Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 35,00 kr eintakið. egar úttekt er gerð á verðmætasköpun í þjóðarbúinu kemur skýr- ast í ljós, hvert gildi svo- nefndrar landsbyggðar er, enda tvær undirstöðu- greinar atvinnulífs okkar, sjávarútvegur og land- búnaður, að meginstofni á þeim vettvangi. Sú brýna þörf, að blómleg byggð haldist i öllum landshlut- um, grundvallast ekki hvað sízt á þessari staðreynd, þó fleiri stoðum sé að sjálf- sögðu rennt undir þetta sjónarmið. Sú þjóðlífsröskun, sem einkenndist af óeðlilegum búferlaflutningi fólks frá landsbyggðinni til þétt- býlissvæðisins við Faxaflóa og átti sér margþættar or- sakir, hlaut því að kalla á fyrirbyggjandi aðgerðir af hálfu ábyrgra stjórnvalda. Þá varð til sú stefnumörk- un, sem almennt gengur undir heitinu byggða- stefna, og er í dag sú Lilja, sem allir íslenzkir stjórn- málaflokkar vildu kveðið hafa. Sé litið um öxl í mörkun byggðastefnu verða fyrst fyrir ýmsar aðgerðir við- reisnarstjórnar. Fyrsta raunhæfa skrefið í þessu efni var stofnun atvinnu- jöfnunarsjóðs, sem var undanfari byggðasjóðs, og tók til starfa á miðju ári 1966. Tekjur atvinnujöfn- unarsjóðs voru annarsveg- ar framlög úr ríkissjóði, sem upphaflega voru 10 milljónir kr. á ári en eru nú 100 m.kr., en hinsvegar sérstakt gjald frá álverinu, sem á árinu 1973 nam 74. milljónum kr. en nemur í ár yfir 200 milljónum og hækkar enn á næsta ári. Þessar tekjur af álverinu eru því, og verða í enn rík- ara mæli, uppistaðan í fjár- mögnun þeirra fram- kvæmda, sem treysta eiga blómlega byggð í strjálum byggðum landsins. í þessu sambandi er hollt að minnast þess, hverjir börð- ust harðast gegn þvi á sín- um tíma, en þar voru kommúnistar að sjálfsögðu fremstir iflokki. Þegar Framkvæmda- stofnun ríkisins var sett á stofn í upphafi vinstri stjórnar var henni falin stjórnun atvinnujöfnunar- sjóðs, sem jafnframt fékk heitið byggðasjóður. Þá fluttu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins tillögu um, að tekjur byggðasjóðs skyldu nema 2 hundraðs- hlutum af niðurstöðum fjárlaga hverju sinni, sem verið hefði mikið gæfu- spor, en náði því miður ekki fram að ganga vegna andstöðu þáverandi stjórn- arliðs. Vinstri stjórnin ákvað árlegt framlag til byggðasjóðs 100 milljónir kr., sem síðan var óbreytt öll vinstri stjórnarárin, þó fjárlög hækkuðu um helm- ing á þessu tímabili. Jafn- vel hófleg tillaga þing- manna Sjálfstæðisflokks- ins um hækkun framlags til byggðasjóðs um 20 milljónir., við afgreiðslu f járlaga 1974, var felld. í stefnuyfirlýsingu nú- verandi ríkisstjórnar fæst loks viðurkenning á því, að heildartekjur byggðasjóðs skuli ekki vera lægri en sem svarar 2% fjárlaga- upphæðar hverju sinni. Árlegar tekjur byggða- sjóðs ættu því að hækka mjög verulega og geta sjóðsins til að sinna hlut- verki sínu í þágu lands- byggðarinnar að vaxa að sama skapi. í tíð viðreisnarstjórnar- innar var og lagður grund- völlurinn að landshluta- áætlunum: Vestfjarðaáætl- un, sem einkum náði til samgöngu- og hafnarmála, Norðurlandsáætlun, sem einkum tók til atvinnumála og Austfjarðaáætlun, um samgöngumál, sem kom til framkvæmda 1971. Allar þessar áætlanir hafa haft mjög jákvæð áhrif, þó framkvæmd þeirra á vinstri stjórnar árunum sé umdeilanleg. Á síðasta þingi fluttu sjálfstæðismenn gagn- merka tillögu til þings- ályktunar um skipulag byggðamála og auknar ráð- stafanir til byggðaþróunar. Tillaga þessi fjallar m.a. um sérstakt ráðuneyti byggðamála og verkefni þess, þjónustumiðstöðvar á landsbyggðinni, húsnæðis- mál, byggðasjóð og sér- staka atvinnumálastefnu, aðallega varðandi úr- vinnslu og þjónustugrein- ar í þjóðarbúskapnum. Til- lögu þessari fylgdi mjög athyglisverð greinargerð, sem m.a. fjallaði um skil- greiningu byggðavandans, sem og ýmis fylgiskjöl, er mikil sérfræðileg vinna lá að baki. Tillagan og fylgi- skjöl hennar geyma flest það, sem raunhæf byggðar- stefna verður að byggjast á. Núverandi stjórnar- flokkar eiga báðir traust fylgi á landsbyggðinni og telja sig báðir í forystu um mörkun byggðastefnu. Samstarf þeirra nú er því fagnaðarefni allra þeirra, sem telja að of hægt hafi miðað í því efni, að rétta hlut hinna strjálli byggða. Gömul deilumál þessara flokka eru efalítið flest með lífsmarki enn, í hug- um fylgjenda þeirra víðs vegar um landið. Hitt skiptir þó meiru, í því björgunarstarfi, sem nú er hafið, og hlýtur að setja svip sinn á landsbyggðina ekki síður en þjóðfélagið í heild, að samstarfið megi vel takast og færa þjóðinni giftu í bráð og lengd. Og eitt er víst, að hinar strjálli byggðir landsins hafa naumast áður átt traustari bakhjarl í ríkisstjórn en nú. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR- INN OG L ANDSB Y GGÐIN Aöeins ein jörö Allt lífandi er úr vatni skapað Úr vatni var allt lifandi skapað, segir Kóraninn. Og í predikaranum I okkar biblíu segir: Allar ár renna I sjóinn. En sjórinn verður aldrei full- ur. Stofnendur menningar I Austur- löndum hafa sýnilega haft djúp- stæðan skilning á mikilvægi vatns- ins fyrir sköpunarverkið og til við- halds öllu, sem lifir Hringrás vatns- ins á jörðinni, þetta stórkostlega kvikandi kerfi, sem stöðugt endur- nýjar vatnsbirgðir heimsins. er undirstaða þess, að maðurinn og umhverfi hans geti haldið áfram að vera til. Reynslan sýnir reyndar, að vatns- skortur lagði að velli mörg hinna fornu menningartíkja, svo sem stór- veldi í frjósömum dölum við Efrat og Tígris. Og á seinni árum hefur minni vatnsbirgðum verið kennt í auknum mæli um fall Rómaveldis og kalífaríkja Araba. Á okkar dögum eru stór svæði, sem ná yfir milljónir ferkm nyrzt í hitabeltinu í Afríku, Asíu, Ástralíu og Suður-Ameríku, sem að öðru leyti hafa mikla mögu- leika, mjög strjálbyggð vegna vatns- skorts Jafnvel í ríku landí eins og Bandarikjunum er hættumerki orðið Ijóst vegna þess að jafnvægi vatns- framleiðslu og vatnsnotkunar er að raskast. Þó öllum sé Ijóst mikilvægi vatnsins fyrir lifið og velferð mann- kynsins, þá hafa þjóðirnar haldið í aldaraðir áfram að bruðla með þessi dýrmætu lifsgæði og nota vatnið á óraunhæfan hátt. Mjög stutt er síðan yfirleitt var nokkuð farið að huga að möguleikunum á því að hafa áhrif á hringrás vatnsins til góðs fyrir mannkynið Vatnið fellur úr loftinu niður á jörðina, aðallega sem regn og snjór Falli það á land, leggur það leið sína gegn um jarðveginn neðanjarðar með grunnvatninu og með ám og vötnum til sjávar, þar sem það gufar upp eða að það fer gegnum gróður og dýr og snýr aftur til andrúms- loftsins við útgufun frá þeim. Þannig er jörðin sífellt að leysa vatnsgufu út í andrúmsloftið, við uppgufun frá yfirborði jarðar e&a frá lifandi ver- um. Öll orkan, sem drlfur þessa hringrás vatnsins og heldur henni við, kemur frá sólinni. Lofthiti, raki og vindar hafa aðeins áhrif á hraða óg magn. Og hringrásin á vatninu kring um jörðina er býsna regluleg, þar sem mest gufar upp I hitaþelt- inu, vindar bera mettaða loftið norður og suður og þar dreifist regn- vatnið, sem flyzt með straumum til sjávar, þangað sem það eyðist mest Sjá allir hve mikilvægt það er að þessi hringrás sé ekki trufluð að ráði Meira en 99% af vatni heimsins er ónothæft til þarfa mannsins Það vatn er fast I is, eða ónýtanlegt vegna salts. Aðeins 7/100 hlutar úr 1 % eru ár hvert endurunnir með blessaðri lífgefandi rigningu, sem náttúran dreifir af rausn til sumra landsvæða, en af mikilli nisku til annarra. Það er þvi langt frá þvi að við höfum ótakmarkað vatn að bruðla með, og bruðl á einum stað hefur áhrif á alla vatnskeðjuna Meðalvatnsþörf mannsins er talin allt frá 900 kúbikm á ári í land- búnaðarhéruðum, eins og t.d. í Iran, og upp í 2 700 kúbikm á ári í þróuðum iðnaðarlöndum á þorð við Bandarikin. En af þessum 2700 kúbikm, sem Bándarikjamaðurinn notar, nýtir hann aðeins 5 kúbikm til drykkjar, 200 kúbikm. til heimilis- nota, en afganginn til iðnaðar og landbúnaðar f hitabeltislöndunum þarf 3 kúbikm af vatni á ári á hvern ferm lands til landbúnaðar. Ef við segjum þá, að maðurinn þurfi að meðaltali 1 500 kúbikm. á ári, þá er vatnsneysla heimsins um 5,5 trilljón kúbikm á ári Og þar sem mannkyn- inu fjölgar stöðugt þá þarf að bæta við þessa tölu 100 milljörðum kúbikmetra árlega. Ekki er hægt að segja að vatnið, sem maðurinn eða jurtirnar drekka, fari til spillis. Það fer bara í gegn um þessa aðila og skilar sér, eftir að hafa gert sitt gagn. Sólin verkar þar eins og vélarnar I orkuverunum Ef við ætl- um að fá meiri nýtni úr vatninu, er um þrennt að velja: 1) að auka vatnsmagnið í hverri hringrás með þvl að auka afköst vélarinnar og hraða vatnsins 2) fjölga hringrásun- um 3) herða á hringrásinni með því að auka uppgufunina og hraða henni. Og þar sem vatn, sem fellur I hafið, tapast úr hringrásinni, má gera þrennt: 1) Minnka eins og mögulegt er uppgufun fersks vatns á landi 2) Auka uppgufun hafsins eins og hægt er, svo það vatn komi að notum 3) sjá um að ekkert vatn gufi upp eða fari I sjóinn, án þess að hafa gert eins mikið gagn og hugsanlegt er á leiðinni. En að auki má fá viðbótarskammt af vatni I hringrásina með því að vinna ferskt vatn og ósalt úr hafinu með kjarn- orku, ollubrennslu eða sólarorku. Eða jafnvel teyma eitthvað af Isjök- unum til hlýrri landa, svo þeir bráðni. En það er sama hvernig við förum að, við sitjum uppi með tak- markaðan skammt af nýtanlegu vatni fyrir allan heiminn, þó hægt sé að auka nokkuð þann skammt Slfellt aukum við vatnsnotkunina, bæði vegna þess að fólki fjölgar og vegna þess að hver manneskja notar meira vatn. Ef til dæmis þarf 19 þús lítra af vatni til að framleiða tonn af stáli og kjarnorkuverin, sem nú eru að koma upp, gleypa kæli- vatn eins og fyllibyttur, þá þarf ekki speking til að sjá að vatnsskortur skellur yfir fyr? en varir. Þegar eiga margar þjóðir á ýmsum stöðum á hnettinum við mikinn vanda að stríða vegna þessa. Vatnsskortur háir þar öllum framförum. Evrópuráðið hefur sent frá sér stefnuskrá varðandi ferskvatn I norðurálfu, þar sem vakin er athygli á þeim vanda, sem stafar af sívaxandi mengun hins ferska vatns I álfunni og hins vegar kröfum hins siðmenntaða þjóðfélags um nægt og gott vatn til neyzlu og hvers konar annarra þarfa. Henni er jafn- framt ætlað að vera til leiðsagnar um meðferð vatnsforðans, verndun hans og nytjun. Hjörtur Eldjárn Þórarinsson á Tjörn hefur þýtt þessa stefnuskrá á Islenzku og birtist hún í ritinu Týli vorið 1973. Þar stendur m.a.: Vatnið er sameiginleg arfleifð, sem allir þurfa að læra að meta. Hverjum manni ber að nota vatnið með gætni og hófsemi. Sérhver mannvera er neytandi og notandi vatns og ábyrg gagnvart öðrum not- endum þess. Að nota vatn í kæru- leysi er að misnota dýrmætan arf. — Og í lokagreininni segir: Vatnið þekkir engin landamæri. Sem sam- eiginleg auðlind krefst það alþjóð- legrar samvinnu. Milliríkjavanda- mál, sem leiða af notkun vatns, ber að leysa með samningum milli þeirra rlkja, sem hlut eiga að máli, með það markmið fyrir augum að varðveita magn og gæði vatnsins. Eftir sumum stórám og vötnum að dæma, virðist sem meginhlutverk vatnsins sé að vera færiband fyrir óþverra og iðnaðarúrgangi. Til dæmis hellir Rln um 60 milljónum tonnum af uppleystum óþverra út I Norðursjó á hverju ári En að valda mengun á vatni er sama sem að vinna manninum tjón og öðrum líf- verum, sem vatninu eru háðar Ekki er rúm til að fara hér meira út i mengun vatns. En sérhver meiri háttar skerðing á vatnsmagni og rýrnun á vatnsgæðum, hvort heldur er I stöðuvatni eða strumvatni, getur valdið mönnum og öðrum lífverum skaða c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.