Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 I Mikið hefur verið að Kera við sildarsoltun hjá Pólarsild á Fáskrúðsfirði undanfarið. (Ljósm. Alberi Kemp). Fáskrúðsfjörður: Með þúsund tuimur á 2 sólarhringum Dollar í 552 kr.? KAUPGENGI Bandaríkjadollars var í byrjun vikunnar skráð 537 krónur, en hratt gengissig hefur verið í gangi undanfarið. Stein- grímur Hermannsson, sjávarút- vegsráðherra, var spurður að því í gær hver væru mörk gengissigsins. Svaraði hann því á þá leið að vísa til áætlunar Þjóðhagsstofnunar um afkomu frystihúsa. Þar segir um rekstur húsanna: „Miðað við gengi dollars 552 krónur væri reksturinn líklega hallalaus". Asmundur fulltrúi VR á ASÍ-þingi SJÁLFKJÖRIÐ var innan Verzl- unarmannafélags Reykjavikur um það hverjir skuli verða fulltrúar félagsins á ASÍ-þingi, sem haldið verður í nóvember- mánuði. Aðeins kom fram einn listi. listi stjórnar félagsins með nöfnum 45 VR-félaga. Á listanum er að finna nafn Ásmundar Stefánssonar, fram- kvæmdastjóra Alþýðusambands íslands, en hann gekk í félagið í júlímánuði síðastliðnum. Til þess að menn séu kjörgengir til trúnað- arstarfa innan ASÍ þurfa menn að vera félagar einhvers aðildarfé- lags ASÍ. Fá.skrúúsíirði M. oktúber. MJÖG mikil síldveiði hefur verið siðustu daga og hefur aflinn einkum fengizt í Reyðarfirði og Mjóafirði. í gær lönduðu 10 bátar hér samtals 2600 tunnum. í dag verður landað úr 8 bátum um 1500 tunnum. Aflahæsti báturinn bæði í gær og í dag er Sigurður ólafsson SF 44. Hann var með 550 tunnur i gær og um 450 tunnur i dag. Er þá heildarafli hans orðinn um 3.800 tunnur. Skipstjóri á Sigurði ólafssyni er ólafur Þorbjörnsson og hefur hann landað megninu af afla sinum á vertiðinni hér á Fá- skrúðsfirði. Bergur Hallgrímsson fram- kvæmdastjóri einu söltunarstöðv- arinnar, sem hér starfar, Pólarsíld hf, sagði í samtali við fréttamann, að nú hefði verið saltað í 8500 tunnur hjá fyrirtækinu. Við sölt- unarborðin er pláss fyrir 38 stúlk- ur og hefur alltaf verið fullskipað í söltuninni frá því í byrjun september. Staðið hefur verið við frá hádegi fram á kvöld þangað til í þessari törn núna, að byrjað hefur verið 8 á morgnana og í gærkvöldi var saltað til klukkan 22.30. í morgun var svo byrjað aftur klukkan 8 og er reiknað með að söltun á þessum afla ljúki í kvöld. — AJbert. Metsala í Grímsby: 1054 kr. fyrir kílóið VÉLBÁTURINN Kristján Guð- mundsson frá Eskifirði fékk hæsta meðalverð í islenzkum krónum. sem fengizt hefur er skipið seldi afla sinn i Grimsby í gær og mun meðalverðið einnig vera með því bezta í sterlings- pundum. Báturinn landaði 41 tonni og fengust 43,2 milljónir króna fyrir aflann, meðalverð 1.054 krónur á kíló. Fiskurinn þótti mjög góður og fór í 1. gæðaflokk. Skipstjóri á Kristjáni Guðmundssyni er Þórir Björnsson. Báturinn var á línu fyrir austan og hefði siglt með meiri afla ef bræla hefði ekki hamlað veiðum. Stjórn Flugleiða ræddi Atlantshafsflugið: „Bíðum enn eftir endanlegu svari ríkisstjórnarinnar" - segir Örn O. Johnson stjórnarformaður Flugleiða „LTJÓRN FLugleiða bíður enn eftir endanlegu svari frá ríkis- stjórninni varðandi áframhald Atlantshafsflugsins.“ sagði Örn O. Johnson stjórnarformaður Flugleiða í samtali við Mbl. í gær að loknum stjórnarfundi þar sem bréf fjármálaráðherra til Flugleiða var m.a. til um- ræðu. „Við væntum svars frá ríkis- stjórninni á næstu dögum,“ sagði Örn, “enda brýn nauðsyn að þessi mál upplýsist mjög fljótlega þar sem tíminn er að renna frá okkur og taka þarf hið bráðasta ákvörð- un um það með hvaða hætti framhald verður á rekstri Flug- leiða eftir 1. nóvember. í bréfi fjármálaráðherra eru atriði sem þarfnast frekari skýringa og við verðum að afgreiða þessi mál á næstu dögum, því það eru marg- ar ákvarðanir sem kalla á. Fjöldi fólks bíður svara varðandi endurráðningu, sölukerfi okkar er í biðstöðu og fleira og fleira er háð afgreiðslu þessa máls, en samþykkt hluthafafundar á framhaldi Norður-Atlantshafs- flugsins var eins og kunnugt er skilyrt því að jákvæð svör bærust frá ríkisstjórn íslands við þeim fjárhagslegu atriðum sem stjórn- völd og Flugleiðir hafa rætt að undanförnu." Örn O. Johnson Morgunblaðið hafði samband við Gunnar Thoroddsen forsætis- ráðherra í gærkvöldi og spurði hann um afgreiðslu ríkisstjórn- arinnar varðandi Atlantshafs- flug Flugleiða. Dr. Gunnar kvaðst ekki vilja tjá sig um málið á þessu stigi, en það væri áfram til meðferðar hjá ríkisstjórninni. Gunnar Thoroddsen Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: „Málið áfram til meðferðar hjá stjórninni' ASÍ ákveður í dag aðgerðir VSÍ segist þegar hafa samþykkt 7,5% launahækkun að meðaltali NEFND sú, sem 14 manna nefnd ASÍ kaus í fyrradag til þess að gera tillogur um aðgerðir í kjaradeilunni sat á tveggja klukkustunda fundi í gær. Árdegis í dag verður svo fundur í 14 manna nefndinni og eftir hádegið i 43ja manna nefnd- inni, þar sem endanlega verða teknar ákvarðanir um verkföll, sem búizt er við að verði starfsgreina- eða lands- hlutaverkföll, tímabundin. í gær ræddi framkvæmda- stjórn VSÍ stöðu samninga- viðræðna. I fréttatilkynningu frá Vinnu- veitendasambandinu segir, að í framhaldi af tillögu sáttanefndar og hótunum ASÍ um verkfallsað- gerðir, hafi verið ákveðið að leggja tillögur um viðbrögð af hálfu VSÍ fyrir 60 manna sam- bandsstjórn VSÍ og er hún kvödd saman í dag klukkan 16. Á fundi framkvæmdastjórnarinnar í gær voru lagðir fram útreikningar hagdeildar VSÍ á þeim kaup- hækkunum, sem VSÍ hefur þegar fallist á í formi flokkatilfærslna og almennra launahækkana. Sú hækkun nemur 7,5% að meðal- tali. Útreikningar hagdeildarinn- ar sýna, að sáttatillagan myndi þýða 11% launahækkun að með- altali. Launahækkun ellefu neðstu launaflokka BSRB var um 6%. Fiskhækkun framundan vestan hafs? FRAM kom á blaðamanna- fundi með sjávarútvegsráð- herra í gær, að menn gera sér nokkrar vonir um hækkun þorskblokkar á Bandaríkja- markaði á næstu mánuðum. Kom fram á fundinum, að seljendur frystra sjávaraf- urða telja nú mun léttari róður á þessum markaði held- ur en á tímabili í ár og að því erfiðleikatímabili, sem verið hefur á þessum mikilvæga markaði, sé nú að ljúka. Skattvísitalan 145: 4-5 milljarða króna aukning skattbyrði SAMKVÆMT þeim upplýsingum, sem Mbl. aflaði sér í gær, þýðir skattvísitalan i fjárlagafrum- varpi Ragnars Arnalds 4ra til 5 milljarða króna aukna skatt- byrði, en frumvarpið gerir ráð fyrir skattvisitölu 145 meðan hækkun kauptaxta milli 1979 og 80 er talin 48%. - INNLENT í athugasemdum við tekjuhlið fjárlagafrumvarpsins kemur m.a. fram, að álagður eignarskattur einstaklinga og félaga í ár er um 2 milljörðum króna hærri, en áætl- un fjárlaga 1980 og að nettóálagn- ing tekjuskatts einstaklinga er 1,5 milljörðum umfram fjárlagaáætl- un. Samkvæmt fyrirliggjandi álagningartölum hefur álagður tekjuskattur félaga numið röskum 10,6 milljörðum króna á þessu ári, en í fjárlögum fyrir árið 1980 er tekjuskattur félaga áætlaður 10 milljarðar króna. Þannig er þessi álagning röskum 4 milljörðum krónum meiri en fjárlög yfir- standandi árs reikna með. Olína Björnsdóttir á Sauðárkróki látin SÍÐASTLIÐINN mánudagsmorg- un andaðist i sjúkrahúsinu á Sauðárkróki ólina Björnsdóttir Aðalgötu 5 þar í bæ, á 78. aldurs- ári. Ilún hafði átt við rnikla vanheilsu að búa síðustu mánuði. Ólína var fædd á Skefilsstöðum á Skaga 23. maí 1903, dóttir Björns bónda þar Ólafssonar og konu hans, Guðrúnar Björnsdóttur. Ólína var tvígift. Fyrri maður hennar var Snæbjörn Sigurgeirsson bakara- meistari. Hann andaðist 1932. Sið- ari maður Ólínu er Guðjón Sigurðs- son bakarameistari og fyrrum bæj- arfulltrúi á Sauðárkróki. Með mönnum sínum eignaðist Ólína níu börn, og eru sjö þeirra enn á lífi. Ólína rak um langt skeið veit- ingasölu á Sauðárkróki og hún tók mikinn þátt í atvinnurekstri eigin- manna sinna. Á Sauðárkróki tók Ólína virkan þátt í störfum ýmissa félaga, svo sem Kvenfélags Sauð- árkróks. Hún vann mikið að mál- efnum Sjálfstæðisflokksins, var einn af stofnendum Sjálfstæðisfé- lags Sauðárkróks, og formaður þess mörg síðustu árin. Hún þótti alls staðar góður liðsmaður, hún naut trausts og virðingar samferða- manna sinna. óllna Björnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.