Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 7 „Verulegrar óánægju gætir..." í leiðara Tímans sl. sunnudag standa þessi vísdómsorö: „Stjórnarandstæöingar eru stóóugt að reyna aö gera sér mat úr því að framsóknarmenn séu óánægðir í stjórnarsam- starfinu. Stjórnmálaritar- ar Mbl. hafa þannig ekki við að tyggja upp það sem í Tímanum birtist..., reyndar fétt skynsam- legra sem starfsmenn Mbl. gætu tekið sér fyrir hendur." Þaö er nú svo. Mikil hlýtur sú óánægja að vera, sem „í Tímanum birtist", ef starfsmenn Mbl. „hafa ekki viö að tyggja upp“! Og sú árétt- ing, „að fátt sé skynsam- legra“ en að kunngera þessa óánægju segir og sína sðgu. Næsta málsgrein Tímaleiðarans hljóðaði svo: „Og það er rétt. Verulegrar óánægju gæt- ir í Framsóknarflokknum yfir því, að seint gengur í ríkisstjórninni að taka nauösynlegar ákvarðanir. Nægir þar að nefna vanda frystiiðnaðar- ins...“ o.s.frv. Og ekki má gleyma „niðurtaln- ingu verðbólgunnar", sem var kjarninn í stjórn- arstefnunni. Á þeim niöurtalningarvegi ekur ríkisstjórnin aftur á bak og upp á við, enda bakk- gírinn eini gírinn á verö- bólguvagni stjórnarliðs- ins. „Ég er orö- inn óþolin- móöur..." Tómas Árnason, viö- skiptaráöherra og ritari Framsóknarflokksins, segir í viötali við Mbl. sl. laugardag: „Já, ég er orð- inn óþolinmóöur að bíða eftir raunhæfri niðurtaln- ingu. Þaö er óhætt að segja það.“ Um verð- bólguþróunina segir ráö- herrann: „En menn verða líka að gera sér Ijóst, að þetta viðhald verðbólg- unnar í meginatriðum er stórhættulegt fyrir okkur.“ Alþýðubandalagið stendur þversum í ríkis- stjórninni þegar verð- bólguhömlur eru á dagskrá. Þetta er opin- bert leyndarmál, sem hvert mannsbarn, sem fylgíst með þjóðmálum, veit og þekkir. Forsætis- ráðherra kallar ráðherra Alþýðubandalagsins „dugnaöarmenn“ og „drengi góöa“ og segir heimilishætti í stjórnar- ráði í himnalagi. En orð viðskiptaráöherra: „Ég er oröinn óþolinmóður", segja aðra sögu. Fram- sóknarmenn í ríkisstjórn eru nú í sömu sporum og Alþýðuflokksmenn í síö- ari vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, þar sem alvöruviðbrögð í efna- hagsmálum strönduöu einnig á Alþýðubanda- laginu. Sagan endurtekur sig, segir máltækið. Áratugur án Alþýöu- bandalags i rúman áragut, 1959— 1971, þegar Alþýöu- bandalag komst hvergi nærri stjórn ríkisfjármála né efnahagsmála, tókst Viðreisnarstjórninni að halda veröþróun hér á landi innan við 10% verð- bólguvöxt, og oft vel inn- an við þau mörk, að ársmeðaltali. Þá ríkti stöðugleiki í verðþróun og í efnahagsmálum. Fyrri ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar, með Al- þýðubandalagið innan- borðs, tókst hins vegar að skila þjóðarbúinu í rúmlega 50% verðbólgu á þriggja ára valdaferli. Ríkisstjórn Geirs Hall- grímssonar tók við 53— 54% verðbólgu 1974. . Henni tókst að ná verð- bólgu niður í 26% á miðju ári 1977. Þá gerðu óraun- hæfir kjarasamningar, sem ekki tóku miö af ríkjandi efnahags- og viöskiptaaöstæöum þjóö- arbúsins, strik í reikning- inn og snéru dæminu við. Aðgerðum til að rétta af þjóðarskútuna var mætt með misbeitingu verka- lýössamtaka, ólöglegum verkföllum og útflutn- ingsbanni. Hver man ekki stóryrði á borð viö: „kaupránsstjórn", „samningar í gildi“ og „kosningar eru kjarabar- átta“, þó nú liggi í þagn- argildi. Strengjabrúður Alþýðubandalagsins í verkalýöshreyfingunni eru hljóöari og hógværari þessa dagana, þó kaup- máttur launa sé mun minni nú en á stjórnarár- um Geirs Hallgrímssonar, en hinn almenní launa- maður og skattgreiðandi er smám saman að sjá í gegnum lyga- og blekk- ingarvefinn, sem þá byrgði alltof mörgum sýn. Og fleiri og fleiri efast nú um að hægt sé að komast út úr heima- tilbúnum efnahagsvanda í samstarfi við Alþýðu- bandalagið, enda mælir reynslan gegn þvt. CO CT) N.' k’Jmelka Hinir sívinsæiu AKKJA kuldajakkar frá Melka eru komnir aftur. Jakkarnir eru vatteraðir og með hettu í kraganum. Nú er Melkavetur í Herrahúsinu. BANKASTR/ETI 7 AÐALSTRÆTI4 ÞARFTU AÐ KAUPA? ÆTLARÐU AÐ SELJA? l»l UTiI.VSIRl M U.I.T I.AM) ÞKíiAR Þl VK.I.VSIR I MORI.t \BI. XOIM Innilegar þakkir sendi ég bömum mínum, fósturböm- um, tengdabömum, bamabömum og vinafólki fyrir gjafir, skeyti og árnaóaróskir á áttrœðisafmœli mínu 5. okt. sl. GuÓ blessi ykkur öll. ÞÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR FRÁ HNÍFSDAL. Hefi opnað lækningastofu að Laugavegi 42. Viðtalstími eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 25445. Ingvar Kristjánsson, M.R.C. Psych. sérgr. geðlækningar. Prestkosning veröur í Ásprestakalli sunnudaginn 19. október 1980. Kjörfundur hefst kl. 10 árdegis í Langholtsskóla og lýkur kl. 23. Ennfremur veröur starfrækt kjördeild í Hrafnistu og hefst kjörfundur þar kl. 10 og lýkur kl. 16. Sóknarnefnd. ÁRMÚLA36 Pantið tíma hiá verkstjóra í síma 843 Vetrar-v DODGE PLYMOUTH TALBOT SIMCA HORIZON Nú er nauðsynlegt að láta yfirfara bílinn fyrir veturinn, bæði til að tryggja notagildi hans í öllum veðrum og koma í veg fyrir óþarfa eldsneytisnotkun. Við bjóðum upp á fyrirbyggjandi vetrarskoðun fyrir fast verð. Við framkvæmum eftirtalin atriði: 1. vélarþvottur 10. 2. rafgeymasambönd 11. athuguð 12. 3. viftureim athuguð 13. 4. rafgeymirog hleðsla 14. mæld 15. 5. vél þjöppumæld 16. 6. skipt um platínur(1100) 17. 7. skiptumkerti 18. 8. skipt um loftsíu 19. 9. skipt um bensínsíu 20. Innifalið efni: kerti, platínur, bensínsía, loftsía og frostvari á rúðusprautu. Verð pr. Verð pr. Verð pr. vél stillt kælikerfi þrýstiprófað frostþol mælt kúpling yfirfarin öll Ijós yfirfarin aðalljós stillt undirvagn athugaður vökvi á höfuðdælu ath. hemlar reyndir rúðuþurrkur ath. frostvari settur á rúðsprautur smurðar lamir og læsingar 4 cyl. vél kr. 47.500 6 cyl. vél kr. 55.000 8 cyl. vél kr. 64.500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.