Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 13 skilja, að maðurinn er alls trausts verður, enda ákaflega samvisku- samur og vandvirkur, að hverju sem hann gengur og hefur, veit ég, mikla ánægju af því að stússast í félagsstörfum, því að hann er mannblendinn í besta lagi og. glaður á góðri stund. Nú er t.d. hálfur annar áratugur síðan Nonni var gerður að fjármála- stjóra félagsheimilisins Árness, sem raunar var byggt við túnfót- inn hjá honum og gjaldkeri hús- nefndar hefur hann verið í mörg ár. Gnúpverjar kusu Jón í Geld- ingaholti í hreppsnefnd sína árið 1978 og fleiri störfum gegnir hann fyrir sveitunga sína og skilar þeim öllum vel. Hann er búnaðarþings- fulltrúi, fulltrúi á landsfundum Sjálfstæðisflokksins og í full- trúaráði sjálfstæðismanna í Ár- nessýslu og fréttaritari Morgun- blaðsins hefur hann verið um langt árabil. Fjallamaður hefur hann verið frá því hann var 16 ára og fór í lönguleit innan við tvítugt. Þá er farið alla leið inn að Hofsjökli og heim aftur, ríðandi. Hjá Jóni í Geldingaholti eru glögg skil milli gamans og alvöru og þegar alvaran situr í fyrirrúmi, vill hann ekkert hopp og hí, en glens og gaman á líka í honum sterk ítök, sem sýnir sig meðal annars í því að hann hefur lengi verið einn helsti leikari Gnúp- verja, og áreiðanlega ekki margir þar í hreppi, sem leikið hafa fleiri hlutverk en hann, m.a. þá Hró- bjart og Ögmund í Skugga-Sveini, Þórarin stúdent í Manni og konu og síðast en ekki síst séra Tómas i Pilti og Stúlku. Þá birtist gagn- rýni í blöðum, þar sem sagði á þá Ieið að Jón í Geldingaholti sýndi, að hann getur fleira en að ala upp presta. Sjálfur sýndi hann nú virðulegan prest og hófstilltan. Höfundi þessara orða (Einari á Hæli) var kunnugt um það, að Jón í Geldingaholti tamdi þrjá prestl inga á heimili sínu, þá séra Bernharð fréttafulltrúa, séra Valgeir í Seljaprestakalli og und- irritaðan. Loks datt það í Nonna einn góðan veðurdag, að gera uppeldissystur sína að forseta íslenska lýðveldisins, og mikið rétt: Að áliðnum slætti í sumar leið var Vigdís Finnbogadóttir, sem átti athvarf hjá Geldinga- holtsfjölskyldunni öll sín bernsku- og æskuár, sett inn í það virðulega embætti. Betri helmingur Jóns í Geld- ingaholti er sú einstæða skörungs- kona, Magga í Geldingaholti, Mar- grét Eiríksdóttir Loftssonar og Sigþrúðar Sveinsdóttur í Stein- holti i sömu sveit af Langholtsætt, ákaflega glaðsinna og músikölsk kona, sem bregður hýrum svip og festulegum yfir umhverfi sitt, eins og þau systkinin öll frá Steins- holti, sem flest syngja af mikilli list í kirkjukórnum í Stóru-Núps- kirkju, einhverjum besta kirkju- kór landsins. Eg sendi vinum mínum innileg- ar hamingjuóskir í tilefni afmæl- isins og hyggst gera mitt besta til þess að vera viðstaddur afmælis- fagnaðinn. Gunnar Björnsson, Bolungarvik. Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra: Fylgjandi því að hætt verði að áætla tekjur á bændur „ÞARNA kemur að þvi er mér virðist, fram almennur og eindreg- inn vilji bænda á þeim svseðum er undirskriftasöfnunin tekur til og ég tel að gaumgæfa þurfi vandlega að nema þessa 59. grein og skyidar grcinar úr gildi“ sagði Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra í samtali við Morgunbiaðið í gær. — „í framkvæmdinni hefur þetta reynst þannig, að þessi tekjuáætlun hittir aðeins efnaminni bændur og þá sem lent hafa í einhverjum erfiðleikum og óhöppum. Þeir sem eru betur megandi að hafa stærri bú munu á hinn bóginn ekki verða fyrir barðinu á þessu,“ sagði Pálmi ennfremur. „Sömu sögu er að noltkru að segja um tekjuuppfærslu á skuldum, sem ýmis dæmi benda á að komi ákaf- lega illa út. Þar er þó um miklu flóknara mál að ræða og þarfnast vandlegrar athugunar. Þess má geta að fjármálaráðherra skipaði nefnd í sumar til að athuga hvernig skattálagningin hefði komið út fyrir bændur og eðlilegt er að bíða niðurstöðu þeirrar nefndar áður en horfið verður að breytingum. En ég get lýst fylgi mínu við þær breyt- ingar sem þarna er farið fram á, mér sýnist þessi tekjuáætlun vera óeðlileg og oft mjög ranglát," sagði landbúnaðarráðherra að lokum. Ríkisstjórnin og Flugleiðamálið: Ekki er samstaða um hvaða lending- argjöld eru ógreidd TÚLKUN ráðherra á af- greiðslu lendingargjalda hjá Flugleiðum vegna Atl- antshafsflugsins hefur ekki hljómað saman. en að loknum fundi Steingríms Hermannssonar, sam- gönguráðherra og Bartel í Luxemborg í marz sl„ lagði Steingrímur það til í ríkisstjórninni, þegar hann kom heim, að lend- ingargjöldin fyrir árin 1979, 1980, og 1981 yrðu felld niður eins og ákveðið var hjá ríkisstjórninni í Luxemborg. Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra óskaði þá eftir því að þetta mál yrði afgreitt þannig að um greiðslufrest yrði að ræða að sögn Steingríms Hermannssonar og síðar yrði ákveðið hvort þessi gjöld yrðu felld niður. „Ég tel ekki mikinn mun á afgreiðslu málsins samkvæmt minni tillögu eða fjármálaráð- herra, en samþykkt var tillaga mín um að fresta þessu til haustsins 1981. Hins vegar,“ sagði Steingrímur, „hefur aldrei náðst samstaða um það í ríkis- stjórninni hvað ætti að telja ógreidd lendingargjöld, hvort það væri allt árið 1979, auk ársins 1980, en Flugleiðir hafa greitt um það bil helming af lendingar- gjöldum ársins 1979 (Luxemborg- armenn endurgreiddu Flugleið- um þær greiðslur ytra), en annað er ógreitt. Viljum vekja athygli á að við getum afgreitt af lager togvíra frá „Halls Barton“, 3'/2“ rétt og rangsnúna. Ennfremur eigum við flestar gerðir og sverleika af kranavírum sem við afgreiðum af öllum lengdum. Loks minnum við á aö við eigum á lager tugi kílómetra af vinnuvírum í öllum sverleiku’m á bilinu 3 mm — 29 mm þvermál, sem viö hand- eða vélsplæsum eftir óskum viðskiptavina okkar. Símar 27055 — 27059 INGVAR & ARI sf Hólmsgötu 8a, Örfirisey, Reykjavík Pálmi Jónsson landbúnaðarráðherra. Pálmi var spurður álits á áskorun um tvö þúsund bænda. um að afnumin verði lagagrein um að áætla megi tekjur á bændur, en áskorunin var afhent Pálma og forsætisráðherra í síðustu viku. PAD VQRAR SINIEMMA I BACQ GRÓDURHÚSUM Nú er rétti tíminn til að setja upp gróðurhúsið, áður en frost kemur í jörð. Eigum fyrirliggjandi örfá hús af stærðinni 8x12 fet (246x276 cm). Verð aðeins kr. 460.000.- með gleri. BACO gróðurhúsin eru traustbyggð og hafa reynst mjög vel viö íslenskar aðstæður. Uppsett hús á staðnum við Grettisgötu. Höfum sömuleiðis vermi- reiti á kr. 52.000.-.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.