Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 Þannig lokuðu Þorlákshafnarbúar veginum með þvf að Ieggja bflum I hlið Landgræðslunnar. — Ljósm.: Tómas Mótmæli Þorlákshafnarbúa: Lokuðu veginum og krefjast varanlegs vegar ÞORLAKSHAFNARBÚAR efndu f fyrrinótt til mótmælaaðgerða vegna slæms ástands vegarins að kauptúninu, og krafna um varan- lega vegagerð að þvf. A miðnætti lokaði fólkið veginum rétt við vegamótin niður að Þorlákshöfn mcð þvf að leggja bílum í land- græðsluhliðið og var vegurinn ekki opnaður aftur fyrr en klukk- an 11 f gærmorgun. Höfðu þá safnazt um 50 til 60 bflar við farartálmana og biðu þeir rólegir eftir að komast leiðar sinnar. Franklín Benjamfnsson, frétta- ritari Mbl. í Þorlákshöfn tjáði Mbl. í gær, að menn hafi verið orðnir langþreyttir á því hve veg- urinn væri slæmur og illfær og ástandið hefði sffellt farið versn andi. Beðið hefði verið um hefla, en ekkert gerðist. Þvf gripu Þor- lákshafnarbúar til þess ráðs að stöðva alla umferð um veginn til þess að vekja athygli á þessu mikla hagsmunamáli þeirra, að vegurinn yrði lagfærður. Franklín sagði að stöðvun um- ferðarinnar hefði ekki verið neitt vandamál, þvi að allir hefðu skil- ið málið og haft samúð með málstaó íbúanna í Þorláks- höfn. Lítil umferð var um nóttina, en um morguninn lifnaði yfir henni og um klukkan 11, er opnað var að nýju.biðu um 50 til 60 bílar. Lög- reglan á Selfossi kom um nóttina til þess að aðgæta, hvað væri á seyði, en skipti sér ekki frekar af aðgerðum, þar sem svo var litið á Framhald á bls. 16 4. bókin í ritsafni Guðmund- ar Böðvarssonar að koma út Ljóðabók eftir 17 skáld til- einkuð 1100 ára afmælinu — ÞÆR bækur sem mun bera hæst f jólabókaflóðinu frá okkur, eru 4. bókin f ritsafni Guðmundar heitins Böðvarssonar og Ijóðabók- in „Til landsins", en f henni eru valin Ijóð eftir 17 fslenzka höf- unda, sagði Bragi Þórðarson framkvæmdastjóri Prentverks Akraness f samtali við blaðið f gær. Bragi sagði, að þessi bók Guð- mundar Böðvarssonar væri sú fjórða í röðinni, sem innihéldi rit- safn hans. Þessi bók væri að lík- indum sú merkasta af þeim öll- um, þar sem mikill hluti efnisins hefur aldrei birst áður. Fyrsti hluti bókarinnar heitir „Ljóð æskunnar". Eru það elztu Ijóð Guðmundar ort á hans æskuárum og safnaði Guðmundur þeim saman síðustu árin, sem hann lifði. Hann skrifar sjálfur formála bókarinnar og gerir grein fyrir öllu ritsafni sínu. Hafði hann lok- ið við að semja formálaann þrem- ur vikum áður en hann lést. Þeir Jóhann Hjálmarsson skáld og Sverrir ilaraldsson listmálari eiga veg og vanda að bókinni „Til landsins.“ í bókinni, sem er gefin út í tilefni 1100 ára afmælis ís- landsbyggðar, er að finna 34 Ijóð eftir 17 íslenzka nútímahöfunda. Jóhann hefur valið öll ljóðin og sfðan hefur Sverrir séð um að skreyta bókina. Þá sagði Bragi, að af öðrum bókum, sem Prentverkið gæfi út mætti nefna Vippi leysir vand- ann. Er þetta þriðja og sfðasta bókin í bókaflokknum um Vippa, en þessar bækur hafa reynst mjög vinsælar meðal barna. Teikningar eru í bókinni eftir Halldór Péturs- son listmálara. Af þýddum bókum má nefna „Eftirlýstur af Gestapo“, er það sönn frásögn um Norðmanninn Jan Balsrud, sem eltur var um hálendi Noregs í stórhrfð og vetrarhörkum af þýzkum her- mönnum. Þurfti Jan að líða mjög miklar þjáningar áður, en hann slapp frá Þjóðverjunum. I gær var busavfgsla við menntaskóiann við Tjörnina og þá voru nemendurnir nýju baðaðir á all hressilegan hátt. Ekki vildu allir koma með góðu, og því voru þeir bornir að baðstaðnum með valdi. Ljósm. Mbl.: Brynjólfur. Meðalafli stærri skuttogara 11,2 lestir á dag 9 lestir hjá þeim minni úthaldsdag kr. 229.662,00. Vigri RE 72 hefur aðeins farið tvær veiðiferðir á árinu. I þeim hefur skipið fengið 207 lestir og meðal- verðið fyrir fiskinn var kr. 25.08 Úthaldsdagar voru hins vegar 32, meðalskiptaverð pr. kg 25.08, skiptaverð pr. dag kr. 162.933,00. Meðalskiptaverð fyrir aflann hjá stærri skuttogurunum er kr. 20,05, meðalafli pr. dag er 11.2 lestir og meðalskiptaverð pr. dag 225.214,00 kr. Af síðutogurunum hefur Vík- ingur AK aflað fyrir 44,2 millj. kr. Narfi RE hefur hins vegar bezta meðalverðið kr. 23,03. Mestan meðalafla pr. dag hefur Þormóð- ur goði með 9,2 lestir, en gmali Hjörleifur hefur fengið 8,6 lestir að meðaltali á dag. Meðalskiptaverðmæti pr. kg er hjá síðutogurunum kr. 20,25, með- alafli pr. dag 8.3 lestir og meðal- skiptaverð pr. dag kr. 168.163,00. Á framangreindu má sjá, að minni skuttogararnir virðast vera með betri fisk, en þeir stærri, því þeir fá kr. 23.53 að meðaltali fyrir hvert kg en þeir stærri fá kr. 20,05. Stærri skipin afla hins veg- ar mun meira á hverjum degi eða 11,2 lestir á móti 9 lestum. LIVERPOOL sigraði 11:0 í GÆRKVÖLDI fóru fram nokkrir leikir I Evrópubikar- keppninni I knattspyrnu, en úrslit höfðu aðeins borizt úr fáum þeirra er Mbl. fór f prentun. Liverpool, Englandi, sigraði Strömgodset frá Noregi I bikar- keppni bikarhafa með 11 mörkum gegn engu. Mörk Liverpool skoruðu Lindsay, Thompson 2, Boersma 2, Heighway, Cormach, Hughes, Smith, Kennedy og Callaghan. Staðan í hálfleik var 5—0. Einstracht Frankfurt frá Vestur-Þýzkalandi sigraði Monaco frá Frakklandi í bikar- keppni bikarhafa 3—0. Mörkin skoruðu: Holzenbein 2 og Rohrbach. Olympique frá Frakklandi sigraði svo Red Boys frá Luxem- burg 7—0. í UEFA-bikarkeppn- inni. Þá fóru nokkrir leikir fram í ensku 2. deildar keppninni í fyrrakvöld og gærkvöldi og urðu úrslit þeirra þessi: Millwall — Manch. Utd. 0—1 Bristol R. — Portsmouth 1—2 YorkCity—Oxford U. 1—1 Þá sigraði Norwich City Bolton Wanderes 3—1 í leik liðanna í ensku deildarbikarkeppninni og Queens Park Rangers sigraði Orient 3—0. MORGUNBLAÐINU hefur borizt skýrsla, sem Landsamband fs- lenzkra útvegsmanna hefur tekið saman um aflabrögð togaraflota landsmanna á árinu. Nær þessi skýrsla til 31 skuttogara af minni gerð, 15 skuttogara af stærr gerð og 6 sfðutogara. 1 þessari skýrslu getur að finna aflamagn, afla- magn pr. úthaldsdag, meðal- skiptaverðmæti pr. kg, meðalafla pr. úthaldsdag, brúttóverðmæti aflans og löndunarfjölda. Þarna kemur t.d. fram að elzti skuttog- ari landsins, Barði NK 120 fiskar hvað bezt af minni skuttogurun- um og að okkar elzti sfðutogari, Hjörleifur RE 211 er f öðru sæti sfðutogaranna. Ef litið er á rríinni skuttogarana fyrst þá sést aö Bessi ÍS 410 er með mestan meðalafla pr. dag 11,9 lestir. Skipið er ennfremur með hæsta brúttóverðmætið frá áramótum 74,2 millj. kr. Meðal- skiptaverð á Bessa er kr. 24.18 og úthaldsdagar 235. Meðalskipta- verð á skipinu pr. úthaldsdag er kr. 288.592,00. I öðru sæti er Barði NK 120, sem hefur fiskað fyrir 66.5 millj. kr„ og meðalafli pr. dag er 10,4 lestir. Þar er með- alskiptaverð pr. kg kr. 23.84, en skipfaverð pr. dag kr. 248.900,00. Þá kemur Bjartur NK, sem fiskað hefur fyrir 66 millj. kr. Meðalafli pr. dag er 10,4 lestir, meðalskipta- verð kr. 25.09 og skiptaverð pr. dag kr. 261.049,00. Bessi hefur landað 2.804 lestum í 28 löndun- um, Barði hefur landað 2.536 lest- um f 25 löndunum og Bjartur hef- ur landað 2.382 lestum í 21 sjó- ferð. Þess verður að geta, að hæsta skiptaverð pr. kg hefur Ljósafell SU 70 fengið, kr. 25.39. Meðalskiptaverð pr. kíló hjá minni skuttogurunum er kr. 32,53, afli pr. úthaldsdag 9 lestir og meðalskiptaverð pr. úthalds- dag kr. 210.856,00. Taflan um skuttogara af stærri gerð gefur ekki eins mikinn heild- arsvip, þar sem mjög margir tog- aranna komu ekki fyrr en á þessu ári. Hvað aflamagn og verðmæti snertir er Ögri RE 72 langhæstur, en skipið hefur fiskað fyrir 81.8 millj. kr. í 12 veiðiferðum Meðal- afli á dag er 14.1 lest og meðal- skiptaverð pr. kg kr. 20.29. Meðal- skiptaverð pr. úthaldsdag er kr. 225.214,00. Sólbakur EA 5 hefur aflað 2.211 lestir í 15 veiðiferðum. Brúttóaflaverðmæti er kr. 56.6 millj. kr. Meðalskiptaverð er kr. 22.68, meðalafli pr. úthaldsdag 10,1 lest og meðalskiptaverð pr. 180 þús. fjár slátrað í slát- urhúsum Sláturfélagsins Ekkertkjöt í verzlanir SAUÐFJARSLATRUN - hófst f sláturhúsum Sláturfélags Suður- lands á mánudaginn og f gær. AIIs verður slátrað f húsum félagsins að þessu sinni um 180 þúsund fjár, sem er um 12 þúsund fjár fleira en f fyrra. Þó að slátrun sé hafin, er kjöt ekki enn komið f verzlanir félagsins, þar sem verð á haustslátruðu hefur enn ekki verið samþykkt af rfkisstjórn- inni. — Við erum í stanzlausu sam- bandi við Framleiðsluráð land- búnaðarins og um leið og verð- ákvörðunin verður tekin, verður farið að flytja kjöt í verzlanir, sagði Vigfús Tómasson sölustjóri S.S., þegar við ræddum við hann í gær, og bætti við: Ég verð að segja, að við erum lftt hrifnir af að ekki sé enn búið að taka verð- ákvörðunina. Nú verðum við að stafla kjötinu upp í frystigeymsl- um frystihúsanna og ef verð- ákvörðunin verður ekki tekin fyrr en á fimmtudag eða föstudag. er hæpið að okkur takist að koma nægu kjöti í verzlanirnar fyrir helgina, því vitað er að eftirspurn verður þá gffurleg, eftir þann kindakjötsskort, sem búinn er að vera upp á síðkastið. Þá sagði Vigfús, að slátursala væri ekki enn hafin hjá fyrirtæk- inu, en hún hæfist að líkindum eftir helgi, ef verð á slengi yrði þá komið. Aður en sala slengjum hæfist þyrfti vernjulega að láta svíða um 10 þúsund hausa og það eitt tæki eðlilega nokkurn tfma. Hann sagði, að flestu fénu yrði slátrað f Árnessýslu eða rösklega 50 þúsund. í Árnessýslu á SS sláturhús á Selfossi og að Laugar- ási í Biskupstungum. I Rangár- vallasýslu verður slátrað á Hellu og f Djúpadal við Hvolsvöll. Þá er ennfremur slátrað i Vík í Mýrdal, Kirkjubæjarklaustri og að Laxár- brú í Leirársveit.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.