Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 27 * * IÞROTTAFREITIR MORCUNBTADSINS HLAUPIÐ OG SPYRNTÁN ÁRANGURS Einn leikmanna Porta- down bindur enda á sóknaraðgerðir Her- manns Gunnarssonar og Harðar Hilmarssonar. ENN hafa Valsmenn ekki tapað Evrópubikarleik á heimavelli, né heldur unnið. 1 gærkvöldi gerðu þeir jafntefli við norður- frska liðið Portadown, ekkert mark var skorað. Leikurinn var með afbrigðum lélegur, en Valsmenn voru þó jafnan skárri aðilinn, og hefðu átt að sigra, ef metið er eftir gangi leiksins og tækifærum. En það eru ekki alltaf jólin, ekki f knattspyrnunni fremur en öðru, og Valsmenn náðu sér aldrei á strik f leiknum f gær og sýndu ekkert af því sem færði þeim bikarmeistaratitilinn s.l. laugardag. Allir leikmenn Valsliðsins, að tveimur undan- skildum, léku undir getu. Það var gremjulegt fyrir Valsmenn að vinna ekki sigur yfir þessu frska liði sem sennilega er það slakasta sem sótt hefur okkur heim f Evrópubikarkeppni. Verða knattspyrnuunnendur að bfða morguns til þess að sjá betri knattspyrnu, en þá keppir Real Madrid við Fram á Laugardalsvellinum. Ekkert efamál er að vallar- skilyrðin áttu drjúgan þátt í þvf hversu leikurinn var léleg- ur. Eftir rigningarnar að undanförnu er völlurinn orð- inn mjög blautur og þungur, og hvað eftir annað mátti sjá leik- menn beggja liða mistakast illa það sem þeir ætluðu sér, er þeir runnu í blautu grasinu. Kom þetta jafnvel enn verr niður á Valsmönnum, þar sem trarnir munu öllu vanari að leika á blautum völlum. En þótt Valsmönnum tækist ekki að sigra í leiknum f gær- kvöldi er engan veginn öll nótt úti hjá þeim að komast f aðra umferð. Með þvf að leika örlftið betur f leiknum á írlandi eiga þeir alla möguleika á sigri, eða jafntefli mcð mörkum, sem nægir þeim. Þvf verður ekki trúað að óreyndu að Valsmenn geti ekki unnið lið sem Porta- down, jafnvel þótt það leiki f. heimavelli sfnum. Leikmenn írska liðsins virðast flestir hverjir vera fremur æfingalitl- ir. Hreyfingar þcirra eru þung- lammalegar og knattmeðferð a.m.k. ekki betri en hjá Vals- mönnum. t leiknum f gærkvöldi lögðu trarnir greinilega höfuð- áherzlu á að verjast og berjast. Hvorutveggja bar hjá þeim góð- an árangur. Oft var það þannig að allir leikmennirnir, nema Sigurður Dagsson Valsmark- vörður, voru á vallarhelmingi frska liðsins, og þar hvorki gekk né rak. Knettinum var spyrnt á milli af mikilli ónákvæmni, og Iftið gert til þess að reyna að byggja upp skipulagðar sóknaraðgerðir eins og valsmenn gerðu f leikn- um á móti Akurnesingum á laugardaginn. Það var þvf oft- ast meira fyrir tilviljun en vinnu er mark Portadown komst f hættú, og þá var Ifka öllu klúðrað. Mikið fum var á Valsmönn- um f þessum leik. Það var sem þeir ætluðu sér að skora tvö mörk f hvert skipti sem þeir nálguðust mark Portadown, og ákafinn gerði trunum auð- veldara fyrir að verjast. Leik- menn Vals fengu lfka Iftinn frið, þar sem leikmcnn Porta- down komu jafnan vel á móti þeim, og létu þá aldrei f friði. Þeir áttu einnig sfna möguleika til markaskorunar, en bæði var að þeir voru ákaflega ónákvæmir f spyrnum sfnum, og eins það að Sigurður Dags- Valur og Porta- down gerðu jafn- tefli 0:0 son lét engan bilbug á sér finna f markvörzlunni. Tvfvegis f leiknum f gær varð dómaranum, sem kom frá Luxemburg alvarlcga á f mess- unni, er hann dæmdi ekkert er varnarleikmenn Portadown handfjölluðu knöttinn innan vítateigs. Var hann f bæði skiptin rækilega falinn á bak við f jölda leikmanna og sá ekki hvað fram fór. A.m.k. f annað skiptið var vftaspyrna eini rétti dómurinn og mikið má vera ef svo hefur ekki einnig verið f hitt skiptið. Þeir tveir Valsmenn sem virkilega stóðu uppúr í þessum leik voru þeir Dýri Guðmunds- son, sem var langbezti maður vallarins, og Sigurður Dagsson, sem varði Valsmarkið mjög vel. Áhöld voru um hvort Dýri gæti leikið þennan leik sökum meiðsla sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum á laugar- daginn. En þegar á hólminn var komið barðist hann bezt allra Valsmanna, stöðvaði flestar sóknir tranna og eini maðurinn f Valsliðinu sem reyndi að byggja upp með spyrnum sfn- um — horfa fyrst og spyrna sfðan. Þá átti Jóhannes Eð- valdsson allgóðan leik — samt ekki eins góðan og oftast áður f sumar og Sigurður Jónsson stóð fyrir sfnu. Aðrir leikmenn Vals voru greinilega ekki í jafnvægi, og sérstaklega var sókn liðsins bitlftil og Iftt ógnandi f leik sfnum. Það var helzt er Her- mann Gunnarsson kom inná f seinni hálfleik, að svolftið lifn- aði yfir henni, en Hcrmann átti nokkrar laglegar sendingar á samherja sfna, sem ekkert varð svo úr. Sumir lcikmanna frska liðs- ins virðast vera hreinustu ungl- ingar, enda mun vera svo að lið þetta er nánast uppcldisstofn- un fyrir önnur lið, sem meira geta greitt leikmönnunum. þyngsiasvipur var eigi að sfður yfirbragð liðsins og aðeins einn leikmaður þess var verulega at- hyglisverður, Terry Kingon, en ságerði marga hluti laglega. I STUTTU MÁLI: UEFA-bikarkeppnin Laugardalsvöllur 17. septem- ber Urslit: Valur — Portadown 0:0 Aminning: Engin Ahorfendur: 5062. Real-Madrid leikmennimir meðal áhorf- enda í gær MEÐAL áhorfenda að leik Vals og Portadown á Laugardalsvell- inum i gærkvöldi voru leikmenn spánska liðsins Real Madrid, sem hingað eru komnir til þess að keppa við Fram i Evrópubikar- keppni bikarhafa. Vafalaust hefur þeim ekki litist knattspyrna sú, sem boðið var upp á I leik þessum, stórfengleg, og hyggja sjálfsagt gott til leiksins á morgun við Fram. En mikið má vera ef Framarar eiga ekki eftir að sýna af sér meira spariandlit í leiknum við Real Madrid en Valur sýndi Portadown, og vonandi megna Framararnir að veita þessum knattspyrnusnillingum verðuga keppni. Við íslenzkum sigri býst enginn í leiknum á morgun, en góða knattspyrnu vilja allir sjá. Forsala aðgöngumiða að leikn- um hefst úr tjaldi við Utvegs- bankann kl. 13.00 í dag, og er fólki ráðlagt að tryggja sér miða i tíma og forðast þannig þrengsli við völiinn, eins og t.d. voru er leikur Vals og Portadown hófst í gærkvöldi. Búast má við að fljót- lega seljist upp i stúku á leikinn. Þess má svo geta að spánsku kapparnir munu I dag, kl. 17.30 æfa á Framvellinum og freista þess að kynnast þar með „íslenzk- um aðstæðum". Framhalds- stofnfundur FRAMHALDSSTOFNFUNDUR íþróttafélags fatlaðra verður haldinn n.k. fimmtudag að Hátúni 12, 2. hæð. Allir sem áhuga hafa, jafnt fatlaðir sem heilbrigðir eru boðnir velkomnir á fundinn, sem hefst kl. 20.30. lOmeð 11 rétta I FIMMTU leikviku Getrauna komu fram 10 seðlar með 11 rétta leiki og koma kr. 29.500,00 í hlut hvers vinningshafa. Fyrir 10 rétta verður vinningurinn kr. 2.000,00, en 62 seðlar komu fram með 10 rétta. Golfkeppni HIN árlega golfkeppni hand- knattleiksmanna fer fram á Grafarholtsvellinum sunnudag- inn 22. september og hefst kl. 13.30. Keppt verður í tveimur flokkum Glímuþing 11. GLIMUÞING Glímusambands Islands verður haldið að Hótel Esju sunnudaginn 20. október n.k. og hefst kl. 13.00. Borg sigrar SIGURGANGA hins 18 ára tennissnillings frá Svlþjóð, Björn Borg heldur stöðugt áfram. Um helgina sigraði hann í opna bandaríska meistaramótinu fyrir atvinnumenn. Mætti Borg Hol- lendingnum Tom Okker I úrslit- um og fóru leikir þeirra 7—6, 6—log 6—1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.