Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 Mýsla gerir vart um eldsvoða Kr. Höf. Armann Einarsson legt, að svona lítið dýr skyldi geta bjargað húsunum og heyjum bóndans á Fossi. Sigga frænka fæst ekki til að hátta, meðan hún veit af mýslu í bænum. Hjónin aftaka þó með öllu að sleppa mýslu heima við bæinn. Enginn veit nema Brandur kynni að hremma hana, og sízt á mýsla litla skilið að lenda í maga hans. Síðast er afráðið að setja kassann út í fóðurgeymslu. Þar á mýslu að vera óhætt í bili. Mér þykir vænt um, að nú eru það fleiri en við Rósa, sem láta sér annt um mýslu. Loks getur frænka háttað í rúm sitt. Samt er hún enn í æstu skapi og hótar að fara heim strax á morgun. Allir ganga til hvílu nema Jón bóndi. Af öryggis- ástæðum ætlar hann að vaka til morguns. Úti í móa Sem betur fór reyndist óþarfi fyrir Jón bónda að vaka brunanóttina, minnsta neista varð ekki framar vart í hlöðunni. HOGNI HREKKVISI Strax daginn eftir hófust ráðagerðirnar um fram- tíð mýslu. Hvað er hægt að gera við hana? Ég sting upp á því að fá að fara með mýslu litlu heim til mín. En við nánari athugun hverf ég fljótlega frá því. Þó hér séu margar hættur, eru þær þó ótal fleiri í Reykjavík. Nei, það er víst ekkert skemmtilegt fyrir sveitamús að flytjast til höfuðborgarinnar. Rósa í Vesturbænum þorði heldur ekki að taka við mýslu af ótta við, að Brandur kynni að hremma hana. Loks hugkvæmdist Jóni bónda, að bezt væri að sleppa mýslu í hesthúsmóann. Þar væri hún frjáls, eins og hver hagamús þráði að vera, en nyti jafn- framt góðs af að halda sig heima við hesthúsin. Nóg er af súrum og vallarkorni í móanum, og á vetrum er gnægð af moði og heysalla hjá hlöðunni. Mýsla litla gæti líka sem bezt gert sér holu í hesthúsvegginn, ef hún kynni betur við að njóta dálítillar hlýju. Og hesthúsið ér það langt frá bænum, að lítil hætta er á, að Brandur eða aðrir kettir leggi þangað leið sína. Já, þetta er ágæt uppástunga. Mýsla litla á sannar- lega skilið að eiga góða daga. Við Rósa tímum þó ekki að sjá strax af mýslu. í nokkra daga geymum við hana í fóðurgeymslunni, og færum henni mat og vatn. En auðsjáanlega kann mýsla litla illa við að kúra inni í þröngum kassa. Okkur Rósu í Vesturbænum kemur saman um að draga ekki lengur að sleppa mýslu. Við köllum á Jón og biðjum hann að koma með okkur. Og ekki stendur á honum. Ég sæki kassann með mýslu út í geymslu, og síðan leggjum við af stað. Jón bóndi stikar á undan, en við Rósa trítlum á eftir. Við berum kassann til skiptis og gætum þess að halla honum ekki mjög mikið. Eftir litla stund erum við komin suður að hest- húsunum. Jón finnur oddhvassa spýtu og borar með henni holu utan í lyngþúfu rétt við hesthúsvegginn. Þetta á nú að verða bústaðurinn hennar mýslu litlu fyrst um sinn, segir Jón bóndi brosandi. Það er gott, að mýsla þarf ekki að þreyta sig á að grafa sjálf holu með litlu löppunum sínum, svarar Rósa glöð í bragði. Já, svona er Jón alltaf hugulsamur. Þegar holan er tilbúin, opna ég kassann, og mýsla litla stekkur upp úr honum. Litla stund stendur hún kyrr, eins og hún sé að átta sig. Svo tekur hún fjörlegan sprett að holuopinu. Þar staðnæmist hún ANNA FRÁ STÓRUBORG - SAGA FRÁ SEXTÁNDU ÖLD eftir Jón Trausta sem var þá eitthvað á rölti þar neðan við bæinn. „Þetta er skrítin skepna,“ mælti lögmaður og hafði ekki augun af Steini. „Það er fátækur kotungsbjálfi, allur hálfvanskapaður," mælti Sigvaldi. Honum fór að verða hálfórótt. Steinn gekk á snið við þá glottandi og gaut augunum upp á stórmennin. „Hann er dvergur,“ mælti lögmaður. „Dvergar eru oft margvísir. Það væri nógu gaman að tala við hann.“ Lögmaður steig af baki og menn hans, Sigvaldi líka. „Komdu hingað, karl minn,“ mælti hann, „og seztu niður hjá okkur og segðu okkur eitthvað í fréttum." Þeir settust allir niður og Steinn hjá þeim. „Það er allt of mikil æra fyrir mig að sitja hjá slíkum mönnum,“ mælti hann undur auðmjúkur. Þessi orð komu með svo kindarlegum málrómi og skringi- legum sviphrigðum, að sveinar lögmanns veltust um af hlátri. Steinn lét það ekki á sig fá, en glotti sem áður. Sigvaldi sá það á honum, að hann var við þessari heimsókn búinn. „Æran er ekki mikil,“ mælti lögmaður. „Við erum menn allir saman, þó að guð kunni að hafa gert einhvern ofurlítinn mun á okkur. En þú hlýtur að vera fjölfróður, eins og aðrir dvergar. Geturðu ekki sagt mér, hvar Hjalti Magnússon er?“ Sigvaldi horfði hvasst á Stein, til að vita, hvernig honum yrði við þessa spurningu. En Steinn brá ekki svip sínum hið allra minnsta. Hann hugsaði sig um svarið dálitla stund. „Hjalti Magnússon,“ mælti hann. „Er hann ekki dauður?11 Andlitið varð allt að totu á orðinu: dauður. „Ég veit það ekki,“ mælti lögmaður. „Þess vegna spyr ég.“ „Þaðan af síður veit ég það,“ mælti Steinn. „Ég skal launa þér það vel og muna þér það lengi,“ mælti lögmaður, „ef þú getur nú gefið mér þær upplýsingar, sem að haldi koma, eða sem aðeins leiða mig á réttan veg.“ „Ég verð að verða af svo góðum hlutum,“ mælti Steinn. „Ég get því miður engar upplýsingar gefið.“ Svo þagði hann um stund og hugsaði sig um. „En ég kynni að geta bent á mann, sem ef til vill gæti gefið upplýsingar.“ Sigvaldi leit reiðulega til hans, en furðaði sig þó á því, hve Steinn var öruggur. „Hver er það?“ spurði lögmaður. „Það er Etallm- bróðir minn.“ „Hallur grámunkur!“ gullu sveinamir við. Það skein í tennurnar á Steini, og glottið á honum var eins og á grimmum skógarapa. „Hvers vegna heldurðu, að hann geti gefið upplýsingar?" spurði lögmaður. „Hann er skriftafaðir önnu systur þinnar.“ Sá, sem síðast gerði við bílinn hefur án efa verið rangeygður. Ég er búinn að segja, að forstjórinn sé úti í bæ. Afsakið maður minn, sleit ég fyrir yður?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.