Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 19 Borg, Miklaholtshreppi: Mikilífjöldi á hrútasýningum Borg, Miklaholtshroppi. 13. október. SÍÐASTLIÐINN laugardag var haldin hér í sýslu, á vegum Búnaðarsambands Snæfell- inga, héraðssýning á hrútum. en áður hafa sýningar verið haldnar i öllum hreppum sýsl- unnar. Þetta er í þrettánda sinn, sem slík sýning er haldin. Aðaldómari á sýningu þessari voru Einar Gíslason, ráðunaut- ur, og Jón Guðmundsson, kenn- ari á Hvanneyri. Sýninguna varð að hafa á tveimur stöðum vegna sauðfjárveikivarna. Aust- an girðingar var sýningin í Hrútsholti í Eyjahreppi og hér vestan girðingar á Hofsstöðum í Miklaholtshreppi. Á sýningu þessari voru sýndir alls 33 hrútar. Farandgripur eftir Ríkharð Jónsson, mynd- höggvara, var afhentur í 13. sinn og hlaut hann að þessu sinni, veturgamall hrútur frá Máva- hlíð í Fróðárhreppi. Var það álit allra, sem sýninguna sóttu, að aldrei hefði komið til sýningar jafn glæsileg skepna og þessi veturgamli hrútur. Mikill framfarahugur er í bændum hér í héraðinu fyrir ræktun sauðfjár. Mikill fjöldi fólks sótti þessa sýningu, en sérstakir gestir sýningarinnar voru landbúnaðarráðherra, fyrrverandi búnaðarmálastjóri og frú og forstöðumaður stofn- lánadeildar landbúnaðarins. Að sýningu lokinni var sameigin- legt kaffisamsæti í félagsheim- ilinu Breiðabliki. Eftir harðan norðangarra, sem varð fyrri part síðustu viku, er hér komið blíðasta veður, sól og logn. - Páll. Island kynnt í Fíladelfíu t FÍLADELFÍU i Bandaríkjun- um, hafa Norðurlöndin fimm með sér sameiginlegt félag. Árlega er eitt landanna tekið út og það kynnt sérstaklega og í ár er það ísland, sem skal kynnt. Að ósk félagsins fara héðan til að koma fram séra Bragi Frið- riksson, fyrrverandi formaður Þjóðrækisfélagsins í Reykjavík, og Ingveldur Hjaltested, söngkona. SINDRA STALHF Fyrirliggjandi í birgðastöð svartar og galvaniseraðar pípur ooO°ooo o 0OO0 sverleikar: svart, % — 5“ galv., % — 4“ Borgartúni31 sími27222 símanúmer AFGREIÐSLA: AUGLYSINGAR: 83033 22480 VH> LANUM ÞER FULLKOMIÐ J>HIUPS UTASJONVARP I TVO DAGA. Ef fjöbkylda þin er ekki fyllilega ánægð, tökum við tækíð til baka, þér að kostnaðartausu. Sérstakt tílboð Við hjá Heimilistækjum hf. höfum nú ákveðið að freista þín verulega. Við ætlum að lána þér Philips litasjónvarp í tvo daga, svo að þú getir sannreynt kosti þess. Ef þér líkar við tækið kemurðu og gengur frá kaupunum, en ef þú ert ekki fyllilega ánægður tökum við það aftur. Þetta tilboð gildir um allar stærðir og gerðir Philips litasjónvarps- tækja fram til mánaðamóta. Philipsgæði Litasjónvarpstækin frá Philips eru viðurkennd fýrir toppgæði, - bæði hérlendis og erlendis. Philips kann tökin á tækninni, enda hafa fjölmargir framleiðendur annarra tækja valið Philips tæknibúnað og myndlampa í framleiðslu sína. Reynsla Philipstækjanna hér á íslandi hefur sannað það ótvírætt, að Philips merkið tryggir framleiðslu í háum gæðaflokki, sem margir telja hinn besta sem völ er á. Skilmálar Þú kemur til okkar og velur þér tæki. Siðan sendum við tækið heim til þín, tengjum það og stillum. Að tveim dögum liðnum verður þú og fjölskylda þín að taka ákvörðun. Ef þú vilt kaupa tækið, þá hefurðu kost á því að borga íá hluta verðsins út, og afganginn á 5 mánuðum - eða 60% út og eftirstöðvar vaxtalaust á 3 mánuðum. Þetta eru skilmálamir. Það er þitt að reyna tækið, og velja svo greiðsluaðferðina. Að sjálf- sögðu veitum við staðgreiðsluafslátt. Hafðu samband Söludeild okkar í Hafnarstræti 3 og verslunin að Sætúni 8 verða með allar nánari upplýsingar á reiðum höndum. Tilboðið stendur til næstu mánaða- móta. Þess vegna skaltu koma til okkar fyrr heldur en seinna - og fá lánað Philips litasjónvarpstæki. Því miður getum við ekki tekið tæki frá fyrir þig. Þú verður að koma niðureftir ef þú vilt tryggja þér tæki í heimlán. heímiRsteeki M Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.