Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.09.1974, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1974 Mikfl gjaldeyrissala í byrjun september NtJ liggja fyrir tölur um gjald- eyrissöluna hjá viðskiptabönkum Seðlabankans fyrstu vikuna f september. Reyndist samanlögð sala bankanna þessa sjö fyrstu daga samtals 294 milljónir króna. Þetta er töluvert meiri gjald- eyrissala en fyrstu vikuna tvo mánuðina á undan og geta því naumast talizt marktækar fyrir þróun gjaldeyrissölunnar í heild sinni. Kemur þar aðallega tvennt til — salan fyrstu sjö dagana í september er reiknuð á hærra gengi og eins hafði töluvert safn- ast fyrir af gjaldeyrisumsóknum frá því sfðustu dagana í ágúst meðan engin afgreiðsla á gjald- eyri fór fram. Má því fastlega gera ráð fyrir að gjaldeyrissalan dragist saman aftur þegar lengra líður á mánuðinn. Til samanburð- ar má þó geta þess, að fyrstu sjö dagana í ágúst nam gjaldeyrissal- an 208 milljónum króna og aðeins 165 milljónum króna fyrstu sjö daganaí júlí. Hækkanir fyrirsjá- anlegar á túnáburði FYRIRSJAANLEGAR eru hækk- anir á áburði frá Aburðarverk- smiðju rfkisins næsta vor. Hjálm- ar Finnsson,- framkvæmdastjóri verksmiðjunnar, sagði þó í sam- tali við Morgunblaðið, að hann Bráða- birgða- lögum láglauna- tryggingu ALLAR lfkur benda nú til þess að ríkisstjórnin sé búin að móta f aðalatriðum aðgerðir þær, sem gripið verður til og ætlað er að vernda kaupmátt láglauna. Samkvæmt því sem Mbl. hefur fregnað kunna næstu daga að verða gefin út bráðabirgðalög um tryggingu láglauna, þar sem gert er ráð fyrir ákveðinni kaupuppbót um það bil 4.000 krónum á laun upp að 50 þúsund krónum á mánuði. Ætlunin mun sfðan verða að upphæð þessi fari Framhald á bls. 16 treysti sér alls ekki til þess á þessu stigi málsins að spá neinu um það hversu hækkunin yrði mikil, en benti á að þess væru dæmi að verð einstakra hráefna til áburðarblöndunar, sem hér er framleidd, hefði margfaldast á sfðustu 6—12 mánuðum, og heimsmarkaðs- verð á áburði hefði sem næst þrefaldast á þessum tfma. t vor kostaði tonnið af venjulegum þrfgildum áburði, sem hér er mest notaður, um 16 þúsund krónur og hafði verð á tilbúnum áburði f heildsölu frá Aburðarverksmiðjunni þá hækk- að um 40% frá árinu á undan. Sú hækkun stafaði af hækkuö- um tilkostnaði við framleiðsluna hér heima fyrir, en nú eru ástæð- ur hins vegar aðrar, að sögn Hjálmars. Olíukreppan hefur hér sem víða annars staðar sett veru- legt strik i reikninginn, valdið stórhækkun á ýmsum hráefnum sem úr olíunni eru unnin og not- uð m.a. til áburðarframleiðslu. Á sama tíma er svo geysileg eftir- spurn eftir þessum hráefnum, að ekki sfzt innan plastiðnaðarins, sem notar mörg sömu efni til sinnar framleiðslu og áburðar- framleiðendur. Hjálmar upplýsti, að í fyrra hefði Áburðarverksmiðjan haft góðan fyrirvara á innkaupum sín- um á hráefni og verið búin að fá Framhald á bfk. 16 ERADHJALPA FRÆNDA SÍNUM RÉTTIRNAR eru ævintýraheimur fyrir unga drengi. Þessi heitir Frosti Guðmundsson og er frá Mýrum í Miðfirði. Hann var að hjálpa Páli frænda sínum að draga fé í dilka í Miðfjarðarrétt s.l. sunnu- dag. Við birtum fleiri myndir úr Miðfjarðarrétt seinna. Ljósm. Mbl. SS. Áhugi fyrir sjómennsku að glæðast MARGT bendir nú til þess, að áhugi fyrir sjómennsku sé að glæðast á ný á fslandi, en undan- farin ár má segja, að sífellt færri og færri ungir menn hafi lagt sjómennsku fyrir sig. Hvað veldur þvf, að áhugi er að aukast fyrir þessu starfi eða hvort hér er aðeins um að ræða tfmabundið ástand er ekki gott að segja, en í vetur verða Stýrimannaskóli fs- lands og Vélskóli tslands full- setnir. f Vélskóla fslands verða að þessu sinni um 380 nemendur, þ.e. 339 f Reykjavfk, 19 á fsafirði og 25 á Akureyri. Bogi Arnar Finnbogason, full- trúi skólastjóra, sagði í samtali við Mbl. í gær, að aðsókn að skól- anum hefði aukist um 10—15% undanfarin ár. I vetur eru nem- endur hins vegar álíka margir og í fyrra. Jónas Sigurðsson, skólastjóri Stýrimannsskólans, sagði þegar við ræddum við hann að ásókn í skólanum hefði aukist talsvert og nú hefðu 120 nýir nemendur sótt um skólavist, en í fyrra hefðu þeir verið 89. Því myndu í vetur stunda nám við skólann um 200 nemendur. Hann sagði, að eftir þessu að dæma virtist áhugi fyrir sjó- mennsku eitthvað að aukast. Það mætti jafnvel rekja til bættra kjara, sérstaklega hjá far- mönnum. Góð rækja fæst við Grímsey EINN bátur frá Dalvfk hefur að undanförnu stundað rækjuveiðar við Grfmsey og aflað vel. Þannig kom hann inn f fyrradag með 6 tonn eftir tvo sólarhringa, sem verður að teljast gott. Báturinn leggur upp hjá niðursuðuverk- smiðju K. Jónsson á Akureyri og sagði Kristján Jónsson forstjóri, f samtali við Morgunblaðið f gær, að rækjan væri soðin niður fyrir Bandarfkjamarkað. Kristján sagði ennfremur, að þessi rækjumið við Grímsey hefðu fundizt fyrir 2—3 árum en fiskimenn þar nyrðra hefðu fram til þessa verið tregir að sinna þessum miðum og raunar aðeins þessi eini bátur frá Dalvík eitt- hvað stundað rækjuveiðarnar. « táöftápl- V. fewr ; o , ýk v&SimtetSi'faðm iö<tar| v tré xe «Sa’ j W voá * m «m V »ý> í? sr ác «* rtfífw/t tnt & a& yw w ' vtr . j >» tdi íltflÉ|p| z%cm lta(fMT. m vý&íeqnyiu é ■T f > f, œiAtJUU ■kviW-iSí fy&optAi ■ irírftí foetWATKWæliS.'Wft Örtr.f 350 íslenzk handrit á söfnum í Svíþjóð t ♦átf tESAa,— Þannig Iftur blaðið úr Heims- kringlu Snorra Sturlusonar út, sem varðveitt er f Konunglega bókasafninu f Stokkhólmi. Um þrjúhundruð handrit fs- lenzk að uppruna munu nú vera varðveitt f Konunglega bókasafninu f Stokkhólmi og f Háskólabókasafninu f Upp- sölum er vitað um nálega 50 fslenzk handrit. Mörg þessara handrita teljast ekki sfður merkileg en þau, sem Is- lendingar hafa verið að endur- heimta frá Dönum að undan- förnu, en samt hefur enn engin krafa eða beiðni verið lögð fram frá Islandi um að fá þessi handrit afhent. Eitt merkasta handritið, sem vitað er um f Konunglega bókasafninu f Stokkhólmi er blað úr Heims- kringlu Snorra Sturlusonar. Er þetta eina blaðið, sem vitað er um úr þessari bók, þvf hin munu hafa brunnið f brun- anum mikla f Kaupmannahöfn 1728. Talið er að þegar bruninn varð hafi þetta blað verið kom- ið á safn f Stokkhólmi og mun það hafa verið 1682. 1 bókinni Islandska ordspraak eftir Herman Stolpe vfkur höf- undur nokkuð að þessu dýr- mæta blaði úr Heimskringlu. Segir hann að aðilar f Svfþjóð hafi viljað fá þvf framgengt, að þetta blað yrði fært fslenzku þjóðinni að gjöf f tilefni 1100 ára afmælis þjóðarinnar, og með því móti gætu Svfar fylgt fordæmi Dana, sem nú væru sem óðast að afhenda Is- lendingum handritin. Því mið- ur hefðu viðkomandi stjórn- völd hafnað þessari beiðni og þvf liggi blaðið úr Heims- kringlu Snorra ennþá f Stokk- hólmi. Vitað er, að meðal þeirra manna, sem reynt hafa að fá þvf framgengt að tslendingar fengju þetta dýrmæta blað úr Heimskringlu er Per Olav Framhald á bls. 16 Það hefði þó verið í fremur litlum mæli þar til nú, því að fyrr hefði báturinn tæpast verið nógu vel búinn til þessara veiða. Kristján sagði einnig, að nú væri annar bátur að byrja þessar veiðar — frá Hrísey, en Kristján kvaðst helzt kjósa að fjórir bátar væru um þessar veiðar og væri hann raunar alveg undrandi á hversu tregir fiskimenn nyrðra væru að taka til við rækjuna miðað við það hversu arðbærar þessar veiðar væru. —♦♦♦ Hlíf segir upp Á FUNDI, sem haldinn var í verkalýðsfélaginu Hlíf í Hafnar- firði í gærkvöldi, var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, að segja upp öllum gildandi kjara- samningum. Hermann Guðmundsson, for- maður Hlífar, sagði í samtali við Morgunblaðið að fundi loknum í gærkvöldi, að samningum hefði verið sagt upp þar sem gengi ís- lenzku krónunnar hefði verið fellt. Sérstakt ákvæði væri í gild- andi samningum sem segði, að ef mikil breyting yrði á gengi ísl. krónunnar, þá væru samningar uppsegjanlegir. Stjórn Hlffar hefði þegar í maímánuði s.l. at- hugað þetta atriði, en þá hefði gengissigið, sem þá var ekki verið talið það mikið að hægt væri að segja samningunum upp. Fjölmörg verkalýðsfélög munu halda fundi á næstu dögum og fjalla um kjarasamningana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.