir því gjörla hugsunarhátt beggja trúarfylk- inganna og staðhæfir, að hryðjuverk munu aldrei fá þvi áorkað að mótmæl- endur á N-frlandi beygi sig undir kaþólska stjórn sameinaðs frlands. Conor Cruise O'Brien hlaut þjálfun sina og reynslu á vettvangi heimsmanna fyrst og fremst, þegar hann starfaði með sendinefnd frlands hjá Sameinuðu þjóðunum á slðari hluta sjötta áratugsins og i Kongó, þar sem hann var sérlegur sendimaður Dags Hammarskjölds þáverandi fram- kvæmdastjóra S.Þ. — Hann var þá sendur til hins málmauðuga hluta Kongórikis, Katanga, sem hafði lýst yfir sjálfstæði undir forsæti Moisers Tshomber skömmu eftir að Belgar létu af yfirráðum i Kongo, en gömlu nýlenduveldin og þá sérstaklega Belgar áttu mikilla hagsmuna að gæta I Katanga Nú skyldi O'Brien og lið S.Þ. koma þaðan burt erlendum málaliðum og pólitiskum ráðgjöfum og binda síðan enda á skilnaðarstefnu Tshombes Þetta verkefni reyndist I senn hans mesti frami og stærsti ósigur og leiddi til þess, að hann sagði af sér störfum hjá S.Þ. og Irsku utanrlkisþjónustunni „með látum", þ e með yfirlýsingum I brezka blaðinu Obsernerog bandariska blaðinu „The New York Times", þar sem hann lýsti ábyrgð á hendur stjórn- um Bretlands, Frakklands og Belgiu fyrir það, sem gerðist i Katanga. Skömmu slðar skrifaði hann athyglis- verða bók um þetta mál „To Katanga and Back" þar sem hann gerði á ein- staklega skemmtilegan hátt grein fyrir þvl, hvernig til þess kom, að Hammar- skjöld valdi hann til starfsins i Kongó og þvi, sem þar gerðist, hinum pólitisku flækjum og fjárhagslegu hagsmunaöflum, sem þar gripu inn i og erfiðleikum hins fámenna liðs S Þ við að framkvæma tvíræðar og stundum sjálfum sér ósamkvæmar ályktanir og samþykktir öryggisráðs S Þ gripu til I þvi skyni að koma burt málaliðunum og ráðgjöfunum, sem jafnharðan sneru aftur undir öðrum nöfnum eða til annarra starfa að nafn- inu til, og sagði frá lokatilraununum I september 1961 til að binda enda á skilnaðarstefnuna, þeim misskilningi, er varð þess valdandi. að þær aðgerðir misheppnuðust og að Hammarskjöld dró I land með þær og snerist gegn O'Brien, rétt fyrir hina örlagariku flug- ferð til Ndola i Rhodesiu, þar sem flugvél hans fórst með öllum, sem i henni voru — en i Ndola ætlaði Hammarskjöld að hitta Tshombe að máli. frar höfðu frá þvi þeir gerðust aðilar að S Þ. haft athyglisverða stöðu á þeim vettvangi. Þeir voru vestræn lýðræðis- þjóð, hlutlaus I utanrikismálum, en jafnframt höfðu þeir verið nýlenda Breta og háð blóðuga sjálfstæðisbar- áttu gegn þeim. — Höfðu þeir þannig sérstæðan skilning á sjálfstæðis- hreyfingum Asiu- og Afrikurikja og samúð með baráttu þeirra gegn nýlendustjórnunum i Evrópu, Bretum, Frökkum, Belgum og Portúgölum. O'Brien þótti sérstaklega vel fallinn til starfa i þessu andrúmslofti og bar þar ýmislegt til. ( fyrsta lagi stjórnmálaaf- staða hans — hann var jafnaðarmaður og gallharður andstæðingur nýlendu- stefnu og hvers kyns ásælni einnar þjóðar I annarrar garð í öðru lagi menntun hans á sviði bókmennta, sögu og tungumála, hann var m a. ágætlega fær I frönsku og rússnesku og hafði skrifað tvær viðurkenndar bækur (Maria Cross: Imaginative Patt- erns in a Group of Modern Catholic Writers", sem Hammarskjöld hafði m.a. hrifizt mjög af, og Parnell and his Party, sem byggðist á doktorsritgerð hans). Loks hafði hann tröllatrú á sam- tökum hinna sameinuðu þjóða og þeim hugsjónum, sem lágu til grundvallar starfi þeirra. En Katanga-málið varð O Brien mik- ið áfall. Var ekki annað sýnt en pólitisk- um ferli hans væri að fullu lokið og hann ætti sér ekki viðreisnar von. Þar við bættist, að þáttaskil urðu einnig i einkalífi hans; 22 ára hjónaband hans og fyrri konu hans var farið út um þúfur og hann tekinn saman við aðra konu, Maire MacEntee. Hún hafði starfað i irsku sendinefndinni hjá Sam- einuðu þjóðunum og hjá Evrópuráðinu og var dóttir þáverandi varaforsætis- ráðherra írlands. Maire MacEntee er sérmenntuð i keltneskum fræðum og þekkt skáld. Þau gengu i hjónaband I janúar 1962 og haustið eftir fluttust þau til Ghana, þar sem Kwame Nkr- umah þáverandi forseti landsins bauð O'Brien stöðu varakanslara háskólans i Accra. Um þær mundir bundu bæði Afrlkuþjóðir og frjálslyndir Evrópu- menn miklar vonir við Ghana, sem var fyrsta nýlenda Breta i Afriku, sem fékk Framhald á bls. 17 Ryðvörn — Ryðvörn EIGUM NOKKRA TÍMA LAUSA. Pantið strax í síma 85090. Ryð varnarþjónus tan, Súðavogi 34, sími 85090, N óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK AUSTURBÆR Hverfisgötu frá 63 —125 Laufásvegur frá 58, Sóleyjargata, Bergstaðastræti frá 1—57. Upp/ýsingar ísíma 35408. Mosfellssveit Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu í Markholtshverfi Einnig óskast umboðsmaður í Teigahverfi Uppl. í síma 101 00. - G.T. búdin hf. auglýsir Sýnum við verslun okkar í dag og é morgun Globe hjólhýsi með De Luxe innréttingum, fó/ksbílakerrur 2 stærðir og létta bétavagna fyrir 14 feta béta. G.T. búöin hf. Ármúla 22 — Sími 37140

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.