Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 — Dr. Finnbogi Framhald af bls. 15 al documention, library and archives infrastructures. Menningar- og fræðslustofnun Sameinuðu þjóðanna hefur til undirbúnings þessari ráðstefnu látið semja skýrslur um einstök málefni, er á henni verða rædd. 1 einni skýrslu, Áætlun um upplýs- ingatækni (Planning for informa- tion technology), er tveir Banda- ríkjamenn, Joseph Becker og Lee Burchinal, hafa samið,. segir svo m.a. í inngangi: „Þar sem þekking er ein dýr- mætasta auðlind mannkynsins, verða þjóðirnar að finna leiðir til þess að geta átt alla veraldarinnar þekkingu saman í einum sjóði, er allir, hvort heldur innan hvers einstaks lands eða alþjóðlega geta síðan haft aðgang að. Hinn mikli vöxtur og fjölbreytileiki þekking- arinnar er deginum ljósari. Náum við nú ekki hugvitsamlegu valdi á upplýsingaþættinum, fer svo brátt fyrir okkur, að við vitum, að við höfum svör við mörgum vandamálum heimsins, en vitum einnig, að við sjáum engin ráð til að finna þau. Þessi glundroði getur ekki leitt til annars en tefja fyrir félagslegum og efnahagsleg- um framförum. Þessari skýrslu er ætlað að fjalla um horfurnar á þvf, að nýrri tækni verði við komið sem höfuðatriði, þegar áætlanir eru gerðar um upplýsingaþjónustu á lands vísu, og skýra, hvað beiting slíkrar tækni feli í rauninni í sér. Er þá f fyrsta lagi við það miðað, að skammst verði komizt með gömlu aðferðinni, að gera allt í höndunum, ekki sízt þegar vinna skal úr miklu magni upplýsinga. í öðru lagi er við það miðað, að hin nýja tækni geri sér engan efnis- mun, þ.e. taki jafnt til hins prent- aða orðs, myndsegulbanda-filmu, og tölvuunnins efnis. í þriðja lagi er gert ráð fyrir því, aó notkun upplýsingatækni í ýmsum myndum sé ófrávíkjanlég nauðsyn, ef brúa á bilið milli þjóðanna, hvort heldur landfræði- lega eða menningarlega, og tengja saman upplýsingakerfi þeirra.“ í inngangi þeirra tvimenn- inganna er síðan vikið að því, hversu þau söfn og stofnanir víðast hvar í heiminum, er afla hvers konar gagna og miðla upplýsingum, hafi fremur verið stofnuð til að fullnægja þörfum einstakra greina eða hópa en litið hafi verið' á þau sem eina sam- virka heild. Tilgangur ráðstefnu þeirrar, er fyrr var nefnd, sé því að brýna fyrir þeim, er stefnuna marka, nauðsyn þess að gera sem fyrst ráðstafanir, er tryggi, að þessi mál þróist í þá átt, sem hér hefur verið stuttlega lýst. Nú kunna menn að spyrja. Hvað höfum við gert eða hyggjumst við gera á Islandi í þessum efnum? Til lítils sé að rekja, hvað aðrir hafist að, ef við höldum sjálfir að okkur höndum. Því er fyrst til að svara, að allt hefur sinn tíma. Samvinna milli safna innan lands veltur á því, hve mörg þeirra hafa starfsliði á að skipa, er fært sé til samvinnu af því tagi, er hér um ræðir. Ég tel, að samvinna sú, er tókst um Samskrá um erlenda ritaukann fyrir f jórum árum, og nú er verið að efna til um Samskrá um erlend tímarit, hafi naumast verið tíma- bær öllu fyrr en raun hefur nú á orðið. Um tölvutækni í bókasöfnum er svipað að segja. Það er reiknings- dæmi, hvenær talið er svara kostnaði að beita henni, hvort heldur er við gerð skráa, bókaút- lán o.s.frv. Og hið sama verður sagt um ýmsa aðra tækni. Enginn vafi er á því, að mörg söfn víða um lönd hafa verið helzti fljót á sér í þessum efnum, og reynslan hefur sýnt, að mjög erfitt er og stundum ógerningur að hverfa aftur til fyrri aðferða, úr því að teningunum hefur eitt sinn verið kastað. Hvor villan er svo meiri að verða of fljótur til eða of seinn, það er mál fyrir sig. Vandinn er sá, að þekkja í hvert skipti sinn vitjunartfma. Beint samband við erlendar upplýsingamiðstöðvar er auðvitað það, sem koma skal, og nauðsynlegur undanfari þess er, að við komum sem beztu sam- bandi á milli safnanna hér heima. Slíkt samband er að nokkru kom- ið á með þeirri samvinnu, sem áður er lýst, en jafnframt hafa söfn í einstökum greinum, og þá einkum læknisfræðibókasöfnin, komið á allnánu samstarfi inn- byrðis, og þau hafa a.m.k. gert tilraun til beins sambands við er- lenda miðstöð. 1 grein er ég birti um Lands- bókasafn í 2. hefti Samvinnunnar 1968, sagði ég, að sjá yrði til þess, meðan þjóðarbókhlaðan væri í undirbúningi og síðar smfðum, að Landsbókasafn og Háskólabóka- safn fengju „hvort í sínu lagi — og sameiginlega, þar sem það á við, — gegnt sívaxandi hlutverki sínu. Söfnin þurfa bæði á auknu starfsliði að halda til þess að anna brýnustu verkefnum. Því betur sem þau standa hvort um sig, þeg- ar til hinnar raunverulegu sam- einingar kemur, því auðveldari mun hún reynast." Starfslið í Landsbókasafni er nú alls um 20 manns, en í fimm ára áætlun um húsrými og búnað Háskólabókasafns, er Einar Sigurðsson samdi á sl. vori, segir að á árinu 1974 sé fastráðið starfs- lið safnsins með vinnuaðsetri íl aðalsafni samtals 8. Gert er ráðj fyrir, að því fjölgi um helming á næstu fimm árum (og verði drjúgur hluti þessarar aukningar tíma hafa gamlar og grónar stofn- anir eins og Þjóðminjasafn og Þjóðskjalasafn engan liðsauka fengið og stærstu bókasöfnin lít- inn, þótt þar hafi heldur þokazt I áttina. Efalaust látum við um of kylfu ráða kasti í þessum efnum og á sannast, að okkur þyki jafn- an sem nýjir vendir sópi bezt. 1 könnun, er NORDFORSK, samstarfsnefnd Norðurlanda- þjóða um vísinda- og tæknirann- sóknir, skýrði frá á fundi sínum í Reykjavík I sl. mánuði, kom fram, að íslendingar verði, miðað við árin 1970 og 1971, aðeins sem svaraði 0,5% af heildarþjóðar- framleiðslu sinni til rannsókna, Danir og Finnar 0,8%, Norðmenn 1% og Svíar 1,5%. Hér er aðeins tekið tillit til rannsókna á sviði raunvísinda og tækni, en rannsóknir í hugvísind- um ekki taldar með, enda myndu heildarniðurstöður ekki raskast mikið, þótt þær yrðu einnig tíund- aðar. Athyglisvert var, að á íslandi kostar ríkið umræddar rannsókn- ir að 90 hundraðshlutum en úti á Norðurlöndum kosta einstök fyr- irtæki talsverðan hluta allra slíkra rannsókna eða 56% í Svíþjóð og 52% í Finnlandi. Þótt flestum eða öllum hér þyki skattaálögur ærnar og telji, að kosta eigi rannsóknir og önnur skyld viðfangsefni úr ríkissjóði, eru til á íslandi bæði öflug fyrir- undu trésmiðir, áttundu járninga- menn, níundu ullarvefarar, tíundu víxlarar, elleftu vopna- smíðir, tólftu tígulsteinssmiðir, múrarar, timburmenn, og járn- smiðir, þrettándu skósmiðir, fjórtándu slátrarar. Merkilegt er þetta, hugsum við með sjálfum okkur; en svona verður bráðum í Reykjavík, þegar farið verður að reisa þar íslehzk- an háskóla. Hver stétt gefur sína myndina til að skreyta hann, og hver hugsar um það eitt, að sín mynd verði ágætari en hinar. Það er göfug samkeppni. Alþingi ligg- ur ekki heldur á liði sínu. Það hefir þá fyrir löngu sent Rögn- vald suður I lönd til að hressa og næra hugann við fegurstu fyrir- myndir húsgerðarlistarinnar, áð- ur en hann fer að gera uppdrátt- inn að háskólanum, sem auðvitað verður í íslenzkum stíl. Ég segi íslenzkum stfl; því hver efast um, að torfbæina íslenzku hafi dreymt undir snjónum stóra drauma um fagrar framtíðarhall- ir, þar sem ættarmótið sæist, en fegrað og fullkomnað eins og æsk- an á að sér. Það þarf ekki annað en ráða draumana og snúa þeim í stein.“ Hér er um þarfa hugvekju að ræða, af því að hún sýnir, hvað stéttirnar geta gert, þegar þær taka höndum saman og snúa sér að nýjum og óvenjulegum við- fangsefnum. Mynd þessi var tekin, þegar Albert Guðmundsson 1. varaforseti borgarstjórnar og Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráðherra skoðuðu sýningu bókasafnsbygginga á 3. landsfundi fslenzkra bókavarða f sl. viku. Með þeim á myndinni eru Einar Sigurðsson úr Háskólabókasafni og dr. Finnbogi Guðmundsson landsbókavörður, og bendir Einar á Ifkan af þjóðarbókhlöðu. aðstoðarfólk, sem nú vanti baga- lega). Auk þess verði mjög Ifk- lega fjórir fastráðnir starfsmenn, sem hefðu aðsetur að mestu í útibúum. Fastráðið starfslið yrði þannig alls 20 í lok umrædds tímabils, þar af 16 í aðalsafni. Standist þessi áætlun og fjölgi nokkuð í starfsliði Landsbóka- safns á sama skeiði, verða söfnin samanlagt komin f lok þessa ára- tugar með eitthvað á fimmta tug starfsmanna Menn geta spurt, hvort það sé mikið eða lítið, og svarið verður á þá leið, að það sé Iftið miðað við þau verkefni, sem í söfnunum þarf að vinna, og í sam- anburði við starfslið í álfka stór- um söfnum í nágrannalöndum okkar. En sé miðað við heildar- mannafla hinnar fámennu ís- lenzku þjóðar, verður umrætt starfslið að teljast skaplegt, ef það þá fæst allt, eins og hér er áætlað. Jón Þórarinsson dagskrárstjóri Sjónvarps var að því spurður í útvarpsviðtali í sumar, hvert væri starfslið Sjónvarpsins, hvort það væri nægilegt og hve mikið sam- anborið við það, sem tfðkast við sjónvarpsstöðvar á Norðurlönd- um t.a.m. Jón svaraði þessu af fullri hreinskilni og sagði, að við hefðum tiltölulega meiri mann- afla bundinn við þessi störf en frændur okkar á Norðurlöndum. Sjónvarpið er ung stofnun og hefur á örfáum árum dregið eitt sér til sín starfslið sem nam um síðustu áramót 120 manns auk 38 starfsmanna, sem sjónvarp og hljóðvarp hafa saman, en á sama tæki og félög og heilar starfsstétt- ir, er gætu, ef þær vildu, lagt einstökum menningarmálum og menningarstofnunum meira lið en tíðkazt hefur til þessa. Iðnaðarmannafélagið beitti sér t.a.m. fyrir þvf snemma á öldinni, að reist yrði hið veglega minnis- merki Ingólfs Arnarsonar á Arn- arhóli og stuðlaði að því bæði með fjárframlögum og á annan hátt. íslenzk iðnaðarmannastétt og margar aðrar stéttir í þjóðfélag- inu hafa sannarlega alla burði til þess að styðja með sérstökum hætti einhver þau mál eða fram- kvæmdir, er til heilla eiga að horfa þjóðinni allri. Mér kemur f hug eftirfarandi kafli úr frásögn af ferð tveggja tslendinga til ítalíu sumarið 1908. Þar segir svo m.a. frá dvöl þeirra í Flórens: „Við komum nú út á götuna. Þarna er nú t.d. kirkja, rétt andspænis hótelinu okkar. Hún heitir Or’san Michele, frá 1336—1412. Ekki lætur hún mikið yfir sér og reyndar er það kirkja aðeins upp að miðju. Efri hlutinn er hafður til þess að flytja erindi um Dante. En gáum að veggjunum. Þar eru veggskorir (nicher) allt f kring, settar myndastyttum. Hverjir skreyttu kirkjuna svo, frá hverjum eru myndirnar? Gildin i borginni á 15. öld hafa gefið þær. Eina gáfu dómarar og mála- flutningsmenn, aðra stórkaup- menn, þriðju klæðsalar, fjórðu silkivefarar, fimmtu læknar og lyfsalar, sjöttu skinnarar, sjö- Ég vitnaði áðan f fimm ára áætl- un Einars Sigurðssonar um hús- rými og búnað Háskólabókasafns og leyfi mér nú að lesa úr henni dálftinn kafla, þar sem rætt er um rými fyrir bækur, en þar segir m.a.: „Flutning bóka í útibú ber að ástunda með fyllstu gát, en ásókn greina í stofnun sérsafna er miklu meiri en góðu hófi gegnir, og væri háskaleg stefna að svelta aðalsafnið svo, að þar verði fátt nýtilegra rita að finna. Þó er ljóst, að eitthvað verður enn haldið áfram á þessari braut. Flest verða sérsöfnin raunar lítil, frá nokkr- um hundruðum upp í nokkur þús- und binda. Undantekning verður þó safn í verkfræðideildarhúsi, þar sem gert er ráð fyrir hillu- rými fyrir a.m.k. 20 þús. bindi. Þar verða væntanlega flestar þær bækur, sem viðkomandi greinar þarfnast mest til daglegra nota, en auk þess ætti að mega geyma þar um árabil hinar eldri ritraðir og timarit.sem skipta nokkrum þúsundum binda og standa nú í kjallara Háskólabókasafns." Ég vil hér taka mjög eindregið undir ummæli Einars Sigurðsson- ar, þar sem hann varar við þvf að ganga of langt í flutningi bóka til útibúanna og svelta þannig aðal- safnið. Ymsar erlendar þjóðir og þá ekki sízt Þjóðverjar og að þeirra dæmi Norðurlandaþjóðir hafa brennt sig illilega á þessu og tilraunir, sem þær hafa á sfðari árum gert til að reyna að bæta úr því, naumast orðið annað en ein- hvers konar málamiðlun. Reynslr annarra þjóða sýnir, svo að ekki verður um villzt, að öflugt mið- safn er vænlegasta lausnin, eink- um þar sem ekki er um stórsöfn að ræða. Þeirí Háskólabókasafni vita glöggt, hvar skórinn kreppir f þessum efnum og er þess því að vænta, að háskólayfirvöld á hverj- um tíma hlíti forsjá þeirra og styðji þá í þeim ásetningi að leysa þennan mikilsverða þátt bóka- safnsþjónustunnar svo til bráða- birgða, að gatan verði greidd til þeirrar heildarlausnar þessara mála, sem stefnt er að með bygg- ingu þjóðarbókhlöðu. Eittt af mörgum hlutverkum hennar verður að létta af öðrum söfnum eldri ritum, og þá einkum tímaritum og ritröðum. Einar Sig- urðsson telur í fyrrnefndri áætl- un líklegt, að rannsóknarbóka- söfnin verði áður en mjög langt um líður, að koma sér sameigin- lega upp geymslusafni, þar sem slíkum bókakosti verði komið skipulega fyrir. Kannske við ætt- um að vinda bráðan bug að þvi, ef allt um þrýtur, og fá leyfi til að refta yfir hana Hestagjá á Þing- völlum og keyra bækurnar þang- að. Þótt hér sé af gáska mælt, fylgir honum sem flestu gamni nokk- ur alvara, og við getum sagt eins og Sigurbjörn skáld Jóhannsson frá Fótaskinni, þegar honum var eitt sinn úthýst: Héðan frá þótt hrekjast megum, heims hvar þjáir vald, skála háan allir eigum: uppheims bláa tjald. Menn skyldu af þessu samt ekki ætla, að ástæða sé til nokkurrar örvæntingar, þótt slegið hafi um hrfð í bakseglin. Ur því að gömlu stjórninni tókst ekki að hrinda þessu máli áleiðis, svo að dugði, er nú ekki annar vænni en setja traust sitt á nýja rfkisstjórn. Hún ætti að hafa það í hendi sér að höggva þarna á einn eða tvo hnúta og hleypa málinu þannig áfram, en tryggja jafnframt, að fé verði til byggingarframkvæmda á næsta ári. Fyrst þær geta ekki hafizt á þjóðhátíðarárinu, eins og vonir stóðu til, má ekki minna vera en úrslitaákvarðanir verði að minnsta kosti teknar á þvf herr- ans ári. Það dregur senn að lokum þessa erindis, og eins og menn heyra, hef ég einungis rætt fáein viðfangsefni rannsóknarbóka- safna, fremur kosið að ræða al- mennt um hlutverk þeirra og við- horf manna til þeirra, þar eð framtíð safnanna ræðst ekki sízt af því, hvern skilning ráðamenn á hverjum tfma hafa á stöðu þeirra f þjóðfélaginu. Rannsóknarbókasöfnunum verð ur og síðar helgaður talsverð- ur tími á þessu þingi, þar sem rætt verður nánara um sumt það, sem ég hef drepið á og f jallað um ýmis önnur atriði, er varða söfnin miklu. Ég nefni þar t.a.m. erindi Einars Sigurðssonar um sam- vinnu rannsóknarbókasafna og þau mörgu verkefni, sem þar eru ýmist á döfinni eða bíða úrlausn- ar. Náið samstarf hefur á síðustu árum tekizt með Landsbókasafni og Háskólabókasafni og háskóla- safnið hefur stöðugt fært út kvíarnar og aukið þjónustu sína við hinar ýmsu stofnanir og deild- irskólans. Annað mál, er rætt verður einn- ig sfðar, er menntun og starfs- þjálfun bókavarða. Rannsóknar- bókasöfnin þurfa á f jölbreyttu og fjölhæfu starfsliði að halda. Jafn- framt þvf sem ráðið verður að söfnunum kunnáttufólk í hvers konar verkum, sem þar þarf að vinna, verða söfnin að geta laðað til sín úrvalsfólk í ýmsum fræði- greinum, fært sé um að fylgjast með og draga að hið nauðsyn- legasta í þeim fræðum, er það er fróðast um. Þekking þess og reynsla yrði ómetanleg, því að þetta fólk yrði jafnframt tengilið- ir milli safnanna og þeirra, er fást við hvers konar rannsóknir. Vandi sá, er við er að etja, er að tryggja svo sem kostur er, að starfslið rannsóknarbókasafn- anna verði ekki of einhæft.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.