Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JULI 1974 FYRIR skömmu var staddur hér á landi Geir Magnússon fram- kvæmdastjúri Icelandic Imports Inc. f New York, en það er sölu- fyrirtæki Álafoss og fleiri fyrir- tækja f fataiðnaði á Bandarfkja- markaði. Geir er einnig nýlega orðinn umboðsmaður fyrir Sölu- stofnun lagmetisiðnaðarins f Bandarfkjunum. Mbl. átti samtal við Geir þegar hann var hér á dögunum og ræddi við hann um starfsemi Islendingafélagsins f New York, sölumál og söluhorfur á Bandarfkjamarkaði og almennt ástand f Bandarfkjunum nú. í fyrstu er rétt að segja nokkur deili á Geir Magnússyni. Hann er sonur hjónanna Magnúsar Jochumssonar, sem var póst- meistari í Reykjavík og konu hans Guðrúnar Geirsdóttur. Geir hefur starfað í Bandaríkjunum í 14 ár, lengst af á aðalskrifstofunni hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en síðan 1. febrúar s.l. sem fram- kvæmdastjóri Icelandic Imports. Hann býr í New York ásamt konu sinni, sem er ítölsk, og þremur börnum. Geir er dóttursonur Geirs Zoéga kaupmanns f Reykja- vík, en sú ætt er af ítölsku bergi brotin, svo með því að kvænast ítalskri konu er Geir að „endur- nýja ítalska partinn f blóðinu", eins og hann nefndi það sjálfur. Þá má geta þess, að Geir er frétta- ritari Mbl. í New York. nær, en þegar svo þessi eini við- skiptavinur tekur f höndina á manni og þakkar fyrir viðskiptin, stendur maður uppi einn og yfir- gefinn. Þannig var einmitt út- koman úr þeirri sölustefnu, sem fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins fylgdi." — Hvernig hyggstu svo vinna fyrirtækið upp aftur? „Icelandic Imports Inc. rekur söluskrifstofu og sýningarsal í New York. Starfsmennirnir þar eru fjórir.en svohefur fyrirtækið sölumenn um öll Bandarfkin, sem selja upp á prósentur. Icelandic Imports hefur nú farið inn á þær brautir að koma sér upp stórum hópi viðskiptavina í gegnum um- boðsmenn, þannig að áhættan verði minni ef einhver viðskipta- vinur hættir að verzla við fyrir- tækið. Þetta er algert upp- byggingarstarf, ég byrja ekki á núlli, heldur í mínus. Þetta er að byrja að glæðast, en nú hafa dunið á okkur ýmis vandamál, í fyrsta lagi verðhækkanir á vör- unni, sem stöfuðu af kaup- hækkunum á íslandi, í öðru lagi röng gengisskráning, sem valdið hefur iðnaðinum erfiðleikum og hækkað vöruna, og í þriðja lagi efnahagsástandið í Bandaríkjun- um sjálfum. Verðbólga, verð- bréfahrun og lánsfjárskortur hafa orðið þess valdandi, að fólk dregur úr eyðslu eins og það Geir Magnússon, framkvæmdastjóri Icelandic Imports Inc. Ljósm Mbl. R.Ax. Upp bv ggi iigar^tíii’f er byrjar ekki á núlli heldur í mínus — Kannski þú skýrir fyrst frá starfsemi íslendingafélagsins í New York, Geir? „Ég er um þessar mundir að taka við formennsku í íslendinga- félaginu í New York af Sigurði Helgasyni, sem er að flytjast heim til Islands. Ég var reyndar for- maður félagsins í 3 ár fyrir nokkr- um árum. Segja má, að félagslífið sé nokkuð öflugt hjá okkur. Við héldum mjög vel heppnaðan og fjölmennan 17. júni fagnað, en það var nokkurs konar skógar- ferð. Þar var fjölbreytt dagskrá, ræðuhöld, Fjallkonan Ias ljóð og að lokum lék íslenzka hljóm- sveitin Kaktus fyrir dansi á palli Og gerði mikla lukku. Fólk kom úr öllúm áttum, og margir lögðu á sig löng ferðalög og mikið erfiði til að vera með. Auk þess höld- um við 1. des. fagnað og þorrablót árlega og nokkur kvikmynda- kvöld, en vegna þess hve félags- mennirnir búa dreift er að mörgu leyti erfitt að halda uppi félags- starfi, og við höfum t.d. ekkert félagsheimili. Þá má nefna, að félagið hefur árlega gefið fjár- hæðir í Thor Thors sjóðinn, en hann hefur það að markmiði að styrkja Islendinga til vfsinda- starfa f Bandaríkjunum.“ — En ef við snúum okkur að fyrirtæki því, sem þú veitir for- stöðu, Icelandic Imports, nú hefur það átt við erfiðleika að stríða að undanförnu, er ekki svo? „Icelandic Imports Inc. er eign 17 Islenzkra iðnfyrirtækja hér á landi, og er Álafoss hf. stærsti hluthafinn. Hlutverk fyrirtækis- ins er að selja vörur fyrirtækj- anna á Bandarfkjamarkaði, aðal- lega ullarvörur. Það er rétt, að stáða fyrirtækisins var orðin slæm, og nú er einmitt aðalstarfið að vinna það upp. Sölustefnan var komin út í það að snúa sér frá hinum almennu verzlunum að einum stórum viðskiptavini, sem var American Express. Slík sölu- stefna er góð svo langt sem hún getur, og það bitnar fyrst og fremst á vörum, sem fólk getur verið án. En annars þykir varan alveg skínandi falleg, og við rétta gengisskráningu og eðlilegt ástand í efnahagsmálum f Banda- ríkjunum ætti að vera stór og árviss markaður fyrir íslenzkar ullarvörur í Bandarríkjunum." — Ef við snúum okkur aftur að sölumálum í Bandarikjunum, hvernig hefur þeim málum verið háttað? „Það skiptir miklu máli að gott samstarf sé milli framleiðenda hér á Islandi, en því hefur ekki verið að heilsa. Eins og er vinna þrfr aðilar að því að selja sömu vöruna á sama markaðinn í Bandaríkjunum, og þetta er eins og var hér á árum síldar- spekúlantanna, það skemmir bara hver fyrir öðrum. Ef vel ætti að vera, þyrfti einn sterkur aðili að sjá um söluna. Eftir að Icelandic Imports missti 'samninginn vió American Express, ríkti öngþveiti í sölumálunum, og þvf fékk Tom Holton, sem einu sinni var fram- kvæmdastjóri Icelandic Imports, tveggja milljón króna styrk frá Iðnrekturssjóði og Utflutnings- miðstöð iðnaðarins til að selja á Bandaríkjamarkað. Hann fór ásamt aðstoðarmanni með vörur frá 4 prjónastofum um þver og endílöng Bandarfkin og heim- sóttu þeir gamla viðskiptamenn Icelandic Imports. Þá hefur Phil Kochenderfer, sem var fram- kvæmdastjóri Icelandic Imports á undan mér, nú stofnað eigið fyrir- tæki með stuðningi SÍS. Þessir tveir aðilar eru ásamt Icelandic Imports að veiða á sömu miðun- um, ef nota má það orðalag, og það verður til þess, að viðskipta- vinirnir halda, að hér sé allt í öngþveiti og upplausn og vita ekki við hvern á að verzla. Það þarf að fara inn á algerlega nýjar brautir, og þá væri bezt að sölu- starísemin væri sem mest á einni hendi. Ég held, að skilningur fslenzkra ráðamanna sé að vakna á þvf að bezt sé að svo verði t.d. eins og í fisksölumálum." — Nú hefur þú ákveðnar hug- myndir um þjálfun fólks til starfa fyrir útflutningsverzlunina? „Já, ég tel allof lítið gert af þvf að senda unga Islendinga til íslenzkra fyrirtækja erlendis, svo að þeir fái reynslu við störf að útflutningsmálum. Sá hugsunar- háttur er enn alltof algengur, að það séu bara einstaka menn, sem geti selt vöruna. Þetta eru leifar frá tfmum sfldarspekúlantanna. Ég tel, að það ætti t.d. að vera hluti af viðskiptafræðideild Háskólans að senda nemendur til fyrirtækjanna erlendis, t.d. fisk- sölufyrirtækjanna, þess fyrir- tækis, sem ég veiti forstöðu, og annarra. Þetta fyrirkomulag myndi tryggja útflutnings- Icelandic Imports býður upp á hina fjölbreyttustu vöru á Bandarfkja- markaði. Uppistaðan er fatnaður úr fslenzkri ull. Samtal við Geir Magnússon framkvæmdastjóra Icelandic Imports í Bandaríkjunum verzluninni hæfa menn, því það er svo, að það er alltaf betra að hafa í þessum störfum íslenzka menn en erlenda, bæði vegna málsins og þekkingar á staðhátt- um hér á tslandi. íslenzk fyrir- tæki erlendis ættu þess vegna að taka efnilega menn í vinnu, ef til vill gegn framlagi frá þvf opin- bera að einhverju leyti. Það getur tekió hátt í ár fyrir mann að verða matvinnungur ytra, meðan verið er að læra mál og viðskiptahætti. Þetta gera t.d. Danir og írar í stórum stíl.“ — Ef við víkjum nú að lagmetisiðnaðinum. Nú ert þú einnig umboðsmaður fyrir hann í Bandaríkjunum? „Skömmu eftir að ég tók við starfi hjá Icelandic Imports samdi Sölustofnun lagmetis um þaó við mig að ég gerðist umboðsmaður fyrir lagmetið undir einka- merkjum, þ.e. undir vöru- merkjum hinna einstöku stór- verzlana. Japanska fyrirtækið Taiyo Americas gerðist hins vegar umboðsaðili fyrir fram- leiðsluvörur lagmetisins undir vörumerkinu Icelandic Waters. Síðan hefur samizt svo með mér og Taiyo, að ég gerðist ráðu- nautur þeirra við söluna. Þessi útflutningur á við sömu erfið- leika að etja og ullin, verðið er alltof hátt miðað við verð keppi- nautanna, sem eru aðallega Norð- menn og Danir. Hins vegar er varan í hæsta gæðaflokki og á örugglega mikla framtíð fyrir sér ef verðið verður samkeppnisfært. Salan á Bandaríkjamarkaði er á algjöru byrjunarstigi.“ — Þú minntist áðan á slæmt efnahagsástand í Bandaríkjun- um. Getur þú vikið aðeins nánar að þvf, svona í lokin? „Efnahagsmálin í Bandaríkjun- um eru nú f miklu öngþveiti. Nixon hefur átt annríkt við mála- vafstur og hefur ekki tekið efna- hagsmálin þeim tökum sem þyrfti. Þetta hefur leitt til mikill- ar verðbólgu, lánsfjárskorts, verð- bréfahruns og það sem verst er, verðbólguhugsunarháttar hjá almenningi. Vonandi fer nú að rætast úr þessu. Ég tel, að Water- gate-málið sé komið á lokastig og að Nixon muni halda embættinu, en fái í mesta lagi á sig ávítur. Fólk er orðið svo langþreytt á þessum málum, að það vill losna við þau sem allra fyrst. Það segir sem svo. Nixon hefur gert eitt og annað misjafnt, en hinir eru bara ekkert betri. Það bætti ekki úr skák, að í vikunni sem leið var einn meðlima rannsóknarnefndar Öldungadeildarinnar, sem rann- sakar Watergate-málið, Gurney frá Florida, ákærður fyrir alls konar misferli í sambandi við fjármál og lánveitingar húsnæðis- málastjórnarinnar. Að vísu er hann repúblikani, en stuðnings- menn Nixons lokuðu augunum fyrir þeirri staðreynd ög sögðu, að svona væru nú þeir, sem þættust þess megnugir að áfellast Nixon. Þegar Watergate verður úr sög- unni, verður vonandi tekizt á við efnahagsvandann af fullum karfti." —SS.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.