Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JULI 1974 Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júnímánuð 1974, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 2% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 10% en síðan eru viðurlögin 1 1 /2% til viðbótar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 22. júlí 1 974. Vefnaðarvöruverzlun. Til sölu lítil vefnaðarvöruverzlun í Austurborg- inni. Lítill en góður vörulager. Lág leiga. Langur leigusamningur. FASTE1GN AVER hf. KLAPPARSTÍG 16, SÍMI 11411, RVÍK. Frá sumarsölunni í Lillu Tökum fram í dag síða kvenkjóla, mikið úrval í litlum númerum á 2500. Síð kvenpils frá 500 kr. Síðar kvenbuxur á 500 kr. Mussur í stórum númerum. Sportbolir með myndum á 250 kr. Nærfatnaður fyrir alla fjölskylduna. Allt mjög ódýrt og margt margt fleira. Lillah.f., Víðimel 64, sími 15146. Heilsuræktin, Auðbrekku 53 Megrunatleikfimi fyrir konur á öllum aldri tvisvar þrisvar og fjóru sinnum í viku hefst aftur 6. ágúst. Eingönqu kvöldtímar kl. 7 — 8 — 9 og 10. Sturtur — Sauna — Ljós — Gigtarlampar — Olíur — Sjampó — Sápa — Hvíld — Nudd — Viktun — Matarkúrar — Kaffi. Innritun og upplýsingar í síma 42360 eftir kl. 6. e.h. Verkamenn verkamenn óskast strax í byggingavinnu, góð laun í boði. Upplýsingar í símum 10069 á daginn eða 25632 og 3461 9 eftir kl. 1 9. Verslunarhúsnæði óskast 100 — 200 ferm. verslunarhúsnæði á jarð- hæð í austurborginni óskast til kaups. Tilboð merkt: Byggingavörur 1168 sendist Mbl. sem fvrst SÍK SÍK Fimm kórar 200 SÖNGMENN Samsöngur í HÁSKÓLABÍÓI LAUGARDAGINN 27. JÚLÍ KL. 14.30 AÐGÖNGUMIÐAR SELDIR í BÓKA- VERZLUN LÁRUSAR BLÖNDAL OG VIÐ INNGANGINN í HÁSKÓLABÍÓI. Samband íslenzkra karlkakóra 3 stútar við stýr- ið í sömu ferð MAÐUR nokkur var að skemmta sér f Keflavfk f fyrrinótt. Var hann í bfl sfnum og hafði tvær konur til þess að stytta sér stund- ir. Fyrst f stað lét hann aðra stúlk- una aka bflnum, en þegar hún hafði ekið utan í kyrrstæða bif- reið f Keflavfk, leizt karli ekki á blikuna og settist sjálfur undir stýri. Ök hann út fyrir Keflavfk, cn er þangað var komið, vildi hann láta hina stúlkuna reyna sig sem bflstjóra. Klakklaust komust þau til Reykjavíkur, en í nágrenni Borg- arspítalans fór fyrir stúlkunni sem hinni fyrri, hún ók á kyrr- stæða bifreið. Þegar lögreglan hafði svo afskipti af fólkinu var það í örfirisey, öll við skál og höfðu öll ekið. Lögreglan tók fólk- ið og setti f fangageymslu sfna. önnur kvennanna var ekki með leyfi til að aka bifreið. Sjö sinnum yfir Ermarsund Dover, 20. júli — AP. Mervyn Sharp, 25 ára gamall Breti, setti á föstudag met með því að synda sjö sinnum yfir Ermasund, frá Dover til Frakk- lands. Sharp, sem er hjólbarða- viðgerðarmaður, sló þar með met Bandaríkjamannsins Tom Hetzel og Broken Das frá Bangladesh, sem höfðu synt hina 22 mílna löngu sjóleið sex sinnum. Síðustu ferð sína synti Sharp á 13 klukkustundum og 42 minút- um. Isafjörður: Sá hæsti greið- ir 1,8 millj. kr. SKATTSKRÁ Vestfjarðakjör- dæmis verður lögð fram á Isafirði I dag. Ekki tókst blaðinu að fá upplýst hver heildarálagningin væri, en hæsti skattgreiðandinn á Isafirði er að þessu sinni Þórður Júlíusson framkvæmdastjóri, sem greiðir 1.385.546.00 kr. i tekju- skatt og kr. 401.100.00 í útsvar. Því greiðir hann samtals um 1.8 millj. kr. í opinber gjöld. Tjaldstæði á Þingvöllum Þeir sem ætla að búa í tjöldum eða hjólhýsum á Þingvöllum meðan á þjóðhátíðinni stendur þurfa að athuga eftirfarandi: 1. Tjaldsvæðin eru tvö. Annað er við Grímagilslæk á svonefndum Lækjar- bökkum ofan Almannagjár þar sem ekið er niður á Leirur. Hitt tjaldstæðið er i Skógarhólum. 2. Leyfilegt er að hefja tjöldun klukkan 2 síðdegis á fimmtudag, og siðan á föstudag og laugardag. Ætlast er til að þeir sem tjalda verði komnir í tjaldbúðirnar á laugardagskvöld í siðasta lagi, þar sem aðkeyrsluleiðum að tjaldbúðunum verður lokað vegna annarrar umferðar frá kl. 6 á sunnudagsmorgni. en notast verður við strætisvagnaferðir. 3. Frá því klukkan 2 síðdegis á fimmtudag verða tjaldstjórar þjóðhátíðarnefndar 1974 á tjaldasvæðunum. Þeir eru Magnús Jónsson og Kristján Jóhannsson og hafa með sér flokk skáta, sem aðstoða við tjöldun. Fólk er beðið að hlýða fyrirmælum þeirra og leiðbeiningum til að koma i veg fyrir tafir. 4. Hjólhýsum hefur verið ætlaður staður neðan gjár og norðan vegar að Leirum, og á Skógarhólasvæðinu eins og tjaldstjórar vísa til. 5. Hægt er að koma strax á fimmtudag til að tjalda, þótt ekki sé flutt inn í tjaldið fyrr en siðar. Tjöld ykkar og hjólhýsi verða undir stöðugu eftirliti, og þeirra verður gætt fram yfir hátíð. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND 1974. —Háaleitisbraut----------------- Á þessum vinsæla stað hef ég til sölu einkar fallega og þægilega íbúð í fjölbýlishúsi (1 hæð). íbúðin er 117 ferm., 3 svefnherbergi, tvær stofur og hol með fallegum teppum, flísalagt bað, eldhús með viðarinnréttingum og hlut- deild í fullkomnu vélaþvottahúsi. Bílskúr í smíðum. Allar uppl. gefur: Jón Einar Jakobsson /ögmaður, Aðalstræti 9, sími 17215 Heimasími 43253 Skrifstofustúlka Óskum eftir að ráða skrifstofustúlku nú þegar eða eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt. Reynsla í skrifstofu- störfum og verzlunarskóla- eða hliðstæð mennt- un æskileg. í boði er fjölbreytt og áhugavert starf og góð laun. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra. Frjálst framtak hf., Laugavegi 1 78, sími 82300 og 82302.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.