Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 Ætla þeir að slá sig upp á munninn? Þegar hafin var undirskrifta- söfnun Varins lands, var ekki ætl- un okkar, er fyrir henni stóðu, að skipta sér af öðri' en söfnuninni sjálfri. Skrif og orðræður fylgj- enda varnarleysis hér á landi breyttu þessu. Þegar mönnum eru borin á brýn landráð, per- sónunjósnir, söfnuninni lfkt við mesta hneykslið f stjórnmálasögu hins frjálsa heims, Votergeitmál- ið, og fjöldi annarra illyrða er viðhafður opinberlega, keyrir svo úr hófi, að eigi verður lengur þolað. Það var skylda okkar ekki aðeins gagnvart sjálfum okkur, heldur engu sfður þeim 55.552 körlum og konum, sem höfðu lýst stuðningi við Varið land, að höfða mál á hendur hinum svæsnustu meðal þessara talsmanna fyrir varnarlausu landi. Hin gleymda menning Þeim mönnum, er hafa haft sig mest f frammi vegna meiðyrða- máls okkar 12-menninganna, hefur orðið tfðrætt um menningararfleifð og tjáningar- frelsi. Menningararfleifð forfeðra okkar allt frá landnámsöld og fyrr er kunn í þessum efnum. 1 Grágás, Járnsfðu og Jónsbók er að finna lagaákvæði um þessi efni. Af þeim lagaákvæðum, fornum sögum og heimildum allt til dags- ins í dag er ljóst, að ærumeiðingar hafa aldrei verið taldar sjálfsagð- ar meðal Islendinga eða frænd- þjóða okkar, síður en svo. Að fornu voru meiðyrði talin til hinna verstu glæpa, og menn mátu mikils æru sína og annarra. Meiðyrði vörðuðu ströngum viðurlögum. I Grágás voru viður- lögin aðallega þessi: Skóggangur (ævilöng brottvísun úr mannlegu samfélagi), fjörbaugsgarður (brottvísun úr landi I ákveðinn tíma), útlegð (fésekt til sóknar- aðilja að hálfu og að hálfu til lögsögumanns eða héraðsbúa), réttur (fébætur til þess, er brotið var á) og hefndir (heimild til að hefna fyrir afbrot). Grágás gerði enn fremur greinarmun eftir því, hvort um var að ræða meiðyrði í bundnu eða óbundnu máli, og voru viðurlög mun strangari fyrir ipeiðyrði í bundnu máli. Af hver ju fjárkröfur? Erlepdis eru vfða dæmdar svimandi háar fjárhæðir í bætur fyrir meiðandi ummæli og sums- staðar f hinum lýðfrjálsa heimi er farið að beita aukinni vernd fyrir ærumeiðingar í garð þeirra, er koma nálægt hitamálum á Stjórn- málasviðinu. Hér á landi voru fé- bætur einn stærsti þátturinn í viðurlögum til forna, og allt frá landnámsöld og fram eftir öljum öldum voru menn látnir sæta há- um fésektum fyrir meiðyrói og því hærri, sem virðing og völd þeirra voru meiri. Staðreynd er það, að margir láta sig litlu varða annað en það, sem kostar fjárút- lát, og telja það léttvæga refsingu, þótt dómsorð séu þeim í óhag og ummæli þeirra ómerkt. Slíkt er aðeins „úrelt“ meiðyrðalöggjöf í þeirra augum. Talsmenn varnar- leysis bera, ef marka má ummæli þeirra, töluverða virðingu fyrir fjárkröfum okkar. Ályktun Stúdentaráðs frá 31. júlí s.l. ber þetta glöggt með sér. I henni kem- ur m.a. fram, að stefndu séu ekki borgunarmenn fyrir fjárkröfum' okkar. Hvað eru mennirnir þá að skrifa hluti, sem þeir geta ekki staðið við fyrir hlutlausum íslenzkum dómi og eru því skaða- bótaskyldir fyrir? Enn fremur kemur sama skoðun fram I ályktun 152 manna, sem mót- mæla „athæfi Varins lands og réttarofsóknum í Þjóðviljanum 28. júni s.l„ en þar segir m.a.: „... þá ferst þeim ekki að svara andstæðingum sínum með þvf að ætla að gera sér að féþúfu eðlileg viðbrögð þeirra í miklu hita- og deilumáli." 1 skrif- um talsmanna varnarleysis kem- ur berlega í ljós viðurkenning á óréttmætum skrifum þeirra í garð Varins lands, en að þeim „sakir tignar sinnar“ sé „ósamboðið" að láta fslenska dómstóla fjalla um „fjölmiðlunardark (sitt) í íslenskri menningarhelgi“, séu þeirra eigin orð notuð. Hér eru nefnilega hinir fínu og gáfuðu talsmenn varnarleysisins hafnir yfir allan almúgann, er í hlut á. Af þessu leiðir, að þeir skilja og virða kröfur okkar um fébætur og eiga að dæmast í þær, til að þeir læri „að bera virðingu fyrir frjálsri rannsókn og rökræðu, svo og tjáningarfrelsi manna, jafnt andstæðinga sinna sem sam- herja", eins og 152-menningarnir orðuðu svo vel í mótmælum sín- um. Bezt verður þetta tryggt með miklum fjárútlátum þeirra, er níðast á tjáningarfrelsinu og þyk- ir sjálfsagt að ærumeiða aðra. Þannig verður ærumeiðingum bezt haldið í skefjum. Hlutleysi Skáldadómsins? Svo sem kunnugt er, skipaði stjórn Rithöfundasambands Islands 12 rithöfunda til að meta réttmæti dómsstefnu okkar á hendur Einari Braga, vegna greinar hans í Þjóðviljanum 18. janúar s.l., undir fyrirsögninni „Votergeit víxillinn“.“ „Dómsorð"' þeirra voru á þessa leið: „Kæru- mál og fjárheimtur af þessu tagi eru árás á tjáningarfrelsi manna og stefna að þess konar tálmunum fyrir prentfrelsi, sem stjórnar- skráin kveður svo skýrt á um, að aldrei megi í lög leiða.“ Niður- staða þeirra er skýr, þeir viður- kenna ærumeiðingarnar. Þótt þeir birti 72. grein stjórnarskrár- innar í greinargerð sinni, virðast þeir ekki hafa lesið hana. Hún er svohljóðandi: „Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar á prenti, þó verður hann á ábyrgj ast þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar tálmanir fyrir prentfrelsi má aldrei í lög leiða." Takið eftir: ...þó verður hann að ábyrgjast þær fyrir dómi.“ Þeir hafa senni- lega ekki lesið þetta og telja þvi, að Einar Bragi eigi ekki að ábyrgjast „Votergeit víxilinn" fyrir dómi. Hver er skýringin? TIu dögum fyrir alþingis- kosningarnar höfðu sjö af þessum rithöfundum undirritað ályktun 152-menninganna, sem „mót- mæltu athæfi Varins lands og réttarofsóknum" f Þjóðviljanum og voru því búnir að taka afstöðu í málinu. Stjórn Rithöfundasam- bands Islands vissi a.m.k. um af- stöðu meirihluta dómsins, áður en hún skipaði hann. Eftir þessu að dæma gæti maður freistazt til að draga þá ályktun, að stjórn Rit- höfundasambands Islands hafi verið kunnug skoðun hinna fimm dómendanna einnig. Hvað skyldu slík vinnubrögð heita á máli Þjóð- viljamanna? Nýtt siðgæði? Þegar málssókn okkar tólf- menninganna á hendur nokkrum hinna svæsnustu I liði and- stæðinganna var opinber gerð með stefnu okkar fyrir Bæjar- þingi Reykjavíkur í júní s.l., mátti lesa svohljóðandi fyrirsögn í einu blaði um þetta efni: „Nýtt sið- gæði?“ 1 grein þessari lýsir höfundur beyg sínum af því, að nýtt siðgæði verði nú tekið upp, menn látnir ábyrgjast orð sín fyrir dómi. Ein aðal ástæðan fyrir málsókn okkar var einmitt þessi. Við vildum gera íslendingum kleift að geta verið óhultir fyrir ómaklegum árásum og brigzlum um hina verstu glæpi á opinber- um vettvangi. Við viljum nýtt sið- gæði, siðgæði í orðskviði konungs- skuggsjár, sem segir: „Gæt þú vandlega tungu þinnar og vit að það er virktaróð. Því tunga þín má sæma þig og tunga þfn má dæma þig.“ Það var full ástæða til að snúast til varnar gegn skrifum og orðræðum hinna ofstækisfyllri meðal talsmanna varnarleysis á fslandi. „Rök“ þeirra um skerð- ingu tjáningarfrelsis eru firra. Leggja mætti að jöfnu, að sá, sem bakaði öðrum manni líkamstjóni, þyrfti ekki að ábyrgjast gerðir sínar fyrir dómi, vegna þess, að það væri skerðing á athafna- frelsi hans!! Sýnilega myndi slíkt „siðgæði" leiða af sér nýja Sturlungaöld, sem var rót þess, að við misstum sjálfstæði okkar í hendur erlendra manna á sinni tíð. Vilja talsmenn varnarleysis á Islandi, að slíkt hendi aftur? Það er og skylda okkar gagnvart þeim mönnum, sem hafa veigrað sér við að skrifa Vörðu landi til stuðnings af ótta við nfð og róg SÓLARFRÍ Þegar Flugfélag Islands hóf sólarferðir til Kanaríeyja f árslok 1976 varð fljótlega ljóst, að mikill áhugi var fyrir vetrarorlofi í sól og sumri, að margir myndu not- færa sér þessa þjónustu, þegar fram í sækti. Sú hefur einnig orðið raunin á og þrátt fyrir nokkra örðugleika í byrjun hvað áhrærði gistingu á Kanarfeyjum, þá hafa þessar ferð- ir átt ört vaxandi vinsældum að fagna, enda hefur gistiaðstaða batnað ár frá ári með auknum viðskiptum og betri fótfestu á hótelmarkaði eyjanna. 1 haust munu Kanaríeyjaferðir Flug- félags Islands og Loftleiða hef jast þann 31. október, en alls eru áætlaðar 17 ferðir til Kanarfeyja í Hreggviður Jónsson: andstæðinganna, að þeim verði trygtt „nýtt siðgæði“, tjáningar- frelsi, án þess að eiga á hættu ærumeiðingarherferð. I þeim löndum, þar sem lýðræði og frelsi eru f hávegum höfð, eru meiðyrði litin mjög alvarlegum augum. Skammt er síðan hinn heimsfrægi söngvari Frank Sinatra lét hafa eftir sér niðrandi ummæli í garð ástralskra blaðamanna. Ummæli þessi vöktu að vonum reiði þar f landi. Ástralska verkalýðssam- bandið ákvað, að söngvarinn fengi enga fyrirgreiðslu frá með- limum þess og færi því ekki úr landi fyrr en hann bæðist af- sökunar á ummælum sínum. Söngvarinn varð að lúta þessu. Slíkum augum eru meiðandi um- mæli litin í lýðfrjálsum löndum. Forystulið varnarleysis á Islandi mætti hafa það f huga, að í lýð- frjálsum löndum vilja menn ein- mitt nýtt og betra siðgæði, en áður. þingmönnum ekki veitt þessi sér- réttindi til þess að þeir geti sér að ósekju meiðyrt menn og haft í frammi ósæmilegt orðbragð." „Að sjálfsögðu ætti þingdeild ekki að neita um málssóknarleyfi, þar sem um algerlega óafsakanleg meiðyrði er að tefla, því þinghelgi á ekki að vera mönnum neitt skálkaskjól.“ — Sakborningar okkar, þeir Lúðvík Jósepsson, Ragnar Arnalds og Svava Jakobs- dóttir geta verið kokhraust innan dyra Alþingis í skjóli þinghelg- innar, en að þau þori að standa eða falla með orðum sínum, ó nei!!! Ef til vill ætla þau bara að láta það nægja að slá sig upp á munninn eins og Jón Hreggviðsson forðum. A Alþingi 1693 var sá góði maður dæmdur til þess að „slá sig sjálfur þrisvar upp á munninn, sér og sinni óráð- vandri lygitungu til minnilegrar smánar og fyrirlitningar, sér og öðrum óráðvöndum orðstrákum til alvarlegrar viðvörunar". Að vera óspar á skoðanir sínar Ætla þeir að slá sig upp á munninn? Orðhákunum í þingliði Alþýðu- bandalagsins er líkt farið og Jóni sterka í Skugga-Sveini þegar hann sagði: „Sáuð þið, hvernig ég tók hann?“ En að þeir þori að standa fyrir máli sínu, nei, svei!!! I skjóli þinghelgi, sem er sérréttindi þingmanna frá þeim tímum, er þingin áttu f vök að verjast fyrir konungsvaldinu, neita þeir að standa fyrir máli sínu fyrir lög- legum íslenzkum dómstólum. Ölafur Jóhannesson,dóms-,kirkju- og viðskiptamálaráðherra, segir um þetta atriði í bók sinni Stjórn- skipun Islands: „Við þá stjórnarháttu, sem nú tíð- kast, er naumast ástæða til að veita alþingismönnum rýmra málfrelsi en örðum, sem við opinber störf fást. Því verður heldur ekki neitað, að hina svokölluðu þinghelgi má misnota, eins og dæmin reyndar sanna, t.d. með árásum á utanþingsmenn, sem ekki eiga þess kost að.halda uppi vörn á sama vettvangi. Auðvitað eru Ljóst er af skrifum talsmanna varnarleysis á Islandi, að þeir treystast ekki til að verja skrif samherja sinna, en fjárkröfur okkar hafa komið slfku róti á hugi þeirra, að þeir sáu þann kost vænstan að hefja auglýsinga- og áróðursherferð gegn þeim sjálf- sögðu mannréttindum að ná rétti sínum fyrir dómi. Meðal annarra ályktuðu 152 menn, síðan ályktuðu 7 menn úr þeim hópi aftur f skáldadómi Rithöfunda- sambands Islands og loks ályktaði Stúdentaráð, en 5 þeirra voru í hópi 152-menninganna!! A þennan hátt er hægt að slá ryki í augu fólks, sem veit ekki, að sömu mennirnir eru alltaf að álykta um sama málefnið aftur og aftur, í mismunandi samsettum hópum og undir mismunandi nöfnum. Til gamans læt ég fylgja til íhugunar hér f lokin, hver er þjóðfélagsleg staða hinna „málsmetandi" 152 manna: Skáld og rithöfundar 20, prófessorar og lektorar 19, leik- húsfólk 18, náttúrufræðingar 16, skóla-, námsstjórar og kennarar 14, listmálarar og myndhöggvarar 11, ýmsir háskólamenntaðir menn 11, norræn fræði 10, bóka- og skjalaverðir 9, tengdir stúdenta- ráði 7, aðrir 17.1 þessum hópi eru engir menn, sem vinna að fram- leiðslustörfum. I SKAMMDEGINli vetur. Sú breyting verður á ferða- tilhögun, að flogið er nú frá Islandi að morgni fimmtudags og komið til Kanaríeyja kl. 14:00. Hópur, sem er á heimleið leggur af stað frá Kanarfeyjum kl. 16:00 og kemur til Keflavíkur kl. 22:00. Millilent verður í Glasgow í þess- um ferðum, en þar fara áhafna- skipti fram. Flestar ferðirnar verða flognar með Boeing 727 þotum Flug- félagsins, en fjórar ferðir verða flognar með DC-8 þotum Loftleiða á þeim tímum, sem mest eftur- spurn er eftir ferðum til Kanaríeyja, en það er í desember og í janúar. Gisting í Kanaríeyjaferðum flugfélaganna verður sem áður í smáhýsum, íbúðum og hótelíbúð- um eða á hótelum, og er verð og aðbúnaður við allra hæfi. Þá hefur verið opnuð skrifstofa á Kanaríeyjum til þess að greiða fyrir farþegum. Skrifstofan er á jarðhæð á bezta stað á Playa del Ingles og verður opin á skrifstofu- tíma. Auk þess munu fararstjórar heimsækja ferðafólkið, leiðbeina þvf, og hjálpa því til að komast í lengri eða skemmri útsýnisferðir. Svo og greiða fyrir því að öðru leyti. Aðalfararstjóri verður sem áð- ur Guðmundur Steinsson. Hann hefur starfað fyrir Flugfélag Islands á Kanaríeyjum frá upp- hafi ferða þangað, en starfaði áð- ur að slíkum málum á Spáni og víðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.