Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 228. tbl. 68. árg. MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Yöruskortur fer vaxandi í Kabul Islamahad. 14. okt. — AP. HAFT var eftir vestræn- um sendimönnum í Kabul í dag. að vegna árása afg- anskra frelsissveita á að- dráttarleiðir að höfuð- borginni væri að verða þar mikill vöruskortur. Við- arkol, olía og eldiviður eru orðin af skornum skammti og íbúar borgarinnar, sem eru nú um ein milljón. horfa fram á kaldan vetur. Afgönsku frelsissveitirnar hafa oft og tíðum lokað helstu þjóðvegunum, sem liggja til borgarinnar, og fullyrt er, að þær ráði mestu aðflutningsleið- inni, sem er á milli Kabul og borgarinnar Jalalabad. Vegna ástandsins hefur sovéska innrás- arliðið flutt inn vörur frá Sovét- ríkjunum en heimildir í Kabul segja, að mest af þeim hafni á svarta markaðnum, ýmist sé þeim stolið eða að sovésku her- mennirnir sjálfir selji þær á bak við tjöldin. Rafmagnsskortur er að verða tilfinnanlegur í Kabul og er rafmagnið tekið af í ýmsum hverfum borgarinnar tvo daga í hverri viku. Neðanjarðarritum eða dreifiritum hefur verið dreift viða í Kabul þar sem Rússar eru fordæmdir og m.a. sagt, að þeir hafi átt þátt í að koma af stað átökunum milli Irana og íraka í þeim tilgangi að draga athygli umheimsins frá glæpaverkum þeirra í Afganist- an. Iraskt herlið reynir að einangra Abadan Beirút. 14. ok*. — AP. ÍRAKAR st<>ðu í miklum liðs- og hergagnafiutningum i dag yfir Karun-ána til styrktar herliðinu. sem sótt hefur að oliuborginni Abadan i íran. íranskar flugvélar gerðu í dag Engar f jölda- uppsagnir en tíöindi þó ... Peking. 14. okt. - AP. VERKAMANNI í verksmiðju i Yunnan-fylki í Kina hefur verið sagt upp störfum og þykir atburðurinn fáhcyrður austur þar. í Dagblaði verkamanna segir frá því, að Ho Chia-Jung hafi vantað í vinnuna í sex mánuði á ári síðastliðin fjögur ár. Hann sat þó ekki auðum höndum og horfði í gaupnir sér heldur var hann með eigið fyrirtæki, hest og kerru, og stundaði alls kyns flutninga af miklum móð. Chia- Jung lét sér ekki segjast þó að reynt væri að enaurhæfa hann og þegar honum voru settir úrslitakostir brást hann við þeim á þann hátt að auka enn fjarvist- irnar. Þá var Ho Chia-Jung rekinn úr „vinnunni". loftárás á Bagdad í fyrsta sinn i átta daga en unnu litlar skemmdir að sögn íraka. í fréttum Pars-fréttastofunnar írönsku segir, að íranir hafi bæit niður uppreisn Kúrda i norðausturhluta landsins og segja íranir að írakar hafi staðið að baki henni. í allan dag hafa írakar flutt hergögn og vistir til herliðsins, sem sótt hefur að olíuborginni Abadan, og svo virðist sem Irakar ætli að setjast um borgina og einangra hana frá öðrum hlutum Irans. Talið er, að þeir vilji ekki hætta á að ráðast inn í borgina að svo stöddu enda kynni það að hafa mikið mannfall í för með sér ef barist yrði í návígi hús úr húsi. íranir gerðu I dag loftárás á Bagdad, höfuðborg Iraks, í fyrsta sinn í rúma viku. Að sögn írösku herstjórnarinnar særðust 12 menn en litlar skemmdir urðu á mann- virkjum. íranir segjast hafa skot- ið niður sex MIG-þotur íraka, sem gert hafi árásir á Abadan og Kharg-eyju í Persaflóa, sem er ein helsta ol'jútflutningsmiðstöð ír- ana. írak. r bera þær fréttir til baka og segja að allar vélarnar hafi snúið heim heilu og höldnu. Pars-fréttastofan íranska sagði í dag. að íranskar öryggissveitir hefðu brotið á bak aftur uppreisn Kúrda í austurhluta landsins, skammt frá landamærunum við Tyrkland. Sagt var, að um 300 félagar Kúrdíska lýðræðisflokks- ins hefðu reynt að ná á sitt vald tveimur bæjum og herstöð og hefðu átta verið felldir en hinir reknir á flótta. Kúrdíska lýðræðis- flokkinn stofnaði Mustafa Barz- ani, sem á sínum tíma barðist fyrir sjálfstæðu, kúrdísku ríki. ÖRVÆNTING — Alsírskur unglingur. sem missti fjölskyldu sína og heimili í hamförunum í E1 Asnam, situr hér i rústunum fullur örvæntingar og vonleysis. Björgunarsveitir vinna enn að því að bjarga fólki, sem grafist hefur undir hrundum húsum. Jarðskjálftarnir miklu i Alsir: Yfir 3000 lík hafa fund- ist í rústum E1 Asnam E1 Ásnam. 14. okt. — AP. LÍK meira en 3000 manna hafa fundist i rústum borgarinnar E1 Asnam i Alsir, sem hrundi til grunna i miklum jarðskjálftum fyrir fjórum dögum, að þvi er haft var eftir talsmanni alsírska hersins í dag. Talið er að enn séu þúsundir manna. lifandi eða látn- ar, undir rústunum. Iláttsettur embættismaður Rauða krossins sagði þó i dag. að hann drægi i efa að jafn margir hefðu farist og talið var. Björgunarsveitir frá mörgum löndum vinna sleitulaust að því að grafa í rústunum eftir þeim, sem enn kunna að vera á lífi í E1 Asnam og fjallaþorpunum fyrir Stjórnin situr nú ein eftir í pólska alþýðusambandinu Varsjá. 14. okt. — AP. SVO VIRÐIST sem hið fyrrum valdamikla pólska alþýðusam- band hafi með öllu leystst upp á þeim sex vikum. sem liðnar eru frá því að verkamcnn fengu rétt til að stofna óháð verkalýðsfé- lög. Mieczyslaw Grad, ritari alþýðusambandsins, sagði i gær, að „öll aðildarfélögin hefðu yfir- gefið sambandið“ og kosið að gerast óháð því. Fulltrúar Samstöðu, hins óháða verkalýðssambands, segja þó, að sum þessara félaga hafi aðeins dregið sig út úr alþýðu- sambandinu en hafi enn náin tengsl við kommúnistaflokkinn. Þeir segja, að nú sé um að ræða þrenns konar verkalýðsfélög í Póllandi. Þau óháðu, sem ekki taki við fyrirskipunum frá flokknum; þau sem hafi sagt sig úr alþýðusambandinu og loks gervifélög, sem stjórnvöld stefni til höfuðs óháðum verkalýðsfé- lögum. Talsmaður Samstöðu sagði í gær, að félagar sambandsins væru samtals sjö milljónir í 49 sambandsfélögum. Þessi félög verða þó ekki lögleg fyrr en borgardómstóllinn í Varsjá hefur lagt blessun sína yfir skipu- lagsskrá þeirra en það hefur nokkuð staðið í honum það ákvæði, að embættismönnum pólitískra flokka og stjórnarinn- ar er bannað að gegna ábyrgðar- starfi í óháðum verkalýðsfélög- um. Að sögn lögfræðings Sam- stöðu er þetta gert til að koma í veg fyrir að kommúnistaflokkur- inn geti haft of mikil áhrif á starfsemi félaganna. norðan og sunnan borgina. í dag fundust á lífi tveir japanskir tæknifræðingar í rústum Chelif- hótelsins og lík fjögurra landa þeirra. Þeir eru fyrstu útlend- ingarnir sem vitað er um að hafi farist í jarðskjálftunum. Níu ára gömul stúlka fannst í dag lifandi undir rústum heimilis síns og það fyrsta sem henni varð að orði þegar hún slapp úr prísundinni var: „Ég er svöng.“ Ættingjar hennar höfðu allir komist lífs af og leitað hennar ákaft í fjóra daga. Sumar björgunarsveitirnar, sem eru frá 30 löndum, eru búnar fullkomnum spítalabúnaði og hafa þær hafið fjöldabólusetningu á jarðskjálftasvæðunum til að koma í veg fyrir taugaveiki og kóleru, sem orðið hefur vart síðustu daga. Jurg Vittani, sem hefur yfir- umsjón með birgðaflutningum fyrir Alþjóða Rauða krossinn, sagði í dag, að hann drægi í efa fyrri tölur um manntjón í jarð- skjálftunum og sagði að líklegra væri, að tala látinna væri 5— 10.000. Vittani hefur um tuttugu ára skeið, fengist við að meta afleiðingar og manntjón af völd- um mikilla jarðskjálfta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.