Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 26
Glæsilegt 100 metra hlaupBjarna Bjarni Stefánsson, KR, náði bezta tíma í 100 metra hlaupi, sem náðst hefur hérlendis og sem ís- lendingur hefur náð, er hann fékk tímann 10,2 sek. á Meistara- móti Islands á Laugardalsvellin- um í fyrrakvöld. Því miður mun þetta afrek Bjarna ekki verða staðfest sem Islandsmet, þar sem meðvindur mun hafa verið of mikill. Reyndar var enginn við vindmælinn er hlaupið fór fram, en skömmu áður hafði vindurinn verið mældur rúmlega 3, en sem kunnugt er má hann mest vera 2 til þess að met hljóti staðfestingu. En þessi sprettur hjá Bjarna var stórglæsilegur — hann hljóp mun átakaminna en hann gerir svo oft, og virtist ekkert þurfa að hafa fyrir þessu. — Ef til vill er þetta að koma hjá manni, sagði Bjarni eftir hlaupið, og mikið má vera, ef svo er ekki, a.m.k., ef Bjarni nær að halda þeim stíl, sem hann hafði í þessu hlaupi. Þótt meðvindur væri of mikill var ekkert alltof hagstætt að hlaupa á Laugardals- vellinum í fyrrakvöld. Kalt var í veðri, og ef litið er á árangur hinna hlauparanna í úrslitahlaup- inu, kemur í ljós, að þeir eru allir nokkuð frá sínu bezta. Bjarni ætti því að eiga góða möguleika á að hnekkja metinu hans Hilmars í sumar. Þá var sprettur Ingunnar Einarsdóttir í 100 metra hlaupinu ekki síður fallegur, en tími henn- ar var 12,0 sek. 4/10 úr sek. betri en staðfest íslandsmet, en eins og hjá Bjarna mun afrek þetta ekki fá staðfestingu, og heldur ekki langstökksafrek Láru Sveinsdótt- ur, sem stökk 5,81 metra, tæplega 30 sm. lengra en Islandsmetið. En eitt met var þó sett í fyrra- kvöld. Það setti Guðrún Ingólfs- dóttir, USÚ, sem kastaði kringl- unni 36,40 metra og bætti eigið met um 24 sm. Átti Guðrún einnig kast, sem lenti utan geira, en var vel yfir 37 metra. Arangurinn á mótinu í fyrra- kvöld var annars nokkuð misjafn, en þegar á heildina er litið, verð- ur hann að teljast nokkuð góður. Það var aðeins í 400 og 1500 metra hlaupi karla, sem búizt hafði ver- ið við betri afrekum, en greinilegt var, að sigurvegararnir í þessum greinum, Vilmundur Vilhjálms- son og Ágúst Ásgeirsson, hugsuðu ekki um annað en sigur. Þeir láta það bíða betri tíma að ná góðum árangri, enda það næsta skiljan- legt, eins og aðstæður voru á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Erlendur Valdimarsson náði glæsilegu afreki I kringlukastinu, er hann kastaði 59,76 og bætti þar með meistaramótsmetið, sem hann setti 1972. Er það talandi tákn um þennan mesta afreks- mann okkar, að nú þarf að gera sérstakar ráðstafanir, þegar hann keppir á Laugardalsvellinum, þannig að ekki sé hætta á, að kringlan lendi út á hlaupabraut- inni hinum megin á vellinum. Eft- Urslitaleikurinn í bikarkeppni 1. flokks ÞRlR leikir fara fram í bikar-, keppni meistaraflokks í kvöld. IBI mætir Ölafsvíkur-Víkingum, Völsungur leikur gegn Leiftri frá Ölafsfirði og Huginn frá Seyðis- firði leikur gegn Þrótti frá Nes- kaupstað. Sigurvegararnir í þess- um leikjum komast í 16 liða úr- slitin ásamt 1. deildarfélögunum og Fylki, Ármanni, Haukum, Sel- fossi og Breiðablik. Úrslitaleikurinn í bikarkeppni 1. flokks fer fram á Melavellinum í kvöld og hefst klukkan 20.00. Til úrslita leika Víkingur og IA. Akurnesingarnir unnu Gróttu 4:0, Stjörnuna 8:0 og IBV 1:0 á leið sinni í úrslitin, en Vikingarn- ir unnu IBK 2:0 og IBA 5:0. Akur- eyringar eru núverandi bikar- meistarar í 1. flokki. Á morgun fer svo fram á Mela- vellinum úrslitaleikurinn í bikar- keppni 2. flokks. Til úrslita leika Breiðablik og IA. iJf má á efn hafð. Bjarni Stefánsson mikla yfirburði f 100 metra hlaupinu, sem hann ^rL r,nn "'M" ^ * “r "áÖS‘ hér,endis- 10-2 sek- ^dri myndin er tekin er stúlkurnar komu í mark I 100 metra hlaup.nu. S.gurvegarinn, Ingunn Einarsdóttir, hljóp á 12,0 sek. 4/10 úr sek. betri tfma en g.Idand. Islandsmet er. ir að hafa séð Erlend kasta í fyrrakvöld er maður þess fullviss, að góðir möguleikar eru á þvf, að hann kasti 64—66 metra, jafnvel þegar í sumar. En það voru fleiri en Erlendur sem vöktu athygli í kringlu- kastinu. Bæði Hreinn Halldórsson og Óskar Jakobsson bættu þar árangur sinn. Þrír menn vel yfir 50 metra í kringlukasti er nokk- uð, sem aðeins stórveldi í frjáls- um íþróttum geta státað sig af á meistaramótum sínum. Erlendur vann einnig yfir- burðarsigur í sleggjukasti, en hann leggur ekki mikla rækt við þá grein, enda hefur aðstaða til æfingar hennar ekki verið sem bezt. I þeirri grein keppti eini Keflvíkingurinn, sem kom til þessa meistaramóts, Björn Jó- hannsson, og setti hann persónu- legt met. Björn verður að koma alla leið til Reykjavíkur, ætli hann sér að æfa, og er dugnaður hans og eljusemi athygiisverð og lofsverð. Sama verður ekki sagt um Iþróttabandalag Keflavíkur, sem bíður þeim, sem vilja æfa þar frjálsar fþróttir, ekki upp á neina aðstöðu. Þannig er t.d. ekki enn komið efsta lagið á hlaupabrautir vallarins, eftir 15 ár! Stangarstökkið á meistaramót- inu var líka ágætt, og í því náði Guðmundur Jóhannesson, UMSK, sínum bezta árangri er hann stökk 4,26 metra. Hafa ekki aðrir en Valbjörn og Torfi gert betur. Tugþrautarmennirnir Karl West og Elías Sveinsson kræktu í ann- að og þriðja sætið og stórbætti Elías sinn fyrri árangur í þessari grein með því að stökkva 3,90 metra. Var hann einnig nálægt því að stökkva 4,00 metra. 61,54 metrar í spjótkasti, 2,00 metrar í hástökki, 43,84 metrar í kringlu- kasti, 3,90 metrar í stangarstökki og 15,7 sek. í 110 metra grinda- hlaupi bendir til þess, að Elfas geti veitt Stefáni Hallgrímssyni góða keppni f tugþrautinni í sum- ar. 1 stangarstökki vakti Sigurður Kristjánsson, ungur ÍR-ingur, einnig athygli, en hann setti bæði drengja og unglingamet með því að stökkva 3,72 metra. I 400 metra hlaupi kvenna bar Sigrún Sveinsdóttir, Á, sigur úr býtum, en tíminn var ekki betri en 62,8 mín. Keppni í 1500 metra hlaupi kvenna var hins vegar skemmtilegri. Báðar stúlkurnar hlupu vel. Anna sigraði örugglega á góðum tíma, og Lilja Stein- grímsdóttir kom á óvart með frammistöðu sinni. 100 METRA HLAIIP KVENNA 1. R.ÐILL: sek Lára Sveinsdóttir, A 12,4 Asta B. Gunnlaugsdóttir, tR 13,4 Sofffa Gestsdóttir, HSK 15,0 2. RIÐILL: sek. Ingunn Einarsdóttir, IR 12,6 Asa Halldórsdóttir, A 13,0 Hafdfs Ingimarsdóttir, UMSK 13,1 Sveinbjörg Stefánsdóttir, HSK 14,5 3. RIÐILL: sek. Erna Guómundsdóttir, A 12,9 Margrét Grétarsdóttir, A 13,4 Hrafnhildur Valbjörnsdóttir, A 13,7 X>órdfs Gfsladóttir, tR 13,4 (JRSLIT: sek. Ingunn Einarsdóttir, IR 12,0 Lára Sveinsdóttir, A 12,2 Erna Guðmundsdóttír, A 12,6 Asta B. Gunnlaugsdóttir, tR 12,7 Asa Halldórsdóttir, A 13,4 Þórdfs Gfsladóttir, tR 13,6 100 METRA HLAUP KARLA: 1. RIÐILL: sek. Bjarni Stefánsson, KR 10,8 Marinó Einarsson, KR 11,2 Jón H. Sigurmundsson, HSK 11,6 Friórik Þór óskarsson, IR 11,6 2. RIÐILL: sek. Vilmundur Vilhjálmsson, KR 11,5 Stefán Hallgrfmsson, KR 11,6 Kristinn Arnbjörnsson, KR 11,6 Guómundur Jónsson, HSK 11,7 Sæmundur Stefánsson, FH 12,6 sek. Barni Stefánsson, KR 10,2 Vilmundur Vilhjálmsson, KR 10,9 Marinó Einarsson, KR 11,3 Kristinn Arnbjörnsson, KR 11,6 Jón H. Sigurmundsson, HSK 11,7 STANGARSTÖKK: m Guðmundur Jóhannesson, UMSK 4,26 Karl West Fredredsen, UMSK 4,00 Elfas Sveinsson, tR 3,90 Siguróur Kristjánsson, IR 3,72 Hafsteinn Jóhannesson, UMSK 3,50 ÞRlSTÖKK: m Friórik Þór óskarsson, IR 15,01 Helgi Hauksson, UMSK 14,34 Pétur Pétursson, HSS 13,54 Jason tvarsson, HSK 13,18 KRINGLUKAST: m Erlendur Valdimarsson, IR 59,76 Hreinn Halldórsson, HSS 51,32 óskar Jakobsson, IR 50,48 Guóni Halldðrsson, HSÞ 45,44 Elías Sveinsson, tR 43,84 Stefán Hallgrfmsson, KR 42,20 Þráinn Hafsteinsson, HSK 39,96 Jón Þ. ólafsson, IR 39,00 LANGSTÖKK KVENNA: m Lára Sveinsdóttir, A 5,81 Asa Halldórsdóttir, A 5,19 Hafdfs Ingimarsdóttir, UMSK 5,18 Ingunn Einarsdóttir, IR 5,11 Sigrún Sveinsdóttir, A 4,88 Asta B. Gunnlaugsdóttir, ÍR 4,82 Björg Kristjánsdóttir, UMSK 4,81 Marfa Guónadóttir, HSH 4,42 1500 METRA HLAUP: mfn. Agúst Asgeirsson, tR 4:14,7 Jón Dióriksson, UMSB 4:18,0 Siguróur P. Sigmundsson, FH 4:21,3 Gunnar Snorrason, UMSK 4:28,1 Markús Einarsson, UMSK 4:29,2 Leif österby, HSK 4:38,0 400 METRA HLAUP KVENNA: sek. Sigrún Sveinsdóttir, A _ 62,8 Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, HSK 64,5 Svandfs Sigurðardóttir, KR 65,4 Anna Haraldsdóttir, FH 65,6 Anna Kristjánsdóttir, KR 66,6 SLEGGJUKAST: m Erlendur Valdimarsson, IR 57,58 óskar Sigurpálsson, A 49,96 Jón ö. Þormóðsson, IR 43,08 Björn Jóhannsson, tBK 43,02 KRINGLUKAST KVENNA: m Guðrún Ingólfsdóttir, US(J 36,40 Ingíbjörg Guðmundsdóttir, HSH 32,48 (Jrsúla Gristjánsdóttir, HSH 24,34 Marfa Guðnadóttir, HSH 16,82 400 METRA HLAUP: sek. Vilmundur Vilhjálmsson, KR 53,2 Gunnar P. Jóakimsson, ÍR 53,8 Róbert McKee, FH 55,0 Þórður Gunnarsson, HSK 55,5 Einar Sigmundsson, FH 56,5 110 METRA GRINDAHLAUP: sek. Stefán Hallgrfmsson, KR 15,0 Hafsteinn Jóhannesson, UMSK 15,6 Elías Sveinsson, |R 15,7 Jón S. Þórðarsson, IR 15,9 Karl West Fredriksen, UMSK 16,4 Kjartan Guðjónsson, FH 16,7 1500 METRA HLAUP KVENNA: m Anna Haraldsdóttir, FH 5:15,9 Lilja Steingrfmsdóttir, USVS 5:17,0 4x400 METRA BOÐHLAUP KVENNA: mfn. Svelt IR 4:38,2 Sveit Armanns 4:45,1 4 x 400 METRA BóDHLAUP KARLA: mín. Svelí KR 3:31,0 Sveit IR 3:36,5 Sveit UMSK 3:42,5 Sveit Armanns 3:55,5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.