Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 5 Kýpur söfnun RKÍ RAUÐA krossi tslands hafa borizt endurteknar hjálparbeiðn- ir frá Alþjóðaráði Rauða krossins vegna umfangsmikilla hjálparað- gerða f þágu strfðshrjáðra á Kýp- ur. Hefur Stjórn R.K.l. haft þetta mál til meðferðar að undanförnu. Þá hafa nokkrir Grikkir og grfskumælandi Kýpurbúi haft samband við R.K.f. og beðið hann um að hafa forgöngu um söfnun til hjálparstarfs á Kýpur. Hefur það nú verið ákveðið. Allir aðilar eru sammála um, að söfnunarféð skuli senda til Al- þjóðaráðs Rauða krossins f Genf og verði þvf varið til hjálparstarfs á Kýpur, hvar sem þess gerist þörf. Gildi þá einu hvort f hlut Einn hinna nfu þúsund Kýpur- búa, sem safnazt hafa saman f Athnaskóginum eftir að hafa flúið frá norð-austur hluta eyjar- innar. eiga grfskumælandi eða tyrk- neskumælandi fbúar eyjarinnar. Ráði einungis þörf hinna nauð- stöddu, svo og aðstæður til að veita hjálp þvf hvernig aðstoðin skuli veitt. Tekið er á móti framlögum til hjálparstarfsins á Kýpur f skrif- stofu Rauða kross Islands, Öldu- götu 4. Þá má leggja framlög inn á gíróreikning 90000 f pósthúsum, bönkum og sparisjóóum. Sem kunnugt er hefur Alþjóða- ráð Rauða krossins haft mikið að gera í sambandi við ófriðar- ástandið á Kýpur. Þau verkefni sem unnið hefur verið að, eru fyrst og fremst hin lögbundnu verkefni, sem falla í hlut Rauða krossins þar sem til styrjaldar dregur. Alþjóðaráðið hafði í byrjun september 40 fulltrúa til eftirlits með hjálparstarfinu á Kýpur. Rauði krossinn hefur aðstoðað yfirvöldin við að veita hjálp um 150 þúsund Kýpurgrikkjum sem misst höfðu heimili sín, einkum í Larnaca, Limassol og I Troodos- fjöllunum. Þá hafa læknar annazt hjálp við 25 þús- und tyrkneskumælandi menn, sem búa á grísku yfirráðasvæði. Hjálparbirgða- flutningum hefur verið komið á fót til um 50 grískra og blandaðra þorpa á tyrknesku yfir- ráðasvæðí. Fangabúðir á gríska yfirráðasvæðinu hafa verið heim- sóttar og áþekkar búðir á tyrknesku yfirráðasvæði. Einnig hafa herfangabúðir í Tyrklandi verið heimsóttar. Tekist hefur að fá ýmsa leysta úr haldi, m.a. marga blaðamenn og nú nýverið fjölda herfanga. MARG (SH Jltog MARG FAIRAR illi uní)Iat»iíb FALDAR Miia IMiíi nnl)Iabi!» MARG EM ■ FALDAR Bl Hjartans þakkir til allra þeirra sem heimsóttu mig og glöddu á 70 ára afmæli mínu, sérstakar þakkir til Lions félaga. Friðjón Jónsson, Völlum. Ég þakka hjartanlega þeim mörgu sem heiðruðu mig með komu sinni á 90 ára afmæli minu 3. september fyrir gjafir og heillaóskir, falleg Ijóð og hlý orð, sem töluð voru til mín. É'g þakka börnum, tengda- og barnabörn- um minum hjartanlega fyrir gjaf- ir og góða hjálp. Guð blessi ykkur öll ÁGÚSTA JÓNSDÓTTIR, ÁLFASKEIÐI 102, HAFNAR- FIRÐI. Ég þakka innilega öllum, sem glöddu mig á 80 ára afmælinu með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Sérstaklega þakka ég minu frændfólki og þeirra fjöl- skyldum ógleymanlegan dag. Guð blessi ykkur öll. SOFFÍA BOGADÓTTIR, BRÚARFOSSI. Skrifstofuhúsnæði Opinber stofnun óskar að kaupa ca. 200 fm skrifstofuhúsnæði. Tilboð merkt. „9548" sendist Mbl. fyrir 23. sept. n.k. Hann hef ur aldrei dif ió hendi í uppþvotta m Samt eru allir ánægöir. Ekkert þras um uppvaskiö. Jafnt pottar og pönn- ur sem diskar og glös koma nefni- lega tandurhrein og þurr úr Kenwood uppþvottavélinni. Hún er hljóðlát, hitar vatniö sjálf og hefur 3 þvottakerfi. Tekur full- || kominn boröbúnaö fyrir 8 manns og úöar vatninu jafnt um hann allan meó örmum Tr* sem snúast. Kenwood uppfyllir hverja þá kröfu sem nú er geró B til uppþvottavela, en er samt Ki sú ódýrasta á markaðnum. ® enwood Laugavegi 170-172. Sími 21240 og 11687 w j fiffii IJjjJpl l, -Ki *-®aM •mmmmmmsgsæ '!' físjS Framhald á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.