Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JULÍ 1974 J 3 Konstantin Karamanlis forsætisráðherra á ný KONSTANTIN Karamanlis hinn nýi forsætisráðherra Grikklands var um langt árabil einn virtasti stjórnmálamaður landsins og forsætisráðherra frá 1955 fram í júnf 1963, er hann sagði af sér í mótmæla- skyni við heimsókn Páls þáver- andi Grikkjakonungs til Lundúna. Talið er, að sú heim- sókn hafi vakið þær hræringar, sem síðar urðu til þess, að bylt- ingin var gerð í apríl 1967. Karamanlis er 67 ára að aldri oglögfræðingur að mennt. Hann hóf stjórnmálaafskipti sín árið 1932, var kjörinn á þing fyrir Populistaflokkinn árið 1935 og átti óslitið sæti á þingi fram til þess tima, að hann sagði af sér. Hann tók fyrst sæti í stjórn árið 1952, er Papagos var forsætisráðherra og er Papagos lézt var Karamanlis skipaður forsætisráðherra. Hann stofnaði þá flokk sinn Róttæka þjóðarsambandið og í kosningunum 1956 fékk flokkurinn hreinan meirihluta á þingi, 165 sæti af 300. Karamanlis sagði 3 sinnum af sér og boðaði til nýrra kosninga og bætti jafnan við fylgi sitt. Sá tími, sem hann var forsætisráð- herra Grikklands, er talinn stöðugasta stjórnmálatímabil landsins og stjórnir hans þóttu mjög sterkar, þótt Karamanlis væri oft sakaður um kosninga- svik. Er byltingin var gerð fór Karamanlis í útlegð til Parísar, þar sem hann hefur dvalið fram til þessa. Hann hefur þó ekki setið aðgerðalaus, en haft þar opna skrifstofu og haldið uppi harðri gagnrýni á grfsku herforingjastjórnina. Þegar til- raunin til byltingar var gerð á sl. ári var Karamanlis sakaður um að hafa ásamt Konstantin konungi staðið að undirbún- ingnum. Það voru foringjar í sjóhernum, sem að tilrauninni stóðu, en hún komst aldrei í framkvæmd. Alltaf þegar rætt hefur verið um möguleika á að koma á lýðræðisstjórn í Grikk- landi á ný hefur nafn Kara- manlis verið nefnt í sambandi við embætti forsætisráðherra og flestir hafa talið honum ein- um treystandi til að mynda nýja lýðræðisstjórn. Það hefur nú komið á daginn, að herfor- ingjarnir eru einnig á því máli. Þessi mynd var tekin sl. laugardag, skammt frá hafnarborginni Kyrenia, þegar tyrknesk herskip bjuggu sig undir að halda þangað og koma þar f land hermönnum og vopnum. — Nýr forseti Framhald af bls. 1 — en f kvöld virtist sem fyrr segir, að kyrrð væri komin á, þótt menn væru þvf viðbúnir, að sá friður væri ennþá heldur ótrygg- ur. 0 Lfklegt er, að friðarráðstefn- an um Kýpur, sem ákveðið hefur verið að halda með fulltrúum Brctlands, Grikklands og Tyrk- lands — og væntanlega áheyrnar- fulltrúa frá Bandarfkjunum og e.t.v. fleiri rfkjum — hefjist held- ur seinna en til stóð sakir þeirra breytinga, sem orðið hafa f Grikk- landi (sjá fréttina þaðan) en von- ir höfðu staðið til, að fundur þessi gæti hafizt þegar klukkan 2 á morgun. Nicholas Sampson sagði f út- varpsávarpi í dag, þegar tilkynnt hafði verið um skipan nýja forset- ans, að hann hefði gert skyldu sína við Kýpurbúa með því að taka við forsetaembætti, þegar þess þurfti með á dögunum, en vegna friðarviðræðnanna, sem hefjast ættu í Genf á næstunni, þarfnaðist þjóðin reynslu Cleridesar. Litið var á skipan hins nýja forseta sem tilraun byltingar- manna til að friðmælast við Tyrki, sem hafa náð góðri fótfestu á Kýpur, hafa þar á meðal hafnar- borgina Kyrenia alveg á sínu valdi. Clerides hefur áður gegnt forsetaembætti i fjarveru Makariosar og er sagður hafa mjög gott samband við tyrkneska minnihlutann. Hann hefur frá því í júní 1968 stjórnað viðræðum við fulltrúa hans. Eitt af fyrstu verkum Clerid- esar eftir eiðíökuna var að hafa samband við yfirstjórn liðs S.Þ. og fullvissa hana um, að hann 15 ára skólastúlka frá Limasol á Kýpur skýrði grátandi frá þvf, sem hún hafði séð þar, þegar hún var komin heil á húfi til Eng- lands. Hún kvaðst bæði hafa séð morð og nauðganir. Fjölskyldu sfna hafði hún misst f átökunum. mundi beita sér fyrir því, að vopnahlé yrði haldið. Síðan lagði hann til við leiðtoga tyrkneska þjóðarbrotsins, Rauf Denktash, að þeir gæfu í sameiningu út áskorun til landsmanna um að leggja niður vopn. VERJANDI EOKA-MANNA Clerides er 54 ára að aldri, fæddur f Nikosiu, menntaður f Englandi. Hann var í brezka flug- hernum í heimsstyrjöldinni síðari, en hóf að henni lokinni lögfræðinám í London og mál- flutningsstörf árið 1951. Hann var verjandi margra EOKA-manna frá Kýpur, sem höfðu verið hand- teknir vegna baráttu þeirra gegn yfirráðum Breta á Kýpur. Clerides tók þátt í Lundúnaráð- stefnunni um framtíð Kýpur 1959 og var dómsmálaráðherra í bráða- birgðastjórn eyjarinnar þar til 1960, að hún fékk sjálfstæði. Þá var hann um sumarið kjörinn til þings og mánuði síðar kjörinn for- seti þess og hefur verið það síðan. Nokkru eftir að Clerides hafði tekið við forsetaembætti skýrði Bulent Ecevit forsætisráðherra Tyrklands frá því á þingfundi í Ankara, að aðgerðum Tyrkja á Kýpur væri lokið, þeim árangri væri náð, sem til hefði verið ætlazt — þeir hefðu aldrei ætlað sér að hernema eyjuna. Hann kvað sigurinn hins vegar hafa verið dýrkeyptan, — 57 tyrknesk- ir hermenn hefðu fallið, 184 særzt og 242 væri saknað. Hann sagði ekkert um tölu fallinna Kýpur- búa, sem taldir eru skipta þús- undum, né um ferðamenn, en óttazt er, að margir þeirra hafi beðið bana í átökunum. A.m.k. tíu gistihús eyðilögðust í átökunum, sum af loftárásum, önnur af eld- sprengjum og er ekki vitað, hversu margir hafa látið þar lffið. Skömmu áður en Ecevit hélt ræðu sína sagði varaforsætisráð- herra landsins, Neemettin Erbakan, í viðtali við fréttamenn í Ankara, að eina leiðin til að leysa vandamál Kýpurbúa til frambúðar væri að skipta eyjunni milli Grikkja og Tyrkja. Ekki sagði Erbakan, hvort hann mælti þar fyrir munn stjórnar Ecevits, en þess má geta, að hann er leið- togi þjóðfrelsisflokksins, sem gekk til * stjórnarsamstarf við Ecevit og flokk hans og kann yfir- lýsing hans því að vera í pólitísk- um tilgangi gefin. Hann sagði, að Tyrkir mundu ekki láta hafnar- borgina Kyreniu aftur af hendi og bætti við: „Við verðum að vona, að við missum ekki f Genf þann hernaðarlega ávinning, sem við höfum nú náð.“ FERÐAFÓLK FLUTT BURT Liðsmenn Sameinuðu þjóðanna hafa verulega látið til sín taka i Nikosiu í dag, þeir tóku flugvöll- inn þar eftir bardaga og loftárásir tyrkneskra og grískra og tryggðu þar með örugga lendingu fyrir liðsstyrk, er þeir eiga von á. Kurt Waldheim gerði í dag ráðstafanir til að fjölga í gæzluliðinu um helming og fékk jákvæðar undir- tektir bæði frá Finnum, Svíum, Dönum, Austurríkismönnum, og Astraliumönnum. Auk þess hafa Bretar sent til Kýpur um 600 Hinn nýi forseti Kýpur, Clafcos Clerides. manna lið til að aðstoða við friðar- gæzlu. Nokkrir Kanadamenn úr liði S.Þ. féllu í varðstöð við grænu línuna svonefndu, sem skiptir svæðum grískra og tyrkneskra Kýpurbúa. Var gerð árás á þá af beggja hálfu og áður en þeir höfðu fengið fyrirskipun um að svara henni voru nokkrir menn úr liðinu fallnir. Þúsundir ferðamanna hafa ver- ið á Kýpur að undanförnu og verulegur hluti þeirra nú þegar verið fluttur burt, en öðrum safn- að saman í hópa, þar sem reynt er að liðsinna þeim. Rúmlega átta huhdruð norrænir ferðamenn eru saman komnir í brezkri herstöð og var byrjað að flytja þá burt i dag með sænskum Herkúlesvél- um. Þá hafa brezk og bandarísk skip verið í förum frá Kýpur með ferðamenn, sem hafa gjarnan ver- ið fluttir um borð i skipin með þyrlum. í kvöld hafði verið komið á skipulagðri upplýsingastarfsemi á flugvellinum í Nikosiu fyrir ferðafólk, einnig hafði verið skipulagt tjaldstæði og fólkinu séð fyrir matvælum. Áður hafði verið komið á um- fangsmikilli loftbrú milli London og Kýpur og þangað flutt matvæli lyf, hjúkrunargögn og önnur hjálpargögn. — 30 daga varðhald Framhald af bls. 28 sækjandinn framkomu skipstjór- ans stórlega vftaverða, en gat þess jafnframt, að eftir að varðskipið hefði stöðvað togarann og varð- skipsmenn farið um borð í hann, hefði Taylor skipstjóri í hvívetna sýnt fyrirmyndarframkomu. Benedikt Blöndal verjandi Taylors viðurkenndi brot ákærða og bað honum hinnar vægustu refsingar fyrir fiskveiðibrotið. Hann gat þess í varnarræðu sinni að fyrri refsi- og sektardómar yfir Taylor skipstjóra væru nú fyrndir samkvæmt íslenzkum lögum, sem gera ráð fyrir að refsidómar fyrn- ist á fimm árum. Ræður þeirra tóku um það bil eina klukkustund, en er hér var komið tilkynnti Erlendur Björns- son bæjarfógeti, að mál skj pstjór- ans yrði tekið til dóms. Var nú gert réttarhlé, en um hádegi komu dómendur og allir aðilar að máli þessu saman og hlýddu á dómsuppkvaðningu Erlends Björnssonar. Las hann dómsorðin I heyranda hljóði, en þau voru síðan þýdd á ensku af dómtúlki fyrir hinn ákærða. Virtist hann taka málalokum með stillingu. Dómsorðin voru undirrituð af Er- lendi bæjarfógeta og meðdómend- um hans, Einari Magnússyni og Trausta Magnússyni, og eru svo- hljóðandi: Ákærði sæti fangelsi í 30 daga, ákærði greiði 1,2 milljónir króna í sekt til landhelgissjóðs Islands og komi 6 mánaða varðhald í stað sektarinnar verði hún ekki greidd innan 4ra vikna frá birtingu dóms þessa. Allur afli og veiðarfæri, þar með taldir dragstrengir, togarans C.S. Forester skulu vera upptæk til landhelgissjóðs Is- lands. Akærði greiði allan sakar- kostnað, þar með talin sak- sóknaralaun í ríkissjóð, kr. 75 þúsund, og laun verjanda Benedikts Blöndal, kr. 75 þúsund. Dómi þessum skal fullnægt að lögum“ Verjandi Taylors skipstjóra til- kynnti skömmu eftir dómsupp- kvaðninguna, að Richard Taylor óskaði eftir að áfrýja dómi þess- um til Hæstaréttar Islands. Þessu næst hófu umboðsmenn eigenda togarans undirbúning að því að ganga frá nauðsynlegum tryggingum vegna máls þessa til að fá leyfi fyrir Taylor til að sigla togaranum heim til Hull. Krafizt var alls í tryggingarfjárhæð kr. 7,6 millj. — til greiðslu sektar 1,2 millj., til greiðslu tryggingar vegna nærveru Taylors, er dómur gengur í Hæstarétti 500 þús., vegna hins upptæka afla 3.890.000 kr., vegna hinna upp- tæku veiðarfæra kr. 1.345.000 og vegna alls kostnaðar sakarinnar kr. 700 þúsund. Að þessu trygg- ingum frádregnum og settum af- henti bæjarfógetinn Taylor skip- stjóra skipspapplrana og nokkru eftir hádegið lét togarinn úr höfn. Um það leyti sem dómurinn gekk bárust þær fregnir hingað, að varðskip hefði fundið troll- vörpu á floti á svipuðum slóðum og Þór tók togarann. Náði varð- skipið vörpunni og verður hún flutt til Reykjavíkur til nánari athugunar og rannsóknar til að fá úr því skorið, hvort hægt er að segja til um eiganda hennar. Við réttarhöldin bar Taylor því við, að varpan hefði slitnað aftan úr togaranum við veiðar, en í fyrstu fregnum af þessum atburði var sagt, að hugsanlega hefðu togaramenn verið látnir höggva vörpuna aftan úr togaranum I flóttatilrauninni. — „874-1974” Framhald af bls. 28 munir, sem hinar einstöku þjóð- hátíðarnefndir á landinu hafa látið útbúa. Þá má einnig nefna, að hestaleiga verður á svæðinu á vegum Fáks og er hún að sjálf- sögðu sérstaklega ætluð börnum. Fram kom á blaðamannafundi með forráðamönnum sýningar- innar I gær, að þeir leggja áherzlu á, að sýningin er liður í þjóð- hátíðarhaldi landsmanna. Búast þeir við góðri aðsókn, ekki færri en 50 þúsund manns. Vönduð sýn- ingarskrá hefur verið gefin út I tilefni sýningarinnar og kostar hún 150 krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.