Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson Bjórn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10 100. Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasolu 35,00 kr. eintakið. Ifyrradag fór fram kjör forseta samein- aðs þings og eftir að þrennar atkvæðagreiöslur höfðu farið fram náði Gylfi Þ. Gíslason formaður Al- þýðuflokksins kjöri með 34 atkvæðum, en Gunnar Thoroddsen formaður þingflokks Sjálfstæðis- flokksins fékk 25 atkvæði. I fyrstu tveimur um- ferðum greiddu þingmenn Alþýðubandalagsins einum af þingmönnum Fram- sóknarflokksins atkvæði og því var lýst yfir í fréttatil- kynningu frá Alþýðu- bandalaginu, að þing- flokkurinn hefði verið til viðtals um að kjósa þing- mann úr Alþýðuflokknum sem forseta sameinaðs Al- þingis, ef slík kosning gæti orðið liður í samkomulagi fjögurra vinstri flokka um stjórnarmyndun. For- maður Alþýðuflokksins hefur lýst því yfir i út- varpsviðtali, að engir slíkir samningar hafi verið gerðir. Samt sem áður tryggðu þingmenn Alþýðu- bandalagsins honum kosn- ingu sem forseta í þriðju umferð. Morgunblaðið lýsti þeirri skoðun sinni í forystugrein fyrir nokkru, að við þær aðstæður, sem nú eru á Al- þingi, þ.e. að enginn þing- meirihluti hefur skapazt að baki starfhæfri ríkisstjórn, væri eðlilegt og í samræmi við lýðræðislegar venjur, að forsetastörf á Alþingi skiptust milli þingflokka eftir styrkleika þeirra á þingi, þannig að embætti forseta sameinaðs Alþingis hefði komið í hlut stærsta þingflokksins, sem er þing- flokkur sjálfstæðismanna. Þetta var einnig afstaða þingmanna Sjálfstæðis- flokksins og í samræmi við það kusu þeir formann þingflokksins, Gunnar Thoroddsen, við forseta- kjör. Því miður náðist ekki samstaða við aðra þing- flokka um þennan sjálf- sagða hátt við forsetakjör og ber að harma það. I þetta sinn hefði verið full ástæða til að skapa einingu og samhug á Alþingi. I gær fór svo fram kosn- ing varaforseta og deilda- forseta. Aðrir þingflokkar gerðu Sjálfstæðisflokknum tilboð um, að varaforsetar í sameinuðu þingi og deild- um yrðu m.a. kjörnir úr hópi sjálfstæðismanna, en að sjálfsögðu var þvi til- boði hafnað, enda í engu samræmi við styrk Sjálf- stæðisflokksins á Alþingi. Eðlilegra hefði verið ef menn vildu ná allsherjar samkomulagi að loknum ágreiningi um kjör forseta sameinaðs þings, að deild- arforseti hefði komið I hlut Sjálfstæðisflokksins. Margir vilja leggja þann skilning í samstöðu fjög- urra flokka á Alþingi um forsetakjör, að grund- völlur hafi skapazt til myndunar nýrrar vinstri stjórnar. Á þessu stigi sýn- ist ekki ástæða til að túlka forseta- og nefndakjör á Alþingi á þennan veg. Eng- ar formlegar viðræður hafa farið fram um mynd- un nýrrar vinstri stjórnar og Alþýðuflokkurinn, sem er augljóslega lykillinn að myndun slíkrar stjórnar, hefur fram til þessa enga afstöðu tekið til þátttöku í slíkri stjórn. Og ekki ber að efa, að mörg ljón verða á veginum áður en til slíkrar stjórnarmyndunar getur komið. í þeim umræðum, sem fram fara um stjórnar- myndun, hættir mönnum stundum til þess að gleyma því, hver úrslit þingkosn- inganna 30. júní urðu. í þeim kosningum felldu kjósendur afdráttarlausan dóm yfir fráfarandi vinstri stjórn, dóm þess efnis, að slíka stjórn vildu kjósend- ur ekki fá yfir sig aftur. Óhikað má fullyrða, að fjöl- margir kjósendur Alþýðu- flokksins veittu honum ekki stuðning í þessum kosningum til þess eins, að hann stuðlaði að myndun nýrrar vinstri stjórnar, sem hefur reynzt gersam- lega óhæf til þess að stjórna málefnum lands og þjóðar. I kosningunum hlaut Sjálfstæðisflokkur- inn einnig mjög skýra og ótviræða traustsyfirlýs- ingu kjósenda, bætti við sig 6,5% atkvæða yfir landið og þremur þingsætum. Að sjálfsögðu ber þingmönn- um að hlíta þessum dómi kjósenda, sem er ótvírætt á þá leið, að Sjálfstæðis- flokkurinn eigi að taka við forystu þjóðmála. Allt annað væri afskræming á úrslitum þessara kosninga. FORSETAKJÖR Á ALÞINGI Hressileg og skemmtileg bók ÞAÐ VAR ljómandi vel til fundið hjá Fræðsluskrifstofu Reykjavfkur að minnast þjóðhátíðarársins með því að gefa út sýnishorn af ritsmíðum og myndum, máluðum og teikn- uðum, eftir börn og unglinga í skyldunámsskólum borgar- innar. Við byggjum land er hressileg, fersk og að mínum dómi skemmtileg bók. Höfund- arnir eru allir borgarbörn í víð- tækasta skilningi, og í máli og myndum tjá þau hvernig borg- in kemur þeim fyrir sjónir og hvernig lífið blasir við þeim sjálfum sem íbúum þessarar borgar. Þess vegna lýsa þau þarna flestum hliðum síns dag- lega Iífs árið um kring: skóla- námi á vetrum, blaðaútburði og annarri vinnu sem þau annað- hvort inna af hendi eða taka þátt í, dvöl í sveit á sumrum, skemmtiferðum og annarri til- breytingu og þar fram eftír göt- unum. Sum hafa fundið útrás fyrir skáldlegar tilhneigingar og eiga þarna kveðskap og stutta þætti þar sem hugarflug- ið er látið ráða. Skáldskapur barna er að því leyti merkilegri en annarra að þau tala meir frá hjartanu, einkum yngri börnin. Unglingar byrgja fremur inni hugrenningar sínar, og er slfkri sálarkreppu raunar prýðilega lýst í stuttri dæmisögu í bók- inni, saminni af 16 ára stúlku, og heitir Sannleikur. Þá eygja fáir betur spaugilegu hliðarnar á lífinu en börn og unglingar, bæði hvað varðar sjálfa sig og aðra; þeim er fæstum lagið að búa til útreiknaða selskaps- brandara til að hlæja að, heldur á gamansemi þeirra rætur í innstu hugarfylgsnum, og því er tilfyndni þeirra jafnan alvöru og lffspeki blandin. Fræðiáhugi verður víst aldrei á lífsieiðinni meiri ná einlægari en á unglingsárum. Þarna er að finna ágæta ritgerð um þjóðhátfðina 1874 svo dæmi sé tekið, og þrettán ára gamall höfundur hefur gerst svo hugulsamur að setja saman stutta en greinárgóða lýsingu á borginni, þannig að jafnaldrar utan af landi sem hingað koma og vilja kynnast henni eins og hún Iftur út í augum ungra íbúa hennarhér ættu að hafa erindi sem erfiði að lesa þá lýsingu. Ellefu ára drengur ségir kost og löst á Breiðholtinu, og er vert fyrir yngri og eldri að gefa gaum að því þar eð það hverfi mun vera hið barnflesta hér í borg og vandamál þess lang- flest af því sprottin á einn eða annan hátt, og þannig mætti lengi telja. Þá eru börnin þess harla minnug hvaða ár er og minnast bæði þess og land- námsins í ljóðum og lausu máli, eða eins og Kristján J. Gunnars- son fræðslustjóri segir í for- mála bókarinnar: „Á yfirstandandi þjóðhátíðar- ári hafa nemendur í barna- og gagnfræðaskólum Reykjavíkur sérstaklega gert sér far um að lifa sig inn í sögu borgar sinnar, Bðkmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON lands og þjóðar, staldrað við stóra atburði, sett sér fyrir sjónir líf og störf fólksins í for- tíð og nútíð....TiI að gefa ofurlitla hugmynd um sumt það, sem gert hefur verið í skól- unum af þessu tilefni, er þessi litla sýnisbók saman tekin.“ Markmiðið hefur sem sagt verið hvort tveggja að vera sýnishorn þess sem unnið er í skólum borgarinnar og eins hitt að vera minningargripur um merkilegt ár, þannig að óbornir geti af henni séð hvernig barn lifði lffinu hér í borg á þessum tíma, hvernig það varði stund- um sínum í námi leik og starfi, hver voru áhugamál þess, hvernig framtíðin blasti við því frá sjónarhóli sjálfs þess séð og að lokum að hve miklu leyti það var megnugt að tjá sig. Enda þó erfitt sé að spá hvað framtíðin vilji vita um líðandi stund hygg ég að útgefendur þessarar bókar hafi varla getað betur gert til að bókin næði þessum tilgangi sínum. Börn eru eins og aðrir þjóð- félagsins þegnar, ákaflega mis- jafnt fólk, bæði með hliðsjón af skoðun og hæfileika. En þau eru öðrum háðari en fullorðið fólk, og því má segja að bók af þessu tagi sé ekki aðeins vitnis- burður um getu þeirra sjálfra heldur einnig þá vinnustaði þeirra þar sem þau hafa búið til efnið í bókina: skóla borgarinnar. Ekki hygg ég að hvert barn í borginni gæti lagt fram ritsmíð eða mynd er jafnist á við rit- smfðar og myndir þessarar bókar. Hins vegar gefur þarna að líta svo mikið safn hvors tveggja — höfundar eru hátt f hundrað talsins — að ekki get- ur verið um strangasta úrval að ræða, fremur sýnishorn þess sem vel er unnið. Ég hef aðallega drepið hér á ritað mál bókarinnar, en að magni til er í henni meira myndefni. Þó mynd sé að sönnu annað og annars konar tjáningarform en ritað mál virðast mér myndirnar af sömu rót runnar og ritgerðirnar, þættirnir og ljóðin: sýna lífið í borginni frá sem flestum hliðum eins og það lítur út fyrir sjónum barns og unglings. Þá er þarna lítið eitt af tónlistar- efni sem ég er því miður ólæs á og þar af leiðandi ódómbær um, en það eykur enn á fjölbreytni bókarinnar. Ég spái hvoru tveggja: að margir, einkum börn og ungl- ingar, eigi eftir að lesa þessa bók og fletta henni sér til skemmtunar og örvunar og einnig hinu að hún muni lengi standa sem minjagripur eftir þá kynslóð sem nú er yngst í þessari ungu borg. Þó bókin sé samin af ungum höfuðborgar- búum og efni hennar sé að mestu helgað lífinu í borginni á hún erindi til barna og ungl- inga alls staðar á landinu. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.