Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 4
m /7 «/m i.i;h,a v ALUn? 22 0*22* RAUDARÁRSTÍG 31 LOFTLEIÐIR BILALEIGA IV CAR REIMTAL 21190 21188 LOFTLEIOIR ARÐURI STAÐ 0 SAMVINNUBANKINN ■ IIBII -Tilboð AKIÐ NÝJA HRINGVEGINN Á SÉRSTÖKU ■ AFSLÁTTARVERÐI Shodh LEIGAH CAR RENTAL AUÐBREKKU 44, KÓPAV. !4 ® 4-2600 Leiguflug - þjónustuflug- vöruf lug - sjúkraf lug - útsýnisflug INNANLANDS OG UTAN Sverrir Þóroddsson Gamla-flugturninum Reykjavikurflugvetli Simi28420 Allan sólarhringinn ••••••••••••••••• DRTSUn IDOR-UUJ- BR0HC0 ÚTVARP OC STEREO Í OLLUM BÍLUM Bilaieigan Æ.ÐI Stakknolti 3, v/Hlemmtorg Simi 13009 Opið fró 9-21 Skuldabréf Tökum í umboðssölu: Veðdeildarbréf Fasteignatryggð bréf Ríkistryggð bréf Hjá okkur er miðstöð verðbréfa- viðskiptanna. Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og verðbréfasala Austurstræti 14, sími 1 6223 Þorleifur Guðmundsson heima 1 2469. MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JULl 1974 Á að verzla með varnarmálin? Fæstum blandast vfst hugur um, að úrslit alþingis- kosninganna I lok júnf voru krafa um ný vinnubrögð og nýja strauma f fslenzku þjðð- lffi. Góður sigur Sjálfstæðis- flokksins bar örækan vott um það. Styrkleikahlutfail stjórn- málaflokkanna á Alþingi hefur á hinn bóginn leítt til þess, að óhægt er um vik að ná sam- stöðu um rfkisstjórn, er nýtur stuðnings meirihluta þing- manna. Alþýðubandalagið reynir nú mjög til þess að fá Alþýðu- flokkinn til samstarfs f nýrri vinstri stjórn. I forystugrein Þjóðviljans f gær er verið að eggja Alþýðuflokkinn til þess að sveigja stefnu sfna að hug- myndum þeirra flokka, sem staðið hafa að fráfarandi vinstri stjórn. Þar segir m.a.: „Alþýðuflokkurinn er þvf dæmdur til að svara þeirri spurningu, hvort hann vilji nú hverfa frá löngu samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og ganga til samstarfs um myndun nýrrar vinstri stjórnar á Ifkum málefnagrundvelli og lagður var 1971. Engin rfkisstjórn verður væntanlega mynduð fyrr en það svar liggur fyrir.“ Að vfsu er það svo, að ekkert samstarf hefur verið með Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðu- flokknum sfðan viðreisnar- stjórnin fór frá 1971 eða fyrir þremur árum. Hitt er athyglis- vert, að Alþýðubandalagið legg- ur nú að Alþýðuflokknum að ganga til samstarfs f vinstri stjórn á sama grundvellí og fráfarandi stjórnarflokkar. Nú er Ijóst, að Alþýðuflokkurinn gekk til kosninga með mjög eindregna stefnu f varnar- málunum. Fullvfst er, að Gylfi Þ. Gfslason hefði ekki náð kjöri f Reykjavfk, ef flokkurinn hefði fyrir kosningar gefið til kynna, að hann væri reiðu- búinn til þess að láta undan sfga f þeim efnum. Af þessum sökum verður fróðlegt að sjá, hvort Alþýðu- flokkurinn getur gengið til vinstra samstarfs á lfkum mál- efnagrundvelli og lagður var 1971. Hitt gæti auðvitað legið á bak við eggjanir Þjóðviljans, að Alþýðubandalagíð væri reiðubúið til þess að falla frá fyrri stefnu sinni f varnarmál- um til þess að geta haldið stjórnarsamstarfinu áfram með stuðningi Alþýðuflokksins. Fullljóst er, að annar hvor þessara flokka yrði að verzla með stefnu sfna f varnar- og öryggismálum, ef horfið yrði að þvf ráði að mynda nýja vinstri stjórn. Framsóknarflokkurinn er að sjálfsögðu vfs til þess að vera opinn f báða enda sem fyrr f þessum efnum. Urslit kosninganna voru af- dráttarlaus sigur þeirra, sem tryggja vilja áframhaldandi varnir f landinu. Að vfsu fór svo, að þeir stjórnmálaflokkar, er fram til þessa hafa viljað tryggja áframhaldandi varnar- samstarf við Bandarfkin og Atlantshafsbandalagið, fengu jafn mörg sæti á Alþingi og fráfarandi stjórnarflokkar. Hitt er Ijóst, að Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkur- inn, sem einir studdu landvarn- arstefnuna, fengu 52% at- kvæðanna á öllu landinu. Sú stefna, sem þessir flokkar hafa fylgt f varnarmálum, varð þvf ótvfrætt ofan á f kosningunum. ! raun réttri getur Alþingi þvf ekki gengið fram hjá þessum skýra þjóðarvilja f varnarmál- unum. Stefna fráfarandi stjórnarflokka laut f lægra haldi. Þann dóm kjósenda f lýð- frjálsu landi er ekki unnt að virða að vettugi. Ef endurvakinn yrði mál- efnagrundvöllur fráfarandi vinstri stjórnar f varnarmálum, yrði um leið gengið f berhögg við vilja meirihluta þjóðarinn- ar, sem afdráttarlaust hefur fellt sinn dóm f kosningum. Dómur kjósenda var byggður á traustum rökum eftir ftarlegar og nær þrotlausar umræður f full þrjú ár. Viðgerð gamalla húsa í eigu Reykja- víkurborgar Vonarstræti 4. Alexander Jóhannesson o.fl. létu byggjz þetta hús l’jarnargata 20. Viðgerð hússinslýkur brátt og fær Fræðsluskrif- 1925 eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. stofa Reykjavfkur húsnæðið til afnota. Undanfarin ár hefur verið unnið að viðgerð gamalla húsa f eigu Reykjavíkurborgar. Það er Leifur Blumenstein bygg- ingarfræðingur hjá bygginga- deild borgarverkræðings, sem hefur haft umsjón með þessu verki. Sagði Leifur, þegar Mbl. hafði samband við hann, að að- aláherzlan væri lögð á að ná sem upprunalegustum svip á húsin bæði hvað snertir tré- verk og liti og væri stuðzt við gamlar ljósmyndir. Leifur sagði einnig, að mörg merkileg gömul hús í Reykja- vík hefðu því miður verið rif- in, en á sfðustu árum hefði auk- izt mjög áhugi og skilningur á varðveizlu gamalla husa, sér- staklega meðal yngra fólks. Það væri frekar, að eldra fólkinu, sem hefði vaxið upp með þess- um húsum, fyndust þau ekki lengur uppfylla kröfur tímans og væri þess vegna hlynnt því, að þau væru rifin. Þó svo að herbergjaskipan sé tiltölulega óbreytt í þeim húsum, sem gerð hafa verið upp, þjóna þau ekki lengur upprunalegum tilgangi sínum þ.e. sem íbúðarhúsnæði, heldur er þeim breytt í skrif- stofuhúsnæði á vegum Reykja- víkurborgar. Fyrsta húsið, sem Leifur hafði aðalumsjón með, var Fríkirkjuvegur 3, sem Sig- urður Thoroddsen faðir Gunn- ars byggði. Borgarsjóður keypti húsið 1967 af Vinnuveitenda- sambandi Islands og var það lagfært að utan, en lítið gert að Framhald á bls. 5. Frfkirkjuvegur 11. Hús Thors Jensen. Húsið átti að vfkja fyrir byggingu Seðlabankans, en frá þvf var horfið og stendur nú yfir umfangsmikil viðgerð á húsinu. innan til að gefa því uppruna- legan svip. Þá eignaðist borgin árið 1970 Vonarstræti 4, hús, sem m.a. Alexander Jóhannes- son lét byggja 1925 eftir teikn- ingum Guðjóns Samúelssonar. Húsið ersteinsteypt og hið vand aðasta að allri gerð. I því voru upprunalega 3 stórar fbúðir, en því var síðar breytt og var lengi í eigu Verzlunarmannafélags Reykjavfkur (VR-húsið), var þá m.a. danssalur á efstu hæð- inni. Nú hefur Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar af- not af húsinu. Við viðgerð á húsinu var herbergjum fjölgað að mun, en þó þannig, að hurð- ir, sem bætt hefur verið við, eru smíðaðar sérstaklega og eru þær nákvæmlega eins og þær, sem fyrir voru. Var þetta gert til að halda heildarsvip hússins og jafnframt var fenginn lista- maður til að búa til sams konar loftlista og fyrir voru, til að setja á nýja skilveggi. Þau hús, sem hér hafa verið nefnd, er þegar lokið við að lagfæra og eru nú tvö hús í viðgerð, Frf- kirkjuvegur 11 og Tjarnargata 20. Borgarsjóður keypti húsið við Fríkirkjuveg 11 af templur- um 1963 og hefur Æskulýðsráð Reykjavfkur haft afnot af hús- inu. Fyrir nokkrum árum kom til tals, að Seðlabankinn byggði hús á lóðinni, að sjálfsögðu eft- ir að búið væri að rífa gamla húsið, sem þá var orðið mjög Sæmundur Sigurðsson málarameistari og Leifur Blumenstein byggingarfræðingur virða fyrir sér gamlar ljósmyndir af Frí- kírkjuvegi 11. Frfkirkjuvegur 3, hús, sem Sigurður Thoroddsen byggði. | STAKSTEINAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.