Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 EINS OG MorgunblaðiS hefur skýrt frá tóku þrfr af okkar beztu frjáls- fþróttamönnum þátt f hinu árlega Znamensky-móti I Moskvu, en það mót er haldið til minningar um Znamensky-bræðurna, en þeir voru á árunum 1935—1940 tveir fremstu millivegalengda- og langhlauparar Sovétríkjanna. Létust þeir á árum seinni heimsstyrjaldarinnar, en eftir lifir minning þeirra, sem er nú nokkurs konar sameiningartákn fyrir sovézkar frjálsíþróttir. fslendingarnir, sem þátt tóku f mótinu, voru þeir Ágúst Ásgeirsson, Óskar Jakobsson og Sigfús Jónsson, en þeir eru allir úr ÍR. Þar sem nokkuð óvenjulegt er, að íslenzkir frjálsiþróttamenn sæki mót i A-Evrópu og það alla leið til Moskvu þá báðum við þá félaga að ségja okkur örlftið um ferð sína. Það kom fram hjá þeim, að þátttaka þeirra í mótinu var þeim mjög ánægju- leg og ferðin á allan hátt ógleymanleg. Eftir næturdvöl í Kaupmannahöfn var haldið hinn 24. ágúst til Moskvu og komið þangað eftir tæpra 3 klst. flug Móttökur voru frábærar og í öllu mættu þeir hlýju viðmóti ytra. Á flug- vellinum beið þeirra fulltrúi iþrótta- nefndar Sovétrikjanna en hann var þeim slðan innanhandar ferðina á enda og greiddi vel götu þeirra. Þeir félagar bjuggu ásamt öðrum erlendum keppendum á móti þessu, sem voru um 50 talsins og frá um 1 5 þjóðum, á Hótel Russía, en það er geysistórt hótel. hefur t.d. gistirými fyrir u.þ.b. 5000 manns. Stendur það rétt við Kremlín, sem er miðpunktur Moskvuborgar. Þeim stað ætti vart að þurfa að lýsa þar sem hann er heims- frægur fyrir ýmis mannvirki, svo sem St. Basils dómkirkjuna og Rauða torg- ið. Það, sem mesta athygli þre- menningana vakti, var það, að I mið- punkti þessarar stóru borgar var mjög litil umferð, og þar virtist alveg vanta eril samskonar borgarhluta vestrænna stórborga. Keppnin sjálf fór fram á Leninleik- vanginum. Er það mannvirki mikið og fagurt. Þar er boðið upp á frábæra aðstöðu til frjálsíþróttaiðkana svo og annarra íþrótta. Um eitt hundrað þús- und manns komast fyrir á áhorfenda- svæðunum, sem umkringja völlinn. Hlaupabrautir og atrennubrautir eru allar lagðar gerviefninu Rekortan, en sllkt efni mun vera á Bislettleikvang- inum I Ósló og er sá völlur einn hinn frægasti I heimi fyrir frábær afrek, sem þar hafa að undanförnu verið unnin. Skipulag mótsins, sem rúmlega 1 000 manns tóku þátt f, var framúr- skarandi þegar þess er gætt hve miklu þurfti að koma fyrir á stuttum tlma. Keppnin hófst kl. 10 á morgnara og lauk siðan yfirleitt ekki fyrr en um 9 að kvöldi. Alltaf var eitthvað að gerast og aldrei auður punktur. Afrek voru I flestum greinum á heimsmælikvarða. Árangur (slendinganna var vel við- unandi og náðu þeir allir slnu bezta. Hæst ber auðvitað (slandsmet Sig- fúsar Jónssonar I 10 km hlaupinu, Þar bætti hann sitt eigið met um 26 sek- úndur er hann hljóp á 30:30,0 mln. Hafði áður verið gefinn upp I blaðinu 30:34,4 mln., en opinberi tíminn var nokkru betri. Sigfús tók næsta dag þátt I 3000 metra hindrunarhlaupi og náði sínum bezta árangri þar, 9:59,8 mln. Ekki er að efa, að þann árangur gæti hann bætt verulega með þvl að lagfæra tækni slna yfir hindrununum. Ágúst bætti sinni bezta árangur I 1 500 metra hlaupinu er hann hljóp á 3:51,4 mln. Telur hann sig hafa getað gert enn betur, hefði ekki setið I hon- um krampi I kálfa, sem hann fékk I 5 km hlaupinu daginn áður, en I því varð hann að hætta eftir 4 km vegna kramp- ans. Komst Ágúst I B-úrslit I 1500 metra hlaupinu og varð þar 8. á 3:59,0 mln. Óskar Jakobsson náði sínu bezta I kúluvarpi með þvi að varpa 15,65 metra I undankeppninni, en þann Moskvufararnir: Óskar Jakobsson, Sigfús Jónsson og Ágúst Ásgeirsson. | ÍI'HlimillíTIIIl MOIÍCU.MBHBSIHIS Ógleymanleg Moskvuför og allir náðu sínu bezta árangur jafnaði hann slðan I úrslita- keppninni daginn eftir. Aðeins fékk hann þrjú köst I hvorri keppni, en sllkt hefur sennilega komið i veg fyrir betri árangur. I aðalkeppni spjótkasts tókst honum ekki vel upp og lenti spjótið alltaf flatt, sem mun, að hans eigin sögn, vera vegna tæknigalla I aukakeppni næsta dag kastaði hann þó 66,66 metra, sem teljast verður gott, en hafa ber I huga, að það er ekki hægt að ætlast til metkasts af honum I hverri keppni. Það er víst, að þennan pilt skortir ekki kraftinn, en svo virðist sem tæknin sé enn ekki fullkomin. Eftir 46,60 metra kast I undan- keppni kringlukastsins kastaði Óskar 47,68 metra i úrslitakeppninni, en það er með hans besta I sumar. Þeir félagar voru sammála um, að ýmislegt hefði komið þeim á óvart I Moskvuborg. Fannst þeim sem Ibúum væri öllum komið fyrir I stórum fjöl- býlishúsum, þar sem þeir sáu engin einbýlishús. Þetta gerir það að verkum, að borgin virkar ekki mjög stór þrátt fyrir að vera sú 3.—4. fjölmennasta I heim. Þá fór það ekki fram hjá þeim þar sem þeir komu, að þarna gilda ekki lögmál einkarekstursins, eldur virðist allt vera ríkisins. Það fór ekki fram hjá þeim félögum, að þrátt fyrir að landið sé lokað fyrir öllum vestrænum lúxus- eða munaðar- varningi þá hefur mannfólkið greini- lega nokkuð góða vitund um frjálsræð- ið handan hinna rauðu múra. Fólk dáðist af gæðum „vestursins" og gaf I skyn, að Russia væri „no good". Töluvert var gengið á þá félaga og þeir beðnir um að selja fyrir mikið fé, fatnað og skó, sem virtust vekja hrifningu. Slíkt var náttúrlega á móti landslögum og þvl ekki um neina sölu- mennsku að ræða. Hins vegar höfðu þeir tekið með sér það, sem kallað er „amerískt tyggjó" og fólk réð sér vart fyrir kæti þegar slfkt var að þvl rétt. Þurfti t.d. einn þeirra næstum því ekki að greiða leigubíl eftir að hafa gefið bilstjóranum einn pakka af tyggi- gúmmli. Þeim Ágústi, Óskari og Sigfúsi er förin mjög eftirminnileg og vilja þeir koma á framfæri sérstökum þökk- um til Sovétmanna, sem greiddu helming fararkostnað- ar á móti FRl og íþrótta- mönnunum sjálfum. Þá sáu Sovét- menn um allt uppihald í Moskvu. Heið- urinn af að ferðin var möguleg á Jouri llitchev, fulltrúi í sovézka sendiáðinu á Islandi, en hann sá um undirbúning allan og sá um að ferðin yrði íþrótta- mönnunum ógleymanleg. Án hans að- stoðar hefði ferðin vart verið möguleg Fk.l YLSAk IkkOTTIk Muhammed Ali var fagnað með kostum og kynjum er hann kom til keppninnar f Zaire. Heil hátfð var sett upp með viðeigandi dönsum og söngvum og var ekki annað að sjá en að heimsmeistarinn fyrrverandi skemmti sér ágætlega við að horfa á kúnstirnar. EINVÍGINU FRESTAÐ I gær var ákveðið að fresta fyrirhuguðu einvfgi þeirra Muhammad Ali og George Foreman um heimsmeistaratitilinn ! hnefaleik um óákveðinn tfma, af þeim ástæðum, að Foreman varð fyrir meiðslum á æfingum sfnum f Kinshasa I Zarie, en þar átti einvígið að fara fram 25. september n.k., og er þangað kominn mikill fjöldi fréttamanna til þess að fylgjast með viðureigninni. Foreman telur sjálfur möguleika á þvf, að hann verði búinn að ná sér fyrir tilsettan tfma, en læknar hans eru hins vegar á öðru máli, og telja, að Foreman verði vart bardagahæfur fyrr en eftir mánuð. Ali heldur fast við þá kröfu sfna, að Foreman setji 3 milljón króna dollara tryggingu fyrir bardaganum og forráðamenn keppninnar eru f öngum sínum, þar sem þeir mega búast við miklum skaðabótakröfum vegna frestunarinnar. Sími íMÍMIer 10004 Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám SVIAN vöruflutningabifreið Til sölu er Man vöruflutningabifreið 8,5 tonn árgerð 1967 í góðu standi, getur selst án yfirbyggingar. Allan nánari upplýsingar gefur Marteinn Karlsson Ólafsvík sími 93-6238 og 93-6252. Islenzkir sjóafslöppunarunnendur Skrifið okkur um hvort ykkur langar til þess að slappa af á sjó á íslenzku farþegaskipi. Engin nöfn. Sendist í pósthólf 409, Reykjavík. Gftarkennslan T úngötu 5 Innritun nemenda daglega kl. 6 — 7. Upplýsingar i síma 1 6972.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.