Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.07.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. JULÍ 1974 7 Hér á eftir fer fyrri hluti úrdráttar úr skýrslu Veiðimálastofnunarinn- ar um rannsóknastörf f eldisstöðinni f Kollafirði á sl. ári. t skýrsiunni er að finna mikinn frððleik um starfsemi stöðvarinn- ar, sem heima á I þætti sem þessum. A'skRaekC og fekeLDí eftir Ingva Hrafn Jónsson Rannsoknir í Laxeldis- stöðiimi í KoflaJörði ’73 A árinu 1973 var haldið áfram með ýmis verkefni, sem hafin voru árið áður. Helzt þessara verkefna eru: a) Merkingar og endur- heimta gönguseiða og hoplaxa. b) Endurbætur á göngu- ástandi eins árs gönguseiða. c) Flýting hrogna til að fá stærri eins árs seiði. d) Kynbætur á laxi. Ennfremur voru tekin upp ýmis ný verkefni: a) Gerðar tilraunir með fððr- un tilvonandi eins árs -göngu- seiða með feitu og ófeitu fóðri. b) Gerðar tilraunir með þjálfun tilvonandi eins árs gönguseiða. ir 209 laxar með hoplaxamerkj- um af endurbættri Lea-gerð. Þar fyrir utan voru 96 með Carlin-merkjum. Samtals var því sleppt 328 merktum hoplöx- um. Þessir laxar koma aftur sumarið 1974. Sumarið 1973 var mjög árangursríkt hvað snertir endurheimtu laxaseiða. Heildarendurheimta af slepp- ingum 1972 var milli 15 og 20%. Eins árs seiði, sem verið höfðu í ljósatilraunum vet- urinn 1971—’72, skiluðu sér ná- lega 2%, sem er tíföld endur- heimta miðað við það, sem áður hafði þekkzt I stöðinni. Endur- heimta merktra tveggja ára c) Flýting hrogna Þann 1. febrúar 1973 voru 35.000 augnhrogn úr Z-flokki sett í upphitað vatn I tveimur nýjum klakrennum í nýja eldis- húsinu. Þessi hrogn höfðu verið við náttúrulegt hitastig fram að þessum tíma. Meðalhiti á hrognunum frá augnhrogna- stigi fram að klaki var um 4°C, en 8.5°C frá klaki fram að fóðr- un. Helztu vandamál I sam- bandi við slíka upphitun á klak- vatni er yfirmettun með ýms- um lofttegundum, einkum sýrefni. Þetta loft sezt undir klakskúffurnar og geta valdið hrognadauða. Einnig eru venjuleg yfirmettunarvanda- Unnið við merkingar á hoplaxi f Koílafirði. c) Könnun á seltuþoli þriggja mismunandi göngu- seiðahópa. d) Sjóeldistilraun I lftilli flotkvf á sjótjörninni sem framhald af . seltuþolstilraum með það fyrir augum að sleppa seiðunum að hausti. e) Gerð úttekt á rýmisþörf og nýtingu innan eldisstöðvar- innar og gerðar áætlanir um nýtingu stöðvarinnar á næstu árum. Nú verður gerð nánari grein fyrir verkefnunum og niður- stöðum ef þær liggja fyrir. á) Merkingar og endurheimta Vorið 1973 voru merkt 9.800 gönguseiði f eldisstöðinni, ýmist með Carlin-merkjum eða enskum plastmerkjum. Þar af reyndust vera 1000 eins árs seiði óhæf til sleppinga. Var því ekki sleppt nema 8.800 merkt- um seiðum úr stöðinni. Sleppt var 2.300 eins árs seiðum með klipptan veiðiugga. Ómerkt seiði voru 11.800. Heildarslepp- ing úr stöðinni var því 22.900 seiði. Endurheimta úr þessum seiðahópum fæst fyrst sumarið 1974. I ársbyrjun 1973 var sleppt 147 löxum með hoplaxamerkj- um. Aðeins voru merkt um 60% af þeim löxum, sem lifandi voru, og var öllum blindum og særðum löxum sleppt við merkingu. Þessi viðleitni bar þann árangur, að um 30% af þessum löxum skiluðu sér aft- ur sumarið 1973. í desember 1973 voru merkt- seiða var 5.7%, sem er einu prósenti betra en árið áður, þó að segja megi, að þessi tvö ár séu almennt af sömu stærðar- gráðu. Endurheimta klipptra laxaseiða var 7%, sem verður að teljast mjög gott miðað við það, að meðalstærð þessara seiða við klippingu var aðeir t 14 sm. Endurheimta merktra seiða í sama stærðarflokki var nálægt 3.5%. Eitt það athyglis- verðastá, sem kom I ljós, var það, að um 10% þeirra tveggja ára seiða úr ljósatilrauninni, sem skiluðu sér, komu fram annars staðar en í Kollafirði samanborið við tæp 3% hjá öðr- um hópum tveggja ára seiða. Raunveruleg ástæða fyrir þessu liggur ekki fyrir. b) Endurbætur á gönguástandi eins árs seiða Veturinn 1972—’73 voru höfð eins árs seiði undir gegnsæju þaki I gamla eldishúsinu. Hér var um að ræða 7—8000 seiði I byrjun vetrar. Þessi seiði fengu enga birtu nema þá náttúru- legu, sem kom í gegnum þakið. Hitastig var haft hátt (8—10°C) nema í u.þ.b. einn mánuð um áramótin. Þessum seiðum var I lok apríl skipt niður í hina ýmsu hópa, sem rætt verður um hér á eftir. Seiðin voru á göngutima orðin sérstaklega vel silfruð og uggar sérstaklega fallegir. Það þarf því enga sérstaka bjartsýni til að búast við sæmilegum endur- heimtum þessara seiða 1974. mál I sambandi við ungseiðin. Ef frá er talið slys vegna stoppunar I rennsli þann 25. maí var dauði I þessum hrogn- um og seiðum eðlilegur. I annarri rennunni var 20% dauði frá upphafi klaks fram i lok júlí. Dauðinn í hinni renn- unni var á sama tíma um 30%. Þessi dauði er sambærilegur við það, sem gerist i óupp- hituðu klakvatni. Það er því ekki óeðlilegt að hefja stór- fellda upphitun á klakvatni árið 1974 með tilheyrandi loft- un. d) Kynbætur á laxi Kynbótaval á undaneldislaxi fór fram með svipuðum hætti og undanfarin ár. Fyrst voru valdir úr allir stærstu hængarn- ir og hrygnurnar við kistuna. Þegar laxinn hafði verið fluttur í hús voru valdir saman stærstu Iaxarnir í hverjum aldursflokki miðað við aldur úr sjó. Tveggja og þriggja ára laxi úr sjó var ekki haldið aðgreindum. Hop- löxum var einnig haldið sér. Miðað er við, að hrogn úr smæsta laxinum verði höfð á boðstólum á almennum markaði annaðhvort sem hrogn eða seiði. Hrognaflokkarnir eru sem hér segir: X Undan fallegustu eins árs fiskunum. Y Undan fallegustu tveggja og þriggja ára fiskunum. Z Undan meðalstórum eins áras fiskum. H Undan hoplöxum. A1 Undan smæstu eins, tveggja og þriggja ára löxum. Ung barnlaus hjón óska eftir litilli íbúð til leigu. Reglusemi og góðri umgengni heitið. Uppl. i síma 35579 eftir kl. 1 8. Keflavík — Atvinna. Einn til tveir verkamenn óskast, meiga vera vaktavinnumenn. Stapafell, sími 2300. Trilla til sölu Til sölu er 316 t frambyggð trilla. Bensinvél, Simrad-dýptarmælir. Uppl. á morgun (fimmtud.) i sima 42434 kl. 17 — 19. Verð fjarverandi frá 22. júlí til 26. ágúst. Stað- gengill Jón K. Jóhannsson, Domus Medica, simi 191 20. Björn Onundarson, læknir. -Til sölu FORD CORTINA 1300 L. árg. 1971. Mjög vel með farin. Ekin aðeins 25.000 km. Simi 41095 eftirkl. 4.00. Rýmingarsala Rýmingarsala á garni og handa- vinnu í nokkra daga. Hof, Þingholtsstræti 1. Til sölu Citroen Ami 8 Station árg. '71. Einnig svefnsófi og svefnbekkur. Uppl. i sima 41054 eftir kl. 19 næstu kvöld. Trésmiðir óskast i mótasmíði. Upp. i sima 31 104. Vörubíll óskast Mercedes Benz eða Man. 16 tonna heildarþyngd. Framdrif æskilegt. Upplýsingar i sima 85064. Húsamálun Málarameistari getur bætt við sig málningarvinnu. Simi 3-42-62. Reiðhestar 2 reiðhestar til sölu 6 og 7 vetra. Upp. i sima 52703 á kvöldin. Stúlkur óskast i eldhús og borðsal Hrafnistu. Upplýsingar hjá bryta i sima 35133. Til sölu Chervolet Vega árg. '74 ekinn aðeins 4000 þús. km greiðslukjör möguleg. Nánari upplýsingar i sima 25891. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa i fatabúð ágústmánuð vegna sumarleyfa. — Umsóknir sendist i pósti merkt- ar pósthólf 502. Ungan Skota vantar vinnu og húsnæði frá og með 1. okt. n.k. Upplýsingar í sima 35300. Blazer '74 Til sölu Blazer '74, sjálfskipting, vökvastýri, vökvabremsur, stereo- tæki, klæddur, sem nýr. Uppl. í síma 21883. Notuð vélsög i borði óskast. Ekki með þriggja fasa mótor. Hringið i sima 71672 á kvöldin. Fyrir heimilið stereosett og plötuspilarar. í bilinn margar gerðir stereosegulbanda. F. Björnsson, Radíóverzlun, Bergþórugötu 2, sími 23889. íbúð óskast til leigu. 2—3 herbergja ibúð óskast til- leigu, helzt i Mið- eða Vesturbæn- um. Fyrirframgreiðsla. Nánari uppl. í sima 1 5959 frá kl. 9—5. Ytri-Njarvik til sölu 3ja herb. ibúð við Holts- götu, hagkvæm greiðslukjör. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns. Vatnesvegi 20, Keflavik. Simi 1263 og 2890. íbúð óskast Ung hjón nýkomin frá námi er- lendis óska eftir 3ja herb. íbúð. Reglusemi. Skilvisri mánaðar- greiðslu og góðri umgengni heitið. Simi 10287. Keflavik Til sölu góð 4ra herb. sérhæð við Hólabraut. Fasteignasala Vilhjálms og Guðfinns, Vatnsnesvegi 20, Keflavik. Simar 1 263 og 2890. Hjólhýsi Lítið notað vel með íarið hjólhýsi til sölu. Sími 33359, kl. 19 — 22 í kvöld. is&l ÞBR ER EITTHURfl $ FVRIRRLLR ^ |Wíir0imbIaÍ>i& Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðar, skemmdar eftir árekstra: MAZDA 818 1 974 FORD MUSTANG 1967 FORD KAPRI 1600 1974 VOLGA fólksbifreið 1 973 VOLKSWAGEN 1500 1967 Bifreiðarnar verða til sýnis í dag í vöruskemmu Jökla h.f., við Héðinsgötu (við hliðina á Land- flutningum), frá kl. 1 2.30—1 7.00. Tilboðum sé skilað á skrifstofu vora eigi síðar en fimmtudaginn 25. júlí, 1 974. 77? YGGINGA MIÐS TÖÐ/N H. F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.