Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JULÍ 1974 17 Þotur til að elta kafbáta, sem eru f framleiðslu fyrir flotann. Þessi heitir Viking S-3A: Orion-flugvélinni er ætlað að fylgjast með herskipum andstæðinganna og ráðast á þau, ef þörf krefur. — Kafbátavarnir Framhald af bls. 15 deildarhrings. Thomas H. Moorer flotaforingi, forseti her- ráðsins, hefur tiikynnt þing- mönnum, að nú sé verið að smíða og reyna kafbátaeld- flaugar, sem hægt sé að beita gegn skipum og dragi 2.000 míl- ur. Kafbátar geta nú án nokkurr- ar hættu kafað niður á mörg þúsund feta dýpi, en gátu áður aðeins kafað nokkur hundruð metra. Á sama tíma hefur neðansjávarhraði þeirra aukizt úr um það bil 14 mílum á klukkustund í 35 mílur. Þetta tvennt gerir það að verkum, að erfiðara er að finna kafbátana og ráðast gegn þeim. Á árum síðari heimsstyrjald- arinnar þótti það löng ferð kaf- báts, sem stóð f meira en tvo mánuði, og meirihlutinn af þeim tíma fór í ofansjávarsigl- ingu til og frá hernaðarsvæð- inu. Nú geta kjarnorkuknúnir kafbátar siglt endalaust og þeir geta verið í kafi í þrjá mánuði eða meira og þurfa ekki að koma upp á yfirborðið fyrr en þeir koma til hafnar. Þrátt fyrir hinar miklu áætl- anir um kafbátavarnir hafa for- ráðamenn flotans áhyggjur af því, að þær séu of smáar og komi of seint. Síðan sfðari heimsstyrjöld- inni lauk hefur uppbygging bandarfska flotans verið miðuð við það að efla völd þjóðarinnar erlendis. Mest áherzla hefur verið lögð á smfði flugvéla- móðurskipa og annarra þeirra skipa, sem geti barizt gegn óvininum í heimalandi hans sjálfs og sökkt skipum, sem sigla um yfirborð sjávar. Á síð- ustu 12 til 15 árum hefur sovézki flotinn hins vegar ógn- að þessum styrk æ meir. Elmo R. Zumvalt flotaforingi, sem nú lætur af störfum sem æðsti yfirmaður bandarfska flotans, sagði við blaðamann U.S. News and World report, að S.G. Gorshkov yfirmaður sovézka flotans „hefði unnið frábært starf við uppbyggingu flota Sovétríkjanna". Hann bætti við: „Hann byrjaði sem næst á brotajárni, en gerði sér grein fyrir því, að fyrir okkur sem eyríki væri lífsnauðsynlegt að halda samgönguleiðum á sjó opnum, sem er miklu erfiðara en að loka þeim. Hann tók því þá viturlegu ákvörðun að byrja á því að byggja upp mikinn kafbátaflota. Þegar því var lokið hóf hann uppbyggingu mikils flota ný- tízku herskipa og bjó þau eld- flaugum til þess að gera okkur enn erfiðara að verja sam- gönguleiðirnar.“ Mikilvægi íslands Einn sérfræðingur sagði, að ef Bandaríkjamenn yrðu reknir frá herstöðvum sínum á ísiandi eins og íslendingar hóta oft gætu þeir ekki haldið sam- gönguleiðunum á Atlantshafi opnum á styrjaldartímum. Sovétrfkin ná yfir mikið land- flæmi, allt frá Vestur-Þýzka- landi til Kamchatkaskaga, og eru því ekki eins háð innflutn- ingi hráefna til iðnaðar og Bandaríkin; sá innflutningur fer að mestu sjóleiðina. Sovét- ríkin þurfa því ekki að óttast jafn mikið kafbáta, sem læðast um heimshöfin. Zumvalt flotaforingi var að þvi spurður, hvernig Bandarík- in gætu bezt mætt hættunni, sem þeim stafaði af sovézka flotanum. Hann svaraði: „Ég get ekki séð fram á neinar stór- breytingar eða nýjar uppfinn- ingar á sviði þeirrar tækni, sem notuð til þess að finna eða eyði- leggja kafbáta. Þess vegna er ennþá bezt að nota sem sterkust vopn. Með því á ég við, að við verðum að nota öll beztu árásarvopn, sem við eigum völ á, skip, káfbáta og flugvélar." Zumvaltkenningin Zumvalt flotaforingi telur einu raunhæfu lausnina vera í því fólgna að notast við allar tegundir skipa, það er að segja mikinn fjölda smáskipa, sterk- byggð og sparneytin skip, sem notuð yrðu 1 samvinnu við vel búin og dýr flugvélamóðurskip, flugvélar, þyrlur, tundurspilla og beitiskip. Núverandi áætlan- ir flotans eru byggðar á þessu mati. Sérfræðingar leggja áherzlu á, að mikið sé í húfi. Þeir telja, að kafbátavarnir munu verða vaxandi vandamál 1 framtíð- inni. Einn sérfræðingur hafði þetta að segja: „Bandaríkin og Sovétríkin ráða yfir nægilega öflugum kjarnorkuvopnum til þess að eyðileggja hvort annað sem iðnaðarþjóðfélag. Styrjöldf Evr ópu hefur alltaf í förmeð sér hættuna á ægilegri eyðilegg- ingu. En þriðji möguleikinn er fyrir hendi: styrjöld á sjó, sem ætti sér stað langt frá öllum byggðum bólum. Markmið Sovétmanna yrði þá að koma okkur á kné með því að ná yfirráðum á aðdráttarleiðum okkar. Ef við getum ekki varið þessar leiðir munum við verða kyrktir. Svo einfalt er það.“ (Þýð: J.Þ.Þ.). — Gestir á þjóðhátíð Framhald af bls. 11 sjálfstæði. Þær brugðust þó fljótlega, enda gekk þar á ýmsu eins og menn eflaust muna og Nkrumah gerðist æ heilagri og fostækisfyllri með hverju árinu Þegar samningur O'Briens við háskólánn var útrunninn 1965 hafði hann fengið nóg af Nkrumah. Þó var eftir honum haft, að Nkrumah væri heldur geðþekkur af einræðis- herra að vera, a.m.k. hefðu hendur hans verið lítt blóðugar. Frá Ghana fluttist O'Brien til Banda- ríkjanna, þar sem hann varð prófessor í húmaniskum fræðum við New York háskóla. Þar hélt hann áfram að skrifa um Sameinuðu þjóðirnar, helzt bækur hans um það efni fyrir utan Katanga eru Conflicting Concepts of the United Nations (1964) The United Nations: Sacred Drama (1967), og leikritið Murderous Angels (1968). Jafnframt hélt hann áfram í ræðu og riti að mæla gegn hvers konar ofríki þjóða í annarra garð, leyndu og Ijósu, svo og gegn blekkingum og lygum í samfélagi manna. Þótti mörgum nóg um og oft var hann sakaður um einhæfni í skrif- um sínum, sagður beina spjótum sín- um nær eingöngu að Vesturveldunum, en láta sig engu skipta ásælni og blekkingar kommúnista. Slíkri gagn- rýni svaraði hann svo til, að sér væru lygar, blekkingar og ofríkistilhneiging- ar jafn ógeðfelldar hvar sem þær sýndu sig, en svo margir mætir menn hefðu skrifað um ávirðingar kommún- istaríkjanna, að hann hefði þar engu við að bæta. Hann taldi hlutverk sitt vera að opna augu Vesturlandabúa fyrir eigin vandamálum í von um, að þeir réðust til atlögu gegn þeim vest- i rænu lýðræði og vestrænni menningu I til blessunar. Meðan O'Brien var í Bandaríkjunum tók hann m.a þátt ? mótmælagöngu gegn Vietnamstyrjöldinni árið 1967 og lenti þá svo rækilega í höndum lögreglunnar i New York, að gera varð að sárum hans í sjúkrahúsi á eftir. Fjórum árum siðar fékk hann ámóta meðferð í Londonderry á N-írlandi, þegar hann neitaði að klappa fyrir öfgafullum ræðumanni á fundi mót- mælenda þar í borg, sem hann var viðstaddur. Þá var hann fluttur til Ir- lands og byrjaður að taka þátt i stjórn- málum þar aMullum krafti. Hann fór i framboð fyrir Verkamannaflokkinn írska í kosningunum 1 969 í kjördæmi, þar sem ibúar voru að mestu verka- menn og sjómenn, og vann þar sigur — og hann átti stóran þátt í því að koma á samsteypustjórn Verkamanna- flokksins og Fine Gael, sem nú situr að völdum á írlandi — mbj. Lögfræði- og fasteignastofa Hef opnað lögfræði og fasteignastofu að Ránar- götu 9,1. hæð, Reykjavík, sími 27 765. HHmar Ingimundarson, hrl. Hafnarfjörður Til sölu 5 herb. timburhús í ágætu ástandi á rólegum stað við Miðbæinn. Húsið hefur verið endurbyggt. Á aðalhæðinni eru tvær stórar stofur, borðstofa, eldhús og bað. í rishæð tvö svefnherb. Geymslupláss í kjallara. Ræktuð lóð. Árni Gunn/augsson hrl., Austurgötu 10, Ha fnarfirði, sími 50764. Það er leikur einn að slá grasflötinn með Nórlett 4 Nú fyrirliggjandi margargerðir % á hagstæðum verðunv. Lágmúla 5, sími 81 555, Reykj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.