Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 7 ftskRaekC ogfís keLöí Eftir Ingva Hrafn Jónsson „Laxinn í ár miklu vænni” spjallað við Jón Sveinsson laxabónda í Lárósi „Bóndinn fær ekki meira af fjalli en hann rekur þó að ævintýrio geti gerst", sagði Jón Sveinsson laxabóndi í Lárósi er við höfðum sam- band við hann og spurðum hann um árangurinn í sumar „Ég tel að vertíðin sé nú lokið í ár og endurheimturnar hjá okkur voru rúmlega 700 laxar. Þetta er nokkru minna magn en undanfarin ár, en í samræmi við það magn sem við höfum sleppt. Hins vegar bregður svo við, að laxinn í ár hefur verið miklu vænni en undanfarið og allt að helmingurinn stórlax. Stærsti laxinn, sem við fengum í sumar vó 30 pund og við fengum marga laxa yfir 20 pund, en megnið var þetta frá 1 2—20 pund. Þetta bendir til að megnið af laxinum, sem gekk í sumar hafi verið búinn að vera 2 ár í sjó í stað eins árs, eins og venjulegra er. — Hvernig seiði notið þið til sleppingar? — Við höfum lagt áherzlu á kviðpokaseiði fram til þessa, en byrjuðum I fyrra- sumar að sleppa sumaröld- um seiðum og slepptum þá alls 200 þúsund slíkum seiðum og í sumar sleppt- um við 500 þúsund sumar- öldum. — Hvað hafið þið þá alls sleppt mörgum seiðum og hverjar hafa endur- heimturnar verið? — Frá 1966 höfum við sleppt tæpum 4 milljónum kviðpokaseiða, milljón sumaröldum, um 130 þúsund sjógönguseiðum og auk þess talsverðu af bleikju- seiðum. Endurheimturnar eru sem hér segir. Árið 1 966 fengum við 2 laxa, 1967 voru þeir 230, 320 1968, 1969 komu 311 laxar, 1970 urðu þeir 620 og svo kom stóra árið 1971, en þá endurheimtust 2564 laxar, 1 308 árið eftir og í fyrra voru þeir 1800. Með því sem komið hefur I sumar hafa Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Sveinsson með fallega eldislaxa. Jóhannes með rúmlega 20 punda hæng. skilað sé tæplega 8000 laxar. — Þið hafið aukið mjög seiðafjöldann, sem þið hafið sleppt á sl. 2 — 3 árum. Hvenær býstu við að sjá árangurinn? — Ég á von á því að við förum að sjá árangur strax næsta sumar? — Hvað dreymir þig um að geta endurheimt marga laxa? — Ég veit varla hvort ég á að fara að spá, en ég tel alls ekki fjarri lagi að álíta að við getum komið stöðinni upp í 10 þúsund laxa á ári. Þá myndi ég telja að aðstaðan væri vel nýtt. Við erum nú að vonast eftir að geta borað eftir heitu vatni í landi okkar í Látravík og við það myndi eldisaðstaðan gerbreytast. Það hefur háð okkur að við höfum ekki geta sleppt nægi- lega miklu magni af seiðum, en stefnum óðfluga að því marki. — Þú ert nú búinn að vera við þetta í 25 ár, hvernig finnst þér fiskeldis- málin standa? — Það hefur orðið mikil og jákvæð þróun á þessu sviði og skilningur og áhugi stóraukist. Hins vegar er langt frá því að allir mögu- leikar hafi verið nýttir og það Framhald á bls. 12. Einstakt tækifæri íbúð eða hús i Reykjavík eða nágr. ! óskast. Útborgun að hluta í erlend- um gjaldmiðli. Sérl. hentugt þeim er flytjast til útlanda. Tilb. óskast send á afgr. Mbl. m. ] Tækifæri 9546. Hjarta-garn enn á gamla verðinu, Hjarta-cr., Combi-cr. Mayflower-bómullarg., Mayflower-cr„ Fleur-Mohair, Nuser-babyg. Hof, Þingholtsstræti 1. Chevrolet til sölu 4ra dyra Chevrolet Malibu, árg. 1972, 6 cyl. Upplýsingar í í síma 30534. Grindavík Vorum að taka upp nýja handa- vinnu Verzlunin Ögn, Grindavik. Grindavik Útsala i nokkra daga. Verzlunin Ögn, Grindavik. Saab'70—'72 óskast keyptur. Upplýsingar i sima 20032 milli kl. 9—6 á daginn. Múrarar geta bætt við sig verkefnum. Upp- lýsingar i sima 20390. Frambyggður rússajeppi óskast til kaups. Skipti á Land Rover diesel árg. '73 kemur til greina. Uppl. i sima 53073 eftir kl. 7 á kvöldin. Atvinna Kona um fertugt óskar eftir vinnu fyrirhádegi. Uppl. í sima 36584. Atvinna óskast Tvítug stúlka óskar eftir góðri at- vinnu í Reykjavík eða Kópavogi frá 1 5. okt. Upplýsingar í sima 99—6146. Til leigu mjög falleg 5—6 herb. ibúð í fjölbýlishúsi i Vesturbænum. Til- boð merkt ..8515" sendist Mbl. fyrir föstudagskvöld. 300.000.- Hver vill lána kr, 300.000 - í ár eða skemmri tíma. Trúnaðarmál. Tilboð sendist Mbl. merkt „7022" fyrir mánudaginn 23. september. Barngóð kona óskast til að gæta 2ja ára drengs hálfan eða allan daginn. Væri æskilegast i vesturbæ, en fleiri staðir koma til greina. Uppl. i sima 201 76 á kvöldin. Atvinna 18 ára stúlka óskar eftir atvinnu Getur byrjað strax. Allt kemur til greina. Uppl. eru gefnar i sima 20456. Akranes 4ra herb. ibúð til leigu nú þegar. Uppl. í sima 1840 eftir kl. 7 á kvöldin. Óska eftir vinnu Margt kemur til greina. Er vanur Baader flökunarvélum. Er við milli kl. 1 2 — 1 3 og eftir kl. 1 9 i sima 38057. Unglingur óskast til sendiferða hjá útgáfufyrirtæki, hálfan eða allan daginn. Upplýs- ingar i sima 1 2570. j VW1302 LS Til sölu VW 1302 LS 1972. Upplýsingar i sima 43443. Ung hjón óska eftir 2ja—3ja herb. ibúð i Austurbænum. Til greina kemur heimilishjálp, barnagæzla eða að- stoð við heimanám unglings. Uppl. í síma 43636. i Maður með 11 ára dreng óskar eftir 3ja til 5 herb. ibúð. Algjör reglusemi. Vinsamlegast hringið i sima 27130 (skrifstofu- simi). i 1 7 ára stúlka með bilpróf óskar eftir vinnu strax. Upplýsingar i sima 43361 eftir kl. 7 i kvöld og næstu kvöld. Er nýflutt I til íslands og vantar vinnu strax allan eða hálfan daginn. Tala is- lenzku, ensku og dönsku. Upplýsingar i sima 82794. Range Rover Til sölu Range Rover '71. Góður bill. Upplýs- ingar í síma 28571. Kór Háteigskirkju óskar eftir áhugasömu söngfólki. Æfingar fyrir jólatónleika hefjast 3. október. Uppl. hjá organ- leikara kirkjunnar Martin Hunger (eftir messu) og í sima 25621, 1 7137 og 32412. nUGLVSinCRR ^-«22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.