Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 25 BRÚÐURIN SEM HVARF Eftir Mariu Lang Þýöandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 56 inn í plasthettu, sem hún hafði verið með f töskunni sinni. Svo skolaði ég úr þvf, en ég var hræddur um, að enn mætti finna fingraför á hettunni, svo að ég þorði ekki að kasta henni. Ég tók hana með mér, þegar ég ók upp í bústaðinn kvöldið eftir og lagði hana þar til að leiða lögregluna á villigötur. Ég barði að dyrum og þegar málarinn kom út, svefndrukkinn og hissa, þá kastaði ég reipinu um hálsinn á honum og herti að. Það... það var næstum óhugnan- lega auðvelt. — En hvers vegna? byrjaði Christer. Og Egon tautaði hálfkæfðri röddu. — Ég sá mig tilneyddan. Sjáðu nú tiLÞað var alls ekki ætlun mfn að drepa Anneli. Það var viskíið, og slagsmálin og svo hnífurinn, sem komu þvf öllu af stað. En áður en hún dó hafði hún sagt mér, að Norrgárd vissi einum of mikið um mig og mín peninga- mál... og það var ekki sérstaklega notaleg tilhugsun. Og á sunnu- deginum varð mér ljóst, að þú myndir fá að vita allt um þetta, þegar þú næðir í hann. Vitnis- burður hans myndi duga til að leysa gátuna og þú myndir skilja hver hefði drepið Anneli og hvers vegna. Hann hafði verið niðurlútur, en nú herti hann sig upp og leit fyrst á Sebastian Petren og síðan á Jóakim Kruse, sem horfðist í augu við hann af fullri samúð og mildi. — Þegar ég nú segi frá þessu og reyni að vera heiðarlegur og hreinskilinn, langar mig að bæta einu við. Það var ekki aðeins um það að ræða, að Anneli hefði kom- izt að ógeðfelldri hegðan minni varðandi einkamál hennar. Þegar þýn kom á skrifstofuna í marg- unij*ætt skipti hafði hún einnig kontilt á snoðir um ýmis mjög vafasðtn viðskipti, sem ég hef átt í. Ég lýsi því hér með yfir, að Sebastian á ekki hlut að því. Fjár- reiður hans eru kannski ekki í himnalagi, en hann er heiðarleg- ur maður. En ég man, að ég sagði við Sebastian, að Joakim væri til með að borga hvaða verð^.sem upp væri sett, til að fá að sofa hjá Anneli og mér veitti ekki af því að setja upp þó nokkuð hátt verð. Og það er öldungis rétt hjá Christer, að hún var djúpt særð yfir þessum svikum og brenglaðri siðferðiskennd minni, sem hún kallaði svo. Hún lét mig líka fá það ósvikið, hvernig ég hefði brugðizt henni á allan hátt og misnotað trúnaðartraust hennar og að ég lifði út á við eins og heiðarlegur borgari þótt ég væri að rotna inn að beini í spillingu og svo opinberaði ég mínar ógeðs- legustu hliðar gagnvart henni, þegar ég reyndi að komast yfir hana. Hún vildi ekki skilja mig og fann ekkert mér til afsökunar. Hún hefði rokið inn 1 svefnher- bergi til Gretel og sagt henni allt af létta, ef ég hefði ekki haldið henni. .. Egon Ström þagði lengi. Svo lengi, að Christer var farinn að velta því fyrir sér, hvort hann ætlaði ekkert að segja fleira. en þá sneri Egon sér að eiginkonu sinni og sagði stillilega: — En ég gat ekki afborið það. Hún gat hótað mér með Jóakim, með lögreglunni, ég hefði kannski getað tekið því, en hvorki hún eða þessi elskhugi hennar máttu gera neitt, sem gat komið þér í uppnám Gretel. Þó svo að það sé kannski rétt að sumu leyti, að ég hafi verið hrifinn af henni, þá skjátlast þér I veigamiklu atriði. Þáð ert þú, sem ég elska. Dina grét hljóðlega. Leo Berg- gren, sem hafði lengi kviðið þeirri stundu, þegar hann þyrfti að taka höndum gamlan vin sinn, leit vandræðalega á Christer. Egon Ström var bugaður mað- ur. Hendur hans skulfu, svo að hann gat varla hellt vatni í glas handa sér og svitinn bogaði af honum. En í þessu undarlega andrúmi, sem þarna ríkti, sýndi Gretel Ström bæði styrk sinn og tak- rharkanir. Hún grét ekki og hljóð- aði ekki upp yfir sig. Hún reis upp úr stólnum og þrýsti hand- legg mannsins síns. — Ég býst við því, sagði hún blíðlega, — að þeir verði að taka þig með sér... En ekki geturðu farið í kjól og hvítt, það er svo ósköp óhentugt og óþægilegt. Komdu, svo skal ég hjálpa þér að setja niður. Klukkustund slðar, þegar Egon og Leo Berggren voru farnir rak Helena Wijk höfuðið inn í stofuna og sagði honum að hún væri að hugsa um að gista á Sjávarbökkum hjá Gretel. — En, sagði Helena. — Hún kemst yfir þetta og hún hefur ekki hallað orði á manninn, sem drap einkadóttdur hennar. Hún spurði bara, hve oft væri heim- sóknartími i fangelsinu og hvort ekki mætti senda honum pakka. Hún er einkennileg kona. — Já, sagði Christer sakbitinn — og eitt verð ég vist að taka aftur. Ég sagði, að allir hefðu einhvern tíma logið í þessu máli. En Gretel Ström er undantekn- ing. Ég held satt bezt að segja, að hún hafi ekki hugmyndaflug til að skrökva. Góða nótt mamma mín, ég vona að þið fáið sæmileg- an svefn. Fanny Falkman og Sebastian Petren skunduðu einnig af stað — tvær aldraðar manneskjur, nið- urlútar og hryggar. Christer stóð í grænu stofunni og sá þau ganga burt, persónurn- ar í leiknum, hverja af annarri. Harmleiknum er lokið, hugsaði hann. — Sviðið er autt. Hann fann, að hann var ósegjanlega þreyttur. Sögulok. VELVAKANDI Velvakandi svarar I síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Af hverju hafa börn ekki með sér nesti í skólann? Kona nokkur hafði samband við Velvakanda, og kvaðst hún eiga þrjú börn í skóla, — þar af væru tvö i framhaldsskólum, en eitt væri enn í barnaskóla. Hún sagðist furða sig á því, að þau fengjust aldrei til að hafa með sér nesti, það væri þá helzt ávöxtur, sem þau vildu hafa með sér. Hins vegar hefðu þau með sér peninga til að fá sér mjólk og snúð eða eitthvað þess háttar. Nú sagði hún að þetta væri ekk- ert nýnæmi, en hins vegar sagðist hún sjálf ekki vera búin að gleyma hvaða háttur hefði verið hafður á þegar hún gekk í skóla. Þá hefði nemendum hefði verið sagt að hafa með sér smurt brauð og mjólk eða annan drukk, og hefði verið fylgzt með því, að nemendur færu eftir þessum regl- um. Hún sagðist vita, að mörgum þætti mjólk, sem væri búin að velkjast I skólatösku f margar klukkustundir, ólystug, endaværi þá vandalítið að kaupa mjólkina þegar ættiaðdrekkahanaen hins vegar sagðist hún ekki skilja neitt I þeim, sem stæðu fyrir því að börn tækju aðalnæringu sína úr sætabrauði, eins og t.d. snúðum eða öðru þess háttar. 0 Er smurt brauð ekki í tízku? Ennfremur sagði konan, að nú orðið væru ýmsar umbúðir langtum fullkomnari en þær voru á hennar tið, þannig að nú ætti að vera miklu auðveldara að búa þannig um smurt brauð, að það héldi ferskleika sínum en áður var. Þó væri nú sem það væri alveg komið úr tízku að hafa með sér mat, sem eitthvert næringar- gildi hefði, en þess í stað væri nú borðað meira af sætindum og ann- arri fánýtri fæðu. Hún sagðist vera þeirrar skoð- unar, að leggja ætti niður sæta- brauðssölu i skólunum, en taka þess i stað upp þann hátt að nýju sem áður var á hafður, sem sé að láta krakkana koma með nesti I skólann og fylgjast þá með því, að þar væri um að ræða holla og næringarríka fæðu. Þá sagðist konan hafa tékið eft- ir þvi, að menn virtust ekki skilja nauðsyn þess að vinnandi fólk, eins og t.d. skólabörn, hefðu gott viðurværi, heldur virtist sá skiln- ingur einungis ná til þeirra, sem stunduðu líkamlega vinnu eða erfiðisvinnu. Reyndar væri það svo, að andans störf eins og t.d. nám, krefðist þess ekki síður að borðuð væri sómasamleg fæða. 0 Franskbrauð og heilhveitibrauð Við viljum taka undir þetta hjá þessari umhyggjusömu móður, og bæta því við, að nýlega lásum við grein.um hollustuhætti og nær- ingu i erlendu blaði. Þar var ráð- izt harkalega á neyzlu kornmatar úr hveiti, þ.e.a.s. þýi hveiti, sem búið er að hreinsa og fínmala. Fullyrt var, að slfkt hveiti væri ekki einungis gagnslaust frá nær- ingarsjónarmiði, heldur beinlínis skaðlegt. Þannig vantaði í þetta hvita, „dauðhreinsaða“ hveiti þær trefj- ar, sem eru i heilhveiti og nauð- synlegar eru fyrir meltingarfær- in, en auk þess væru efnin. sem notuð eru við þessa hreinsun skaðleg þegar til lengdar léti. Þegar við lásum þessa grein, varð okkur hugsað til mjólkur- búðarinnar, sem farið er í dag- lega. I hillunum er nefnilega miklu meira af franskbrauði en heilhveitibrauði og rúgbrauði. Ætli það sé ekki svo, að fransk- brauðið gagnslausa og skaðlega sé meira notað til heimilisbrúks en hollar brauðtegundir. Nú vita allir, sem á annað borð vita eitthvað í sinn haus, að heil- hveitibrauð er hollara en fransk- brauð. En hvers vegna er það þá ekki á hvers manns borði, og franskbrauðinu að mestu úthýst? Þessu verður auðvitað hver að svara fyrir sig, en fullorðið fólk ætti a.m.k. að hugsa sig tvisvar um áður en það gefur börnum sfnum „steina i staðinn fyrir brauð“. 0 Áfengisneyzla í sjónvarpsmynd- um P.E. skrifar: Ég sá f samþykkt frá templur- um athugasemd um að óhollt væri að horfa á fólk fá sér drykk í kvikmyndum í sjónvarpinu. Slíkt þyrfti að banna, þetta kennir fólki að drekka. Ég verð að viður- kenna, að mér finnst álika lítið skemmtilegt að horfa á bræðurna I samnefndum þætti bjóða öllum, sem nálægt þeim koma, upp á drykk, og gömlu frúna bjóða öll- um upp á te. Fyrir utan alla aðra í hverjum þættinum á fætur öðr- um, sem alltaf eru að spyrja hvað megi bjóða fólki að drekka. Astæðan er sú, að það tefur fram- gang söguþráðarins, ef einhver væri. Aftur á móti sýnist mér slíkt einmitt geta haft nokkur uppeld- isáhrif — eins og margt annað, sem leiðinlegt er að horfa á. Barn eða unglingur, sem elzt upp á Islandi, hlýtur að halda að áfengi eða vfn eigi að drekka til þess eins að verða ofurölvi eða helzt að deyja brennivínsdauða. Það er fordæmið, sem þau sjá fyrir sér — a.m.k. eigi aldrei að hætta fyrr en búið er úr flöskunni og allt vín uppurið, hversu drukknir sem menn eru orðnir. í sjónvarpskvik- myndunum sjá þau þó, að annars staðar drekka menn ekki i þeim tilgangi að verða ofurölvi. Kvik- myndahetjurnar fá sér drykk og hætta áður en þær eru ósjálf- bjarga eða svo þrautleiðinlegar, að aðrir geta ekki umgengist þær. Þess vegna held ég að þessi sam- þykkt templaranna sé á misskiln- ingi byggð. Hafi maður með gias í kvikmynd i sjónvarpinu einhver áhrif eða gefi einhverja vísbend- ingu, þá sé það fremur um að ekki eigi að drekka vin sér til óbóta en hitt. Kynni að vera að upp rynni ljós fyrir unglingi, sem aldrei hef- ur séð vín haft um hönd án þess að fyllirí fylgdi. Og hann sæi, eins og góður maður orðaði það, að fyllibytturnar koma óorði á brennivínið. P.E.“ SlGeA V/öGA £ VLVtMU Seljum í dag 1 974 Buick Appollo 1 974 Chevrolet Blazer V 8, siálf- skiptur með vökvastýri 1 974 Chevrolet Vega sjálfskipt 1 974 Scout II 6 cyl. beinskiptur 1 974 Chevrolet Impala 1 974 Chevrolet Nova 1 974 Chevrolet Blazer 6 cyl., beinskiptur 1 973 Bedford sendiferða CF 1100 1 973 Scout II 1973 Fiat 127 1973 Chevrolet Vega 1973 Chevrolet Blazer V8 sjálf- skiptur með vökvastýri 1972 Citroen DS super 1 972 Toyota Celica 1971 Chevrolet Malibu 1971 Pontiac GT 37 2ja dyra 1971 Bedford sendiferða CF 1 250 (staerri gerð) 1 970 Opel Rekord 2ja dyra 1 970 Sunbeam Arrow sjálf- skiptur. m .«»». Armuia a-aimor — ■ Jn-fc 38904 38907 ■ IwBÍLABUÐIll Félanslíf HAUSTLITAFERÐIR Á föstudagskvöld kl. 20. 1. Þórsmörk, 2. Landmannalaugar Ferðafélag íslands. Öldugötu 3, simar: 1 9533 -— 1 1 798. 1.0.0.F, 9 , = 1 5591 88VÍ RMR-1 8-9-20-VS-A-FR-HV Kristniboðssambandið Samkoma verður í Kristniboðshús- inu Betanía, Laufásvegi 1 3, i kvöld kl. 20.30. Benedikt Arnkelsson cand. theol. talar. Allir eru vel- komnir. Hörgshlíð 1 2 Almenn samkoma — boðun fagnaðarerindisins i kvöld, mið- vikudag kl. 8. Mánudagar 18.00—18.50 4. flokkur karla 19.40—20.30 2. flokkur kvenna 20.30—22.10 2. flokkur karla 18.50—20.30 Meistaraflokkur karla í Laugardals- höll Þriðjudagar 18.00—18.50 3. flokkur kvenna 18.50 — 19.40 Meistarflokkur karla 19.40—20.30 3. flokkur karla 20.30— 22.10 Meistaraflokkur kvenna Fimmtudagar 18.00—18.50 4. flokkur karla 18.50— 20.30 Meistaraflokkur karla 20.30— 21.20 2. flokkur kvenna 21.20—22.10 3. flokkur karla 22.10—23.00 2. flokkur karla Föstudagar Laugardalshöll 21.20—22,10 Meistaraflokkurkvenna Laugardagar 17.20 — 19.00 3. flokkur kvenna Sunnudagar 9.50— 1 1.30 5. flokkur karla Ath. Breytingar verða til kynnt^r síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.