Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JULl 1974 15 Mesta átak Bandaríkjanna Rússneskur Delta kafbátur. Hver þeirra um sig getur borið eldflaugar, sem draga til skotmarka f allt að 4000 mflna fjarlægð. Eldflaugum, flugvélum og skipum, sem kosta munu milljarða dollara, verður bætt við bandarfska flotann á næstunni; tilgangurinn er að verja úthöfin fyrir vaxandi ágengni Sovétrfkjanna. Bandarfkjamenn eru nú að gera sitt mesta átak f kafbátavörnum á friðartfmum. Á næsta ári mun það kosta f jðra milljarða dollara. Áætlunin hefur ekki farið hátt og hún er afar kostnaðarsöm; sfðasta hvatningin, sem stjórnvöld fengu, var olfusölubann Áraba, sem sýndi ljóslega, hve háðir Bandarfkjamenn eru öðrum þjóðum um nauðsynleg hráefni. í kafbátavömum á friðartímum Loftpúðaskip, sem verið er að teikna fyrir bandarfska flotann. Kafbátaeggjari. Varnir af hafi Hér er fyrst og fremst um yfirráð á hafinu að ræða. Tapi Bandaríkjamenn þeim yfirráð- um, sem þeir hafa svo lengi haft á úthöfunum, geta þeir átt á hættu að glata þar með nauð- synlegum hráefnum til iðnaðar og jafnframt möguleikum til þess að flytja hersveitir og vopn til annarra landa á styrj- aldartímum. Flestir eru þeirrar skoðunar, að helzta ógnunin við áður- nefnd yfirráð sé kafbátafloti Sovétmanna; hann telur nú 275 kafbáta og þar af er um það bil helmingurinn búinn kjarnorku- vopnum. Þetta er stærsti kaf- bátafloti, sem sögur fara af. Einn helzti sérfræðingur bandaríska flotans i kafbáta- vörnum hefur þetta um málið að segja: „Einir hafa Banda- ríkjamenn ekki roð við sovézka kafbátaflotanum; sameinaðir flotar allra vesturveldanna mættu jafnvel hafa sig alla við.“ Nýjar áætlanir Ráðamenn i flotanum líta kafbátaógnunina mjög alvarleg um augum eins og bezt sést á því, að þeir verja 4 milljörðum dollara á fjárlagaárinu 1975, sem hefst 1. júlí, til hinnar nýju áætlunar. Áætlun flotans nær yfir sex ára timabil, 1974—1979, og mun kostnaður- inn nema nær 22 milljörðum dollara. Um þessar mundir er mikill fjöldi áætlana um kafbátavarn- ir til athugunar hjá flotanum. Aó minnsta kosti 86 áætlanir eru til rannsóknar, athugunar og prófunar, og nýjar skjóta upp kollinum nær daglega. Nýjar sérbyggðar flugvélar eru teiknaðar og keyptar. Hinar fyrstu af 190 langfleygum kaf- bátaleitar- og árásarflugvélum eru nú að bætast f fluglið flotans. Þær munu verða stað- settar á landi og á flugvéla- móðurskipum. Þær verða bún- ar nýjum kafbátarleitartækj- um, sem hafa þann eiginleika, að auk þess að finna kafbát geta þau gefið upp miðun hans og stefnu. Litlar eldflaugar koma tækjunum fyrir 1 hafinu. Flotinn hyggst kaupa 38. 700 slík tæki, sem hvert um sig kostar 428 dollara. Skipum er breytt. Hvert á fætur öðru fara hin 14 árásar- flugvélamóðurskip í slipp, þar sem þeim er breytt til þess að þau geti flutt nýju kafbáta- leitarflugvélarnar. Nýr floti árásarkafbáta, tundurspilla, fylgdarskipa, svif- nökkva, þyrluskipa og þyrla búnum leitartækjum er í smið- um. Á loftpúða Nú er verið að gera áætlanir langt fram í tfmann um smíði 2.200 smálesta skips, sem þotið getur yfir öldutoppana á loft- púða með allt að 90 mílna hraða á klukkustund. Gangi þessi áætlun eftir vonum hafa ráða- menn flotans í huga byggingu annars slfks skips, sem á að verða 10 þúsund smálestir; það á að nota í hernaði bæði gegn kafbátum og venjulegum skip- um. Árásarkafbátar, sem einkum er ætlað að finna og sökkva óvinakafbátum, hafa þegar ver- ið teknir í notkun. Flotinn hef- ur þegar hafið byggingu mjög hljóðlátra kafbáta, sem kallaðir eru „Los Angeles gerðin". Þeir eru knúðir áfram af kjarnorku og eiga að koma í stað eldri kafbátagerða. Fé hefur þegar verið veitt til byggingu sex slfkra kafbáta og nú er verið að afla fjár til byggingar annarra fimm. Um mitt ár 1975 mun bandaríski flotinn hafa yfir að ráða 77 árásarkafbátum, þar á meðal eru fjórtán, sem knúðir eru olíuvélum. Einnig er verið að smfða sterkari vopn til notkunar í sjó- hernaði. Bandarískir árásarkafbátar hafa þegar verið búnir eld- flaugum, sem hægt er að skjóta neðansjávar. Þær fara upp á yfirborðið og kveikja um leið og þær lyfta sér yfir sjávarflöt- inn. Þegar þær koma inn á svæðlð, sem þeim er miðað á, hverfa þær aftur undir yfir- borð sjávar. Eldflaugar af þessari gerð eru bæði búnar kjarnoddum og venjulegum sprengjuoddum. „Merktir” kafbátar Einu tæki er ætlað að taka á móti hljóðmerkjum, infrarauð- um og rafsegulmögnuðum „merkjum" frá bandariskum kafbátum og kafbátum annarra Atlantshafsbandalagsrfkja. Þetta gerir tölvum um borð í skipunum kleift að ákvarða nær samstundis, hvort kafbátur í nágrenni er frá vina — eða óvinaþjóð. Annað nýtt tæki mun veita bandarískum skipherrum hvar sem er í heiminum stöðugar upplýsingar um sovézka kaf- báta, sem vitað er að eru á siglingu. I sovézka flotanum eru 215 orrustuskip,41 fleiri en í banda- ríska flotanum, og til mótvægis við þau er nú verið að smíða „belgeldflaugar". Upphaflega var eldflaugna- tegund þessi smíðuð til notkun- ar fyrir venjuleg orrustuskip og þá var hægt að skjóta henni sjötíu mílna vegalengd. Ur kaf- bátum verður henni skotið i léttu hylki. Þegar hylkið kemur upp á yfirborðið opnast það og eldflaugin, sem búin er þotu- hreyflum, finnur sjálf leiðina að skotmarkinu. Sjálfstýrð tundurskeyti Enn eitt mikilvægt atriði f áætlun flotans til varnar kaf- bátum er smíði tundurskeytis, sem hægt er aó festa á hafs- botninn í blikkassa. Það er búið sjálfvirkum stjórntækjum og væri hentugt til árása á óvina- kafbáta, þegar þeir sigla um hernaðrlega mikilvæg stund. Neðansjávar „gæzlulínur", sem tengdar eru stöðvum í landi með strengjum, hafa þeg- ar verið teknar í notkun og fylgjast með kafbátaferðum bæði við austur- og vestur- strönd Bandaríkjanna. Nú er verið að gera tilraunir með eftirlit á yfirborðinu, þar sem notuð verða skynjunartæki, búin infrarauðum og útfjólu- bláum geislum. A meðal tækja, sem þegar hafa verið tekin í notkun, má nefna eitt, sem dregið er af skipum og kallað „Nixie". Því er ætlað að rugla skipstjóra óvinaskipa sem og tundur- skeyti, sem taka stefnu eftir hljóð- og rafsegulbylgjum, er berast bæði frá kafbátum og skipum, sem sigla ofansjávar. Kafbátaveiðari Enn eitt nýtt tæki er svokall- aður „kafbátaeggjari". Hann fer um hafið neðansjávar með 3 til 35 mflna hraða á klukku- stund og getur hermt eftir öll- um þekktum kafbátagerðum. „Kafbátaeggjaranum" er hægt að skjóta út um tundurskeyta- gat, sem er 21 þumlungur að ummáli, og þess vegna telja sér- fræðingar í flotanum, að einnig sé hægt að nota hann til þess að „veiða" kafbáta. ÖIl þessi nýju tæki hafa orðið nauðsynleg vegna hinna miklu breytinga, er orðið hafa í sjó- hernaði. Talsmenn landvarna- ráðuneytisins skýra málið þannig: Fyrir 25 árum gátu kaf- bátar aðeins skotið á skotmark, sem var í nokkur þúsund metra f jarlægð, en nú geta þeir skotið á skotmörk langt utan sjón- Framhald á bls. 17. Úr hydrofoil-skipum er hægt að skjóta flugskeytum gegn kafbátum andstæðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.