Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 13 Taldi Haig Ford á að náða Nixon New York, 17. september. AP BLAÐIÐ New York Times sagði I dag, að Alexander M. Haig hers- höfðingi, yfirmaður starfsliðs Hvfta hússins, hefði frétt um versnandi heilsufar Richards Nixons fyrrverandi forseta og tal- ið Ford forseta á að náða hann þegar f stað. Að sögn gamals vinar Nixons fékk Haig fréttir um andlega og Ifkamlega afturför forsetans fyrr- verandi frá dætrum hans, Julie Eisenhower og Tricia Cox, og vin um hans, Robert H. Abplanap og Charles „Bebe“ Rebozo. Haig ræddi einnig þessar upplýsingar við Ronald Ziegler fv. blaðafull- trúa. 28. ágúst sagði Ford, að hann gæti ekki náðað Nixon fyrr en hann yrði lögsðttur, en daginn eftir taldi Haig hann á að náða hann strax vegna andlegs ástands hans. Haig sagði, að Nixon yrði að fá algera og skilyrðislausa náðun fljótt þvf annars gæti orðið of seint að afstýra mannlegum harmleik og þjóðarharmleik. Seinna f dag sagði Ford forseti að Haig hershöfðingi hefði aldrei rætt við hann um andlegt eða Ifkamfegt ástand Nixons áður en hann ákvað að náða hann. Talsmaður forsetans John Hushen gaf út yfirlýsingu f nafni hans og þar er frétt New York Times vfsað á bug. FORD VER NÁÐUN Á blaðamannafundi í gærkvöldi sagði Ford, að áður en hann náð- aði Nixon hefði hann engar ákveðnar upplýsingar haft um heilsu hans aðrar en þær, sem hefðu komið fram í fréttum og frásögnum starfsmanna sinna, sem hefðu heimsótt Nixon. Ford sagðist enga samninga hafa gert við Nixon í staðinn fyrir náðunina og varði hana kröftug- lega. Hann sagði, að það hefði verið mjög vel hugsanlegt, að Nix- on hefði verið ákærður fyrir 11 lögbrot vegna Watergate-málsins. Hann sagði, að Nixon hefði orð- ið að þola nóga niðurlægingu þeg- ar hann sagði af sér. Hann sagði, að margir gætu túlkað þá ákvörð- un Nixons að fallast á náðun sem játningu um sekt. Ymsir þingmenn demókrata kváðust ekki vera ánægðir með hvernig Ford varði náðunina. Um afskipti leyniþjónustunnar CIA af ástandinu í Chile í tíð Allende-stjórnarinnar sagði Ford, að Bandarfkin hefðu reynt að styðja við bakið á blöðum stjórn- arandstæðinga og flokkum þeirra til að stuðla að varðveizlu þeirra. „Ég held, að þetta hafi verið í þágu beztu hagsmuna Chile og beztu hagsmuna okkar,“ sagði hann. Nixon fer sjaldan úr bústað sínum í San Clemente í Kaliforníu. Þó brá hann sér nýlega niður á ströndina og ræddi við sóldýrkendur. Með honum eru Tricia dóttir hans og tengdasonur hans, Edward Cox. Indíánar frá Wounded Knee hrósuðu sigri St. Paul, Minnesota, 17. september. Reuter. INDlÁNAR ráku upp strfðsöskur þegar dómari f St. Paul f Indfana lét niður falla allar ákærur á hendur tveimur mönnum, sem voru sakaðir um að hafa stjórnað uppreisninni f Wounded Knee fyrir 19 mánuðum. Dómarinn, Fred Nichol, sakaði stjórnvöld um misferli f málinu f lok réttarhaldanna, scm hafa staðið f átta mánuði. 300 Indlánar lögðu undir sig þorpið Wounded Knee í Suður- Dakota í febrúar 1973 til þess að vekja athygli á bágum lífskjörum Indíána. Tveir Indíánar féllu og sex særðust í 71 dags umsátri. Dennis Banks, 35 ára Sioux- Indíáni, og Russel Means, 42 ára Chippewa-Indíáni, voru ákærðir fyrir árásir á embættismenn, sam- særi og þjófnað. Nichol dómari sagði, að sækj- andinn, Richard Hudd, hefði blekkt sig um vitni, sem hann leiddi fram. Hann kvað einnig ótrúlegt að sækjandinn neitaði að leyfa kviðdómendunum að halda áfram ráðfæringum sínum þegar einn þeirra hafði fengið aðkenn- ingu að slagi og var fluttur f sjúkrahús. Eitt af vitnum sækjanda, Louis Camp, Sioux-Indiáni, kvaðst hafa séð Means og Banks skjóta á lög- reglumenn og stjórna árásum á verzlanir og heimili. Kona hans sagði, að stjórnin hefði lofað hon- um húsnæði og öðrum hlunnind- um ef hann vitnaði gegn Means og Banks. Verjendur í málinu sögðu, að stjórnin hefði enga lögsögu yfir landi Sioux-Indíána, þarmeð talið Wounded Knee, þar sem Banda- ríkin hefðu brotið friðarsamning- inn, sem var gerður við Sioux- Indfána. Talið er ólíklegt, að sækjendur áfrýi frávísun dómarans. REYKJAVÍK- AKRANES En er hægt að þroska með sér HUGREKK/ SJÁLFSTRA UST? betra M/NN/ — REISN og Hvernig á að ná góðri ÁHEYRN og ha/da henni — Draga úrÁHYGGJUM og KVÍÐA — Verða ÁHUGA VERÐARI einstaklingur — Hver er /eyndardómur VELGENGN/NNAR? Þessum spurningum er svarað í DALE CARNEGIE NÁMSKE/Ð/NU. FJÁRFESTING í MENNTUN GEFUR ÞÉR ARÐ ÆVILANGT Innritun og upplýsingar í síma 82411 Verð til viðtals á Akranesi föstudaginn 20. september kl. 7—9 / s/áifstæðishúsinu. Stjómunarskólinn Konráð Adolphson. Vi«# getum auJvitaJ ekki öbyrgzt þér vélritun é vorprófinu. En likur þess aukast notir þú skólaritvél % SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. ^ %v : x Hverfisgötu 33 Simi 20560 - Pósthólf 377

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.