Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.10.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. OKTÓBER 1980 1 1 Mál og menning: Pelastikk — sjómanna- saga eftir Guðlaug Arason Aukning í þorskafla nemur um 39 þús. t. MÁL og menning hefur Kefið út nýja skáldsöKU eftir GuðlauK Arason ok nefnist hún „Pela- stikk“. Síðasta skáldsaKa Guð- lauKs kom út haustið 1978, „Eldhúsmellur“, ok áður komu út eftir hann skáldsöKurnar „Vind- ur, vindur, vinur minn“, ok „Vík- ursamfélaKÍð“. í umsöKn útKefanda um „Pela- stikk“ seKÍr m.a.: „Pelastikk" er sjómannasaga af bestu gerð og um leið talsvert nýstárleg, ekki síst að því leyti að heimur sögunnar er bundinn við vitund og eftirtekt 8 ára drengs. Logi Kristinsson fær að fljóta með einn túr á síldarbát, og síðan framlengist leyfið út alla vertíð- ina. Hið afmarkaða samfélag um borð birtist lesanda ljóslifandi með augum barnsins og um leið er honum veitt skemmtileg innsýn í ýmsar hliðar þessa tímabils í Islandssögunni, sem kallaö hefur verið „síldarárin". Börn og ungl- ingar munu því ekki síður hafa gaman af bókinni þó að þau kunni að skilja hana nokkuð öðrum skilningi en fullorðnir lesendur. Lýsing drengsins er sjálfri sér samkvæm, blæbrigðarík og lif- andi. Hér er lýst vettvangi karl- manna með augum karlmannsefn- is, og því má segja að lesandi kynnist hinni hliðinni á þeim heimi sem höfundur lýsir í Eld- húsmellum. Sagan er að hluta byggð á bernskuminningum höf- undar sjálfs, en persónur og at- burðir hlíta að öllu leyti lögmálum skáldsögunnar." Bókin er 209 blaðsíður að stærð og prentuð í Odda. BOTNFISKAFLI landsmanna frá áramótum var orðinn rösk- lega 531 þúsund i lok september samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélagsins, en var rúmlega 487 þúsund tonn á sama tímabili i fyrra. Uorskaflinn fyrstu níu mánuði ársins nam 351.149 tonn- um, en var 312.274 tonn i fyrra og er aukningin þvi um 39 þúsund tonn á milli ára. Hlutur báta í þorskaflanum nú var 188.585 tonn og hlutur togara 162.564 tonn. í fyrra var hlutur bátanna 164.568 tonn og togar- anna 147.710 tonn og er aukning- in þvi mun meiri hjá bátaflotan- um. í september bárust alls á land 44.388 tonn af botnfiski, en í sama mánuði í fyrra var botnfiskaflinn 27.412 tonn. Af þessum afla í síðasta mánuði voru 26.023 tonn þorskur, en í september í fyrra komu á land 11.636 tonn af þorski. Heildarafli landsmanna frá ára- mótum var 1.021.884 tonn um síðustu mánaðamót, en var á sama tímabili í fyrra 1.236.645 tonn eða 214.761 tonni meiri. Munar þar mestu um að loðnu- og spærlings- aflinn er 242.807 tonnum minni það sem af er 1980, en á sama tíma 1979. Er um aukningu í flestum öðrum tegundum að ræða. Tveir Verðlauna £ með M reksturskostnað MMC1A.C11. í lágmarki Kjörnir bflar ársins í Bandaríkjunum 1980: COROLLA TOYOTA TOYOTA TERCEL: Framhjóladrifinn bíll, sem er óvenju rúmgóður. Sportlegur, hljóðlátur, og meó frábæra aksturseiginleika. Bíll sem eyðir ótrúlega litlu og er eins og aðrir Toyota bílar, traustur; öruggur og viðhaldsléttur. TOYOTA er bfllinn sem heldur í við hvaða verðbólgu sem er... r TOYOTA COROLLA: Metsölubíll um allan heim. Glæsilegur fjölskyldubíll. Rúmgóóur og vel geróur að innan með stórt farangursrými. Bíll, sem eins og aðrir Toyota bílar er traustur, öruggur, vióhaldsléttur og eyðir litlu bensíni. Bflar, sem komast langtá litlu . TOYOTA til afgreiöslu nú þegar UMBOÐIÐ NÝBÝLAVEGI 8 KÖPAVOGI SÍMI 44144 UMBOÐIÐ A AKUREYRI: BLAFELL S/F ÓSEYRI 5A — SlMI 96-21090 Vandaðir bílar fyrir vandláta kaupendur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.