Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 t Sonur minn JÓEL JÓNSSON, frá Efri Holtum, V-Eyjafjallahreppi andaðist 12 september s.l. Jarðarförin fer fram frá Stóra-Dalskirkju laugardaginn 21. september kl. 2 siðdegis. Fyrir mlna hönd og annarra vandamanna Jón Jónasson. t Eiginkona mln og móðir okkar GUÐLAUG GUNNARSDÓTTIR ÞORMAR Sóleyjargötu 33, andaðist I Borgarspítalanum 1 5. september Andrés G. Þormar Gunnar Þormar og Birgir Þormar. t Eiginkona min, móðir okkar og tengdamóðir MIA RUTH KRISTJÁNSSON Miklubraut 24 verður jarðsungin frá Háteigskirkju, fimmtudaginn 1 9. september kl. 3 e.h Sigurður Kristjánsson Björg Sigurðardóttir Troels Bendtsen Hanna Sigurðardóttir Kristinn Einarsson. t Eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir, RUNÓLFUR SIGURJÓNSSON, Ásvallagötu 51, sem andaðist 12 þ m verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudag- inn 20. september kl. 1 3.30. Guðrún Þorbjörnsdóttir, Stefanía, Guðmundur Grfmsson, Þóra, Karl Maack. t Útför konunnar minnar, SOFFlU LILLIENDAHL, fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 20. september kl. 1 0.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Björn Grfmsson. + Sonur minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR E. STEFÁNSSON, Nýjabæ, Garðahreppi. verður jarðsunginn frá Garðakirkju fimmtudaginn 19. september kl. 14 00 Jóhanna Jöhannsdóttir, Stefán J. Sigurðsson, Sigurður Sigurðsson, Guðrún Alexandersdóttir Erna Lárentsíusdóttir, Kristjana Halldórsdóttir, Vilborg Sigurðardóttir, Magnús Stefánsson, LárusJ. Sigurðsson, Vilborg L. Stefánsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Sigriður Stefánsdóttir, Sigurður S. Sigurðsson, Laufey Sigurðardóttir. t Við þökkum af alhug auðsýnda samúð og vmarhug við andlát og jarðarför, KRISTINS HAFLIÐASONAR, Bústaðaveg 59. Anna Margrét Guðmundsdóttir, Ingveldur Kristinsdóttir, Sigurður Sigurðsson, Ásgeir Kristinsson, Steina Wallis Steve Wallis, Kristfn Kristinsdóttir, Guðmundur Kristinsson. Sigrfður Matthiasdóttir. Hafliði Kristinsson, Pálfna Skjaldardóttir og barnabörn. Ingiríður Olsen —Minningarorð Ingiríður Olsen, tengdamóðir mín, lézt þann 9. sept. s.l. Hún var orðin öldruð kona, sem átti því láni að fagna að halda andlegri og lfkamlegri heilsu fram til hins síðasta. Getum við öll verið þakk- lát fyrir, hve hljóðlega hún kvaddi þennan heim. En hvað annað hefði sæmt þessari konu, sem aldrei æðraðist. Hún var fædd í Hjallanesi í Landsveit, þann 28. maí 1888. Foreldrar hennar voru Lýður Arnason og Sigríður Sigurðar- dóttir. Þau eignuðust 12 börn, 10 syni og 2 dætur. Var Inga næst elzt sýstkina sinna. Eru nú aðeins þrjú þeirra á lffi. Árið 1914 giftist Inga, Jentofte Olsen, sem var norskrar ættar. Þau eignuðust 9 börn, 5 drengi og 4 stúlkur og eru 7 þeirra á lífi. Þau eru: Kristinn, Ólafía, Ger- hard, Olaf, Erna, Alfred og Kristín. Eitt barnanna dó í æsku og elzta dóttir þeirra, Sigríður, lézt árið 1959. Árið 1925 byggðu tengdafór- eldrar mínir stórt og myndarlegt hús í Skerjafirði, sem þau nefndu Túnsberg. Þar ólu þau upp stóra barnahópinn sinn í námunda við fjöruna og sjóinn. Oft var glatt á hjalla í gamla húsinu. Tengdamamma í eld- húsinu með fulla potta af mat, gefandi hverjum sem að garði bar í svanginn eða eitthvað annað, þvf hún hafði yndi af að gefa og gleðja aðra. Þau voru ekki fá barnabörnin, sem tóku sin fyrstu skref í kring- um hana. Væri eitthvert þeirra órólegt var nóg að amma tæki það í sinn stóra faðm. Þar var ró og öryggi að finna. Þannig er henni bezt lýst. Eftir lát eiginmanns síns 1958, bjó hún áfram í húsinu sfnu ásamt yngstu dóttur sinni, Kristfnu og dótturdóttur Ingu, sem var sólargeislinn hennar. Þar leið henni bezt og þar hafði hún góða aðstöðu til að taka á móti börnum sínum, tengdabörnum og barnabörnum. Hún var sameiningartákn fjöl- skyldunnar. Við fundum að gott var til hennar að leita, því að hún átti Iffsreynsluna, góðsemina, gjafmildina og æðruleysið. Hún var vinur okkar og fóru svo fáir af hennar fundi, að þeir væru ekki fcfíkari eftir. Sjálf var hún eins og björkin, sem vindurinn treystir um leið og hann þýtur. Hennar er gott að minnast. Halldóra Sigurðardóttir. Gísli Guðjónsson húsasmíðameistari Miðvikudaginn 11. sept. fór fram útför Gísla Guðjónssonar húsasmíðameistara í Hafnarfirði. Hann andaðist 3. sept. á 65. af- mælisdegi sínum, eftir stutta legu. Það var mikið ef Gísli kvartaði um lasleika og setti því nokkurn ótta að þeim, sem þekktu hann, + GUNNAR GUÐMUNDSSON, fyrrv. skólastjóri, Hofteigi 46, lést á Landspítalanum 16. þ.m. Ása Maria Kristinsdóttir, Gréta Gunnarsdóttir, Tómas Gunnarsson. t Jarðarför móður minnar, tengda- móður og ömmu, SALBJARGAR NÍELSDÓTTUR, Álfabrekku 1 7, Kópavogi, fer fram frá Kópavogskirkju, fimmtudaginn 19. sept. kl 13.30. Blóm vinsamlega af- beðin J6hanna Björnsdóttir, Óskar Hannibalsson og barnabörn. þegar frétt barst um að hann væri kominn á sjúkrahús. Enda kom það í ljós að hann var fársjúkur orðinn, en ekki þótti honum fært að fara fyrr en hann var búinn að ganga frá ýmsum verkum, sem hann taldi að ekkiþyldu bið eða hafði verið lofað. Gísli var einn þeirra manna, sem ég kynntist á fyrstu dögum mínum í Hafnarfirði. Hann vann þá hjá Skipasmíðastöð Hafnar- fjarðar og var hann talinn einn af harðduglegustu smiðum þar, enda þótt mannval væri þar gott. Og leiðir okkar áttu eftir að liggja saman síðan. Hann var einn I okkar tólf, sem stofnuðum Skipasmíðastöðina Dröfn h.f. + Þökkum innilega sýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför föður okkar, BJÖRNS SIGURÐSSONAR, skipstjóra, Siglufirði. Fyrir hönd okkar systkina og annarra vandamanna. Sveinn Björnsson. + Þökkum samúð og vináttu við andlát og jarðarför, MAGNÚSAR ÓLAFSSONAR, Borgarnesi. Margrét Jensdóttir, Gyða Magnúsdóttir, Dagbjört Einarsdóttir, Helga Jónsdóttir, Guðrún Helga Högnadóttir, Einar Bjarnason, Kristján Bjarnason, Kristján O. Magnússon, Þórður Magnússon, Valur Magnússon. Minnugir atvinnuleysis- áranna fyrir 1940 var eitt höfuðmarkmiðið með stofnun Drafnar að skapa hluthöfunum atvinnuöryggi. Var lagt kapp á að allir hluthafarnir ættu jafnstóran hlut. Fjármagnið sem byrjað var með var því ekki meira frá hverjum einum en það sem þeir gátu lagt fram, sem minnsta getu höfðu. Hluthafar unnu því mikla sjálfboðavinnu við byggingu húsa og dráttarbrautar. Skipulagning þess starfs hvíldi ekki hvað sízt á Gísla. Hann var óþreytandi við að leysa þau mál, sem í hans verk- hring voru og lét hvergi sinn hlut eftir liggja. Með óbilandi bjartsýni tókst að byggja Dröfn upp og Bygginga- félagið Þór h.f. var stofnað af sömu hluthöfum og eins og áður allir með jafnan hlut. Tókst svo vel til að nær aldarfjórðungi sfðar voru enn sömu hluthafar og allir jafnir. Gísli var alla tíð í stjórnum félaganna og hafði verkstjórn á vinnustöðum með hendi auk þess sem hann sinnti ýmsum stjórnunarstörfum fyrir félögin. Alltaf var Gfsli æðrulaus og þó að syrti í álinn eins og stundum vill verða þá var hann alltaf bjart- sýnn á að úr rættist ef vel væri að unnið. Gísli var mjög góður iðnaðar- maður, afkastamikill, velvirtur og úrræðagóður. Hann var því eftir- sóttur til starfa og þá ekki sízt ef um vandasöm og umfangsmikil verkefni var að ræða. Og mörgum rétti hann hjálparhönd. Gísli var fæddur að Súluholti i Villingaholtshreppi 3. sept. 1909, sonur hjónanna Andreu Gróu Magnúsdóttur og Guðjóns Ingi- mundarsonar, er þar bjuggu. Ungur missti Gfsli föður sinn og stóð þá móðir hans uppi með 4 börn, tvær dætur og tvo syni, öll ung. Þekkti hann þvi snemma til erfiðleika í lífsbaráttunni. Gísli hóf nám í húsasmíði hjá Ásgeiri G. Stefánssyni í Hafnarfirði árið 1928 og nokkru síðar fluttist öll fjölskylda hanstil bæjarins. Gisli var ókvæntur en hélt heimili með systrum sínum. Gísli var fremur hlédrægur. Hann barst ekki á og hafði sig ekki í frammi í opinberum mál- um. Hann hafði þó mjög fast mót- aðar Iífsskoðanir. Hann var góður i viðmóti og dagfarsprúður, hreinn og beinn í allri framkomu. Góður drengur er genginn, góður félagi horfinn úr hópnum. Við kveðjum hann með þökk í huga og biðjum honum blessunar. Aðstandendum flytjum við inni- legar samúðarkveðjur. Páll V. Danfelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.