Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1974 3 Sigmundur Andrés- son Islandsmeist- ari 1 svifflugi A SUNNUDAGINN lauk Islands- móti I svifflugi, sem haldið var á vegum Flugmálafélags Islands á Helluflugvelli og staðið hafði I 9 daga. Samtals náðust 5 gildir keppnisdagar. Urslit urðu þessi: stig 1. Sigmundur Andrésson 3052 2. Leifur Magnússon 2904 3. Sverrir Þorláksson 1924 4. Bragi Snædal 810 Islandsmeistari 1974 varð því Sigmundur Andrésson og hlaut að verðlaunum farandbikar, sem gefinn var I minningu Jó- hannesar Hagan flugmanns. Verðlaunagripi fyrir beztan árangur I 100 km þríhyrnings- flugi svo og fyrir flug að og frá tilteknu marki hlaut Leifur Magnússon, en hann flaug jafn- framt lengsta flugið á mótinu, 106,2 km. Veðurskilyrði til svifflugs voru fremur erfið flesta keppnis- dagana. Samtals voru flognar 39 klst. og metin keppnisvegalengd var samtals 803 km. Islandsmót í svifflugi eru haldin á tveggja ára fresti, en auk þeirra gengst Flugmálafélag Is- lands fyrir svonefndri árskeppni i svifflugi, þar sem metin eru til stiga tiltekin yfirlandsflug, sem flogin eru á tfmabilinu 15. maí til 15. september ár hvert. Unga fólkið að leik fyrir framan eitt af eldri og virðulegri húsum borgarinnar. Kynnisferðirnar um Reykjavík hafa upp á margt að bjóða fyrir auga og eyra. Ljósm. Mbl. Br.H. Kynnisferðir um Reykja- vík hefjast í vikunni I SAMBANDI við sýninguna „Þróun 874—1974“, sem opnuð verður I Laugardalshöllinni n.k. fimmtudag, hefur Reykja- vfkurdeild sýningarinnar ákveðið að gangast fyrir kynn- isferðum um Reykjavfk fyrir almenning. Ferðir þessar hefj- ast á fimmtudaginn og munu I það minnsta standa fram til 11. ágúst, þegar sýningunni lýkur. Ein ferð verður á dag, alla dagana, og hefst hún klukkan 15 og stendur I u.þ.b. 3 klukku- stundir. Farið verður frá Laugardalshöll, og kostar ferðin 500 krónur fyrir full- orðna, en 250 krónur fyrir börn yngri en 12 ára. Ef ferðir þess- ar reynast vinsælar, getur svo farið, að þeim verði haldið áfram, eftir að sýningunni lýk- ur. Blaðamönnum var í vikunni boðið í slíka ferð. Þar höfðu leiðsögu dr. Björn Þorsteins- son, Vigdis Finnbogadóttir og dr. Gunnlaugur Þórðarson, en þau þrjú sáu einnig um leið- sögu í slíkum ferðum í sam- bandi við Reykjavíkursýning- una 1961. Þær ferðir voru vin- sælar, og upp úr þeim hófust ferðir fyrir útlendinga á vegum Loftleiða, en fyrirtækið Kynn- isferðir sf hefur séð um þær síðan, og eru farnar tvær ferðir á dag. Hátt á annað hundrað þúsund manns hafa notfært sér þessar ferðir. I kynnisferðum þeim, sem nú er verið að brydda upp á, er reynt að gera sem bezt skil sögu Reykjavíkur frá upphafi og fram til okkar daga, svo sem atvinnusögu, byggingarsögu, samgöngusögu og fleira. Er farið vítt og breitt um borgina, og eins og að líkum lætur, er einn síðasti áfangi hennar ofan við Draugakletta í Breiðholts- hverfinu nýja, en þaðan er eitt fegursta útsýni borgarinnar. Staður þessi kallast nú Fýlshól- ar. I ferðunum verða leiðsögu- menn, sem sérstaklega hafa kynnt sér sögu Reykjavíkur. Ferðirnar eru fyrst og fremst ætlaðar Islendingum, utan- bæjarmönnum, sem hér eru staddir í heimsókn, og þá ekki síður Reykvíkingum, sem vilja forvitnast um sögu borgarinn- ar. Öhætt er að treysta því, að þeir verða stórum fróðari um sögu Reykjavíkur eftir slíka ferð. Þátttakendur að lokinni verðlaunaafhendingu. Frá vinstri: Sverrir Þor- láksson, Leifur Magnús- son, tslandsmeistarinn Sigmundur Andrésson og Bragi Snædal. Ljðsm. Páll Gröndal. Hæstu gjaldendur í Skattskrá Reykjanesumdæmis Hæstu gjaldendur eru sem hér hefur verið lögð fram. Fjöldi segir: gjaldenda er 19.962. Þar af eru 18.942 einstaklingar og 1.020 Kópavogur: félög. Einstaklingar: AÐALFJALLVEG/R ■y . Flestir fiallvegir færir FLESTIR aðalfjallvegir lands- ins eru nú færir bifreiðum með drifi á öllum hjólpm og ætti þvf ekkert að vera 'til fyrirstöðu fyrir áhugasama ferðalanga að leggja I öræfaferðina. Eymund- ur Runólfsson, verkfræðingur hjá Vegagerðinni, gerði með- fylgjandi kort, sem sýnir hvernig aðalfjallvegirnir liggja á hálendinu. Arnkell Einarsson vegaeftir- litsmaður tjáði blaðinu, að vegurinn um Kaldadal og Uxa- hryggi væri nú fær öllum bíl- um. Vegurinn um Kjöl mun vera sæmilega fær, en enn er það mikið vatn í Sandá, að hún er talin varasöm smærri bílum. Yfir Sprengisand í Bárðardal er ágæt færð, nema hvað mikið vatn er í Mjóadalsá. Sagði Arn- kell, að Vegagerðin mælti með því, að jeppabílstjórar færu I samfloti yfir ána, því hún getur verið mjög varasöm. Þá er fært af Sprengisandi um Lágafell I Hofsárdal, en leiðin um Vatna- fjöll og Hólafjöll er ófær vegna snjóa. Ekki er vitað hvernig vegurinn er um Urðarháls í öskju, en stærri bílar ættu að komast þá leið. Þá á vegurinn I Herðubreiðarlindir að vera sæmilegur. Fjallabaksleið nyrðri er fær flestum stærri bílum, og er þá miðað við að farið sé yfir nýju brúna fyrir ofan Búrfell yfir til Sigöldu og þaðan niður í gegnum Landmannalaugar. Reyk j anesumdæmi Heildargjöld: Friðþjófur Þorsteinsson, Kársnesbraut 125 3.613.741 Sveinn Skaftason, Nýbýlavegur 28 b 1.983.114 Kjartan Jóhannsson, Þinghólsbraut 27 1,919,098 Kristján Heimir Lárusson, Kársnesbraut 92 1.748.965 Þórhallur Þ. Jónsson Kópavogsbraut 111 1.743.602 Björn Ölafsson, Vogatunga 10 1.318.099 Félög: Byggingavöruverslun Kópavogss.f. 21.035.657 Borgarbúðin h.f. 3.105.985 Rörsteypan h.f. 2.983.035 Úlfar Guðjónsson h.f. 2.369.068 Hafsteinn Júlíusson h.f. 2.024.892 Drift s.f. 1.410.683 Hafnarfjörður: Einstaklingar: Hörður A. Guðmundsson, Hringbraut 46 2.187.241 Oliver St. Jóhannesson, Arnarhraun 44 1.886.746 Kristinn Gunnarsson, Jófríðastaðav. 6 1.878.906 Jón Guðnason, öldugata 26 1.424.521 Jónas Bjarnason, Kirkjuvegi 4 1.370.545 Grimur Jónsson, ölduslóð 13 1.221.900 Félög: Heildargjöld: Raftækjaverksm. h.f. Lækjargata22 3.353.004 Vélsmiðja Hafnarfj. hf. Strandgata 50 2.790.094 Jón V. Jónsson s.f. Dalshraun 4 2.718.285 Börkur h.f. Hjallahraun 2 2.683.127 Oliustöðin h.f. 2.311.186 Kaupfélag Hafnfirðinga 2.252.018 Lýsi og Mjöl h.f. 2.207.454 Keflavfk: Einstaklingar: Heildargjöld: Jóhan G. EUerup, Suðurgata 4 2.380.091 Arnbjörn Ólafsson, Sólvallagata 18 1.928.185 Garðar Sigurðsson, Krossholti 11 1.717.507 Kjartan Ólafsson, Kirkjuteigur 9 1.692.898 Ágúst Guðjónsson, Hringbraut 78 1.316.199 Marteinn J. Árnason, Suðurtún 3 1.301.783 Félög: Kaupfélag Suðurnesja 4.611.375 Keflvíkingur h.f. 3.484.088 Keflavík h.f. 3.418.262 Röst h.f. 3.303.856 Sjöstjarnan h.f. 2.991.428 Ól. S. Lárusson h.f. 2.580.478 Grindavfk: Einstaklingar: Heildargjöld: Sigurður S. Ólafsson, Hvassahraun 2 2.147.044 Sigurjón Jónsson, Mánagata 29 1.446.481 Björgvin O. Gunnarsson, Mánagata 7 1.133.055 Þórarinn J. Ólafsson, Mánagata 5 857.371 Sveinn Þór Isaksson, Mánagata 23 716.457 Félög: Heildargjöld: Fiskimjöl og Lýsi h.f. 16.554.612 Arnarvík h.f. 4.806.302 Þorbjörn h.f. 3.925.302 Hraðfrystihús Grindavíkur h.f. 2.398.508 Hraðfrystihús Þórkötlustaða h.f. 2.213.635 Hóph.f. 1.857.966 Hafnahreppur: Einstaklingar: Heildargjöld Viðar Þorsteinsson, Kirkjuvogur I 626.627 Sveinbjörn Jónsson, Garðhús 487.462 Jósef Borgarsson, Sjónarhóll 403.637 Hjálmar Kristinsson, Grund 338.984 Framhald á bls. 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.