Morgunblaðið - 29.05.1979, Page 3

Morgunblaðið - 29.05.1979, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 29. MAÍ1979 3 Lengja grá- sleppuúthald á íssvæðum Vegna frátafa, sem grásleppu- veiðimenn fyrir Norður- og Austurlandi hafa orðið fyrir vegna hafíss og ógæfta, hefur ráðuneytið ákveðið að framlengja gildistíma leyfisbréfa þeirra um 15 daga, á svæðinu frá Horni að Hvítingum. Áfengi stol- ið úr skipi ALLMARGIR þjófnaðir voru kærðir til lögregiunnar um helg- ina en hvergi var um stórinnbrot að ræða. M.a. var farið um borð í Bæjar- foss, þar sem skipið lá í Hafnar- fjarðarhöfn og var brotin þar upp geymsla og stolið 15 flöskum af áfengi. Bílbelt- in komu í veg fyrir stórslys ÁLITIÐ er að bflbelti hafi komið í veg fyrir stórslys þegar tveir bflar rákust harkalega saman á þjóðvegin- um við Kiðafell f Kjós sfðdegis á laugardag. Bílarnir, sem eru af Volks- wagen- og Range Rover-gerð, voru að mætast á ræsi og skullu þeir harkalega saman. Hjón voru í Volks- wagen-bifreiðinni og voru þau með bílbelti. Þau sluppu án teljandi meiðsla og þakka þau það bílbeltunum. Tveir menn voru í jeppabifreiðinni og sluppu þeir einnig án meiðsla. Báðir bílarnir eru mikið skemmdir, einkum þó Volks- wagen-bíllinn. Wm- — WKKttmÆmmKKKL Frá hinum fjölmenna fundi farmanna f gær. Ljésm. Mbl. Ól. K. M. Farmenn á f jölmennum fundi: Höfum að engu laga- boð til lausnar deilunni FJÖLMENNUR íundur yfirmanna á farskipum var haldinn í gær í Sigtúni. Fundinn sóttu 294 starfandi yfirmenn og var eftirfarandi samþykkt með öllum greiddum atkvæðum nema einu: „Fundur yfirmanna á kaupskipum, haldinn 28. maí 1979, samþykkir að skora á útgerðir kaupskipa að ganga nú þegar til samningaviðræðna í stað þess að bíða eftir hæpinni lagasetningu til lausnar deilunni. Yfirmenn munu að engu hafa lagaboð til lausnar þessum vanda. Fundurinn lýsir ánægju sinni með störf verkfalls- nefndar og vonar að hún vinni störf sín með sama ágæti hér eftir sem hingað til.“ Auðvitað Benidorm um Hvítasunnuna 2.—10. júní. // ui Margra ára reynsla, brautryöjendur í Benidorm feröum. Reyndir fararstjórar, þjálfaö starfsfólk. 30. maí, uppselt. Næsta brottför 20. júní. — I Seljum farseöla úm allan heim á lægsta veröi. H Ferðamiðstöðin hf. J I AÐALSTRÆTI 9 — SÍMI 28133

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.