Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 15
Dr. Finnbogi Guðmundsson MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 15 Það kemur í minn hlut að reifa enn einu sinni á landsfundi bóka- varða málefni íslenzkra rann- sóknarbókasafna. A fyrsta landsfundi fyrir fjór- um árum reyndi ég að lýsa, hvernig ástatt var um þau þá, og ræddi jafnframt helztu verkefni, er framundan væru. Á öðrum landsfundi haustið 1972 kaus ég hins vegar að gera sérstaka grein fyrir þjóðarbók- hlöðumálinu og skýra frá því í stórum dráttum, hvernig við, sem þar hefðum haft mesta forsögn á, hugsuðum okkur bókhlöðuna. Áður en ég vlk að rannsóknar- bókasöfnunum og brýnustu við- fangsefnum þeirra, tel ég rétt að ræða að nokkru viðhorf manna bæði fyrr og nú til safnanna og hlutverks þess, er þeim er ætlað að gegna í þjóðfélaginu. Það er t.a.m. löngum til þess vitnað, hvert stórvirki það var að reisa Safnahúsið á öndverðri þessari öld. En þetta mál varð ofan á þá e.t.v. vegna þess, að þjóðin var um þær mundir lengra á veg komin í andlegum efnum en verklegum og sá ráðherra, er beitti sér fyrir byggingu Safna- hússins, Hannes Hafstein, var eitt af höfuðskáldum þjóðarinnar, er með hvatningarljóðum sfnum hafði rutt brautina til nýrra átaka og framfara. Þetta verk, bygging Safnahúss- ins, varð ekki aftur tekið, þegar þvf eitt sinn hafði verið hrundið í framkvæmd, þótt ýmsir hafi þá, eins og ævinlega, séð blóðugum augum eftir því fé, er til þess gekk, og talið, að því hefði verið betur varið á annan veg. Eflaust eru eftirfarandi orð f gamalli ræðu Guðmundar Finnbogasonar frá sumrinu 1912 andæfing gegn slíkum hugsunarhætti, en í ræð- unni, er heitir Skáldaþjóðin, segir svo m.a.: „Sumir hafa verið að impra á þeirri skoðun, að skáld og aðrir andans menn væru þjóðinni ekki eins nytsamir og hinir, sem draga þorskinn úr sjónum eða yrkja jörðina. En þeim vil ég svara: „Þetta ber að gera, en hitt ekki ógert að láta.“ Veiðum þorskinn með öllum þeim tækjum, sem nú- tíðarmenningin þekkir, verðum auðugir og þar með sjálfstæðir. Yrkjum jörðina. Heill sé hverj- um, sem leggur út á djúpið og kemur aftur með fullt skip fisks, eða fer út í holtii\ og lætur tvö strá gróa þar, sem áður var eitt. Þeir, sem það gera, eru góðir og nýtir synir síns lands. En „maðurinn lifir ekki á einu saman brauði“, og það er ævar- andi heiður íslenzku þjóðarinnar, að hún hefir í verkinu sýnt, að hún skildi þessi orð. Hana hefir hungrað og þyrst eftir mannviti, fróðleik og list, og hún hefir, til að fullnægja þeirri þörf, lagt fram skerf, sem hún þarf ekki að skammast sín fyrir. Hún hefir jafnvel getað gefið frændþjóðum sínum margan neista, þar sem kalt var í kolunum.“ Og fyrst ég er farinn að vitna til föður míns, get ég eins — og biðst á því engrar afsökunar — rifjað upp annan kafla úr blaðagrein frá sumrinu 1907, er lýtur að þessu sama efni: „Hérna um daginn barst það í tal, að Einar Hjörleifsson hefði sótt um skáldlaun til alþingis. Þingmaður einn, sem á hlýddi, sagði undir eins: „Ég vil miklu heldur veita Einari Hjörleifssyni fé til að rita skáldsögur en að veita fé til sandgræðslu." Ég hefi hugsað nokkuð um þetta síðan. Það var svo einkenni- legt, að jafna þessu tvennu saman: skáldsagnaritun og sand- græðslu og velja milli þess. En mér varð ósjálfrátt hlýtt í þeli til þingmannsins fyrir orðin. Ekki af þvf að ég sé andvígur sand- græðslunni. Öðru nær. Að græða landið, binda sandinn — það ber að gera. Vissulega eiga grösin, sem heyja sitt landvarnarstríð við hamramman sandrenninginn, heifntingu á, að þeim sé rétt Erindi flutt á 3. landsfundi íslenzkra bókavarða 12. sept. sl. rit og getur því, þegar þessi starf- semi er komin í fast horf, látið í té spjöld til einstakra safna um efni, sem fer að jafnaði ekki f al- menningsbókasöfnin. Nú er það svo, að sú þjónusta, er Landsbókasafn hyggst veita með þessum hætti, er bundin því skilyrði, að safnið fái aukna starfskrafta í þessu skyni. Bóka- fulltrúi ríkisins hefur þegar lagt safninu til fé, svo að nú þegar verði hafizt handa og fslenzk rit frá árinu 1973 þannig skráð f hinum nýja stfl. Nokkrar undirbúningsvið- ræður hafa farið fram um heppilegasta skráningarfonmð, þannig að það tvennt fari saman, að Landsbókasafnið geti leyst verkið af hendi án verulegra breytinga annarra en þeirra, er rannsóknarbókasöfn Islenzk hjálparhönd. Og óteljandi fræ eiga sér þá eina eðlisósk að fá að nema land í auðnunum og flytja moldinni fagnaðarboðskap lífsins. Það er synd að sá þeim ekki. En andlegi gróðurinn skyldi hann ekki eiga rétt á sér? Skyldi vera minna vert um hugmynda- fræðin en grasfræin? Er sá sand- urinn óskaðlegri, sem á hugtúnin hleðst en hinn, sem „kúgrasið" kæfir? Eg veit, að mörgum er töðu- völlurinn helgari reitur en hug- túnið; og bragarblómin telja þeir augnagaman eitt. Þeir vildu helzt, að í aldingarði framtíðarinnar yxi ætijurtir einar, rótarávextir og sleikjugrös. En ekki er þetta al- mannaósk, enda hafa bargartúnin í þessu landi sízt brugðizt, þó illa hafi árað, þau hafa verið „vitaz- gjafi“ sá, er aldrei varð ófrær, og sáð út frá sér „meir en menn viti“. Kjarninn í þessum hugleiðing- um er sá, að við verðum jafnan að hlynna að hvorumtveggja gróðr- inum, jarðargróðrinum og hinum andlega gróðri.ef okkuráað farn ast vel f landinu. Við getum ekki teflt þeim hvorum gegn öðrum og síðan ætlað mönnum að velja á milli. Þegar því alþingi ályktaði vorið 1970 með 51 atkvæði gegn einu, að í tilefni af ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar 1974 skyldi reist þjóðarbókhlaða, og síðar á þingfundi á Lögbergi með 60 samhljóða atkvæðum nú í sumar, að varið skyldi á næstu árum stórfé til landgræðslu, sýnir það, að alþingi vill hlynna að hvorumtveggja gróðrinum. Álykt- anir alþingis eru þó ekki einhlít- ar, ef ráðherrar þeir, er með um- rædd mál fara, gerast ekki odd- vitar — og ef nauðsynlegt er — grjótpálar fyrir þeim, þegar til þess kemur að fylgja þeim eftir í verki. Þótt ólíku sé saman að jafna veturtaksmönnum Þorgils Ara- sonar á Reykhólum forðum og ráðherrum þeim, er f ríkisstjórn sitja nú á dögum, geta ummæli Grettis um vistargerðina á Reyk- hólum eins átt við um rfkissjóð- inn nú, en Grettir sagði, þegar hann var spurður um Reykhóla- vistina: „Þar hefi ég svo verið, að ég hefi jafnan mínum mat orðið fegnastur, þá er ég náða honum.“ Þvf eru auðvitað takmörk sett, hvað fámennt þjóðfélag, einar 215 þúsundir manna, getur gert á skömmum tíma, og þess vegna voníegt, að tilviljun — og snör handtök — ráði því stundum, hvað gert er eða ógert látið, af því, sem vinna þarf. Þeir, sem með völdin fara, eru settir f þann vanda að velja og hafna, og þeir, sem að þeim sækja, eru misjafn- lega harðir í sóknum eða vandir að meðulum. Ég hef alltaf haldið því fram, að farsælast væri, að hver aðili byggi sitt mál sem bezt í hendur þeim, er um það eiga að fjalla, án þess að troða um leið skóinn ofan af einhverjum öðrum. Frægt var á sínum tíma, þegar hve hörðust hrið var gerð að Hallgrímskirkju, að einn hrópaði eitthvað á þessa leið: „Upp með ráðhúsið, og niður með Hallgrimskirkju." Slíkar aðfarir eru ekki heillavænlegar né til þess fallnar að sameina menn um þau mörgu verk, sem við þurfum að vinna, þótt skiptar skoðanir séu um það, hvað ganga skuli fyrir hverju sinni. Að loknum þessum hugleiðing- um sný eg mér nú að rannsóknar- bókasöfnunum og þá fyrst að verkefnum, er varða þau öll sameiginlega. Samskrá þeirri um erlendan rit- auka íslenzkra rannsóknarbóka- safna, erhleypt varaf stokkunum 1970, hefur verið vel tekið og er nú send reglulega um 550 stofn- unum og einstaklingum. I athug- un er, að hún verði látin ná til ritauka fleiri safna en verið hefur hingað til. Ýmsar stofnanir hafa á síðustu árum ráðið bókaverði til að annast um bóka- og tímaritakost sinn, og þar sem föst skipan er komin á, ættu að vera skilyrði til að senda spjöld í samskrána. 1 undirbúningi er samskrá um erlendan tímaritakost. Er ætlun- in, að sú skrá verði tölvuunnin, en það hefur þann kost, að auðvelt verður að fella síðari viðbætur inn í hana og eins að draga út úr henni einstaka efnisflokka, enn- fremur tímaritakost einstakra safna eða stofnana o.s.frv. Stofnkostnaður við gerð slíkrar skrár er mikill, en hann mun borga sig, þegar til lengdar lætur. Þórir Ragnarsson bókavörður í Háskólabókasafni hefur einkum undirbúið þetta mál og haft sam- ráð um það við dr. Odd Benedikts- son og Reiknistofu Rannsókna- stofnunar háskólans. Skráin mun hins vegar verða gefin út á vegum Landsbóka- safns, og hafa nýlega verið sendar fjölmörgum söfnum og stofnun- um leiðbeiningar, er Þórir hefur samið um gerð skrárinnar. Hann mun ennfremur síðar á þessum landsfundi reifa það efni sérstak- lega, svo að ég fer ekki lengra út f þá sálma hér. Um þessa skrá, eins og sam- skrána um erlenda ritaukann, ríð- ur á, að víðtæk samvinna takist, svo að við fáum sem fyllsta skrá um erlendan tímaritakost á ís- landi. Á það hefur lengi brostið, að við hefðum þá yfirsýn yfir hann, sem nauðsynleg er, bæði til þess að sem bezt nýtist að þeim fjölda erlendra tímarita, er til landsins berst, og unnt verði að stemma stigu við þvf, að mörg söfn haldi sama tímaritið, þótt þar verði auðvitað sundum ekki kom- izt hjá undantekningum. Ég vík þá enn að öðru máli, er varðar ekki einungis rannsóknar- bókasöfnin, heldur einnig og ekki síður almenningsbókasöfnin. En það er sú miðskráning íslenzkra rita, sem verið er að hleypa af stað í Landsbókasafni. A síðast- liðnu ári var ákveðið að hverfa í safninu frá þeirri reglu, sem þar hefur lengi gilt, að skrá íslenzk rit höfundarkennd á föðurnafn, og skrá þau nú framvegis á fornafn, en þó skyldi enn um sinn skrá verk þess höfundar, er bæri ættarnafn, á það, en ekki for- nafnið. Með því að fara þarna bil beggja er verið að auðvelda alþjóðlega samvinnu í skráningar- efnum, en að þvf hlýtur að draga, að við önnumst skráningu fs- lenzks efnis ekki einungis fyrir okkur sjálfa, heldur einnig að nokkru fyrir aðrar þjóðir. Það segir þó ekki, að við getum ekki, hvenær sem við viljum, stigið skrefið til fulls og skráð öll höfundarkennd íslenzk rit á for- nafn. Svo sem að líkum lætur, þarf við slfka meginbreytingi' að stokka íslenzka bókakostinn í Landsbókasafni upp og endur- skoða og endurnýja spjaldskrár, og er það allt mikið verk og tíina- frekt með þeim nauma vinnu- krafti, sem við höfum. Eins og kunnugt er, hefur böka- fulltrúi ríkisins lengi unnið að því, að hafin yrði miðskráning fslenzkra rita og almenningsbóka- söfnum gefinn kostur á að fá spjöld frá þeirri miðstöð, er annaðist slíka skráningu. Stóð fyrst til, að Borgarbókasafn Reykjavíkur tæki að sér skrán- inguna, en þegar kunnugt varð um þær breytingar á skráningu íslenzks efnis í Landsbókasafni, er áður greindi, þótti ráð, að það veitti þessu máli lið, enda slfk skráningarþjónusta víða í verka- hring þjóðbókasafna eða stofnana f nánum tengslum við þau. Lands- bókasafnið fær einnig öll íslenzk áður var getið, og þeim söfnum, er njóta eiga góðs af þessari starf- semi, nýtist sem bezt að henni. Landsbókasafnið ræðst í þetta verkefni f trausti þess, að orðið verði við beiðni um fjárveitingu í fjárlögum næsta árs, er geri safn- inu fært að ráða nýjan bókavörð til að annast umrætt verkefni, er svo mjög léttir undir með starf- semi alls þorra bókasafna í land- inu. Ég veit, að bókafulltrúi ríkisins hefur þegar lagt sitt lóð á vogar- skálina í þessu máli og mun að sínu leyti stuðla að því, að sá þáttur framkvæmdarinnar, er heyrir undir hann, verði farsæl- lega leystur. Því er ekki að leyna, að við í Landsbókasafni höfum verið dálftið kvíðandi um okkar þátt. Við höfum vissulega ærið að starfa og sjáum naumast fram úr því, sem gera þarf. Ég hef þó talið rétt að hika ekki í þessu efni og get nú skýrt frá því, að allar líkur eru til, að Landsbókasafn fái frá næstu áramótum fastan aukinn starfskraft vegna þessa verkefnis. Ennfremur treysti ég því, að ís- lenzkir bókaverðir verði þolin- móðir og taki ekki til þess, þótt þetta fari e.t.v. nokkru hægar af stað en þeir hefðu kosið og á nokkru líði, unz það verður komið á öruggan skrið. Þegar skráningu tiltekinna rita er lokið f Landsbókasafni, er enn eftir hlutur þeirra, er annast um fjölgun og dreifingu spjaldanna, og þeim, sem um þá þætti fjalla, verður efalaust ýmis vandi á höndum, áður en það gengur allt snurðulaust. Af því, sem nú hefur verið talið, má sjá, að samvinna milli bóka- safnanna fer vaxandi, þótt hér sé einungis um byrjun eina að ræða. Auðvitað er markmiðið það, að úr verði eitt öflugt og samvirkt kerfi, og eru þessi mál nú mjög til athugunar og umræðu víða um lönd. I undirbúningi hefur verið síðustu misseri ráðstefna, er halda skal á vegum UNESCO í París sfðar í þessum mánuði, en þar munu sérfróðir fulltrúar stjórnvalda úr ýmsum löndum ræða um framtíðarskipan öflunar og miðlunar hvers konar fróð- leiks, hvort heldur á vegum bóka- safna, skjalasafna eða sérhæfðra upplýsingastofnana, en megintil- gangurinn sá að kanna, hversu tengja megi saman og samræma alla þessa starfsemi. Ráðstefna þessi nefnist á ensku: Intergovernmental conference on planning of nation- Framhald á bls. 26.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.