Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 17 Fjölmennt helsrarskákmót var haldið á Akureyri um síðustu helgi, eins og fram kom í Mbl. í gær. Meðfylgjandi mynd af þátttakendum var tekin á tröppum KEA í mótslok. Fremstur er mótshaldarinn Jóhann Þórir Jónsson. Friðrik byrjar að tefla í dag VÍÐLESNASTA dagblað Argen- tínu, Clarin, sem út kemur í Buenos Aires, efnir til öflugs alþjóðlegs skákmóts i Buenos Aires dagana 15. október til 3. nóvember næst- komandi. Meðal þátttakenda verða margir fremstu skáksnillinga heims, en þeir verða alls 14. Keppendur verða þessir — Elostig í svigum: Karpov, Sovétr. (2725) Larsen. Danmorku (2585) Andersson. Svíþjóð (2590) Ljubojevic. JÚKÓslaviu (2590) Najdorf. Argentínu (2510) Quinteros. Argentínu (2515) Spassky. Sovétr. (2615) Timmann. Hollandi (2600) Kavalek. Bandar. (2600) Friftrik Ólaísson (2545) Panno Argentínu (2510) Og til viðbótar þrír argentínskir skákmeistarar. Sigurvegarinn hlýtur fimm þúsund Bandaríkjadollara í verðlaun, eða 2,7 milljónir ísl. króna. Geir Gunnarsson formaður fjár- veitinganefndar Starfsmenn Arnarflugs: Vilja kaupa upp hlut Flugleiða í félaginu STARFSMENN Arnarflugs hafa ritað stjórn Flugleiða bréf, þar sem óskað er eftir þvi, að þeir fái keypt hlutabréf Flugleiða i Arnarflugi, eða a.m.k. hluta þeirra, en nafn- verð þeirra er liðlega 64 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Flugleiðir eiga 57,5% hlutabréfa í Arnarflugi. Af- Margeir efstur LOKIÐ er 6 umferðum á haust- móti Taflfélags Reykjavíkur. Staðan er sú í A-flokki að Margeir Pétursson er efstur með fimm vinninga og biðskák, Björn Þor- steinsson hefur fjóra og hálfan vinning og biðskák og Gunnar Gunnarsson hefur fjóra vinninga. rit af bréfinu var sent samgöngu- og félagsmálaráðherra. Starfsmönnum Arnarflugs hefur þótt athafnafrelsi sitt mjög skert undir handarjaðri Flugleiða og með þau orð samgönguráðherra í vega- nesti, að Flugleiðir ættu að selja hlutabréf sín í Arnarfkrgr^ákváðu starfsmennirnir að fara fram á þetta, samkvæmt upplýsingum Mbl. Það er skoðun starfsmanna Arn- arflugs, að aldrei fáist öruggur grundvöllur fyrir rekstri félagsins, fyrr en það fær fastar áætlunarleið- ir frá landinu. Innanlandsflugið er í dag rekið með nokkru tapi. Starfsmennirnir telja, að fái þeir fastar áætlunarleiðir skapist meiri festa í rekstrinum, sem geri það að verkum, að ekki þurfi sínkt og heilagt að vera að segja upp fólki og ráða það síðan aftur þegar verkefni fást. Þeir benda ennfremur á, að rekstur Arnarflugs hafi í gegnum árin verið jákvæður, á sama tíma og rekstur flestra annarra flugfélaga hefur gengið mjög brösulega. Því þurfi ekki að óttast, að veita þeim leyfi til áætlunarflugs milli íslands og annarra landa. Alls eru tæplega 100 manns í starfsmannafélagi Arnarflugs og samkvæmt upplýsingum Mbl. munu þeir allir sem einn standa á bak við þessa ósk um hlutabréfakaupin. ALÞÝÐUBANDALAGSMENN og framsóknarmenn náðu samkomulagi í fyrrakvöld um að Geir Gunnarsson verði formaður fjárveitinganefndar. Báðir flokkarnir gerðu tilkall til formennskunnar. framsóknarmenn i nefndinni eru þrír, en Geir er eini fulltrúi Alþýðubandalagsins. Alþýðubandalagsmenn buðu framsóknarmönnum formennsku i nefnd- inni gegn þvi að Alþýðubandalagið fengi þar tvo fulltrúa og Framsóknarflokkur tvo, en því hofnuðu framsóknarmenn og varð niðurstaðan sú, að Geir verður formaður. Þá hafa stjórnarliðar samþykkt að Eggert Haukdal verði formaður atvinnumálanefndar sameinaðs þings. Samkomulagi sjálfstæðismanna og m.a. stefna sjálfstæðismenn að um nefndakjör fylgir, að Halldór Ásgrímsson verði endurkjörinn formaður fjárhags- og viðskipta- nefndar neðri deildar, en stjórnar- andstæðingar hafa meirihluta í þeirri nefnd, og að Garðar Sigurðs- son verði endurkjörinn formaður sjávarútvegsnefndar neðri deildar, þar sem stjórnarandstæðingar hafa einnig meirihluta. I öðrum nefndum er reiknað með að stjórnarliðar og stjórnarandstæðingar hafi samstarf um formannskjör eftir meirihlutum því að Geir Hallgrímsson verði endurkjörinn formaður utanríkis- málanefndar, þar sem stjórnarand- stæðingar hafa meirihluta. Framsóknarmenn og alþýðú- bandalagsmenn munu skipta for- mennsku nefnda í deildum þannig, að þar sem annar hefur formann í neðri deild, fái hinn formann í efri deild og þannig verði Ólafur Ragnar Grímsson endurkjörinn formaður fjárhags- og viðskiptanefndar efri deildar. Að tillögu Alberts og Birgis ísleifs: Könnun verður gerð á hús- næðismálum hreyfihamlaðra í GÆR var samþykkt í borgar- ráði Reykjavíkur. að tillögu borgarráðsmanna Sjálfstæðis- ílokksins. þeirra Alberts Guð- mundssonar og Birgis ísleifs Gunnarssonar, að gerð yrði könn- un á því hver sé þörf á húsnæði fyrir hreyfihamlaða. í tillögunni er gert ráð fyrir að athugun verði gerð á hagkvæmum húsum fyrir hreyfihamlaða og þjónustufyrirkomulagi fyrir þá er búa í eigin húsum. Jafnframt var ákveðið að borgarráð kanni með hvaða hætti verði best staðið að framkvæmdum við gerð hentugra leiguíbúða fyrir hreyfihamlaða og fjölskyldur þeirra. Samþykkt var að fela nefnd þeirri er fjallað hefur um málefni fatlaðra að kanna málið, og leggja niðurstöð- ur sínar fyrir borgarráð innan skamms tíma. Lárus Jónsson. vísast hafa ráð til þess að koma drjúgum hluta þeirra undir „fé- lagslega stjórn“. Kjarni málsins er sá, að upplausnarástandið sem nú ríkir í íslenzkum efnahagsmál- um verður ekki bætt með Alþýðu- bandalaginu í lykilráðuneytum í stjórnarráði íslands. Þetta ástand er þeirra óskastaða og þeir munu sporna á móti öllum róttækum ráðstöfunum til þess að endur- reisa efnahags- og atvinnulífið, eins og þörf er á. Akkúrat engin kaupmáttaraukning varð með „sól- stöðusamningunum“ Kjartan segir, að ríkisstjórnin þurfi „ekkert að skammast sín“ fyrir þann kaupmátt launa, sem fólk býr við í dag. Hver er þessi kaupmáttur? Þjóðhagsstofnun reiknar út vísitölur kaupmáttar kauptaxta verkamanna, ASI-fé- laga, opinberra starfsmanna og „allra launþega". Kaupmáttur kauptaxta allra launþega var 105,7 fyrir „sólstöðusamninga", þ.e.a.s. í júní 1977 miðað við 100 í janúar það ár. Þjóðhagsstofnun áætlar að þessi tala verði 106 í nóvember næstkomandi. Þetta þýðir í mæltu máli, að í nóvember búa allir launþegar við sama kaupmátt og þeir höfðu fyrir margfræga „sól- stöðusamninga". Þessir samning- ar verða því ekki að neinu leyti í gildi gagnvart launþegum um næstu mánaðamót. Þurfa sumir stuðningsmenn þessarar ríkis- stjórnar og „hlutverkaleikarar" kratanna ekkert að skammast sín fyrir þetta, Kjartan? Auðvitað hafa ráðstöfunartekjur þessa fólks skerst miklum mun meira þar sem núverandi ríkisstjórn og fyrri vinstri stjórn hafa frá því 1978 hækkað beina og óbeina skatta á öllum almenningi sem nemur rúmum 50 milljörðum króna á verðlagi í ár. Þarf rikis- stjórnin ekkert að skammast sín fyrir þetta, Kjartan? Hver „sólstöðusamn- ingakróna“ orðin að 28 aurum! Það er annað sem hefur gerst síðan um sólstöðusamninga. Um mitt það ár var verðbólga komin niður í 26% miðað við 12 mánuði. Síðan hefur vísitala framfærslu- kostnaðar hækkað úr 731 stigi í 2600 stig! Þetta jafngildir því, að hver „sólstöðusamningakróna" er nú 28 aura virði eða því sem næst, ef þessi hækkun á framfærsluvísi- tölu er notuð sem mælir á verð- hrun krónunnar. Þeir sem skulda eða standa í verðbólgubraski hafa grætt á þessu, en sparifjáreigend- ur tapað. Fátæklingar geta illa varist verðbólgunni og þaðan af síður grætt á henni. Stórfelldir fjármunir hafa færst frá þeim, sem minna mega sín til hinna efnameiri. Þeir ríku hafa orðið ríkari og hinir fátæku fátækari. Þurfa fyrrverandi vinstri stjórn og núverandi ríkisstjórn ekkert að skammast sín fyrir þetta, Kjart- an? Þarf forysta verkalýðshreyf- ingarinnar ekkert að skammast sín fyrir skemmdarverkin, sem unnin voru gegn efnahagsráðstöf- unum ríkisstjórnar Geirs Hall- grímssonar, en þau skemmdar- verk eiga drjúgan þrátt í því hvernig komið er? „Upptalning“ verðbólgunnar Það er næsta grátbroslegt, þeg- ar Kjartan segir í fyrrnefndri Þjóðviljagrein, að „drjúgur árang- ur“ hafi náðst í viðureigninni við verðbólguna eða „úr 61,4% í 50“. í fyrsta lagi hefur verðbólga aldrei orðið hærri en í fyrra, enda starfsstjórn í landinu í langan tíma eftir óstjórn ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar. í öðru lagi spáir Þjóðhagsstofnun nú 52— 54% verðbólgu á yfirstandandi ári og er þá ekki reiknað með kaup- hækkunum og ráðstöfunum til þess að halda útflutningsatvinnu- vegunum á floti. Ef til vill er þetta þó ekki kjarni málsins. Við af- greiðslu fjárlaga í vetur gerði ríkisstjórnin ráð fyrir því (sbr. greinargerð með 1. fjárlagafrum- varpi Ragnars Arnalds) að verð- bólgan yrði í ár 31%. í því fjárlagafrumvarpi, sem Ragnar lagði fram á Alþingi á mánudag, er gert ráð fyrir, að verðbólga verði 42% á árinu 1981. Er þetta „niðurtalning" eða „upptalning", Kjartan?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.