Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1974 25 BRÚÐURIN SElVí HVARF Eftir Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir Ég er algerlega sammála tilvon- andi tengdaföður mínum. Jóakim Kruse kom inn í stofuna, rólegur og að því er virtist prýðilega fyrir- kallaður. Hann settist I hæginda- stól og sagði glaðlega: — Tilvonandi... það þýðir að ég vonast eftir að fá þig fyrir tengdaföður. Og svo getur farið, að sú ósk rætist alls ekki... Christer horfði á hann. Og hvað bar fyrir augu hans? Grann- vaxinn meðalmaður með ffngert andlit og snyrtilega klæddur og í útsaumuðu vesti, hugsaði lögregluforinginn illkvittnislega. Svo sagði hann við sjálfan sig: Og sem ég er lifandi maður þá eru ekta demantar í vestishnöppun- um. Það munar ekki um það. Jóakim strauk sér gegnum hárið og sagði vegna orða Egons skömmu áður. — Ég ætla mér ekki þá dul að mótmæla kenningu þinni um að hún hafi allt I einu uppgötvað, að hana langaði hreint ekkert til að giftast mér og hafi því strokið. En ef ég hef kynnzt henni rétt, þá hefði ég haldið það væri líkara henni að ráðast á garðinn, þar sem hann er hæstur og ég hef þá trú, að hún hefði sagt mér frá þvf — f eigin persónu. Enda þótt hún hafi útlit eins og iljuvallaprin- sessa, þá er hún gædd miklum viljastyrk og auk þess er hún ákaflega heiðarleg og því finnst mér alveg fráleitt að ætla henni að stinga af — út um bakdyrnar. — Og hvaða skýringu hafið þér þá á takteinum, spurði Christer. — Hann er uppfullur af skýringum, sagði Egon og vottaði fyrir þreytu í rödd hans. — En skýringar hans eru full ævintýra- legar. Jóakim leit ásakandi á hann, og sagði: — Það er sannarlega ekki ég, sem kem með ævintýralegar skýringar, heldur er það Dina Richardsson. Það er hún, sem segir, að mín ljúfa unnusta hafi i gær um fimmleytið farið inn í blómaverzlun Fannýar Falkman — og ekki komið þaðan út framar! Nú, ef við eigum að leggja einhvern trúnað á slfka fullyrðingu, hvað á þá að ætla um framhaldið? Til að komast að bak- dyrunum — sem eru að sjálf- sögðu til — þá verður hún að hafa rutt sér braut framhjá hinni pattaralegu blómasölukonu. Og frúin segir nei. Og reyndar, ef hún hefur einhvern veginn séð við konunni á dularfullan hátt og hefur farið út úr verzluninni... hvað er þá til ráða minn kæri Watson? Ég hef verið hér í Skóg- um í hálft ár og ég veit, að það er fásinna að halda þvf fram, að nokkur geti komizt svo mikið sem hænufet án þess að eftir því sé tekið. Og Anneli... Það eina, sem bærinn hefur talað um upp á síð- kastið er þetta blessaða brúð- kaup, svo að greinargóð skýrsla um ferðir Annelis ætti að hafa borizt okkur til eyrna fyrir löngu. Það er að segja: ef um einhverjar ferðir er að ræða. .. Christer kinkaði seinlega kolli. Hann hafði sjálfur verið að hugsa um hið sama. Gretel Ström horfða ráðvillt á tilvonandi tengdason sinn. — En — en ekki getur hun verið enn hjá Fanný? Hann yppti öxlum og virtist áhyggjulítill um þetta allt. — Kannski hún sitji í felum niðrf kjallaranum. Eða uppi á hanabjálka. Þegar það var tekið með í reikninginn, að hann var brúð- gumi dagsins — og virtist vera í þann veginn að missa brúði sína út úr höndunum, ef hann hafði ekki þegar glatað henni, þá var framkoma hans sannast sagna áberandi kærulaus. En á hinn bóginn reyndi hann kannski að dylja kvfða sinn bak við þetta kæruleysi. Gretel leizt ekki á þetta. — Að heyra hvernig þú talar, sagði hún og reis snögglega upp. — Þú lætur eins og þetta skipti þig ekki neinu máli. En þetta verður að hafa sinn gang. Nú hringi ég til kaupmannsins og spyr hann hvers vegna hann sé ekki kominn með kjötið. Það kemur dagur eftir þennan dag. Christer leit svo á, að þetta væri bending til hans um að fara sína leið og þar sem honum skildist, að lftið var á því að græða áð tefja lengur á Sjávarbökkum kvaddi hann fólkið og gekk af stað. Veðrið skartaði sínu fegursta, sólin skein og skýhnoðri sást ekki á himni. Sú hugsun hvarflaði að honum fáein andartök, að það væri ágætt, hann þyrfti ekki að klæða sig f kjól og hvítt í dag, en svo vísaði hann þeirri hugsun frá sér, hún var illgirnisleg og auk þess hafði hann hugboð um að betri væri sá kostur en hinn, sem biði, ef ekkert yrði af brúðkaup- inu. Þegar hann gekk framhjá húsi Richardssons heyrði hann Dinu kalla á sig. Hann gekk inn á flöt- ina og skiptist á nokkrum orðum við hana. Hún var í rauðum síð- buxum og ermalausri blússu. Hún sagði: — Æ, vertu ekki að líta á mig, þvf að ég er með þessar rúllur í hárinu. En hann leit samt á hana og sá, að hún var jafn aðlaðandi og honum hafði fundizt kvöldið áður, — þrátt fyrir rúllurnar í hárinu. Svo hallaði hún sér fram og spurði: — Ekkert nýtt? Hann hristi höfuðið og hún hélt áfram: — Þarna sjáið þið. Ég hafði rétt fyrir mér. Það er eitthvað dular- fullt við hvarf hennar. En þetta er svei mér eins geggjað og það getur verið. Verður brúðkaup eða verður ekki brúðkaup? Og það, sem er enn mikilvægara: verður kvöldverður á hótelinu með laxi, kampavíni og jarðarberjum? Ég er ein heima og það er ekki matar- biti til í húsinu. Hún virtist ekki taka það mjög nærri sér lengur, aó bezta vin- kona hennar var horfin. Hún brosti glaðlega við Christer og hann gat ekki annað en brosað á móti: — Ég lofa, ef illa fer, skal ég bjóða þér í kvöldmat á hótelinu. — Æ, það var ljómandi. Þá er þó einhver tilgangur í að vera að punta sig. A ég að vera í sfðum kjól? Christer setti upp uppgerðar- mæðusvip. — Já, og ég í kjól og hvítt. Nú, það verður víst að hafa það, fyrst ég fór að taka búninginn með mér hingað. Meðan hann sagði þessi orð, tók hann eftir, að hún var að fylgjast með einhverju að baki honum. Hann leit um öxl. Ungur maður hallaði sér upp að öðrum hliðarstólpanum. Hárið var ljóst og þykkt og hann hafði geðslegt, útitekið andlit. Hann var í hvftri skyrtu og bindislaus. Hann ætlaði að fara að kalla glaðlega til Dinu, en breytingin í svip hans, þegar hann kom auga á Christer var snögg. Kátfnan hvarf VELVAKAIMOI Velvakandi svarar i sima 1.0-100 kl. 1 0.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags. 0 Kjördæma- breytingar Að loknum þingkosningum hef- ur nokkuð verið um það rætt, að nauðsyn sé á breyttri kjördæma- skipan hér á landi. Vafalaust á það mál eftir að vera á dagskrá lengi og ólíklegt, að allir verði á eitt sáttir. Skúli Ölafsson, Klapparstíg 10, hefur sent Vel- vakanda bréf, þar sem hann ræðir þessi mál og leggur fram tillögur. Væri gaman að heyra fleiri raddir um þetta mál. — Bréf Skúla fer hér á eftir: „Allir virðast sammála um að breyta þurfi kjördæmaskipaninni vegna mikilla búferlaflutninga frá þvf er síðustu kosningalög tóku gildi. Uppbótarþingsæti skiptast að jafnaði á milli Reykjavikur, Reykjaness og fámennustu kjör- dæmanna. Fámennustu kjör- dæmin, Norðurland vestra, Vest- firðir og Austfirðir, fengu jafn- marga þingfulltrúa 1971 og Norðurland eystra og Suðurland, sem voru helmingi mannfleiri en þau fámennustu. Þetta misrétti utan Reykjavíkursvæðisins sýnir bezt, að breytinga er þörf. 0 Meira jafnvægi Við erum búin að fá reynslu af einmennings- og tvímennings- kjördæmum, þar sem eitt atkvæði réð þvf hvort 2 fulltrúar frá sama flokki náðu kosningu eða enginn (hlutkesti á stundum). Þetta kerfi var óhæft. Til þess að jafna kosningarétt og fækka uppbótar- þingsætum eða losna við þau, jafnframt því að fjölga ekki þing- mönnum úr 60, þarf að ná jafn- vægi i kjördæmunum utan Reykjavíkursvæðisins. En þá verður jafnframt að taka tillit til samstöðu hvers kjördæmis. Þetta mætti gera með eftirfarandi breytingur á kjördæmunum: 0 Ný kjördæma- skipan 1. Austfirðir og Norður-Þing- eyjarsýsla. — Miðstöð kjördæmis- ins á Egilsstöðum gæti með bætt- um samgöngum við Vopnafjörð (jarðgöngum á Hellisheiði?) orð- ið tengiliður alls Norð-Austur- lands. 2. Norðurland. — Suður-Þing- eyjarsýsla til og með Skagafirði, Ólafsfirði og Dalvík. Vaxandi út- gerð f þessu kjördæmi gæti eflt samstöðu þessa landshluta og Siglufjörður liggur miðsvæðis. 3. Akureyri og sveitir Eyja- fjarðar. 4. Vestfirðir, Dalasýsla og Húnavatnssýslur. — Þetta kjör- dæmi er ef til vill ósamstætt, en til forna var gerð undantekning um val þingfulltrúa (goða) úr öðrum fjórðungi en menn áttu búsetu í. Þetta gilti aðeins á þessu svæði svo að lengi voru þessi héruð tengd. Með Djúpvegi gæti Hólmavík orðið tengiliður í sam- göngum Isfirðinga við aðra lands- hluta. 5. Vesturlandskjördæmi. — I stað Dalasýslu kæmi Kjósarsýsla. Borgarnes er Ifklegust miðstöð kjördæmisins. 6. Kópavogur og Seltjarnarnes. 7. Reykjanes og Hafnarfjörður. 8. Suðurland óbreytt. 9. —12. Reykjavík 4 kjördæmi, vestur- og miðborg, tvö f austur- borg og svo Breiðholt. • Fjöldi þingmanna 1 hverju kjördæmi er reiknað með 5 þingmönnum, eða 60 alls. En þar sem gert er ráð fyrir að afnema efri deild væri vel athug- andi að fækka þingmönnum i 48, eða 4 fyrir hvert kjördæmi. Fækkun þingmanna er að vísu ekki auðveld í framkvæmd frekar en glíman við dýrtíðina, en hitt væri hreint glapræði að fjölga þeim úr 60. Skúli Ólafsson." 0 Kransinn í friði Oftar er skrifað um það, sem miður fer eða vekur hjá mönnum gremju, en hitt, sem vel er gert eða gleður augað. Hér er bréf frá konu, sem gladdist 17. júnf. „Kæri Velvakandi. Ég má til með að skrifa þér örfáar línur til þess að láta í ljós ánægju mína með, hve hátiða- höldin 17. júnf hér í Reykjavík tókust vel. Með hálfum huga fór ég niður í miðbæ þá um kvöldið og hvilíkur munur og á undan- förnum þjóðhátíðardögum. Nú voru dansskemmtanirnar hafðar á mörgum stöðum í bænum, en í miðbænum var allt kyrrt og hljótt, en þó með hátíðarsvip. Það, sem gladdi mig þó mest, var að koma á Austurvöll og sjá þar kransinn við styttu Jóns Sigurðs- sonar. Hann var þarna fallegur og óskemmdur eins og forsetinn hefði lagt hann við fótstallinn. Ölfkt var nú skemmtilegra að sjá hann svona en tættan og rifinn eins og á undanförnum árum. Það er nú einu sinni svona maður er farinn að reikna með, að allt sé skemmt og fái ekki að vera f friði. Roskin kona.“ vew 'dEvi Guvwm ELW(\ VBi)A mav, K\biW W/'MAR * margfoldar markad vdar Guð blessi ykkur öll, sem sýnduð mér vin- áttu á 85 ára afmæl- inu 1 7. júlí. Lifið heil. Þuríður Gísladóttir, Mévahlíð 7. Félaaslíl K rist n i boðssa m ba n dið Samkoma verður i kristniboðshús- inu Betania, Laufásvegi 1 3 i kvöld kl. 20.30. Jóhannes Sigurðsson prentari og Páll Friðriksson, húsas. tala. Allir eru velkomnir. Hörgshlíð 1 2 Almenn samkoma — boðun fagn- aðarerindisins i kvöld miðvikudag, kl. 8. Hjálpræðisherinn Fimmtudag kl. 20.30. STÓR- SAMKOMA. Major Guðfinna J6- hannesdóttir, forstöðukona og kennari við Kvennadeildina i her- skólanum i Osló. stjórnar og talar. Allir velkomnir. Föstudagur kl. 20. Kjölur — Kerlingarfjöll, Landmannalaugar — Veiðivötn, Þórsmörk, Tindafjallajökull, Sumarleyfisferð 27/7 — 1 /8. Laki — Eldgjá — Fjallabaksvegur syðri. Ferðafélag íslands. Öldugötu 3, simar: 1 9533 — 1 1 798. Miðvikudag kl. 8. Þórsmörk, kl. 20. Seljadalur, Verð kr. 400. Farmiðar við bil. Sumarleyfisferð 27/7 — 1 /8. Laki — Eldgjá — Fjallabaksvegur syðri. Ferðafélag íslands, Öldugötu 3. simar: 1 9633 — 1 1 798. 26—28. júlí ferð i Krók og að Markafljótsgljúfr- um. 27.-28. júli ferð i Þórsmörk. Uppl. i skrifstof- unni daglega frá kl. 1—5 og á kvöldin frá 8 —10. Sími24950. Farfuglar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.