Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 SINDRA STALHF Fyrirliggjandi í birgðastöö ÁLPLÖTUR Hálfhert efni í þykktum frá 0,80 mm — 6,00 mm Plötustærðir 1200 mm x 2500 mm Borgartúni31 sími27222 KA endurræöur Alex Willoughby Knattspyrnudcild KA á Ak- ureyri hefur endurráðið Skot- ann Alex Willoughby, hann mun þvi stjórna hinu bráðefni- lega liði KA i 1. deild næsta keppnistimabil. Leikmenn KA voru sérstaklega ánægðir með skoska þjálfarann og störf hans á nýloknu keppnistimabili. Maradonna skoraði sigurmarkið ARGENTÍNA sigraði Pólland örugglega i vináttulandsleik i knattspyrnu sem fram fór i Buenos Aires um helgina. Loka- tölurnar urðu 2—1 og sýndu Argentinumenn oft og tiðum snilldartakta. einkum og sér i lagi snillingurinn ungi, Diego Maradona, sem nokkrum dög- um áður hafði leikið illa gegn Búlgörum. Staðan i hálfleik var 1—0 fyrir Argentínu. Daniel Passarella skoraði fyrra mark Argentínu úr víta- spyrnu. Kmiek jafnaði snemma í síðari hálfleik, en Diego Mara- dona skoraði sigurmarkið á 56. mínútu. Nokkru síðar splundraði Maradona vörn Pólverja, en skot hans hafnaði i marksújunni. Sigur Argentínu var því verð- skuldaður. == == m .. . fyrir þá sem vilja /= = == == g aóeins það besta. áffmm. HLJÓMTÆKJADEILD KARNABÆR LAUGAVEG 66 SÍMI 25999 * II > é NM Hlaut hæsta vinninginn til þessa í 8. leikviku Getrauna komu fram 2 raðir með 11 réttum og var vinningur fyrir hvora röð kr. 1.361.500. — en með 10 rétta voru 120 raðir og vinningur fyrir hverja röð. kr. 14.500.- Annar seðillinn með 11 réttum var frá Seltjarnarnesi en hinn frá Selfossi. Sá síðarnefndi var með 36 raða kerfi, og eini rangi leikur- inn var tvítryggður, svo að hann var með 11 rétta leiki í 2 röðum, og 10 rétta í 10 röðum, samkvæmt formúlunni. Það er sérstök list að sigla framhjá tveimur merkjum af þremur, en hefði hann rambað á rétt líka á þessum leik og verið með 12 rétta, hefði vinningurinn verið kr. 4.084.500.- en síðan að auki 6 raðir með 11 réttum. Engu að síður nægði þessi árangur til þess, að eigandinn vinnur hæsta vinninginn, sem til þessa hefur verið greiddur út af Getraunum, eða kr. 2.868.000.- Leikið við Skota á fimmtudag SÍÐARI leikur íslands og Skot- lands í Evrópukeppni unglinga- landsliða fer fram á Celtic Park i Glasgow fimmtudaginn 16. október ki. 18.30 að íslenskum tíma. Lárus Loftsson hefur valið sömu leikmenn fyrir þennan leik og i þann fyrri, en þeir eru: Hreggviður Ágústsson, ÍBV, Halldór Þórarinsson, Fram, Þorsteinn Þorsteinsson, Fyíki, Gísli Hjálmtýsson, Fylki, Hermann Björnsson, Fram, Loftur Ólafsson, Fylki, Nikulás Jónsson, Þrótti, Sæmundur Valdimarsson, ÍBK, Ásbjörn Björnsson, KA, fyrirliði, Trausti Ómarsson, UBK, Kjartan Broddi Bragason, Þrótti, Ragnar Margeirsson, ÍBK, Óli Þór Magnússon, IBK, Samúel Grytvik, ÍBV, Kári Þorleifsson.ÍBV, Bjarni Sveinbjörnsson, Þór, Þjálfari er sem fyrr Lárus Loftsson. í fararstjórn verða: Jens Sumarliðason, Friðjón B. Friðjónsson, Gylfi Þórðarson. ímmmmmmmmmmun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.