Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 Þurfa að hætta á sjónum til að geta lokið við húsin 89% hættu að reykja EINS og kunnugt er, var haldið í Árnagarði 1.—5. september s.l. námskeið fyrir fólk, sem vildi hætta að reykja. Ekki er hægt að segja annað en að útkoman hafi verið góð þvf 89,9% þeirra, sem luku námskeiðinu öllu, hættu al- veg, hinir reykja enn smávegis," en vonandi tekst þeim einnig að vinna fullnaðarsigur,“ eins og segir í frétt frá íslenzka bind- indisfélaginu. Endurfundur var haldinn með þessu fólki viku eftir að nám- .skeiðinu lauk. Kom þá í ljós, að 87,5% þeirra, sem þar voru hætt- ir, höfðu ekki reykt frá því, að námskeiðinu lauk. Annar endur- fundur hefur verið boðaður 24. okt. n.k. Skagaströnd, 17. september HÉR hefur verið leiðindatfð sfðustu dagana og er nú grátt nið- ur f byggð. Ekki þýðir þó, að láta veðurfarið á sig fá, þvf at- vinna er hér nú mjög mikil. Skuttogarinn Arnar hefur fisk- að ágætlega að undanförnu; í dag landar hann 100 lestum. Enn fremur hafa smærri bátar fiskað sæmilega á Húnaflóa á færi. — Gíslarnir Framhald af bls. 1 Japanirnir og gíslarnir komu til flugvallarins með langferðabif- reið frá Haag, en það er 50 km vegalengd. Núna virðist vera nokkur fiskur í Flóanum, en það hefur ekki átt sér stað I mörg ár. Rækjuvertíð hefst héðan um mánaðamótin og gera menn sér vonir um sæmileg- an afla. Mikill skortur er á bygginga- mönnum, svo mikill að sjómenn hafa orðið að hætta á sjónum í bili til að geta unnið í húsunum sín- um- Fréttaritari. ir í gíslingu. Tvær stúlkur úr hópi gíslanna voru látnar lausar f gær- morgun. Þrír gfslar sem skæruliðarnir skildu eftir í sendiráðinu þjást af sykursýki, hjartveiki og lungna- sjúkdómi samkvæmt góðum heim- ildum. Lögreglumenn urðu að styðja þá þegar þeir komu út úr sendiráðinu. Þeir voru þreytu- legir en þó hressir eftir atvikum. Þeir sem Japanirnir slepptu voru E.G.M. Driebeck, 55 ára gamall starfsmaður skipaút- gerðar frá Rotterdam, H. Maert- ens, 56 ára gamall hollenzkur bíl- stjóri og R.A. Perrin, 56 ára gam- all Frakki búsettur í Hollandi. Þeir voru fluttir í bandaríska sendiráðið þar sem læknar biðu þeirra. — Mótmæli Framhald af bls. 2 málin, að um deilu væri að ræða og friðsamlegar mótmælaaðgerð- ir. Mótmælaaðgerðirnar báru strax í gærmorgun árangur er heflar frá vegagerðinni komu til þess að hefla veginn. 1 bígerð eru miklar framkvæmdir við höfnina f Þor- lákshöfn, sem áætlað er að standi í 3 ár og þarf þeirra vegna að flytja mörg þúsund tonn af grjóti til Þorlákshafnar. Munu þá miklir og þungir grjótflutningarbílar aka þennan 8 km langa veg frá vegamótum að Þorlákshöfn. Franklín kvað mikið ófremdar- ástand hafa verið í sumar. Enginn veghefill er staðsettur f Þorláks- höfn og þurfa vegheflarnir annað hvort að aka langar leiðir frá Reykjavík á varanlegu slitlagi til þess að hefla í grennd við Þor- lákshöfn eða þá þeir aka alllang- an spotta með varanlegu slitlagi frá Selfossi. Samkvæmt umferð- artalningu er Þorlákshafnarveg- urinn orðinn einn þeirra vega, sem rétt á á varanlegu slitlagi. Fleiri vegir eru í slfkum vega- flokki, svo sem eins og vegurinn austur að Hellu og að Minniborg í Grímsnesi. Flestir bílarnir, sem töfðust við vegartálmana í gær voru einkabíl- ar, en einnig var stór fólksflutn- ingabíll, sem var að flytja skóla- börn frá Þorlákshöfn til Hvera- gerðis, þar sem börnin áttu að fara í sund. Morgunblaðið ræddi i gær við Jón Birgi Jónsson, verkfræðing hjá Vegagerð ríkisins. Jón Birgir sagði að fjárveiting til vegarins að Þorlákshöfn hefði verið í vega- áætlun rúmar 6 milljónir króna, en er áætlunin hafi verið endur- skoðuð hafi verið ákveðið að leggja 11,6 milljónir í veginn. Á næsta ári er einnig áætlað að leggja í veginn 6 milljónir, en sú áætlun hefur enn ekki verið end- urskoðuð. Undirbúningur er þeg- ar hafinn að framkvæmdum við veginn og voru mælingamenn t.d. í gær að vinnu þar eystra. Þessar 11,6 milljónir króna, sem verja á til vegarins í haust. nægja þó hvergi til þess að undirbyggja veginn undir varanlegt slitlag. — Hækkanir Framhald af bls. 28 það, sem fór til áburðarfram- leiðslunnar fyrir sl. vor, um mitt ár 1973. Hráefnisbirgðir þessar væru nú á þrotum og þegar væri farið að leggja drög að kaupum á hráefni til framleiðslunnar fyrir næsta ár en f ljós hefði komið að það væri alls ekki svo auðfengið sem hingað til. Framleiðsla Áburðarverksmiðjunnar á sl. ári nam um 60 þúsund tonnum, en auk þess voru flutt inn um 20 þúsund tonn. — Bráða- birgðalög Framhald af bls. 28 lækkandi eftir þvf sem laun hækka og á bilinu 53 til 54 þúsund krónur falli hún al- gjörlega niður. A mánudag voru fulltrúar ASl á fundi með ráðherra- nefndinni, sem rætt hefur við aðila vinnumarkaðarins, Vinnuveitendasambandið var á fundi f gær og loks er fyrir- hugaður fundur f miðstjórn ASl árdegis f dag. Allir þessir fundir, svo og með fulltrúum verzlunarinnar, Stéttarsam- bands bænda, BSRB og BHM, f gær, munu vera lokaundirbún- ingur að þvf að gefin verði út bráðabirgðalög um áðurnefnt efni. Þó munu þessar tillögur enn geta tekið einhverjum breytingum. — Handrit Framhald af bls. 28 Sundmann, rithöfundurinn kunni og þingmaður Miðflokks- ins sænska. Morgunblaðið hafði enn- fremur samband við Jónas Kristjánsson, forstöðumann Arnastofnunar, og spurði hann um fslenzk handrit f Svfþjóð. Hann sagði, að um 300 handrit væru geymd í Stokkhólmi og 50 f Uppsölum. Mörg þessara handrita yrðu að teljast mjög merkileg, svo sem „Islenzka hómelfubókin", sem væri elzta fslenzka heillega handritið frá þvf um 1200. Þá væri ennfrem- ur að finna Konungasagna handrit f Stokkhólmi og f Upp- sölum gæti að finna elzta hand- rit, sem til væri af Snorra Eddu. A þessu mætti sjá, að þessar bækur væru ekki sfður merkilegar en þær, sem Danir væru nú að afhenda Islending- um. — Starf CIA Framhald af bls. 1 herra er einnig sakaður um að hafa blekkt nefndina f eiðsvörn- um framburði samkvæmt frétt- inni. Mike Mansfield, foringi demó- krata í öldungadeildinni, sagði í dag að CIA hefði ekki verið undir nógu ströngu eftirliti. Hann kvaðst ætla að hvetja til þess að þingnefnd yrði skipuð til þess að hafa eftirlit með leyniaðgerðum CIA erlendis. Þingmenn hafa reiðzt þvf nokk- uð að Ford forseti varði aðgerðir CIA á blaðamannafundi í gær. John Anderson, repúblikani frá IUinois, kvaðst furða sig á afstöðu forsetans og spáði uppnámi í þinginu vegna ummæla hans. — ísafold Framhald af bls. 3 um það sem þeim er þarflegt að vita, einkum f þeim efnum, er lúta að verklegum framförum þjóðarinnar, eða þá að skemmta mönnum á fallegan hátt. Starf ritstjórnarinnar ætti því ekki að þurfa að vera annað en að sjá um, að blaðið færi lesendum sínum sem minnst af því, er enginn fróðleikur eða gagn eða skemmtun er í. Leggi lands- menn slíka rækt við þjóðhátíð- arbarn þetta, er mikil von að það dafni.“ Hey. Hey óskast keypt allt að 200 hesta. Upplýsingar í sima 19013. Stúlkur óskast í borðsal óg eldhús Hrafnistu. Uppl. hjá bryta i sima 351 33. Þeir óku frá sendiráðinu í Haag undir lögregluvernd og mörg hundruð vopnaðir hermenn fylgdust með ferðum þeirra. Gíslarnir komu út úr sendiráð- inu tveir og tveir í einu með upp- réttar hendur og vopnaður skæru- liði á eftir. Þeir stigu upp í bláan lang- ferðabíl lögreglunnar sem beið fyrir utan. Einn af skæruliðunum braut allar rúðurnar í bílnum. Sprenging heyrðist f sendiráðinu áður en þeir fóru. Þar með lauk umsátrinu sem hófst á föstudaginn þegar Senard sendiherra og tíu aðrir voru tekn- Sálarrannsóknarfélag íslands óskar eftir aðstöðu fyrir Joan Reid í 6 vikur frá 29. október. Nánari upplýsingar í síma 23908 milli kl. 3 — 5 næstu daga. Aðstoðarstúlka óskast strax hálfan daginn á tannlækningastofu við Laugaveginn. Umsóknum sé skilað til Mbl. fyrir 23. sept. n.k. merktar: 7468. óskar eftir starfsfólki í eftirtalin störf: BLAÐBURÐARFÓLK AUSTURBÆR Laufásvegur frá 58, Ingólfs- stræti, Þingholtsstræti, Skúla* gata, Hverfisgata frá 63 —125, Miðtún, Laufásveg 2 — 57, Barónsstíg, Laugaveg 101—171. VESTURBÆR Vesturgata 2—45. SELTJARNARNES Melabraut, Skólabraut. ÚTHVERFI Laugarásvegur frá 1—37, Aust- urbrún, Snæland, Laugarnes- vegur 34—85, Fossvogsblett- ur, Laugarásvegur s 38—77, Vatnsveituvegur. KÓPAVOGUR Skjólbraut Holtagerði. GARÐAHREPPUR Óska eftir blaðburðarbörnum í Efstu-Lundirnar, Fitjarnar «g fleiri hverfi. Upp/ýsingar í síma 35408. Evrópukeppni bikarhafa Fram - Real Madrid leika á Laugardalsvelli fimmtudaginn 19. sept. kl. 17,30 Knattspyrnudeild Fram Forsala aðgöngumiða hefst ítjaldi við Utvegsbankann kl. 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.