Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JULl 1974 19 Loftur Bjarnason útgerðarmaður Loftur Bjarnason hefur lokið lffsgöngu sinni. Þar með er lokið ævi eins merkasta samtíðarmanns okkar; manns, sem um margra áratuga skeið hefúr verið í farar- broddi I uppbyggingu íslenzkra atvinnuvega og alhliða framfara; manns, sem hóf lífsstarf sitt á skútuöld og sístarfandi auðnaðist að fylgja þróuninni óbrotið eftir fram til dauðadags. Saga Lofts. Bjarnasonar er í raun dæmigerð um ævintýri okkar daga. Hann ólst upp við kröpp kjör eins og nú er sagt, en með óbugandi kjarki og dugnaði tókst honum að byggja upp stór- fyrirtæki á sviði togaraútgerðar og hvalveiða og verða foryztumað- ur í sjávarútvegi. Loftur var yfir- burðamaður. Hann hafði á margan hátt yfirburði yfir sam- ferðamenn sína, hann bæði sá víðara og lengra fram í tímann en aðrir. Hann varð aldrei gamall, þótt líkaminn gengi úr sér á langri ævi. Hann fæddist á bjart- sýnis- og umbrotatímum alda- mótanna og hann hélt þeim bjart- sýnis- og framfaraanda alla ævi. Eg ætla ekki að rekja æviatriði Lofts í þessum fáu orðum, það munu aðrir vafalaust gera af meiri þekkingu. Veraldarframi hans var honum sjálfum að þakka, hann var sívökull og sístarfandi og ávallt fremstur meðal jafningja. Lífsánægja hans var ekki fólgin í því að safna fé heldur að stýra mönnum og at- höfnum og stuðla að uppbyggingu atvinnulífs þjóðarinnar sem bezt hann mátti. Eitt sinn sagði Loftur mér, að hann hefði verið staddur á skipi við störf sín í versta veðri undir Krísuvíkurbergi, þegar hann heyrði þess getið i útvarpi eða loftskeytastöð, að helztu fyrir- menn þjóðarinnar og háskóla- borgarar minntust þá fullveldis þjóðarinnar með tilheyrandi glasaglaumi I einhverju sam- komuhúsi í Reykjavík. Hann hefði þá strengt þess heit, að einn góðan veðurdag skyldi hann standa jafnfætis þessum mönnum og sanna þeim, að fullveldi yrði ekki haldið með glasaglauminum einum saman. Við þetta heit stóð Loftur sannarlega og það er lífs- starfi hans og manna á borð við hann að þakka, að nú þykir það ekki lengur fjarstæða í samfélagi þjóðanna, að Islendingar geti ver- ið sjálfstæð þjóð með fullu frelsi. Og hann komst jafnfætis hinum fremstu án þess að missa nokkurn tima tengslin við uppruna sinn og fyrri störf. Loftur naut takmarkaðrar skólagöngu, ef frá er skilið nám hans í stýrimannaskóla. Samt var menntun hans og þekking við- tækari en langskólagengnir menn öðlast í skólum. Hann hafði til að bera stálminni og takmarkalausa fróðleiksfýsn og þáttur í lifsnautn hans var að afla sér þekkingar á innlendum og erlendum vett- vangi, hvort sem um var að ræða stjórnmálaþróun, atvinnu- eða menningarmál. Ég var 14 ára skólapiltur, þegar fundum okkar Lofts bar fyrst saman. Ég hafði sótt um starf hjálparkokks á hvalveiðiskipi og einn fagran vormorgun í mai boðaði Loftur okkur umsækjend- ur niður á Ægisgarð til þess að velja úr hópnum. Ég gleymi aldrei orðum hans og framkomu þennan morgun, en ég var einn af hinum heppnu, sem valdir voru. Eftir á að hyggja finnst mér, að þetta hafi verið ein mikilvægasta prófraun min um dagana. Ég átti eftir að starfa I 13 hval- veiðivertíðir hjá Lofti og leiðsögn hans og fordæmi var ávallt á þann veg, að mér fannst ég þurfa með starfi mínu sífellt að færa honum heim sanninn um, að hann hefði valið rétt vormorguninn góða á Ægisgarði. Þannig held ég, að einmitt hafi verið um tengsl Lofts við sam- ferðamenn sína. Hann ávann sér hvarvetna slíkt traust og virðingu, að mönnum fannst sjálf- krafa, að þeir yrðu að einbeita sér til þes$ að vera verðugir vináttu hans og athygli. Ég var aðeins einn af þeim hundruðum skólapilta, sem öfluðu fjár til vetrarnáms með sumarvinnu við hvalveiðarnar, en sú vinna var okkur líka vafalaust betri undirbúningur undir lifið en margt af þvf, sem við námum í öðrum skólum á vetrum. Loftur vildi hjálpa okkur við námið og oft varð ég þess var að hann fylgdist með árangri sinna pilta í skólum og starfi, jafnvel löngu eftir að vistinni í hvalveiðistöð- inni lauk. Það segir lika sina sögu, að þeir starfsmenn, sem ekki voru skóla- göngu bundnir, komu ár eftir ár til starfa, þótt um árstiðabundna vinnu væri að ræða og jafngóð kjör í boði annars staðar. Bæði á hvalveiðiskipunum og i landi eru starfsmenn, sem starfað hafa þar I áratugi. Og þegar gamlir starfs- menn mætast, þá hefur talið óðar borizt að hvalveiðistöðinni, rekstri hennar og þvf, hvernig Loftur hafi það. Slíkur er hugur þess fólks, sem orðið hefur þess aðnjótandi að fá að starfa með Lofti. Loftur varð mikill hamingju- maður i einkalifi sínu. Hann sagði stundum í léttum tón, að hann hefði framið eitt „bankarán" um dagana, en það hefði verið þegar hann nam konuefni sitt, Sólveigu Sveinbjarnardóttur, á brott frá bankastörfum á Isafirði. Þau hjón hafa verið samhent og frú Sólveig verið manni sinum ómetanlegur styrkur á lífsleiðinni. Þau eignuðust tvö börn, Kristján og Birnu, sem verið hafa samrýnd foreldrum sínum. Þegar ég nú minnist Lofts þá er mér ekki sorg í huga heldur miklu fremur þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast og vera samtíða jafn mikilhæfum manni, sem nú lætur eftir sig fullnað lifsstarf. Slíkra manna er gott að minnast. En söm er sorgin hjá ástvinum hans, eiginkonu, börnum og tengdasyni og votta ég þeim inni- Iegustu hluttekningu. Björn Friðfinnsson. Þegar Loftur Bjarnason var allur aðfararnótt 15. þ.m. lauk æviferli manns, sem teljast verður meðal hinna merkustu í atvinnulífi Islendinga á þessari öld. Ævistarfi Lofts hafa nú verið gerð svo rækilega skil af öðrum, að ekki verður þar um bætt, en ætlun mín með þessum fáu llnum er að minnast vinar míns Lofts með nokkrum upprifjunum. Ég var enn I barnæsku, er mín fyrstu kynni af Lofti hófust. Hann var þá félagi föður míns I útgerð. Það samstarf stóð alltof stutt vegna fráfalls föður míns, en tengslin við Loft rofnuðu ekki fyrir það. Þegar ég i upphafi heimsstyrjaldarinnar kom heim frá námi átti Loftur sinn þátt i þvi, að ég tók við störfum hjá Fiskifélagi tslands snemma árs 1940 og hófst þá nýr þáttur í kunningsskap okkar og samstarfi, sem stóð alla tíð síðan. Frá þessu langa samstarfi á ég Lofti margt upp að unna og ekki sizt það, hversu mikinn skilning hann sýndi ávallt mínum störfum og einnig fyrir þau mörgu hollu ráð, sem ég varð aðnjótandi af hans hálfu, þvi að hann var ráðhollur, en þó aldrei á þann hátt, að hann þrengdi ráðum sinum að manni. Hann kunni betur en flestir aðrir menn að stjórna atvinnu- rekstri svo að til farsældar horfði og hann var vel til forystu fallinn, enda komst hann ekki hjá því að verða valinn til margra og mikils- verðra trúnaðarstarfa, sem hann rækti með mikilli prýði. Þar naut hann ekki sízt þeirra hæfileika, sem hann hafði í svo ríkum mæli að setja mál sitt fram með sann- færandi rökum, en sýna jafn- framt fullan skilning á viðhorfum og vandamálum þess, sem rætt var við. Þetta aflaði honum sam- úðar og skilnings, sem hjálpaði til að leysa margan vandann. Margar slikar endurminningar koma nú upp í hugann, er við áttum sam- leið I viðræðum við erlenda aðila um viðkvæm fiskveiði- og fisk- sölumál, þar sem þessir hæfi- leikar hans nutu sin einkar vel. Oft höfðu viðmælendur okkar orð á þvi við mig, hversu mikils þeir mætu Loft og hinn hispurslausa og hreinskilna málflutning hans. En e.t.v. verður þó það eftir- minnilegasta í fari Lofts, hversu afburða skemmtilegur hann var, ekki aðeins að starfa með heldur einnig utan hins daglega starfs. Maður gleymir aldrei heimsókn- unum mörgu í hvalstöðina í Hval- firði, þar sem hjónin Sólveig og Loftur tóku á móti gestum opnum örmum á sinn elskulega hátt svo að öllum hlaut að finnast þeir vera orðnir hluti af f jölskyldunni um leið og komið var inn I skál- ann litla. Þar var veitt af alúð og lítillæti þess, sem leggur mest upp úr hinni innri hlýju, en minna upp úr ytri formum. I því voru hjónin samstillt. Snemma morguns mánudaginn 15. þ.m. vorum við hjónin á ferð um Hvalfjörð í morgunfegurð eins og hún getur verið svo óvið- jafnanleg á þeim stað. Við vissum, að Loftur var veikur og að senni- lega ætti hann ekki afturkvæmt á Hvalfjarðarströnd. Við fundum bæði til þess þá og höfðum orð á því, hver sjónarsviptir það yrði, þegar Loftur yrði ekki lengur til að taka á móti, þegar komið væri i hlað. Fáum klukkustundum síðar fréttum við, að hann hefði látizt þá um nóttina. En Hvalfjarðarströndin fær hann aftur, því að þar hefur hann valið sér stað til hinztu hvíldar í hinni helgu jörð Saurbæjar, sem hann unni svo mjög. Sólveigu og börnunum sendum. ég og kona mín okkar innilegustu samúðarkveðjur. 22. 7. 1974, Davfð Ólafsson. t Móðir okkar, JAKOBÍNA MARÍA BJÖRNSDÓTTIR sem andaðist 17 þ.m. verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 25. júli kl 1 30 e h Börnin. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐLAUG VILHJÁLMSDÓTTIR, Nönnugötu 3, Reykjavlk, lézt að heimili sinu að kvöldi 22. júli. Jarðarförin auglýst siðar. Börn. tengdabörn og barnabörn. t Sonur minn og bróðir okkar, ÞORLEIFUR ÞORLEIFSSON, Ijósmyndari, Mávahlíð 33, andaðist að kvöldi hins 22 júli. Elfn Sigurðardóttir og systkini. t Móðir okkar. tengdamóðir og amma JÓNfNA Á. BJARNADÓTTIR, RauSalæk 36. lézt að heimili sínu, föstudaginn 5. júli. Bálför hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð Vandamenn. Bálför mannsins miris, ÞORVALDAR EINARSSONAR, bakara, Laugamesvegi 56. verður gerð frá Fossvogskirkju I dag miðvikudaginn 24. júlí kl 1 3.30. Blóm og kransar afbeðin. Þeim sem vildu minnast hans, er bent á sjóð Matthildar Þorkelsdóttur Ijósmóður. Spjöldin fást i síma 50709. Fyrir hönd sona hans og annarra vandamanna, Gunnhildur Gestsdóttir. t Alúðarþakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður, afa, systkina og mágkonu, PÉTURS AÐALSTEINSSONAR, stöðvarstjóra, Skeiðarvogi 101. Dagmar Helgadóttir, Hrönn Pétursdóttir, Einar Hansson, Aðalsteinn Pétursson. Sigrlður Einarsdóttir, Petrfna Pétursdóttir, Aðalsteinn Blondal, Hallgerður Þórðardóttir, Guðni Þorsteinsson, Kristján Aðalsteinsson, Bára Ólafsdóttir. Aðalbjörg Aðalsteinsdóttir. t Minningarathöfn um föður minn og tengdaföður, VALDIMAR BJÖRN VALDIMARSSON, frá Hnifsdal, ferfram i Fossvogskirkju, fimmtudaginn, 25. júli. kl. 3 s.d. (1 5.00). Jarðað verður í Hnifsdal kl. 2 síðdegis, laugardaginn 27 júli. Fyrir hönd systra, barnabarna og barnabarnabarna, Hulda Valdimarsdóttir Samuel S. Ritchie t Þökkum sýnda samúð við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa, MAGNUSARJÓNSSONAR Sundstræti 24. fsafirði, Ólöf Guðfinnsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðaför móður minnar tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR frá Látrum, Jóhanna Jóhannsdóttir, Baldur Jónsson frá Mel. Sigurður Baldursson, Jóhann Baldursson Ingibjörg Baldursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.