Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 18 Ragnar Maríasson ísafírði — Sjötugur Sjötugur er í dag góður 0g gegn Jökulfirðingur, Ragnar Maríasson „allt mulig mand“ á Isafirði, þar sem hann hefur verið búsettur marga síðustu áratugina. Ragnar er fæddur að Kollsá í Grunnavíkurhreppi 15. okt. 1910. Foreldrar hans voru þurrabúðar- hjónin Margrét Jónsdóttir og Marías Jakobsson Hagalinssonar. Átti föðurafinn, sem var hinn merkasti dugnaðarmaður „sand“ af börnum — ein 20, ef ég man rétt, og lét sig þó ekki muna um að taka a.m.k. eitt til viðbótar í fóstur. Er slíkt m.a. eitt af „undr- um veraldar"; hvernig hann og hans líkar fengu búi sínu og börnum borgið á þeim tíma, en það er önnur saga. Ungur fór Ragnar í fóstur til þeirra merkishjóna Ragnheiðar Ingibjargar Jónsdóttur, frægrar ljósmóður þeirra norðanmanna, og manns hennar, Guðbjarts Kristjánssonar á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. En húsbóndans naut ekki lengi við, því hann andaðist aðeins fimm árum síðar. En uppeldisvistin hélt áfram og eftir þrjú ár í forsjá seinni manns Ragnheiðar, Tómasar Guð- mundssonar frá Leiru í sömu sveit, síðar lengi hreppstjóra Grunnavíkurhrepps og bónda í Kjós og síðast að Sútarabúðum í Grunnavík. Ekki er að efa, að hjá þeim hjónum naut Ragnar góðs atlætis, en vinna þurfti hann eftir því sem kraftarnir leyfðu, að þeirra tíðar útnesjasið, ekki sízt hjá dugnaðarfólki, sem hvorki kunni að hlífa sjálfu sér né öðrum. Lífsbaráttan var miskunnarlítil og kannski ekki alltaf þar eftir blíðari hjá þeim, sem meira máttu sín. Það sýndi sig snemma, að Ragn- ar var hinn ágætasti verkmaður, duglegur og laginn, enda kom hann til með stunda hin margvís- legustu störf; fyrst algeng til sjávar og sveita, heima og í Hnífsdal, en síðar smíðar, lengst af í skipasmíðastöð Marselíusar Bernharðssonar í Suðurtanganpm á ísafirði. Og þrátt fyrir nokkra vanheilsu síðari árin, hefur Ragn- ar unnið fyrir sínu lífsviðurværi í hinu glæsilega hraðfrystihúsi Norðurtangans. Hinn 22. marz 1941 kvæntist Ragnar hinni ágætustu myndar- konu, Kristínu Alexandersdóttur frá Dynjanda. Bjuggu þau fyrstu fjögur búskaparár sín að Sætúni í Grunnavík, en síðan hafa þau verið búsett á Isafirði. Kjörsonur þeirra er Matthías sjómaður á Isafirði, en fósturbarn Unnur dóttir hans, og mun það barn ekki hafa þurft að kvarta undan atlæt- inu hjá afa og mðmmu, svo ljúfir uppalendur sem þau eru. Sem unglingspiltar og miklir galgopar áttum við Ragnar saman margar góðar og glaðar stundur á æskudögum olkar í Hnífsdal. Ein- kum hefi ég varðveitt í minning- unni eitt glatt vor, þegar við unnum mikið og lögðum þá ósjald- an nótt við dag, því mikið fiskaðist og veðurblíða lengst af ríkjandi. Mér er enn í fersku minni, hversu skemmtilegur, hlýr og notalegur vinnufélagi Ragnar var, og er mér það öllu minnisstæðara en dugn- aður hans, sem þó var svo miklu meira en óaðfinnanlegur. Mér er til efs, að ég hafi nokkurn tíma á ævinni lifað glaðari stundir en þessar þarna á Stekkjunum á fjörukambinum fyrir ofan vör Ásgeirs heitins Guðbjartssonar fóstra míns, sem þá þegar hafði dubbað mig upp í að vera nokkurs konar verkstjóri, þó undir hans yfirumsjón. Það átti við mig í „den tid“! Þau voru ófá hlátursköstin, sem við tókum saman í einatt taumlitlum ærslum til orðs og æðis. Og oftast voru það uppá- fermingar Ragnars sem voru kveikjan að kátínunni, þótt jafn- aðarlega stæði lítt á mér að taka undir, fylgja eftir og ala á. Það skal viðurkennt! — Hefi ég varla vitað skemmtilegri mann en Ragnar — það væri þá helst skilgetinn bróðir hans, stórvinur minn, Magnús Maríasson, hinn góðkunni forstöðumaður Olíu- stöðvarinnar í Hvalfirði. Ennþá er ég Ragnari þakklátur fyrir þessar gömlu, ógieymanlegu gleðistundir, og ég minnist þeirra enn í dag. En ekki_get ég minnst þessara glöðu æskudaga okkar Ragnars, án þess að geta samtímis að nokkru annars eftirminnilegs fé- laga okkar; frænda hans, Jens Jónssonar frá Smiðjuvík á Strönd- um, föður hinnar góðkunnu Ijós- móður Huldu og þeirra myndar- systra — svo nátengdur er Jens umræddum endurminningum. Hann var þá orðinn roskinn mað- ur, slitinn og lífsreyndur, hljóðlát- ur til orðs og æðis, en þeim mun hittnari og eftirminnilegri, þá sjaldan hann lagði orð í belg. Þá geigaði ekki orðum hans, sem vissulega hittu naglann á höfuðið, svo eftir var munað. Og víst hafði hann sans fyrir gamanseminni. Elduðu þeir frændur stundum eilítið grátt silfur, hvað aldrei var þó erft, heldur litið á sem eitt óbrigðulasta ráðið til að skerpa kærleikann og kynda undir glóð gáskans. Á allt þetta mátti svo horfa upp á og hlusta í stóiskri ró vinnufélaginn okkar jötunefldi, þótt barnungur væri, Jón Krist- jánsson, síðar stýrimaður og skip- stjóri — nú mörg hin síðari árin hjá Landhelgisgæzlunni — tengdafaðir Helga Bergs jr. bæj- arstjóra á Akureyri. Hann bara kímdi „út í annað" og hafði gaman af, en helgaði annars vinnunni alla sína miklu krafta. Þökk þeim báðum, lífs og liðnum, Jóni og Jens. En Ragnar var sem sagt „prímus mótor“í öllu þessu glaða tilstandi unglingsáranna. Nú, á þessum merkisdegi í lífi Ragnars, óska ég fjölskyldu hans til hamingju með „gamla mann- inn“, þótt mér sé nú hreint ekki um þennan titil á jafnaldra mína gefið. Honum sjálfum bið ég velfarnaðar á öllum vegum, „hvort lánað líf oss ber langt eða skammt". Ragnar getur með gleði litið yfir farinn veg, ekki síst vegna þess, hversu skemmtilegur og góður félagi hann hefur verið mörgum — glatt hug þeirra og hjarta með eðlislægum mannkost- um, sem alls ekki eru öllum gefnir. Eg þakka minn ómælda en samt of litla hlut í þeim. Baldvin Þ. Kristjánsson Jónas Guðmundsson rit- höfundur - Mig minnir, að fjörefnagjafi íslenzkra lista, Ragnar í Smára, hafi skrifað eina af sínum stjörnu- flugsgreinum um frænda sinn, Jón Engilberts, fimmtugan eða sex- tugan. Yfirskrift eins kafla grein- arinnar, þar sem kom að uppruna afmælisbarnsins og litajöfursins, var þannig: Bergsætt, Bergsætt, Bergsætt, Bergsætt. Mig minnir einnig, að fjallað væri um ein- hverja vissa, mosavaxna laut við Eyrarbakka, þar sem sumar for- mæður af Bakkanum voru giijaðar af útlenzkum innanbúðarsveinum Bakkabúðar og síðar Lefoliverzl- unar. Þeir voru úr blönduðu sauðahúsi. Sumir per-danskir. Aðrir suður-józkir, þá lág-þýzkir frá Slesvig-Holstein. Einnig komu við sögu niðjar hollenzkra inn- flytjenda, sem námu Amager. Þá voru og einhverjir afspringar franskra aðalsmanna og húgen- otta, sem höfðu leitað hælis í hinni gestrisnu Danmörku. Loks komu þeir, sem þyngstir voru á metum og í Iautinni ljúfu, þeir frændur Frelsarans, sem hafa samkvæmt síðustu tölum hlotið 38% af öllum Nóbelsverðlaunum, sem hafa verið veitt allt frá upphafi um síðustu aldamót. Þessi ólíka kynblanda hefir komið í veg fyrir úrkynjun víðar um land og eflaust orðið þess valdandi, að ýmsar álmur Bergsættar hafa orðið mátulega galnar og gáfaðar til að geta af sér marga af höfuðsnillingum ísjenzkra list- heima á þessari öld. I fljótu bragði nægir að benda á Pál ísólfsson, Sigurjón Ólafsson, Gunnlaug Scheving og Jón Engilberts, lista- menn á heimsmælikvarða. Þá leynast styrkir stofnar í skóginum eins og tónskáidin Sigfús Einars- son og Friðrik Bjarnason, Vil- hjálmur S. Vilhjálmsson rithöf., Sveinn Þórarinsson listmálari (móðir hans flutti norður í Keldu- hverfi), nú, þá má nefna Ragnar í Smára og sjálft afmælisbarnið, Jónas Guðmundsson stýrimann, rithöfund og listmálara, sem er fimmtugur í dag. Margir þessara listamanna voru gæddir náðargáfu listarinnar í óvenju ríkum mæli. Þeir voru sumir mjög andríkir og bráð- skemmtilegir eins og Páll Isólfs- son, sem var ábyggilega einn alskemmtilegasti maður sinnar sar.itíðar. Þó að Jónas stýrimaður fimmtugur fáist við margt í fjölhæfni sinni og sé ofvirki að mínu mati, mati letingjans, er hann jafnframt bráðskemmtilegur, sem er fremur sjaldgæft um duglega og iðjusama listamenn og vinnuþjarka í kúnst- inni. Þess ber að geta, að Jónas er alltaf að vinna upp þann tíma, sem fór forgörðum í listinni, þegar hann stóð ungur í lyftingu varð- skipa og annarra fleyja meðan listrænir jafnaldrar hans með sízt meira talent sátu í listaskóla. Jafnvel vaknar hann ennþá upp um miðjar nætur til að vinna að list sinni og það á svipuðum tímum og hann fór á hundavakt- ina forðum á sjónum. Þegar stefna var dregin á sjókort, voru Iéreft og litir jafnan með í förum. Þegar þessi reyndi sjóhólkur leit út úr brúnni yfir hafflötinn sá hann öldur lífsins brotna í öðru litrófi en títt er um hefðbundna sæfara. Sjóferðasagan og lífssiglingin var færð í letur i loggbók lífsins. Voru ekki meðfæddir hæfileikar og list- hneigð Bergsættar að leita sér þarna útrásar, hvort sem var á Selvogsbanka, undir Svörtu loft- um eða á Halanum, líkt og þegar einn angi ættarinnar teygði sig norður í Kelduhverfi, þar sem einn afspringurinn fór óvænt að mála og leika á fiðlu barnungur á eymdarárum í upphafi aldarinnar, og allir norður þar héldu, að sá sami væri snarvitlaus að hefja slíka iðju? Þetta var-Sveinn mál- ari Þórarinsson. Öllum, sem hon- um kynntust, mun koma saman um, að fáir voru gæddir fjörugri frásagnargáfu. Auk þess var hann bráðfyndinn og hagmæltur. Um stórmálarann Scheving hefi ég þegar fjallað á prenti með tveim greinum og þann litaglaða Engil- berts í einni. Ótalmargir, mér færari, hafa ritað maklega um Sigurjón, sem er ótvírætt lista- maður á heimsmælikvarða og meðal slyngustu mannamynda- sköpuða, sem nú eru uppi. Við Islendingar erum bara svo seinir og sofandi, að við eygjum ekki slíkt fyrr en seint og síðar meir. Rétt fyrir Þorskastríðin frægu fékk Jónas stýrimaður köllun Bergsættar, að ganga í land og gerast listamaður þegar skip- herratignin blasti við þessum amerísk-menntaða sjóliðsforingja. Þar voru Bretar heppnir. Annars lægi floti hennar hátignar allur á hafsbotni í dag. Slíkur þrumu- skelfir er Jónas, þegar einhverjum tekst að ýfa upp í honum skapið. Ég vorkenni Framsóknarflokkn- um ef veður skipuðust í lofti, þá yrði Jónasi ekki skotaskuld úr að sprengja flokkinn í loft upp, ef allt í einu dytti í hann að mislíka vistin þar. Hann er skapmaður mikill og sköpuður, sem oft fer saman í sálu listamanna. Honum fylgir alltaf hressilegur gustur, geðfjör, gáski og sprellandi fyndni, svo að allt fer á fleygiferð í kringum hann. Lognmolla og leiðinlegheit er ekki til í skaphöfn hans. Eirðarleysi og órói, þessi dæmigerðu sérkenni margra leit- andi listamanna, einkenna mjög listamanninn Jónas. Friðinn hefir hann mestan fundið í penna og pensli, þessum klassísku miðlum listanna. Hann er framgjarn á heilbrigða vísu og ég held, að metnaði hans verði ekki fullnægt fyrr en hann er kominn á þing eins og iangafi hans, Jón alþm. Þórðarson í Eyvindarmúla. Ekki minna en ráðherrastóll myndi duga undir kappann. Jónas á sér góðan kjaft og ekki skortir hann hugkvæmnina og hugrekkið til að beita honum. Undir skrápnum er Jónas drengur góður og trygg- lyndur. Hann er vinum sínum hjálpsamur og velviljaður. Fimmtugur að aldri hefir hann afkastað miklu á sviði ritlistar og myndlistar. Hann er vinsæll út- varpsmaður og blaðamaður. Þær eru ófáar bækurnar, er hann hefir skrifað sem og málverkasýn- ingarnar, sem hann hefir haldið, bæði hérlendis og erlendis, við góðan orðstír. Jónas er nú lands- frægur listamaður fyrir löngu. Fagrar listir eiga oft samleið með fögrum konum, sem Bergs- ættin er barmafull af. Margar af ættinni eru dökkar og tælandi abba-labba-lá-dísir, stórglæsi- legar, kvenlegar og gæddar yfir- þyrmandi seiðmagni og töfrandi kynþokka. Slíkir erfðaeiginleikar auka mjög freistingar hjá konum, sem verða slíkra gjafa aðnjótandi. Ekki þarf að blaða mikið í niðja- tali Bergs í Brattholti eftir Guðna Jónsson, prófessor, til að verða var við lausaleikskróana, sem prýða margar síðurnar. Slíkt er naumast sérkenni heldur landlægt um allar sveitir og öll héruð, svo að ekki sé nú minnzt á kaupstaðina. Ég þekkti eitt sinn mann, sem las prestatalið spjaldanna á milli. Ein af hans beztu skemmtunum í ellinni var að dunda sér við að reikna út hvað sumar prestmadd- ömurnar voru marga daga, vikur eða mánuði gengnar með að fyrsta barni við hjónavígslu. Margt er sér til gamans og fróðieiks gert. Suðræna blóðið frá Lefolunum ólgar og svellur enn í æðum eins og að „brimi við Bölklett". Það er úr slíkri brimólgu blóðsins, sem snjöllum Bergsættarlistamönnum hefir skolað upp á strendur listar- innar. Ég held, að það sé orðið tímabært að endurskoða uppruna íslendinga að fornu og nýju. Slíkt er tilvalið mannfræðilegt rann- sóknarefni. Stundum finnst mér, að ég sjái næstum eins margar manngerðir hér og á Manhattan. Sjálfur þarf ég ekki nema að skoða sjálfan mig í spegli til að sjá ímynd Mafíunnar, Bláskegg hinn franska eða Júdas íscariot. Jónas, sem skolaði líka upp á fjörur listanna með seltuna í hári og skeggi, er barnfæddur vestur- bæingur, þar sem bar snemma á, að hann sóttist eftir að vera fyrstur meðal jafnaldra í öllum keppnigreinum. Faðir hans, Guð- mundur loftskeytamaður, var son- ur Péturs skólastjóra Guðmunds- sonar á Eyrarbakka, sem hafði leitað menntunar norður í Möðru- vallaskóla, undanfara Mennta- skólans á Akureyri. Kona Péturs og amma Jónasar var Elísabet, laundóttir Jóns alþingismanns Þórðarsonar í Eyvindarmúla, að sögn prófessors Páls Eggerts Ólasonar í íslenzkum æviskrám. Meðal ótalmargra föðursystkina Jónasar eru þeir kunnastir: Jón Axel heitinn, bankastjóri Lands- bankans, Tryggvi, bankastjóri Búnaðarbankans í Hveragerði, og Pétur útvarpsþulur og skríbent. Móðir Jónasar var Ingibjörg Jón- asdóttir, verzlunarmanns í Braut- arholti í Reykjavík, nýlátin. Hún var systir Guðrúnar, konu Tryggva fyrrv. bankastjóra Pét- urssonar. Þær systur voru af Kringelbergum af Skaga komnar. Meðal systkina Jónasar er Pétur, flugvallarstjóri í Keflavík. Jónas er kvæntur ungri og fallegri leik- konu, Jónínu H. Jónsdóttur úr Reykjavík. Þau eiga fjóra syni. Af fyrra hjónabandi á Jónas tvö börn. Að lokum þakka ég Jónasi starfsbróður í myndlist og ritlist öll góð og skemmtileg kynni og óska honum til hamingju. Við þeystumst fram á ritvöllinn um svipað leyti, með brauki og bramli. Ég veit, að Jónas ann sér ekki hvíldar fyrr en hann hefir skrifað og málað okkur kollegana í kútinn. Hvernig og hvenær það verður, er spurningin mikla. örlygur Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.